Morgunblaðið - 21.04.2008, Page 24
24 MÁNUDAGUR 21. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðrún S.Franklín fæddist
í Gerðum í Garði 4.
desember 1912. Hún
lést á Hrafnistu í
Reykjavík 12. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Guðmundur Páls-
son, f. 3. júlí 1887, d.
14. janúar 1965 og
Katrín Björgólfs-
dóttir, f. 13. janúar
1885, d. 18. desem-
ber 1954. Guðrún
átti þrjú systkini,
Daníel, sem lést nokkurra mánaða
gamall, Sigurbjörgu, f. 1909, d.
2006, gift Johannes Jensen, eiga
þau fjórar dætur, sem allar eru
búsettar erlendis, og Esther, f.
1925, gift Herbert Andersen og
eiga þau þrjá syni, sem einnig eru
allir búsettir erlendis. Fóst-
ursystir þeirra er Svanhildur
Friðriksdóttir, f. 1933.
Guðrún giftist Stefáni Benjamín
Franklín útgerðarmanni 27. maí
1939. Börn þeirra eru: 1) Jens Val-
ur Franklín f. 1939, 2) Erna
Franklín f. 1941, gift Erni Stein-
sen og eiga þau fjögur börn, Örnu
Katrínu, f. 1962, gift Magnúsi
Pálssyni og eiga þau þrjú börn,
Örn Rúnar, Andra og Ernu Guð-
rúnu, Stefán Þór, f. 1967, kvæntur
Eddu Guðmundsdóttur og eiga
þau fjögur börn, Sögu, Sjöfn, Söru
og Stefán, Önnu Guðrúnu, f. 1974,
gift Jóni Halldórssyni og eiga þau
þrjú börn, Agnar Smára, Emmu
og Aron, og Brynju Dögg, f. 1976,
sambýlismaður hennar er Arnar
Friðgeirsson, eiga þau tvö börn,
Andreu og Bjarka. 3) Esther
Franklín, f. 1944,
fyrrv. sambýlis-
maður Baldvin
Berndsen, skilin,
eiga þau þrjú börn,
Ragnar Baldvin, f.
1976, Margréti
Láru, f. 1979 og
Ewald, f. 1981. 4)
Stefán Daníel
Franklín, f. 1953,
kvæntur Vilhelmínu
Þorvarðardóttur og
eiga þau fjögur
börn, Guðrúnu
Gyðu, f. 1978, sam-
býlismaður Gunnar Logason, Kol-
brúnu, f. 1982, sambýlismaður
Bjarki Sigurðsson, Ásgerði Maríu,
f. 1986 og Stefán Tómas, f. 1993.
Á æskuheimili sínu ólst Guðrún
upp við kristin gildi. Faðir hennar
Guðmundur var prédikari í söfn-
uði sjöunda dags aðventista og tók
hún snemma þátt í safnaðarstarfi
þeirra. Hún fór utan til Danmerk-
ur og lærði sjúkraþjálfun og
hjúkrun á Skodsborg Bades-
anetorium. Umhyggja og fórnfýsi
voru hennar aðalsmerki. Hún lét
sér mjög annt um sjúka og þá sem
minna máttu sín í þjóðfélaginu.
Það var hennar köllun. Hún var
einstök hannyrðakona og söng-
elsk með afbrigðum. Hún söng
iðulega einsöng í kirkjunni sinni á
yngri árum og hélt fallegu söng-
röddinni allt til æviloka. Hennar
ævistarf fólst í því fyrst og fremst
að fylgjast með og hlúa að börnum
sínum og barnabörnum og fjöl-
skyldum þeirra.
Guðrún verður jarðsungin frá
Aðventkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Elskuleg tengdamóðir mín Guðrún
Franklín er látin. Við Guðrún þekkt-
umst í rúm þrjátíu ár eða frá því að
við Stefán sonur hennar kynntumst.
