Morgunblaðið - 21.04.2008, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 21.04.2008, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. APRÍL 2008 15 MENNING ALIZA Shvarts, myndlistarnemi við Yale-háskóla í Bandaríkjunum, segist hafa logið því að hafa orðið margsinnis ólétt og valdið fósturláti í þágu listarinnar. Lygarnar sjálfar voru – og eru – listaverk. Forsaga málsins er sú að Shvarts sagði það listgjörning að hafa frjóvgað sig margoft og valdið sér jafnoft fósturláti með því að inn- byrða ákveðin efni, á níu mánaða tímabili. Var hún að vonum harð- lega gagnrýnd fyrir þennan gjörn- ing. New York Times segir nú frá því að hún hafi logið þessu öllu. Shvarts sagðist hafa tekið upp á myndband fósturlátin og ætlaði að sýna það ásamt eigin blóði á nem- endasýningu nú í vikunni. Stjórn skólans greindi frá hinu rétta í til- kynningu og sagði að ef satt hefði reynst hefði það verið brot á siða- reglum skólans. Lygar sem listaverk Laug til um fósturlát í þágu listarinnar Umdeild Aliza Shvarts horfir á sjónvarp í vinnustofunni sinni. VIKURITIÐ Der Spiegel segir „dansk-íslenska“ listamanninn Ólaf Elíasson gagnrýna lista- söfn í Berlín fyrir að fylgjast ekki nógu vel með því sem sé að gerast í myndlist í borg- inni, þau einbeiti sér einum of að sýningum á alþjóðlegri list. „Ég tel listamenn í Berlín afar hæfi- leikaríka og borgin ætti að geta notið enn frekar góðs af sköp- unargáfu þeirra en hún gerir,“ er haft eftir Ólafi, en hann er með vinnustofu í borginni þó svo hann búi í Kaupmannahöfn með eig- inkonu sinni og tveimur ættleiddum börnum frá Afríku. Ólafur segist finna fyrir kynþáttafordómum í Berlín og því vilji hann heldur búa í Kaupmannahöfn. Fylgjast ekki nógu vel með Ólafur Elíasson ÚSKRIFTARTÓNLEIKAR Þorgerðar Eddu Hall úr tón- listardeild Listaháskóla Ís- lands verða haldnir í kvöld kl. 20 í Salnum í Kópavogi. Á efnisskrá eru verk eftir Johann Sebastian Bach, Beethoven, Gabriel Fauré, Dmitrí Sjostakovits og Hafliða Hallgrímsson. Flytjandi með Þorgerði Eddu á tónleikunum er Richard Simm á píanó. Útskriftartónleikar tónlistardeildar Listahá- skóla Íslands eru margir í ár, þeir fyrstu voru haldnir 14. mars og þeir seinustu verða haldnir 20. maí. 23 nemendur útskrifast úr deildinni í vor, fleiri en nokkru sinni. Dagskrá á www.lhi.is. Tónlist Þorgerður Edda Hall í Salnum Salurinn í Kópavogi ALMA Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir, höf- undar bókarinnar Postulín, halda fyrirlestur annað kvöld kl. 20 í Bókaútgáfunni Sölku, Skipholti 50C. Í fyrirlestrinum munu þær m.a. fjalla um tilurð bókarinnar og viðhorfsbreyt- ingar í kjölfar hennar, lífssýn Freyju og hvað hún ætlar að taka sér fyrir hendur næst. Bókin segir frá lífshlaupi Freyju sem greindist við fæðingu með genagalla sem veldur því að bein hennar eru sérstaklega viðkvæm, brothætt eins og postulín. Alma var stuðningsfulltrúi hennar um tíma og skráðu þær sögu Freyju saman. Bókmenntir Postulínsstúlkur halda fyrirlestur Freyja Haraldsdóttir MARÍA Karen Sigurðardóttir, forvörður og safnstjóri Ljós- myndasafns Reykjavíkur, heldur hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélags Íslands í Þjóðminjasafninu á morgun kl. 12.05 sem ber yfirskriftina Er réttlætanlegt að henda ljós- mynd? Í honum veltir hún m.a. upp spurningunni af hverju fólk varðveiti gamlar ljós- myndir af fólki, jafnvel þótt enginn viti hverjir séu á myndunum. „Getur verið að eftir því sem ljósmynd eldist, aukist menning- arlegt verðmæti hennar þar sem hún varðveitir brot af andrúmi sem er horfið og kemur aldrei aft- ur?