Morgunblaðið - 21.04.2008, Side 11

Morgunblaðið - 21.04.2008, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. APRÍL 2008 11 FRÉTTIR ÖFLUGUSTU MÓTVÆGISAÐGERÐIRNAR MEIRI VINNSLA = HÆRRA VERÐ Optima Á Sjávarútvegssýningunni í Brussel verðum við hjá , Hall 4, stand 5151 Þú finnur réttu lausnina hjá okkur www.pmt.is Krókhálsi 1, 110 Reykjavík Sími 567 8888, Fax 567 8889 NÝLEGA var haldinn fundur að Laugalandi í Holtum um kynningu á áhættumati vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár. Verkfræðingar frá tveimur verkfræðistofum kynntu drög að matinu sem verður fullunnið og gefið út um miðjan maí. Dóra Hjálmarsdóttir frá VST fór yfir helstu forsendur fyrir matinu og kynnti niðurstöðurnar. Fram kom að helsta áhættan sem steðjar að umhverfinu er svokallað rof í stíflum eða stíflugörðum, sem getur orsak- ast af hugsanlegum risajarðskjálft- um eða öðrum hamförum náttúrunn- ar, og að auki eru nefnd til sögunnar hugsanleg skemmdarverk af manna völdum. Hvernig er best að hætta við? Í stuttu máli eru líkurnar á slíkum atburðum afar litlar og flóð sem fylgja í kjölfarið væru af sambæri- legri stærðargráðu og stór náttúrleg flóð í ánni og áhættan af þeim langt undir þeim mörkum sem lögð voru til grundvallar fyrir áhættumatinu. Þannig flóð munu að mestu haldast innan farvegar Þjórsár utan þess að við rof á stíflugörðum myndi flæða inn á tún og jarðveg í nágrenni ár- innar á ákveðnum stöðum. Áhættumatið gerir ekki ráð fyrir risahamförum og flóðum sem geta orðið við gos undir jökli, enda afleið- ingarnar svipaðar á umhverfið hvort sem virkjanir verða byggðar eða ekki. Nokkur fjöldi fólks úr Rang- árþingi ytra sótti fundinn og kom fram fjöldi fyrirspurna til verkfræð- inganna. Auk Dóru Hjálmarsdóttur sátu fyrir svörum þau Kristján Már Sigurjónsson og Ólöf Rós Káradótt- ir, frá VST, ásamt Ómari Erni Ing- ólfssyni frá VGK-Hönnun. Eydís Indriðadóttir, oddviti Ásahrepps, var fundarstjóri. Auk þeirra var Helgi Bjarnason verkfræðingur frá Landsvirkjun á fundinum og svaraði nokkrum spurningum sem ekki vörðuðu áhættumatið sjálft. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir sauðfjárveikivarna, benti á að gæta þyrfti að þeim vörnum við hönnun virkjananna, þar sem Þjórsá væri sauðfjárveikivarnalína. Að auki spurði hann, í gráglettni að eigin sögn, hvað væri best að gera til að koma í veg fyrir byggingu þessara virkjana. Fátt varð um svör við því. Í máli fundarmanna almennt kom ekki fram gagnrýni á virkjana- áformin í heild sinni, frekar gætti vantrúar hjá sumum á að vel yrði staðið að einstökum atriðum við framkvæmdina. Afar litlar líkur á að stífla rofni Áhætta Sigurður Sigurðarson dýralæknir spurði um sauðfjárveikivarnir. Til hægri er Kristján Már Sigurjónsson, verkfræðingur frá VST. Kynntu íbúum í Holtum áhættumat vegna virkjana í neðri hluta Þjórsá ÍSLANDSMÓT iðngreina 2008 lauk í gömlu Laugardalshöllinni á laug- ardag en í fréttatilkynningu segir að markmið mótsins sé að vekja at- hygli á iðn- og starfsmenntum og kynna almenningi iðngreinar, ekki síst ungu fólki. Keppt er í ýmsum flokkum iðn- greina og voru sigurvegarar eftir- taldir: Jevgenis Gujls (málmsuðu), Ásgeir Arnór Stefánsson (trésmíði), Kristófer Þorgeirsson (pípulögn), Birkir Sigursveinsson (bifvélavirkj- un), Ásbjörn Matti Birgisson (bíla- málun), Reynir Harðarson (bif- reiðasmíði), Kristþór Ragnarsson (múrverki), Gunnar Guðjónsson (málaraiðn), Gústaf Benedikt Grön- vold (dúklagningum), Heiðrún Páls- dóttir (hársnyrtingu), Jóhann Geir Úlfarsson (grafískri miðlun), Arnar Már H. Guðmundsson (ljósmyndun) og Gunnar Þórbergur Harðarson (rafvirkjun). Fulltrúar um 20 greina tóku þátt Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Bestir Meðal þeirra sem unnu til verðlauna voru Gunnar Guðjónsson (málaraiðn), Jóhann Geir Úlfarsson (grafísk miðlun), Arnar Már H. Guðmundsson (ljósmyndun), Jevgenis Gujls (málmsuða) og Ásgeir Arnór Stefánsson (trésmíði). Íslandsmeistarar í iðngreinum 2008 krýndir í gömlu Laugardalshöll UMFERÐ í Hvalfjarðargöngum jókst um 6,2% á fyrra helmingi yf- irstandandi rekstrarárs Spalar frá sama tímabili í fyrra. Þá fóru tæp- lega 790.000 bílar um göngin á sex mánuðum en tæplega 840.000 nú. Þetta kemur fram á heimasíðu Spalar sem á og rekur göngin. Langmest aukning var í nóv- ember eða um 17,7% frá sama mán- uði 2006. Umferðin í janúar og febrúar í ár var hins vegar litlu meiri en í sömu mánuðum í fyrra. Nettótekjur Spalar af umferðinni drógust saman um 6% á sama tíma og bílunum fjölgaði um 6,2%. Ástæðan er lækkun á gjaldskrá. 6% fleiri fóru um göngin BÍLVELTA varð á Reykjarströnd í Skagafirði í fyrrinótt. Fjögur ung- menni voru í bílnum sem fór a.m.k. þrjár veltur. Öll voru þau með ör- yggisbeltin spennt og sluppu með skrámur. Ökumaður bifreiðarinnar var 15 ára gamall, samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni. 15 ára ökumað- ur olli slysi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.