Hún var ekki einungis tengdamóðir
mín heldur kær vinkona. Þegar okk-
ar fyrsta barn fæddist var ég enn í
skóla og það er henni að þakka að ég
lauk námi á tilsettum tíma. Hún
hvatti mig til að ljúka náminu og bauð
mér alla þá aðstoð sem ég þyrfti á að
halda því að menntun væri lykill að
sjálfstæði. Henni fannst sjálfsagt að
koma heim til okkar á hverjum
morgni og passa dóttur okkar á með-
an ég var í skólanum. Það kom ekki
til greina að hætta í skóla eða fresta
prófum. Ég kom heim í hádeginu og
ég minnist þess hve mikil ró var yfir
þeim nöfnum þegar ég kom heim.
Hún hugsaði um öll sín barnabörn
af einstakri þolinmæði og natni. Hún
kenndi þeim bænirnar, hvatti þau við
nám, mætti á íþróttaleiki og skóla-
tónleika, hlustaði á þau æfa sig á pí-
anó, las textann í sjónvarpinu áður en
þau lærðu að lesa, lék í barbí, fót-
bolta, kubbaði, spilaði og allt sem
börnunum datt í hug að fá hana með
sér í.
Hún var með lykil að húsinu okkar
og þegar ég kom úr vinnu og sá bílinn
hennar fyrir utan þá hlýnaði mér um
hjartaræturnar og fannst gott að
koma heim. Hún hafði yndislega nær-
veru. Hún tók þátt í því sem við tók-
um okkur fyrir hendur á einstaklega
jákvæðan og hvetjandi hátt.
Í Eskihlíð var gott að koma en þar
bjó Guðrún ein eftir að eiginmaður
hennar lést árið 1970. Hún sat oft við
hannyrðir og prjónaði af miklu list-
fengi og fallegri peysur er vart hægt
að hugsa sér.
Guðrún fylgdist vel með fréttum,
bæði innlendum og erlendum en sér-
staka ánægju hafði hún af því að
horfa á íþróttir. Það mátti heyra í
henni hrópin og köllin þegar hún
horfði á handbolta og fótbolta og oft-
ar en ekki var dómarinn vilhallur
hinu liðinu.
Á aðfangadag jóla kom Guðrún í
Efstasundið og tók þátt í hátíðarhöld-
unum með okkur. Á jóladag var farið
heim til hennar í Eskihlíð þar sem
stórfjölskyldan borðaði saman hangi-
kjöt og við spiluðum og skemmtum
okkur saman langt fram á kvöld.
Guðrún var með okkur í mörgum
fríum jafnt innan lands sem utan og
alltaf var jafn auðvelt og þægilegt að
vera í návist hennar. Ég sé hana fyrir
mér í Hallormsstaðaskógi þar sem
hún rólar á fullri ferð í rólunni komin
vel yfir áttrætt og skellihlæjandi.
Guðrún var sjöunda dags aðvent-
isti og laugardagar voru hennar
hvíldardagar. Þá fór hún ásamt Sig-
urrósu vinkonu sinni í kirkju og eftir
messu í heimsóknir til fólks sem fékk
að njóta umhyggju þeirra.
Við erum svo heppin að eiga ein-
ungis ljúfar og góðar minningar um
sjálfstæða konu, ömmu sem var alltaf
til staðar.
Guðrún hafði mikil áhrif á ákvarð-
anir í mínu lífi þar sem hún var góður
hlustandi og óspör á góð ráð. Það er
ljúft að minnast stundanna sem við
áttum í eldhúsinu yfir kaffibolla og
vínarbrauði. Það eru forréttindi að
hafa fengið að njóta samvista við
Guðrúnu og minningarnar eiga eftir
að ylja mér um hjartarætur um
ókomna tíð.
Vilhelmína Þóra Þorvarðardóttir.
Nú er hún amma Guðrún komin á
betri stað og við vitum að þar verður
tekið vel á móti henni.