“ spyr María. Fræði Brot af andrúmi sem er horfið María Karen Sigurðardóttir Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is ALMENNILEG tiltekt hefur það yfirleitt í för með sér að fyrst þarf að rusla vel út, dreifa úr því sem á að flokka og ganga frá þangað til smám saman kemst mynd á óreiðuna. Þannig er ástandið núna á Ný- listasafni Íslands þar sem unnið er að því að fara í gegnum safneignina, forða listaverkum frá skemmdum og skrá þau verk sem þar er að finna. Ráðist var í verkefnið í tilefni af þrjátíu ára afmæli safnsins í sam- starfi við Listasafn Íslands og Glitni. „Það hefur verið unnið mikið með þetta í gegnum tíðina, en það hefur aldrei verið fjármagn eða mann- skapur til þess að fara í gegnum þetta eins og þörf var á,“ segir Nína Magnúsdóttir safnstjóri. „Það er svo mikilvægt að þetta sé gert núna vegna þess að allir, nema Biggi [Birgir Andrésson] sem fór frá okk- ur í fyrra, eru hérna ennþá og geta sagt okkur það sem okkur langar að vita. Núna er tíminn, líka til þess að hægt sé að skila stofnuninni áfram til framtíðar.“ Lopasokkar eða list? Eitt af því sem komið hefur upp úr kafinu er lítill pappakassi merktur svissneska listamanninum Roman Signer. Í kassanum er lopasokkapar sem ekki er vitað hvort er hluti af listaverki eða hvort listamaðurinn hefur hreinlega gleymt sokkunum sínum á safninu. „Málið er að þetta getur alveg verið verk eftir hann, það væri ekkert út í hött. Það eru svona hlutir sem við þurfum að fást við og við erum búin að spyrja nokkra en enginn kannast við þetta. Svo fer maður að hugsa, var kannski einhver annar listamaður að vera fyndinn og setja þá í kassann og merkja svona? Svona mál þurfum við að rekja og komast að hinu sanna,“ segir Nína. „Þegar við fórum yfir skúffurnar okkar fundum við rúm- lega hundrað verk eftir Árna Ing- ólfsson sem við vissum ekki að væru til. Þannig getur safneignin stækkað allt í einu á einum degi.“ Safnið á fjölda verka eftir Dieter Roth og nýlega fannst verk sem hann vann í samvinnu við breska listamanninn Richard Hamilton. Ekki er mikið vitað um verkið, en þeir Roth og Hamilton unnu saman í þrjár vikur árið 1976 að sameig- inlegri sýningu sem var sett upp í sex Evrópulöndum. Hjartað í starfseminni Hlutverk Nýlistasafnsins hefur frá byrjun verið að varðveita sam- tímalist. „Þetta er í raun hjartað í starfseminni, en samt er safneignin svo óskilgreind og skiptar skoðanir á því hvort þetta eru verðmæti eða rusl,“ segir Nína. „Nútímalistasagan átti sér stað hér. Nýlistasafnið á sínum tíma var samkomustaður alls sem var að ger- ast í rótinni, ekki bara í myndlist heldur voru líka haldnir hérna tón- leikar og alls kyns framúrstefnulegir viðburðir.