Morgunblaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ENN ríkir nokkur óvissa um hvort íslensk stjórnvöld muni bregð- ast við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um fiskveiði- stjórnunarkerfið eða hvort ætlunin sé að vera vísvitandi í andstöðu við alþjóðalög. Skýr af- staða stjórnvalda er nauðsynleg, því að ís- lenskir borgarar þurfa að fá úr því skorið hvort réttindi þeirra skv. alþjóðlegum samningum hafi ein- hverja þýðingu í reynd. Þjóðréttarreglur eru af ýmsum toga og bindandi áhrif þeirra misjöfn. Alþjóðasamn- ingar, sem ríki hafa undirritað og fullgilt, eru hins vegar ekki til skrauts. Þjóðréttar- samningar eru t.a.m. þær grundvall- arréttarheimildir sem Alþjóðadóm- stóllinn í Haag styðst við í dómum sínum. Einnig má nefna helstu meg- inreglu samningaréttar sem er skráð í 26. gr. Vínarsamningsins um þjóðréttarsamninga: „Fullgildir al- þjóðasamningar eru bindandi fyrir öll aðildarríki þeirra og þá ber að framkvæma í góðri trú.“ Þau 160 ríki sem eru aðilar að Alþjóðasamn- ingnum um borgarleg og stjórn- málaleg réttindi, að Íslandi með- töldu, eru því þjóðréttarlega skuldbundin af honum og ber að framkvæma hann í góðri trú. Breytni íslenskra stjórnvalda gef- ur einnig til kynna að ríkið telji sig almennt bundið af alþjóðalögum. Ríkið hefur t.a.m. varið fiskveiði- stjórnunarkerfið með vísan til skuld- bindinga sinna gagnvart Hafréttar- samningnum. Sá samningur hefur þó ekki sterkara gildi en umræddur mannréttindasamningur. Það er al- mennt viðurkennt í alþjóðasamfélag- inu að mannréttindi hafi gríðarlega sterkt vægi og túlka beri þjóðréttar- reglur á þann hátt sem samræmist ákvæðum mannréttindasamninga (en ekki öfugt) ef hætta er á árekstr- um þjóðréttarsamninga. Með undirritun sérstaks viðauka við umræddan mannréttinda- samning veitti Ísland Mannréttinda- nefndinni umboð til að taka við og meta erindi frá einstaklingum. Ís- lenska ríkið er því ekki aðeins bund- ið af samningnum sjálfum heldur hefur það einnig viðurkennt lög- bærni nefndarinnar til að túlka hann og skera úr um hvort brotið hafi ver- ið gegn ákvæðum hans. Nú hefur nefndin nýtt það um- boð og komist að nið- urstöðu um að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt við samninginn. Ríkið getur því ekki hundsað niðurstöðu nefnd- arinnar nema ætlunin sé að vera vísvitandi í andstöðu við al- þjóðalög. Ekki verður séð að geðþóttaákvarðanir geti ráðið því hvort og þá hvernig bregðast skuli við álitinu. Slíkar geðþóttaákvarðanir og undanbrögð eiga helst upp á pall- borðið hjá einsflokka- og einræð- isríkjum og þjóna ekki öðrum til- gangi en að grafa undan mannréttindum og virðingu fyrir al- þjóðalögum. Þar sem ekkert eig- inlegt framkvæmdavald er til staðar í umhverfi þjóðaréttar, er framfylgni alþjóðalaga að miklu leyti háð góðri trú ríkjanna, eins og kveðið er á um í Vínarsamningnum um alþjóðasamn- inga og fjallað var um hér að framan. Ætli íslenska ríkið sér að vera vísvit- andi í andstöðu við alþjóðalög, er það ekki aðeins að brjóta gegn mannréttindasamningnum heldur einnig þeirri grundvallarreglu sem þjóðaréttur á allt sitt undir, þ.e. grundvallarreglunni um góða trú. Niðurstaða nefndarinnar er í stuttu máli sú að úthlutun aflaheim- ilda til tiltekins hóps manna og úti- lokun annarra nema gegn greiðslu til hinna fyrrgreindu sé andstætt jafnræðisreglu samningsins. Nefnd- in telur að þessa eiginleika aflaheim- ilda megi leggja til jafns við eigin- leika eignarhalds, þ.e. einkanotkun tiltekins hóps og útilokun annarra nema borgun kæmi fyrir. Slíkt eign- arhald sé andstætt 1. gr. laganna sjálfra, sem kveði á um að nytja- stofnar