Erfitt er að setja saman í fáum orð-
um lýsingu á svo frábærri konu og
þeirri góðu og löngu ævi sem hún átti.
Okkur langar þó að kveðja hana með
nokkrum orðum.
Ekki var hægt að hugsa sér betri
ömmu en hana. Hún sýndi öllu sem
við gerðum einlægan áhuga og hvatti
okkur áfram í hverju sem við tókum
okkur fyrir hendur.
Það var hægt að tala við hana um
allt á milli himins og jarðar og stund-
um var hún ekki bara amma heldur
líka vinkona.
Amma var frábær fyrirmynd. Þeg-
ar við hugsum til baka sjáum við
hversu sterk og sjálfstæð kona hún
var. Aldrei höfum við kynnst né heyrt
um eins góðhjartaða og óeigingjarna
manneskju og ömmu okkar. Hún
hugsaði ekki bara vel um fjölskyldu
sína og vini. Hún vann alla tíð í
systrafélaginu Alfa sem er hjálpar-
starfsemi á vegum Aðventistakirkj-
unnar, þar hjálpaði hún fólki sem
minna mátti sín bæði á Íslandi og er-
lendis.
Við systkinin erum mjög þakklát
fyrir að hafa fengið að njóta allra
þeirra góðu stunda sem við áttum
með henni og eigum eftir að sakna
hennar mjög mikið. Við munum
minnast hennar í bænum okkar en
hún kenndi okkur margar bænir og
fór með þær með okkur þegar við
vorum lítil.
Við viljum enda á þessari bæn sem
hún kenndi okkur.
Vertu yfir og allt um kring,
í eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring,
sænginni yfir minni.
Guðrún Gyða, Kolbrún,
Ásgerður María
og Stefán Tómas.
Elsku besta amma, loksins fékkstu
hina langþráðu hvíld. Síðustu dagana
sem þú varst á lífi upplifðum við mik-
inn frið í kringum þig, það var eins og
þú vissir hvað var í vændum. Erfitt er
samt að kveðja þig þar sem þú spil-
aðir stórt hlutverk í lífi okkar allra,
söknuðurinn er og verður alltaf til
staðar. Við huggum okkur við það að
nú ertu á himnum að hitta alla gömlu
vinina og ættingjana.
Þegar við settumst niður til að
skrifa þá rifjuðust fljótt upp minning-
arnar. Alltaf þegar við komum í heim-
sókn fengum við pönnukökur og
mjólk og svo var krukka með kandís á
eldhúsborðinu sem við stálumst í. Það
voru ákveðnar hefðir í okkar lífi, alltaf
komum við til þín á sprengidag og á
jóladag varstu með boð fyrir alla fjöl-
skylduna. Þar var hinn alþekkti sítró-
nufrómas sem engum hefur tekist að
gera enn þann dag í dag eins og þú
gerðir hann.
Þú varst trúrækin og mættir alltaf í
messu á laugardögum í Aðventkirkj-
unni, þar varstu í kór enda hafðir þú
frábæra söngrödd. Þú varst ofsalega
góðhjörtuð kona og kærleiksrík og
vildir alltaf láta gott af þér leiða og
hugsaðir sérstaklega um þá sem áttu
bágt. Okkur er mjög minnistætt þeg-
ar þú heklaðir alla bútana og sendir til
Esther systur þinnar sem býr í Dan-
mörku. Hún bjó svo til teppi úr öllum
bútunum og sendi til fátæku
barnanna í Afríku, þetta gerðir þú í
tugi ára. Einnig varstu dugleg að
ferðast og fórst reglulega að heim-
sækja systur þínar í Danmörku og
dóttur þína sem býr í Bandaríkjun-
um. Í tvígang fór Arna með þér í þess-
ar ferðir og á góðar minningar um
ykkur saman.
