Morgunblaðið - 21.04.2008, Page 14

Morgunblaðið - 21.04.2008, Page 14
14 MÁNUDAGUR 21. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is MIKIÐ ber nú á reiði meðal almenn- ings í Kína vegna framkomu mót- mælenda sem reyna að spilla boð- hlaupinu með Ólympíueldinn, einkum beinist reiðin gegn vestræn- um þjóðum og útlægum Tíbetum. Er fötluð, kínversk íþróttakona, sem hélt fast um kyndilinn í París þegar reynt var að hrifsa hann af henni, nú þjóðhetja í landinu og birt við hana viðtöl í öllum fjölmiðlum. Að sögn ríkisfréttastofunnar Xin- hua komu rúmlega þúsund manns saman við stórmarkað frönsku versl- anakeðjunnar Carrefour í borginni Xian í gær auk þess sem efnt var til mótmæla við verslanir keðjunnar í Harbin og Jinan. Hundruð manna mótmæltu einnig á laugardag í borg- unum Wuhan, Hefei, Kunming og Qingdao. Ættjarðarást, sem stjórn komm- únista hefur ýtt undir á seinni árum í kjölfar þess að marxisminn var graf- inn, er nú að eflast og minnir stund- um á ofstækisfulla þjóðrembu. En ýmislegt bendir til þess að ráðamenn í Beijing séu orðnir órólegir og vilji koma aftur böndum á ófreskjuna. Hvatt var til stillingar í málgagni kommúnistaflokksins á laugardag. Telja má víst að allur þorri Kín- verja hafi ekki gert sér grein fyrir því að yfirráð Kínverja í Tíbet væru jafnumdeild á alþjóðavettvangi og raun ber vitni. Fjölmiðlum hefur áratugum saman verið stranglega bannað að greina frá sjónarmiðum Dalai Lama og útlagastjórnar hans. Hefur honum ávallt verið úthúðað með litríku orðalagi sem aðskilnað- arsinna og talsmanni ofbeldis. Kínverskur almenningur reiður Vesturlöndum Reuters Mótmæla Tíbetskar nunnur taka þátt í kertaljósamótmælum í Nepal gegn framferði kommúnistastjórnarinnar í Beijing gagnvart Tíbetum. Ríkisfjölmiðlar í landinu hvetja til stillingar Í HNOTSKURN »Kínverjar rökstyðja yfirráðsín í Tíbet með því að landið hafi verið skattland keisaranna. »Tíbetar og ýmsir fræðimennbenda á að um þetta séu að- eins óljósar heimildir frá 18. öld. Tíbet hafi allavega verið orðið sjálfstætt ríki um 1900. »Beijing-stjórnin lagði Tíbetundir sig árið 1950 og beitti mikilli grimmd. Hundruð þús- unda Tíbeta létu lífið þá og á næstu áratugum. Jóhannesarborg. AFP. | Tíu manns hafa látið lífið síðan kosning- arnar í Simbabve fóru fram 29. mars og stjórn Roberts Mugabe forseta hefur háð „styrjöld“ gegn andstæðingum sínum, segja stjórnarandstæðingar. Þeir vilja að alþjóðasamfélagið grípi inn í. Þrjú þúsund fjölskyldur hafa að sögn þeirra verið hraktar af heim- ilum sínum, hús margra þeirra brennd og margir hafa flúið land. Um 400 manns séu í haldi og a.m.k. 500 manns særðir á sjúkrahúsi. Tendai Biti, talsmaður Lýðræð- ishreyfingarinnar (MDC), helsta stjórnarandstöðuflokks Simbabve, varaði við því í gær að vaxandi hætta væri á að átök brytust út í landinu. „Ástandið í Simbabve er hræðilegt,“ sagði hann. Tendai og Morgan Tsvangirai, forsetaefni MDC, eru nú báðir í Suður-Afríku enda segist Tsvangirai telja að flugumenn Mugabe myrði sig ef hann snúi nú