landsins séu sameign þjóð- arinnar og aflaheimildir skapi ekki eignarétt. Þó stjórn fiskveiða hafi þau lögmætu markmið að vernda nytjastofnana, réttlæti það markmið ekki að tilteknum hópi sé veittur einkaréttur á nýtingu helstu auð- lindar þjóðarinnar en aðrir þurfi að greiða einkarétthöfum fé fyrir að- gang að henni. Mannréttindanefndin véfengir ekki nauðsyn þess að takmarka veið- ar úr nytjastofnum Íslands og telur þ.a.l. tæplega að allir Íslendingar eigi fullkominn rétt til þess að fara til veiða án þess að spyrja kóng eða prest. Hins vegar þarf takmörkun aðgangs að auðlindinni að byggjast á sanngjörnum og eðlilegum grunni og gæta þarf jafnræðis þegar afla- heimildum er ráðstafað. Þó umrædd mannréttindabrot taki e.t.v. ekki til allra Íslendinga, liggur hins vegar ljóst fyrir að þeir aðilar sem keypt hafa aflaheimildir eru fórnarlömb þeirra mannrétt- indabrota sem Mannréttindanefndin telur kerfið orsaka. Þeir fengu ekki aflaheimildum úthlutað, líkt og hinn útvaldi hópur, heldur þurftu þeir að greiða fyrir sínar heimildir til hinna útvöldu. Í þessu liggur hin ólögmæta mismunun að mati nefndarinnar, eins og áður sagði. Þar af leiðandi þarf að gæta þess, að þeir sem keypt hafa aflaheimildir skaðist ekki af þeim breytingum sem gera þarf á kerfinu og nefndin kallar eftir. Enda er ríkið ábyrgt fyrir þessum mann- réttindabrotum og á þ.a.l. að bera kostnaðinn af leiðréttingunni en ekki fórnarlömb umræddra mann- réttindabrota. Á að hundsa álitið? Aðalheiður Ámundadóttir fjallar um skuldbindingu ís- lenska ríkisins gagnvart alþjóð- legum mannréttindasamn- ingum » Þeir aðilar, sem keypt hafa aflaheim- ildir, eru fórnarlömb þeirra mannréttinda- brota sem Mannrétt- indanefndin telur kerfið orsaka. Aðalheiður Ámunda- dóttir Höfundur er laganemi við Háskólann á Akureyri. SÍÐASTLIÐIÐ sumar tilkynnti Kristján Möller samgönguráðherra þá ákvörðun sína að byggja upp heils- ársveg yfir Öxi milli Berufjarðar og Skriðdals. Þegar ráðherrann kynnti þessa ákvörðun í fjölmiðlum tók hann það fram að bygging þessa vegar væri mótvægisaðgerð fyrir Djúpavogshrepp og Breiðdalshrepp vegna samdráttar í þorskveiðum. Þessi ummæli ráðherrans vöktu sérstaka athygli í mínu byggðarlagi, þar sem vandséð er hvern- ig nýr vegur um Öxi getur talist samgöngu- bót fyrir Breiðdælinga. Í þeirri miklu at- vinnuuppbyggingu sem átt hefur sér stað á Austurlandi síðustu ár hafa áðurnefnd tvö sveitarfélög orðið að eins konar jað- arbyggðum í atvinnu- legu tilliti. Bæði hafa þau átt á brattann að sækja að ýmsu leyti, síðustu ár. Hér skal ekki fullyrt um hverjar aðrar mótvæg- isaðgerðir hafa fallið Djúpavogshreppi í skaut að undanförnu en það er alveg ljóst að stjórnvöld hafa ekki talið Breiðdælinga þurfa á slíku að halda, eða ef svo er, fer það afar hljótt. Nýr svokallaður heilsársvegur yfir Öxi verður að hluta til í 530 metra hæð, eða í raun og veru hálend- isvegur. Þetta er staðreynd þrátt fyr- ir að samgönguráðherra hafi í fjöl- miðlaviðtölum um aðrar samgöngubætur, ítrekað látið í það skína að það sé liðin tíð að leggja vegi yfir fjöll og firnindi. Mér er fullljóst að íbúar Djúpa- vogshrepps hafa lengið beðið eftir samgöngubótum og hef ég fullan skilning á því. Það er skoðun mín og margra annarra sem ég hef rætt við að undanförnu að það sé alger tíma- skekkja að byggja upp vegi í 530 metra hæð og beina umferð þar um allan ársins hring. Eftir að hafa fylgst nokkuð með veðurfari á Öxi um all- langa hríð er mér fullvel ljóst að þar er engin veðurparadís á vetrum. Ef til vill hafa afskaplega góðir vet- ur nú mörg hin síðustu ár gert það að verkum að menn eru farnir að gleyma því