Ótrúleg varstu, keyrðir bíl fram á
tíræðisaldur og ófáar ferðir fórstu
með vinkonu þinni, henni Sigurrósu.
Þið rúntuðuð um bæinn og enduðuð
ferðina ósjaldan á Kentucky Fried,
sem þér fannst svo gott. Þú upplifðir
mikið frelsi að vera á bílnum og
skelltir þér stundum á handboltaleiki.
Þér fannst rosalega gaman af bolt-
anum og studdir okkur í íþróttunum,
enda heyrðist í þér hvort sem það var
á leikjum eða fyrir framan sjónvarpið.
Setningar eins og „Óli minn“ eða
„Bjarki minn“ heyrðust iðulega þegar
landsliðið var að keppa. Árið 2003,
nánar tiltekið á gamlárskvöld, hittir
þú átrúnaðargoðið Óla Stefáns, það
kvöld brostir þú út að eyrum.
Við yngri systurnar ákváðum á þín-
um seinni árum að setjast niður með
þér og fara í gegnum gömlu myndaal-
búmin þín. Við fengum að kynnast
þér svo vel og þinni æsku þegar þú
rifjaðir upp gamla tíma, þú varst ein-
stök kona. Þú ljómaðir þegar þú tal-
aðir um gömlu tímana og þetta gaf
okkur svo mikið, þessar minningar
geymum við alla tíð í okkar hjarta.
Elsku amma, við munum alltaf
sakna þín og erum þér eilíflega þakk-
lát fyrir að hafa fengið að vera þátt-
takendur í lífi þínu. Við huggum okk-
ur við það að nú líður þér vel hjá Guði.
Megi allir Guðs englar vaka yfir þér
og vernda, elsku amma. Sofðu rótt
um alla tíð.
Endar nú dagur, en nótt er nær,
náð þinni lof ég segi,
að þú hefur mér, Herra kær,
hjálp veitt á þessum degi.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þín
Arna, Stefán, Anna Guðrún
og Brynja Dögg.
Elsku langamma Guðrún eða
amma Guðrún eins og þú varst nú oft-
ast kölluð. Þegar ég sest niður og
hugsa til þín amma mín finnst mér
skrítið að hugsa til þess að nú sért þú
farin frá okkur. Ólíkt mörgum vinum
mínum hef ég alist upp við að eiga
tvær ömmur, tvo afa og eina lang-
ömmu. Þannig hefur það alltaf verið
og einhvern veginn bjóst ég bara við
að þannig yrði það alltaf. Þess vegna
finnst mér mjög skrítið að hugsa til
þess að það verði ekki þannig lengur.
Þegar ég hugsa til baka, til gömlu
tímanna þegar ég var lítil stelpa og
kom oft í heimsókn til ömmu Guðrún-
ar í Eskihlíðina, liggur við að ég finni
pönnukökuilminn fram á gang. Þú
bakaðir alltaf bestu pönnsurnar og
það var alltaf jafn gaman að koma til
ömmu og gæða sér á gómsætum
bakstri.
Eftir átið var svo haldið af stað í
skoðunarleiðangur um íbúðina og all-
ar myndir skoðaðar aftur og aftur
hátt og lágt. Svefnherbergið þitt var
alltaf opið öllum og fannst mér og
Ásu frænku ekkert skemmtilegra en
að dunda okkur þar inni, gramsa í
skartinu þínu og skoða allt fína dótið
þitt. Ég man hvað ég var hrifin af
snyrtiborðinu þínu og rúminu, það
var bara eitthvað svo elegant, eins og
þú varst alltaf amma.
Ég gleymi heldur aldrei leikfanga-
kassanum sem geymdur var inni í
skáp. Hann var troðfullur af barna-
leikföngunum og fékk hann það hlut-
verk að gleðja hvert einasta barna-
barn í hverri einustu heimsókn í
Eskihlíðina.
Elsku amma, ég vildi bara segja
þér hversu stolt ég er af þér. Um ní-
rætt keyrðirðu ennþá um á litla bláa
bílnum þínum. Núna síðast í
páskafríinu varstu farin að rifja upp
gamlar minningar ásamt mér,
Brynju og Önnu frænku og gaman
fannst mér að heyra í þér tala um
þessa gömlu vini sem þér þótti svo
vænt um. Þú náðir háum en góðum
aldri amma mín og væri gaman að
geta gert hið sama þegar að því kem-
ur.
Elsku amma mín. Ég veit að síðasti
spretturinn var þér erfiður en núna
líður þér vel og englarnir passa þig.
Þeir hafa greinilega vakað mikið yfir
þér og fylgst með þér á síðustu árum
en nú er kominn tími til að þú takir
upp vængina og vakir yfir okkur, fjöl-
skyldu þinni. Ég veit að þú passar
hann Tristan minn, hann á eftir að
reynast þér vel.
Ég læt fylgja með bæn sem amma
Erna kenndi mér þegar ég var lítil
stelpa.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Láttu nú ljósið þitt
lýsa upp rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti
signaður Jesús mæti.
Elsku amma Guðrún, guð geymi
þig.
Þín
Saga Steinsen.
Með því að kveðja hana kveð ég
langtíma söngvin.
Fyrstu kynni okkar urðu á söng-
lofti Aðventkirkjunnar í Reykjavík
með því að við sungum bæði í kórn-
um. Þau upphafskynni urðu ævilöng
kynni og langt söngsamstarf þar sem
hún söng einnig undir minni stjórn.
Sópranröddin hennar var hljóm-
þýð, fögur og hreif alla. Tónheyrnin
næm og raddsviðið mikið – óvenju-
mikið.
Meðan hennar naut við var hún
einn máttarstólpanna í sönglífi kirkj-
unnar sem kórsöngvari og ágætur
einsöngvari.
Hefði hún farið i söngnám hefði
hana borið hátt í glæsileik. Guðrún
var bráðgreind, traust, ákveðin í
skoðunum, hjartahlý og jafnan fús að
kanna og virða sjónarmið annarra.
Við kveðjum hana með djúpri virð-
ingu og þakklæti.
Elsku Erna okkar og aðrir ástvin-
ir. Meðtakið innilega samúð ásamt
feginleik og þökk, að hvíld er fengin
eftir langan og annasaman ævidag.
Söngblærinn hennar ómar fagur yfir
minningunni. Guð blessi ykkur öll.
Sólveig og Jón Hjörleifur
Jónsson.
Elsku elsku langamma mín. Ég
mun sakna þín alveg mjög mikið.
Þessi aldur sem þú varst komin á var
fínn. Þú varst orðin svona eitthvað
um 95. Við í Steinsen-fjölskyldunni
munum sakna þín því að þú varst svo
rosalega indæl kona. Það var samt
kominn tími til að kveðja og það vissu
allir. Þessi stund er alveg hrikaleg og
þegar þú fórst frá okkur söknuðu all-
ir þín svakalega mikið. Við munum
sakna þín og kannski eitthvern tím-
ann munum við öll hitta þig. Ég vona
bara að þér líði vel þarna uppi.
Hlakka svo til að sjá þig einnhvern
tímann, elsku amma mín.
Sara Steinsen.
Guðrún S. Franklín
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
HULDA GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Bæ í Lóni,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn
22. apríl kl. 13.00.
Erla Sigfúsdóttir, Geir Sigurðsson,
Kristín Sæmundsdóttir, Þórður Þórðarson,
Þórarinn Sæmundsson, Brynja Benediktsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar,
SIGRÍÐUR G. SCHIÖTH,
andaðist þann 18. apríl að dvalarheimilinu Hlíð á
Akureyri.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn
28. apríl kl. 13.30.
Reynir Helgi Schiöth,
Margét Anna Schiöth,
Valgerður Guðrún Schiöth
og fjölskyldur.