Morgunblaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.04.2008, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 21. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „FORVARNIR eru besta leiðin“ er yfirskrift þriðju alþjóðlegu ráð- stefnu um forvarnir við kynferð- islegu ofbeldi gegn börnum sem samtökin Blátt áfram standa fyrir á jafnmörgum árum. Þetta árið verður ráðstefnan haldin 15.-16. maí í Há- skólanum í Reykjavík og fer hún fram á ensku, en þegar er byrjað að taka á móti skráningum á vefnum: www.blattafram.is „Við hvetjum alla til þess að afla sér meiri upplýsinga um þennan málaflokk,“ segir Sigríður Björns- dóttir, framkvæmdastjóri og einn stofnandi Blátt áfram, og tekur fram að mikill fengur sé að því að fá er- lenda sérfræðinga til landsins sem rannsaki og fjalli um áhrif kynferð- islegs ofbeldis. Aðspurð segir Sigríð- ur ráðstefnuna nýtast breiðum hópi fólks, bæði foreldrum og forráða- mönnum, þeim sem sjálfir hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og fag- fólki sem starfi með börnum og þol- endum kynferðislegs ofbeldis. Segir hún markmið ráðstefnunnar að benda á leiðir til að fyrirbyggja kyn- ferðisofbeldi gegn börnum, en því miður séu fyrstu viðbrögð fólks við kynferðislegu ofbeldi oft reiði, ótti og afneitun sem gagnist þolendum lítið. Að mati Sigríðar hefur á sl. árum orðið ákveðin vitundarvakning um áhrif og alvarleika kynferðislegs of- beldis. „Við finnum mun á afstöðu milli ára og það er alveg ljóst að það hefur orðið vakning hjá almenningi. Ég myndi samt auðvitað vilja að vakningin gengi hraðar fyrir sig, því það er enn mikil vöntun á fræðslu og upplýsingum fyrir almenning um þessi mál. Við munum hins vegar ótrauð halda áfram að setja þessi mál á dagskrá.“ Samband ofbeldis og heilsufars síðar á ævinni Samkvæmt upplýsingum frá Sig- ríði taka fjórir erlendir gestafyrir- lesarar þátt í ráðstefnunni og þrír innlendir. „Shirley Paceley, ráðgjafi, rithöfundur, stofnandi og forstjóri Blue Tower Training Center, mun fjalla um kynferðisofbeldi gegn fötl- uðum og greindarskertum börnum, en erlendar rannsóknir sýna að þessi börn eru í mun meiri hættu á að verða þolendur ofbeldis. Paceley tók einnig þátt í ráðstefnunni í fyrra og vegna fjölda áskorana ætlar hún að koma aftur í ár. Vincent Felitti, læknir við for- varnadeild Medicine Kaiser Perm- anent Medical Care Program í Kali- forníu, mun fjalla um stóra rannsókn sem unnin er í samvinnu við Heil- brigðisstofnun Bandaríkjanna þar sem skoðað er sambandið milli mis- munandi ofbeldis og vanrækslu í æsku annars vegar og heilsu á síðari árum hins vegar. Komið hefur í ljós að fái þolendur ekki hjálp til að vinna úr því áfalli að verða fyrir of- beldi á yngri árum þá getur áfallið brotist út í líkamlegum og andlegum sjúkdómum á eldri árum,“ segir Sig- ríður og tekur fram að miklu máli skipti að þolendur fái hjálp sem fyrst og þurfi ekki að bíða árum eða ára- tugum saman eftir faglegri aðstoð. „Af öðrum fyrirlesurum má nefna að Justin Berry mun fjalla um örugga netnotkun. Hann er ekki nema 21 árs gamall, en lenti þegar hann var aðeins 13 ára í vítahring kynferðisofbeldismanna á Netinu þegar hann var misnotaður fyrir framan tölvumyndavél í heimahúsi. Við vildum fá hann á ráðstefnuna til þess að hvetja foreldra til að fræða börnin sín um netnotkun og hætt- urnar sem þar geta leynst. Loks kemur Karen Anderson, yf- irmaður og ráðgjafi hjá barnahúsi í Kaliforníu. Hún ætlar að fjalla um ásakanir um kynferðisofbeldi í for- ræðismálum, en þar er oft mikið vandamál að börnunum er ekki trú- að af neinum nema mömmunni. Í flestum þessara mála er því aldrei kært, sem er mjög alvarlegt því þá er í raun búið að senda þau skilaboð til kynferðisbrotamanna að brot gagnvart börnum yngri en 5 ára hafi engar afleiðingar fyrir þá,“ segir Sigríður. Verndarar barna Spurð um íslensku fyrirlesarana segir Sigríður þá vera þrjá. „Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði og meist- aranemi í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri, mun kynna rannsókn sem hún gerði til að kanna heilsufar og líðan kvenna sem hafa orðið fyrir sálrænum áföllum í æsku af völdum kynferðislegrar misnotk- unar. Hennar rannsókn kallast á við rannsókn Vincents Felittis. Svava Björnsdóttir, starfsmaður og einn stofnandi Blátt áfram, verð- ur með kynningu á forvarnaátaki sem við erum að fara af stað með á allra næstu vikum sem nefnist Verndarar barna. Tilgangur átaks- ins er að efla bæjar- og sveitarfélög í markvissum forvörnum við kynferð- islegu ofbeldi gegn börnum og þjálfa 5% af fullorðnum í hverju bæjar- og sveitarfélagi til þess að fyrirbyggja, greina og