hversu mikill munur er á vetrarveðrum í byggð eða á fjöllum uppi. Eng- inn vafi er á því að um- rædd vegagerð um Öxi bætir samgöngur milli Héraðs og Djúpavogs stóran hluta ársins en það leysir ekki nema hluta af þeim vanda sem við er að fást og getur ekki orðið sú lausn sem fólk getur treyst á m.a. til atvinnusóknar milli byggðarlaga. Þvert á móti er þetta bráða- birgðalausn sem frestar því að svæðið fá nauð- synlegar úrbætur í samgöngum. Í ágætri grein í Aust- urglugganum 21. sept- ember sl. fjallar Ey- mundur Sigurðsson verkfræðingur um Ax- arveg annars vegar og jarðgöng undir Berufjarðarskarð og Breiðdalsheiði hins vegar. Í greininni leiðir Eymundur sterk rök að því að skynsamlegt sé að fara í byggingu þessara jarðganga sem hann telur að kosta muni um 5 milljarða að byggja með tilheyrandi vegtengingum. Í grein í Morgunblaðinu 1. febrúar sl. kemur fram að reiknað er með að framkvæmdir við nýjan Axarveg kosti 1,5 milljarða. Jarðgöng undir Berufjarðarskarð og Breiðdalsheiði myndu stytta hringveginn álíka mik- ið og nýr Axarvegur. Með jarð- göngum á þessum stöðum myndi gjörbreytast allar aðstæður í sam- göngum á svæðinu. Íbúar á svæðinu þurfa mikið að sækja til Héraðs og því brýnt að samgöngur séu sem bestar. Þá hefur þróun atvinnu og byggðar verið með þeim hætti síð- ustu misseri að það getur ráðið miklu um framtíð svæðisins hvað gert verð- ur í uppbyggingu samgangna. Ef mið er tekið af veðurfari í vetur þá er ég þess fullviss að hefðu jarðgöng verið komin í gegnum áðurnefnd fjöll hefði enginn dagur fallið úr vegna erfiðrar færðar í vetur milli Djúpavogs og Eg- ilsstaða. Hins vegar er augljóst að þó nýr vegur hefði verið kominn yfir Öxi hefðu margir dagar fallið úr í vetur vegna illviðra og ófærðar þar. Síðastliðið haust var mikil umfjöll- un í fjölmiðlum um svokallað Gríms- eyjarferjuklúður. Ég er þess fullviss að verði byggður vegur yfir Öxi fyrir 1,5 milljarða eða meir þá verði sú framkvæmd talin innan nokkurra ára hafa verið álíka vel ígrunduð og end- urbæturnar á Grímseyjarferjunni. Hálendisveg- ur eða göng? Uppbygging vegar yfir Öxi er illa ígrunduð framkvæmd segir Lárus H. Sigurðsson Lárus H. Sigurðsson » Jarðgöng undir Beru- fjarðarskarð og Breiðdalsheiði myndu stytta hringveginn álíka mikið og nýr Axarvegur. Höfundur er bóndi og landpóstur. Á MEÐAN maður er við góða heilsu er ekki mikið spáð í hversu gott heilbrigðiskerfið okkar er í raun og veru. Ég hélt að það væri til fyr- irmyndar en hef smám saman skipt um skoðun. Ég hef alltaf verið heilsuhraust, en síðustu 2 árin var ég ekki jafn heppin og hef þurft á lækn- isþjónustu að halda. Slitgigtin er farin að eyðileggja liðamótin hjá mér og varð ég að ganga undir lið- skiptaaðgerð í mjöðm. Þetta heppnaðist vel, mér fannst bara 6 daga dvöl á spítala í það stysta. Þar á eftir varð ég sjálf að sjá um að út- vega mér sjúkraþjálfun og dvöl á heilsuhæli – og að sjálfsögðu borga fyr- ir það. Að vísu fékk ég styrk frá stéttarfélag- inu mínu, en viti menn: Það var tek- inn skattur af þessu! Í desember sl. varð ég svo aftur að leggjast undir hnífinn og fá gervi- liðamót í hnéð. Nú var ég útskrifuð af spítala á 4. degi eftir aðgerðina og fékk að vera á Grensásdeildinni í heila 5 daga. Til samanburðar gekkst vinkona mín í Þýskalandi nýlega undir svipaða aðgerð, þar er venja að sjúklingarnir séu á spítala í 8-12 daga og fari beint á eftir í endurhæf- ingu í 3-4 vikur. Ég veit ekki hvort það skiptir máli að lækniseftirlit eftir aðgerðina hjá mér stóð bara í 8 daga. Allavega var ég óheppin og fékk sýk- ingu í hnéð þrem vikum eftir aðgerð- ina. Þegar ég áttaði mig á þessu – kannski