heim. Biti sagði endurtalningu atkvæða í forseta- og þingkosningunum, sem hófst á laugardag, vera ólöglega og skammarlega. Skýrt var frá því í gær að svo gæti farið að hún tæki lengri tíma en þá þrjá daga sem áætlað hafði verið. MCD segir Tsvangirai hafa hlotið hreinan meirihluta en yfirkjörstjórn segir að tölur sem birtar voru við kjör- staði 29. mars hafi verið rangar. Segja Mugabe ofsækja stjórn- arandstæðinga Robert Mugabe FERNANDO Lugo, helsta forsetaefni stjórnarandstæð- inga í Paraguay, heilsar hér innilega argentínskum mannréttindafrömuði, Hebe Bonafini. Forsetakosn- ingar voru í Paraguay í gær og Lugo hefur verið efstur í könnunum. Hann er fyrrverandi biskup, sagði af sér embættinu 2006 í óþökk Páfagarðs. Sjálfur segist Lugo vera miðjumaður í stjórnmálum en andstæðingar hans segja hann vera öfga-vinstrisinna. Aðalandstæðingur hans, hin fimmtuga Blanca Ovelar, er fulltrúi Colo- rado-flokksins sem hefur ráðið í landinu í 61 ár. Reuters Var biskup en vill verða forseti Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FORSETI Íraks, Jalal Talabani, skýrði í gær frá því að helsta flokkabandalag súnní-múslíma í landinu hefði ákveðið að hefja á ný þátttöku í samsteypustjórn sjía-múslímans Nouris al-Mal- ikis forsætisráðherra. Hefði bandalagið, sem yf- irgaf stjórnina fyrir níu mánuðum, þegar lagt fram lista með ráðherraefnum sínum. Ákvörðun súnnítanna er mikill sigur fyrir al- Maliki en sagt er að þeir hafi tekið hana vegna ánægju með að al-Maliki skyldi nýlega senda herinn gegn vopnasveitum al-Sadrs í Basra. Stjórnarherinn náði á sitt vald aðalbækistöð Mehdi-hersins í næst-stærstu borginni, Basra, um helgina en fyrri tilraun hans til að ná tökum á borginni mistókst herfilega. Var al-Maliki kennt um, hann hefði viljað stjórna áhlaupinu sjálfur. Ekki er ljóst hve traust tök stjórnarliðar hafa nú á Basra þar sem liðsmenn al-Sadrs og ýmsir óháðir glæpaflokkar hafa leikið lausum hala. En almenningur hefur víða fagnað umskiptunum, konur þurfa ekki lengur fortakslaust að bera blæju og vestræn tónlist er leyfð á almannafæri. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sem kom í óvænta heimsókn til landsins í gær, hrósaði íröskum leiðogum fyrir aukna samheldni. Hún sagði einnig að öryggisástandið hefði batnað en á meðan hún var í Bagdad heyrð- ist þó sprenging á „græna svæðinu“ svonefnda, öryggissvæði þar sem ríkisstjórnin og banda- ríska sendiráðið eru. Liðsmenn al-Sadrs í Bag- dad hafa síðustu daga skotið flugskeytum á græna svæðið. Talið er að alls hafi um 60 manns fallið í átökum við sjítahópa, aðallega Mehdi- menn, í nokkrum borgum frá því á laugardag. Bandaríski herinn sagði að um 40 sjíta-vígamenn hefðu fallið í bardaga við íraska hermenn í Nas- iriyah á laugardag. Al-Sadr hefur hótað stríði gegn stjórn al-Mal- ikis og líkt honum við Saddam Hussein en ekki er ljóst hve mikil alvara er á bak við þessar hót- anir. Talið að al-Sadr dveljist í Íran en ýmislegt bendir til að stuðningur við hann hjá ráðandi mönnum þar fari dvínandi, að