Morgunblaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 23
undanförnum árum er hlutur þess- ara fæðutegunda enn tiltölulega rýr í fæði okkar, hvort sem við miðum við aðrar þjóðir eða ráð- leggingar um mataræði. Það er því ástæða til að hvetja Íslendinga til að auka neyslu á grænmeti og ávöxtum, sérstaklega í ljósi þeirra góðu áhrifa, sem neysla þessara matvæla hefur,“ segir Óla. Má nota á marga vegu – En hvernig getum við aukið neysluna? „Í fyrsta lagi er aðgengi að þess- um matvörum mjög mikilvægt og því ættu grænmeti og ávextir alltaf að vera til á heimilinu, helst í körfu á eldhúsborðinu. Það er ágætt að venja sig á að hafa alltaf með sér ávexti eða grænmeti í nesti í skól- ann eða vinnuna og hafa grænmet- issalat eða soðið grænmeti sem meðlæti með öllum mat. Einnig er gott að hafa það sem reglu að hafa grænmetisrétti sem aðalmáltíðir einu sinni til tvisvar í viku. Ávexti er svo hægt að setja út á súrmjólk- ina, hafragrautinn, morgunkornið eða skyrið. Bæði ávexti og græn- meti má nota sem álegg ofan á brauð og sem millibita eða kvöld- nasl. Ávaxtasalat er líka mjög hentugur og góður eftirréttur í matarboðið og bakki með mel- ónum, vínberjum og jarðarberjum eða niðurskorið grænmeti með ídýfu er fljótgert og tilvalið í saumaklúbbinn eða þegar gesti ber að garði,“ segir Óla Kallý að lok- um. join@mbl.is Þetta er þriðja greinin af nokkrum í greinaflokki, sem er samstarfs- verkefni Matvæla- og næring- arfræðafélags Íslands og Morg- unblaðsins. www.mni.is daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 23 Víkverji að staldra við og anda að sér fersku, íslensku lofti, tyggja safaríkt lambakjötið á páskadag hægt og örugglega, minnst 30 sinnum hvern bita og þakka fyrir að mega tyggja slíkt úrvalskjöt. Víkverji ætlar að drekka rauðvínið hægt, láta það liggja um stund á tungunni og renna því svo hægt niður kok og maga. Hvers lífsins dropa ber að njóta, ekki svolgra flöskuna í sig í græðgi og vitleys- isgangi. Kannski er það vandi okk- ar Íslendinga, við segjumst í öllum könnunum hamingjusamir og höld- um að við séum að njóta lífsins til hins ýtrasta og gösprum daginn út og inn um gríðarleg lífsgæði sem við búum við. Ísland sé best í heimi. Hvernig má það vera að þjóð sem er að drukkna í skuldum og býr við eitt hæsta verð á bens- íni, mat og lyfjum í heimi sé jafn- framt sú hamingjusamasta? Kannski af því að hún þakkar fyrir að fá að vera til yfirleitt? Þakkar fyrir að fá að kaupa í matinn. Langt er síðan sáer hér skrifar hefur brugðið sér í hlutverk Víkverja. Seinast kvartaði Vík- verji undan gríðarháu verði á matvælum á Íslandi og uppskar kvörtun frá lesanda. Þótti lesanda Víkverji fullneikvæður og benti á að þakka bæri fyrir það að geta keypt sér í matinn yfirleitt. Þetta er auðvitað rétt. Víkverji þakkar al- mættinu daglega fyrir lífsins lystisemdir. Næst þegar Víkverji fyllir bílinn ætlar hann ekki að bölva og ragna yfir bensínverði heldur þakka æðri máttarvöldum fyrir að hann komist milli staða, til vinnu, geti sótt börnin í skólann og fái yfirleitt bensín á bílinn. Næst þegar Víkverji snæðir ljúffenga steik og dreypir á himnesku rauð- víni ætlar hann að þakka fyrir að geta yfirleitt borðað steik og drukkið rauðvín. Nú þegar allt virðist ætla til fjandans að fara á Íslandi, krónan í frjálsu falli og skuldir heimilanna að ná áður óþekktum hæðum, ætlar     víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Fí to n / S ÍA Apple IMC Apple IMC | Humac ehf. Sími 534 3400 www.apple.is Laugavegi 182 105 Reykjavík Kringlunni 103 Reykjavík Fermingartilboðið gildir til 31. mars 2008 Í snertingu við tónlist iPod touch 8 GB (2000 lög) 120 g 3,5” snertiskjár Spilar myndbönd Innbyggt þráðlaust netkort Vafri, YouTube og dagbók Rafhlaðan endist allt að 22 klst. 8 GB iPod touch á fermingartilboði Áður 42.990 kr.36.990 kr. TILBOÐ 36.990 kr. iPod touch Raunstærð: 61,5 x 110 x 8 mm Aðeins 120 g iPod touch er með snertiskjá, fullkomnasti iPod sem völ er á. Tækið sameinar eiginleika iPod spilara og lófatölvu og kemur þér þráðlaust á netið. Með einum fingri á snertiskjánum vafrar þú að vild á netinu eða flettir í gegnum tónlistina þína. Þar að auki geturðu horft á kvikmyndir og þætti á 3,5" breiðtjaldsskjá þess eða skoðað YouTube. Einfaldleiki, þægindi og skemmtun með iPod touch. Fireant hátalarar Verð frá 26.990 kr. Griffin iTrip 4.990 kr. Griffin iTrip auto scan 7.990 kr. USB auto adapter fyrir iPod 3.490 kr. NÚ ER hægt að láta jarða sig á umhverfisvænan hátt. Forsvars- menn kirkjugarðs í Suður- Ástralíu hafa nýlega ákveðið að bjóða upp á umhverfisvænar jarð- arfarir til þess að stemma stigu við gróðurhúsaáhrifunum. Í Centennial Park-kirkjugarð- inum í Adelaide er þannig nú einu tré plantað fyrir hverja jarðarför og bálför og þannig leitast við að bæta upp fyrir það kolefnið sem fer út í andrúmsloftið, að því er segir í frétt frá Reuters. Á hverju ári eru rúmlega 900 einstaklingar jarðsettir í kirkjugarðinum og um 3.300 bálfarir haldnar þaðan. Samkvæmt forsvarsmanni kirkjugarðsins fara um 160 kg af koltvísýringi út í andrúmsloftið eftir hverja bálför en aðeins 39 kg eftir hverja jarðarför. Þegar kostnaður vegna umsýslu og við- halds grafreits er hins vegar tek- inn með í reikninginn eru bálfar- irnar orðnar 10 prósentustigum umhverfisvænni en jarðarfar- irnar. Jarðarförin er nefnilega dýrari framkvæmd, krefst meiri vinnu, sóar meira eldsneyti og skilur eftir sig meiri úrgang en bálförin. Reuters Gróðurhúsaáhrif Bálfarir eru 10% umhverfisvænni en jarðarfarir. Jarð- arfarir frá kirkjugarði einum í Adelaide eru nú kolefnisjafnaðar. Grænar jarðarfarir í boði í Ástralíu Nöfn fermingarbarna á mbl.is FERMINGAR 2008 NÝTT Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.