Morgunblaðið - 21.04.2008, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. APRÍL 2008 21
r mánuð
fir Egils-
erkilegur
yti að
geysilega
leypur
2 mán-
llinn
gengur fram allt að fimm metra á
klukkustund eða um 120 metra á
dag. Það eru gríðarlegar hamfarir.
Jökullinn er nú staddur mitt á milli
framhlaupa, hljóp síðast fram um 9
km í austanverðum Kringilsárrana
veturinn 1963-1964. Þá hófst fram-
hlaup að því er talið er í byrjun
október og var lokið í janúar. Fólk
gat beinlínis horft á jökulinn færast
fram. Jökullinn er nú að hopa til
baka og ná stöðu fyrir næsta fram-
hlaup.“
Undraverðar jarðmyndanir
Landflæmið sem komið er í ljós frá
síðasta framskriði undan Brúar-
jökli er gríðarstórt. Í Kringilsár-
rana, þar sem hann gengur fram og
hopar mest, hefur hann hopað um 5
km síðan 1964. Breidd þess svæðis
er um 10 km inn við jökulinn.
„Þegar Brúarjökull hljóp fram
1890 myndaði hann mikla jök-
ulgarða sem fólk þekkir nú sem
Hrauka. Jökullinn myndaði svo
nýja garða 1964, u.þ.b. 2 km innan
við Hraukana. Síðan hefur jökull-
inn verið að hopa að meðaltali um
100 til 120 metra á ári í Kringilsár-
rana. Þarna koma í ljós alls konar
landform sem mynduðust undir
jöklinum í hlaupinu. Þ. á m. eru
sprungufyllingar, sem eru mjög fal-
leg og eftirtektarverð landform. Þá
þrýstist jökulruðningur upp í opnar
sprungur í botni jökulsins þegar
hann var allur brotinn upp í lok
framhlaupsins. Sprungufylling-
arnar, sem endurspegla sprungu-
mynstrið í jöklinum í lok fram-
hlaupsins, geta verið mjög stórar,
nokkrir metrar á hæð og gríð-
arlangar. Þær liggja sums staðar
nokkuð samsíða sporði jökulsins og
þvert á flæðistefnuna og mynda
mikla og áberandi garða. Annars
staðar liggja þær þvers og kruss í
landslaginu. Innan um sprungufyll-
ingar eru víða jökulkembur, sem
líkjast ógnarlöngum strikum í
landslaginu. Þær myndast samsíða
flæðistefnu jökulsins þegar hann er
að hlaupa fram. Þessar eru með
lengstu jökulkembum sem fyr-
irfinnast á Íslandi og endurspegla
að því talið er hinn mikla hraða í
framhlaupinu 1963-1964.“
Ívar nefnir einnig malarása sem
myndast þegar bræðsluvatn renn-
ur í göngum undir jöklinum og set-
ur af sér möl og sand í leiðinni. Þeir
liggja eins og ormur í gegnum
landslagið víðast hvar. Þá er land-
form á svæðinu sem lítið er enn vit-
að um, en þykir merkilegt. Það eru
svokallaðir krákustígsásar sem
samanstanda af dauðís, möl og
sandi og eru að einhverju leyti
myndaðir af vatni. Líklegast vatni
sem leitar í sprungukerfi jökulsins,
rennur eftir því og myndar mjög
sérstaka sikksakk hryggi sem
standa eftir í landslaginu þegar
jökullinn hefur hopað.
Tímabundin náttúruperla
Í hinni nýju jökulkvísl undan Brú-
arjökli eru nokkrir fossar, en einn
langstærstur sunnan við Jökulkvísl
og 2-3 km sunnan við Hálslón. Nýja
kvíslin hefur komið í ljós á árunum
eftir 2000. Hún hefur ratað ofan í
gil og fellur þar í fossi, sem er á
milli 70 og 80 metra breiður og í
kringum 15 metra hár. Hann er þó
mjög vatnslítill eins og stendur, því
oft er lítið og jafnvel ekkert vatn í
litlu jökulánum á vetrum.
Ívar segir bræðsluvatn frá Brú-
arjökli leitast við að renna í sína
gömlu farvegi. Hann telur líklegt
að áin hafi áður runnið í þessari
sömu kvísl og gilinu sem fossinn
fellur nú niður í. Á loftmyndum frá
1945, þ.e. fyrir síðasta framhlaup,
má sjá kvíslina og gilið rétt framan
við jökulinn. Líklega nær Hálslón
inn undir hina nýju jökulkvísl þeg-
ar það er fullt, en fossinn stendur
það hátt að lónið nær ekki þangað.
En hvað verður svo um hið nýja
landslag á þeim fjörutíu til sextíu
árum sem væntanlega líða þangað
til Brúarjökull hleypur á ný? Tölu-
vert rof er á svæðinu af völdum
vatns og líklegt að áin nái smám
saman að rjúfa haft við enda gils-
ins, steypast ofan í það frá end-
anum í stað hliðarinnar eins og nú
er og verður fossinn þá bæði mjórri
og kraftmeiri. Núverandi foss er
því n.k. tímabundin náttúruperla
því Brúarjökull mun eflaust hlaupa
fram yfir þetta land á ný. For-
vitnilegt verður í sumar að sjá
hvort fossinn fagri hefur breytt sér,
sem vel kann að vera í hinu sí-
breytilega jökulumhverfi.
Margar spurningar vakna
„Það hefur geysimikið gildi fyrir
vísindamenn að geta rannsakað
þetta“ segir Ívar. „Brúarjökull og
svæðið framan við hann er algjört
gallerí fyrir jöklajarðfræðinga. Það
sem gefur þessu svo mikið vægi er
að þegar jökullinn hörfar hratt eins
og nú gerist, kemur svo mikið nýtt
land í ljós. Það gerir okkur kleift að
skoða setlög og landform sem
myndast undir jöklinum, bæði þeg-
ar hann hleypur fram og hörfar.
Þannig fáum við innsýn í hvað er að
gerast undir jöklinum í framhlaup-
unum. Hin nýju lönd sem koma í
ljós undan Brúarjökli og víðar gera
okkur mögulegt að skoða ókannað
land og þar með fáum við nýjar
upplýsingar um hegðun og sögu
jökla landsins.“
Vísindamennirnir verða við
Eyjabakkajökul 12.-27. júlí á sumri
komanda við frekari rannsóknir.
Framhlaupalota hans er aðeins 35-
40 ár og nú eru 36 ár liðin frá því að
jökullinn hljóp síðast. Því má ætla
að jökullinn hlaupi fram á allra
næstu árum. Það gerist þó vísast
mun hægar en í Brúarjökli, eða um
2 km á einu ári.
fundanna
Ljósmynd/Skarphéðinn G. Þórisson
landslaginu. Þær myndast er hann hleypur fram. Þessar eru með lengstu jökulkembum landsins. Snæfell í baksýn.
Ljósmynd/Skarphéðinn G. Þórisson
Vetrarfjötrar Farvegur fossins, sem nefndur er Nýifoss, er í langhlið
gljúfursins. Lítið rennsli er nú í Nýjukvísl og fossinn því nær enginn.
Ljósmynd/Ívar Örn Benediktsson
rann undir Brúarjökli í síðasta framhlaupi veturinn 1963-1964 rauf dældir og farvegi
vísindamenn við rannsóknir, en svæðið vekur mikinn áhuga jökla- og jarðfræðinga.