“ Huginn Þór Arason, varaformaður Nýlistasafnsins, segir að safnið hafi um árabil ekki getað tekið við nýjum verkum vegna þess að ekki hafi verið aðstaða til þess að geyma þau. „Ef hægt verður að ganga frá þessum verkum er Nýlistasafnið í stakk búið til þess að fara að safna verkum aftur,“ segir Huginn. „Núna er tíminn“  Áður óþekkt listaverk koma í ljós í geymslum Nýlistasafnsins  Safnstjóri segir að koma verði reglu á safneignina svo safnið geti sinnt hlutverki sínu Vefsíða Nýlistasafnins: http://nylo.is/ VIKA bókarinnar hefst í dag og stendur til 27. apríl. Alþjóðlegur dagur bókarinnar er á miðvikudag- inn, 23. apríl, og helgar UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, daginn bókaútgáfu og baráttunni fyrir virðingu fyrir höf- undarrétti og frjálsri tjáningu. Mikið verður um bókmennta- viðburði þessa viku, eins og gefur að skilja, en markmiðið er að benda á mikilvægi og gildi bókmennta í ís- lenskri samtímamenningu, eins og segir í fréttatilkynningu frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Á morgun mun Félaga íslenskra bókaútgefenda hrinda af stað verk- efninu Þjóðargjöf til bókakaupa. 1.000 króna ávísunum verður dreift til landsmanna til kaupa á bókum sem útgefnar eru á Íslandi og kosta a.m.k. 3.000 kr. Fari verð bók- arinnar yfir þá upphæð er hægt að verða sér úti um fleiri ávísanir til að greiða bókina niður. 25. apríl undirritar mennta- málaráðherra samning í Þjóðmenn- ingarhúsinu um að Ísland verði heið- ursgestur Bókastefnunnar í Frankfurt árið 2011. 28. apríl, á lokadegi Viku bókarinnar, verður haldin alþjóðleg ráðstefna um höf- undarrétt í Evrópu á Radisson SAS Hótel Sögu, frá kl. 9 til 17. Gildi bókmennta í samtímamenningu Morgunblaðið/Brynjar Gauti H.C. Andersen Sigurður Skúlason les fyrir smáfólkið í hlutverki danska barnabókahöfundarins H.C. Andersen á Viku bókarinnar árið 2005. ♦♦♦ MEÐAL áður óþekktra verka sem fundist hafa í tiltektinni í geymslum safnsins er pólitískur vefnaður eftir Hildi Hákonardóttur. „Hún var hluti af SÚM-hreyfingunni og einn af stofnendum mót- unardeildarinnar í Myndlista- og handíðaskólanum. Hún breytti náminu þar mjög mikið. Hildur gekk inn í þessa vefhefð, sem var ákveðin lína með- al kvenna sem ófu mjög kröftugan og flottan vefnað,“ segir Huginn. Körl- unum fannst þetta náttúrlega ekki vera myndlist,“ segir Nína. „En þetta er mikið gert í Afganistan núna, þar er samtíminn ofinn.“ Samtíminn í vefnaði Á miðvikudaginn verður greint frá því hvaða myndir keppa um Gull- pálmann á kvik- myndahátíðinni í Cannes í Frakk- landi. Í fyrra var fjöldinn allur sýndur af kvik- myndum frá Hollywood en nú virðist sem afar fáar kvikmyndir frá draumaverksmiðj- unni verði sýndar, jafnvel bara ein. Verkfall handritshöfunda í Holly- wood olli því að erfitt var að slá dag- setningum föstum hvað varðar kvik- myndaframleiðslu og þ.a.l. hvaða myndir yrðu tilbúnar. Fyrsta leik- stjórnarverkefni Charlie Kaufman, Synecdoche, New York, er í augna- blikinu eina kvikmyndin sem talið er að fari í aðalkeppnina í Cannes. Steven Soderbergh er þessa dag- ana að leggja lokahönd á tvær mynd- ir byggðar á ævi Che Guevara en óvíst er hvort þær nái á Cannes. Fáar frá Hollywood Charlie Kaufman ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.