svolítið seint – var ástandið orðið alvarlegt. Ég fór á bráða- móttöku á Landspítala og fékk strax sýklalyf í æð. En svo var mér tjáð að það væri alls ekki laust pláss á spít- alanum og ég þyrfti að koma 4 sinn- um á sólarhring til lyfjagjafar. Þegar ég mætti eftir 6 tíma aft- ur á bráðamóttöku var ég komin með hita og var sárkvalin. Ég var látin bíða á hörðum stól í hálftíma án tæki- færis til að leggja sýkta fótinn hátt, en þá gat ég ekki meir. Sem betur fer var læknir á staðnum sem sá að eitthvað meira var að og lagði mig inn. Þessu fylgdi 12 daga dvöl á sjúkrahúsi og ekki er ennþá alveg víst hvort ég er orðin góð. Ég lýsi hér minni sjúkrasögu vegna þess að ýmist er að í okkar heilbrigðiskerfi sem er óskiljanlegt, óréttlátt og ábótavant: 1. Bráðamóttakan er gjörsamlega undirmönnuð á álagstímum. Þar mætir slasað fólk sem er sárþjáð og ólíðandi er að það þurfi að bíða klukkutímum saman. 2. Fólkið sem leitar hjálpar á spít- ala og fer heim samdægurs þarf að borga aftur fyrir hverja endurkomu. Dvelji maður hins vegar á spítala þá er allt ókeypis. Var ég þess vegna ekki lögð inn strax? Var áætlun að plokka nógu mikinn pening af sjúk- lingnum með því að láta hann borga eftir hverja endurkomu og lyfjagjöf? 3. Afsláttarkortið frá Trygg- ingastofnuninni rennur út um ára- mót. Þegar maður veikist strax á nýja árinu er maður bara óheppinn að geta ekki lengur notað gamla kortið sitt. Þetta eru bara 3 punktar sem eru ekki í lagi og þyrfti að breyta. Al- mennt er tryggingarkerfið okkar óréttlátt og tilviljanakennt og allt of flókið. Hvers vegna t.d. þarf maður að borga allar tannviðgerðir sjálfur eftir slys en ekki ef um beinbrot er að ræða? Eru tennurnar ekki einnig nauðsynlegur partur af líkama okkar alveg eins og beinin? Kæri heilbrigðisráðherra, við eig- um mjög góða og færa lækna hér á Íslandi og frábært hjúkrunarfólk sem vinnur undir miklu álagi dag eft- ir dag. En ég sé með hryllingi að stefnan í heilbrigðiskerfinu er meira og meira í áttina að einkavæðingu. Allt tal um „hagræðingu“ þýðir bara að skerða þjónustu við þá sem eru veikir og láta þá borga meira. Þú hefur ekki gert margt í þágu sjúklinganna hingað til. Þú hefur af- numið komugjaldið fyrir börn að 18 ára aldri og hækkað hjá öllum hinum í staðinn. Hverjir eru það hins vegar sem þurfa mest á heilbrigðisþjón- ustu að halda? Jú, það er gamla fólk- ið! Upphæðin sem gefur rétt á af- sláttarkorti hefur hækkað, bara svona án þess að hafa hátt um það. Þú hefur beitt þér fyrir að sjúk- lingar geti fengið upplýsingar um kostnaðinn áður en þeir njóta lækn- isaðstoðar. Frábært, það munar um það! Ég sé í anda gamlan kunningja sem hefur ekki mikið fé milli handa koma til læknis og ganga svo aftur út eftir að hann fréttir hvað það kostar, því hann hefur ekki efni á því. Neyðarbílar verða samkvæmt nýj- ustu sparnaðarhugmyndunum ekki lengur mannaðir með læknum. Það á eftir að koma í ljós hvaða afleiðingar það hefur fyrir fólk í bráðri lífs- hættu. Heilbrigðiskerfið á ekki að vera háð einhverjum gróðasjónarmiðum. Það eiga að vera sjálfsögð mannrétt- indi í okkar þjóðfélagi að fá lækn- ishjálp óháð efnahag og aldri hvers og eins. Enginn verður veikur sér til gamans og veikindi valda nógu mikl- um áhyggjum, þó að áhyggjur um peninga bætist ekki við. Orðsending til heilbrigðisráðherra Úrsúla Jünemann skrifar um heilbrigðiskerfið » Það eiga að vera sjálfsögð mannrétt- indi í okkar þjóðfélagi að fá læknishjálp, óháð efnahag og aldri hvers og eins. Úrsúla Jünemann Höfundur er kennari. Flettu upp nafni fermingarbarnsins mbl.is FERMINGAR 2008 NÝTT Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.