bregðast við kynferðislegu ofbeldi. Loks mun Þorbjörg Sveins- dóttir sálfræðingur fjalla um starf- semi Barnahúss,“ segir Sigríður og bendir á að öllum ráðstefnugestum verði í lok dagskrár 15. maí boðið að skoða Barnahús til þess að kynna sér starfsemi þess og gera sér grein fyrir mikilvægi þeirrar sérfræði- þekkingar sem fyrir hendi sé hér- lendis. Samtökin Blátt áfram blása til 3. ráðstefnunnar um forvarnir við kynferðislegu ofbeldi gegn börnum Ljósmynd/DiMaggio/Kalish/CORBIS Sálarangist Bæði íslenskar og erlendar rannsóknir sýna fram á tengsl milli sálrænna áfalla af völdum ofbeldis í æsku og heilsufarslegra kvilla síðar á ævinni. Því þykir mikilvægt að vinna úr áföllunum sem fyrst. Forvarnir eru besta leiðin Í HNOTSKURN »Samtökin Blátt áfram vorustofnuð árið 2004 að frum- kvæði systranna Sigríðar og Svövu Björnsdætra. »Blátt áfram eru sjálfstæð fé-lagasamtök og er tilgangur þeirra að efla forvarnir við kyn- ferðislegu ofbeldi gegn börnum á Íslandi. »Að mati samtakanna er mik-ilvægt að kenna börnum að þau megi segja nei við hvern þann sem reynir að snerta þau. »Gott er einnig að hvetja börntil að þekkja og treysta eigin innsæi. ÞAÐ er nokkuð öruggt að vorið er að koma í Siglufirði. Farfugl- arnir hafa verið að koma í stríð- um straumum og á laugardags- morgun heyrðist í álftum. Steingrímur Kristinsson er mikill fuglaáhugamaður og hann smellti myndum af álftapari í ástarleik. Myndaseríuna, sem er að finna á vefsíðunni sksiglo.is, kallar Stein- grímur vorverk. Hann segir að mikil læti hafi fylgt þessu; vængjabusl og hljóðmyndanir á hápuntinum í lokin, en leikurinn tók um eina mínútu. Um helgina sáust lóa og jaðraki í Siglufirði þannig að ljóst má vera að vorið er gengið í garð á Norðurlandi. Ljósmyndir/Steingrímur Kristinsson Ástin grípur fuglana á vorin DORRIT Mo- ussaieff for- setafrú situr í dag og í gær ráð- stefnu í Katar í boði Sheikha Mo- zah, eiginkonu emírsins í land- inu. Á ráðstefn- unni er fjallað um málefni barna með sérþarfir og sérstök áhersla lögð á samspil íþrótta og getu. Með forsetafrúnni í för er Anna Karólína Vilhjálmsdóttur framkvæmdastjóri Special Olymp- ics á Íslandi og framkvæmdastjóri útbreiðslusviðs hjá Íþróttasam- bandi fatlaðra. Ráðstefnuna sækir áhrifafólk og sérfræðingar víða að úr veröldinni, forystumenn í íþróttamálum fatl- aðra og samtaka sem sinna mál- efnum barna með sérþarfir. Einnig tekur þátt í ráðstefnunni íþróttafólk sem skarað hefur fram úr á alþjóð- legum mótum fatlaðra og þroska- heftra, bæði Ólympíuleikum fatl- aðra og Special Olympics. Meðal efnisþátta á ráðstefnunni er hvernig aukin íþróttaiðkun getur eflt færni og aukið lífsgleði barna og ungmenna og sérstök málstofa er helguð einhverfu, en á næsta ári verður efnt til alþjóðlegs átaks til að auka skilning á henni. Á ráðstefnunni verður lögð fram greinargerð um starfsemi Íþrótta- sambands fatlaðra á Íslandi og hinn fjölþætta árangur sem náðst hefur hérlendis með íþróttastarfi fatlaðra. Það er Shafallah-miðstöðin í Kat- ar sem annast skipulagningu ráð- stefnunnar. Dorrit Moussaieff í Katar Sækir ráðstefnu um börn með sérþarfir Dorrit, Moussaieff MEIRA en tveir þriðju hlutar þjóð- arinnar vill að undirbúningur fyrir að- ildarviðræður við Evrópusambandið verði hafinn ef marka má nýja skoð- anakönnun Fréttablaðsins. Í könnun- inni, sem kynnt var í gær, sögðust 67,8% þeirra sem svöruðu vera hlynnt slíkum undirbúningi en 32,2% voru andvíg. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins er enginn munur á afstöðu svarenda eftir kyni og virðist búseta einnig lítil áhrif hafa haft á afstöðu en afstöðumunur- inn var þeim mun meiri þegar svar- endur eru flokkaðir eftir því hvernig þeir kusu í síðustu alþingiskosningum. Þó vekur athygli að eingöngu meðal kjósenda Frjálslynda flokksins er meirihluti gegn undirbúningi undir aðildarviðræður. Mestur er stuðning- ur við þær meðal kjósenda Samfylk- ingar, næstmestur meðal kjósenda Framsóknarflokks, þá Sjálfstæðis- flokks og síðan Vinstri grænna. Meðal þeirra sem ekki gáfu upp hvernig þeir kusu er mikill stuðningur. Tæp 82% aðspurðra tóku afstöðu. Meirihluti hlynntur ESB Meira en 2⁄3 vilja aðildarviðræður SKÚLI Eggert Þórðarson ríkis- skattstjóri segir íslensk skattyfir- völd enn í sambandi við sams konar yfirvöld í Þýskalandi vegna lista sem þau síðarnefndu keyptu um viðskipti útlendinga við banka í Liechten- stein. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu á hlaupársdag hefur ríkis- skattstjóri óskað eftir upplýsingum frá Þýskalandi um hvort einhverjir Íslendingar séu á listanum. Enn í sambandi við Þjóðverja ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.