sögn The New York Times. Sendiherra Írans í Írak segist styðja eindregið aðgerðir stjórnarliða í Basra gegn vígamönnunum. Súnnítar styðja al-Maliki á ný Blessuð! Jalal Talabani Íraksforseti kyssir Condoleezzu Rice við komu hennar til Bagdad. BENEDIKT páfi XVI heimsótti í gær undir lok sex daga heimsóknar sinnar til Bandaríkjanna staðinn þar sem Tvíburaturnarnir stóðu í New York. Páfi ræddi þar við björgunar- starfsmenn og skyldfólk þeirra sem létu lífið. Hann blessaði svæðið og bað fyrir fórnarlömbunum, minnti á að þau hefðu aðhyllst ýmis trúarbrögð en hann bað einnig fyrir sálum hermd- arverkamannanna 19 sem flugu þot- unum á turnana. „Guð friðarins, færðu ofbeldisfull- um heimi frið,“ sagði Benedikt páfi. „Leiddu þá sem hafa fyllt hjarta sitt og hug hatri yfir á veg kærleika þíns.“ Páfa hefur verið vel tekið í Bandaríkjunum og hefur þótt leggja sig fram um að koma til móts við gagnrýnendur Rómarkirkjunnar. Hann átti fund með George W. Bush forseta og lagði þá áherslu á að ekki mætta hunsa mannréttindi í barátt- unni gegn hryðjuverkum. Blessaði harmareit NÝJAR reglur gegn heilsuspillandi hávaða í löndum Evrópusambands- ins tóku loks gildi í tónlistarheim- inum í þessum mánuði og valda þeg- ar vanda. Hætt var við frumflutning Sinfóníuhljómsveitar bæverska út- varpsins á verki eftir tónskáldið Dror Feiler vegna þess að hávaðinn mældist að jafnaði 97,4 desíbel, að- eins örlítið lægri en í loftbor. „Listræn sjónarmið réðu ekki ákvörðun minni,“ sagði stjórnand- inn, Trygve Nordwall. „Þetta var gert til að vernda hljóðfæraleik- arana.“ Alan Garner, óbóisti og liðs- maður Konunglegu óperunnar í London, sagði að þeim hefði verið sagt að nota eyrnatappa. „Þetta er eins og segja kappakstursmönnum að þeir verði keyra með bundið fyrir augun,“ segir hann. Tónskáldin eru beðin um að hafa hávaðann í huga þegar þau semja, þau „eru að fást við lifandi fólk en ekki vélar“, segir Nordwall. Tónskáldin gæti hófs NÁTTÚRUVERNDARSINNAR á Kýpur hafa nú efnt til herferðar til að bjarga villtum, brúnum ösnum á eynni frá útrýmingu. Um 800 dýr ráfa enn um lítið svæði á Karpas- skaga í tyrkneska hlutanum en ný- lega fundust hræ af 10 ösnum sem höfðu verið skotnir. Ekki er vitað hver drap dýrin en böndin beinast að bændum sem telja asnana éta afurðirnar. Einnig er bent á að byggingaverktakar vilji gjarnan geta athafnað sig á skagan- um sem er eitt af örfáum óspilltum svæðum á Kýpur. Mikið verið byggt af hótelum á eynni á seinni árum. En bent er á að margir ferðamenn heill- ist einnig af ösnunum og því sé fá- ránlegt að vernda þá ekki. Það háir baráttunni hve löng hefð er fyrir að tala illa um asna í Mið- jarðarhafslöndum og gera gys að þeim. En kýpversku asnarnir hafa lengi þótt einstaklega öflugir og þolnir. Breski herinn notaði þá mikið á sínum tíma en þá ekki síst til und- aneldis: afkvæmi hests og asna, múl- dýrin, hafa lengi verið eftirsótt en geta ekki fjölgað sér innbyrðis. Asnalegt at- hæfi á Kýpur ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.