Morgunblaðið - 21.04.2008, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 21.04.2008, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. APRÍL 2008 31 Krossgáta Lárétt | 1 falla, 4 hrímið, 7 þvo, 8 þakin ryki, 9 að- stoð, 11 fiska, 13 lof, 14 ránfiskur, 15 rass, 17 málmur, 20 reyfi, 22 við- felldin, 23 aflagar, 24 sterki, 25 gamli. Lóðrétt | 1 ríki dauðra, 2 broddgöltur, 3 einkenni, 4 ströng, 5 endar, 6 nöld- urs, 10 ljúf, 12 beita, 13 ástæðu, 15 kinnungur á skipi, 16 oft, 18 dulin gremja, 19 tré, 20 sund- færi, 21 blíð. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 fársjúkur, 8 gjall, 9 liðug, 10 uxi, 11 aðlar, 13 torfa, 15 sönnu, 18 ágeng, 21 rif, 22 stirð, 23 aftur, 24 fiðrildið. Lóðrétt: 2 áfall, 3 selur, 4 útlit, 5 urðar, 6 ugla, 7 egna, 12 ann, 14 org, 15 sess, 16 neiti, 17 Urður, 18 áfall, 19 eitli, 20 görn. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Skildu vinnuna eftir á sínum stað. Ef þú veist að þú getur ekki tekið hana með heim, ekki einu sinni tilfinningalega hlutann, muntu binda alla lausa enda. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú þarft nauðsynlega að huga að andlega lífinu. Það tekur ekki mikinn tíma. Snöggur göngutúr á milli staða og þögul bæn tengir þig sjálfum þér. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert svo upptekinn í dag, þú sérð að áður varstu að eyða tíma til einsk- is. Ekki sekúnda má fara til spillis. Haltu þig við það sem þú verður að klára í dag. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þig langar að nota eitt verkefni til að forðast annað. Að fresta stressar þig að óþörfu. Settu hlutina í rétta röð. Síðan mun tilfinning friðar blása um huga þinn. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Góð samskipti þýða ekki bara réttu orðin á réttum tíma heldur líka réttu orð- in eftir það. Fylgdu hlutunum eftir. Vertu viss um að þú sért með á nótunum. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Ástvinir eru mun lagnari við að fara í taugarnar á þér en nokkur kunningi eða ókunnug manneskja. Samt muntu alltaf verja þá. Líka í dag. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Ætlast einhver í alvöru til þess að þú lesir huga hans? Greinilega. Sambönd halda áfram að vera ögrandi og eitthvað mikilvægt gerist í kvöld. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú verður vinur tímans með því að gera sem mest úr hverri stundu. Framfarirnar verða snöggar. Í kvöld lagar steingeit vanda þinn sem snýr að peningum. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Stjörnurnar þínar vara þig við að leyfa einhverjum að hugsa um þig þegar þú getur vel gert það sjálfur. Það mun setja stjórnaröflin úr jafnvægi. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú býrð þig undir það versta sem gerir það verkum að þú munt ekki upplifa það. Fólkið sem er hæfast til að takast á við hindranir mætir þeim sjaldn- ast. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Öfgar munu ekki hjálpa þér núna. Hóf er það sem skiptir máli. Leti getur jafnvel verið jákvætt og skapandi afl svona endrum og sinnum. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Af öllum hinum merkjunum ert þú færastur í að sjá heiminn með augum annarra. Notaðu það núna til að skilja hvernig þú getur glatt aðra sem mest. stjörnuspá Holiday Mathis 1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. e3 Rf6 4. Bxc4 e6 5. Rf3 c5 6. O–O a6 7. He1 b5 8. Bf1 Bb7 9. a4 b4 10. Rbd2 Be7 11. e4 cxd4 12. e5 Rd5 13. Re4 Rc6 14. Bd3 h6 15. Bd2 Db6 16. Hc1 g5 17. Rd6+ Bxd6 18. exd6 Kd7 19. a5 Dxa5 Staðan kom upp í fyrri hluta Ís- landsmóts skákfélaga sem fór fram haustið 2007. Guðmundur Gíslason (2328) hafði hvítt gegn Hrannari Jónssyni (1830). 20. Hxc6! Bxc6 21. Re5+ Kxd6 22. Rc4+ og svartur gafst upp enda drottningin að falla í valinn. Guðmundur tefldi fyrir Skák- deild Bolvíkinga sem tryggði sér sæti í efstu deild Íslandsmótsins með öruggum sigri í annarri deild. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Leikur að drottningum. Norður ♠9842 ♥Á74 ♦KG103 ♣107 Vestur Austur ♠107 ♠ÁKG63 ♥K8653 ♥D2 ♦D762 ♦9854 ♣D5 ♣98 Suður ♠D5 ♥G109 ♦Á ♣ÁKG6432 Suður spilar 5♣. Sambandsleysið við borðið stingur í augu og ekki batnar ástandið þegar út kemur smátt hjarta. „Af hverju sagði ég ekki þrjú grönd,“ hugsaði Vignir Hauksson með sjálfum sér og setti vondaufur lítið hjarta í fyrsta slaginn. Þetta var í fyrsta leik undanúrslita Ís- landsmótsins. Austur fékk á ♥D og spurði út í sagnir: Vignir hafði opnað á eðlilegu laufi í suður, Stefán Stefánsson sagði 1♠ á móti, Vignir 3♣ og Stefán 3♦. Vignir skildi það sem veikleika í hjarta, sagði því 5♣. Eftir þessar upplýsingar lagði austur niður ♠Á og Vignir lét eld- snöggt drottninguna í slaginn! Sjöa vesturs gat verið frá 1075 og austur tók ