Morgunblaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.03.2008, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Iceland on the Edge er yf-irskrift hátíðar sem íslenskstjórnvöld standa fyrir í Brussel frá febrúar og fram í júní. Tilgangurinn er ekki sá að vekja athygli á stöðu íslensks fjár- málamarkaðar, eins og ráða mætti af merkimiðanum, heldur öðrum verðmætum, nefnilega þeim sem felast í listalífi þjóðarinnar. Mikið er í lagt. Markmiðið er að efla ímynd Ís- lands á alþjóðavettvangi og hefur verkefnið verið í undirbúningi í tvö ár. Straumur íslenskra listamanna liggur til Brussel og markaðs- herferðin hófst fyrir ári, auglýst er í sjónvarpi, ráðist er í „plakata- herferðir“ og „auglýsingar í öllum helstu miðlum Belgíu“.    Sú spurning vaknar hvort hátíðirsem þessar séu besta leiðin til að kynna Ísland eða íslenska menn- ingu. Félli það til dæmis í kramið hjá Íslendingum að sækja sambæri- lega hátíð hér á landi, til dæmis „Lúxemborg on the Edge“ eða „Færeyjar on the Edge“? Stjórnvöld eru auðvitað með- vituð um að reyna að nýta sem best það fjármagn, sem sótt er í vasa skattborgaranna. Og kannski er það þess vegna sem á að afgreiða á einu vörubretti kynningu á helstu listamönnum þjóðarinnar. En hvers vegna skyldi Brussel verða fyrir valinu? Ekki er laust við að sá grunur læðist að manni, að íslenskir emb- ættismenn séu fyrst og fremst að búa til vettvang til að komast í kynni við aðra embættismenn í þessari höfuðborg skrifræðisins. Og sjálfsagt er mikilvægt að embættismenn hafi vettvang til þess að kynnast öðrum embætt- ismönnum, en spyrja má hvort draga eigi íslenska listamenn á það stefnumót eða hvort eðlilegra væri að leyfa þeim sjálfum að velja áfangastað – og félagsskap. Blasir ekki við að ef ætlunin er að kynna íslenska listamenn er- lendis, þá sé æskilegt að það gerist á þeirra eigin forsendum? Eft- irspurnin komi að minnsta kosti að utan, en sé ekki búin til af Íslend- ingum sjálfum.    Og lykilforsendan er sú að lista-mennirnir hafi eitthvað að kynna. Það þarf að gera þeim kleift að stunda list sína hér heima og búa þeim skilyrði til að skapa. Þar væri opinberum fjármunum best varið. Ef eitthvað er í það spunnið, þá fær það hljómgrunn, jafnt heima sem erlendis. Það leit- ar sér farvegar. Þar skiptir tíma- setningin lykilmáli, að þeir séu til- búnir með nýtt sköpunarverk, sem þeir vilja koma á framfæri, og að þeir velji sér vettvanginn sjálfir – og merkimiðann. „Lúxemborg on the Edge“ » Sú spurning vaknarhvort hátíðir sem þessar séu besta leiðin til að kynna Ísland eða íslenska menningu. pebl@mbl.is AF LISTUM Pétur Blöndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.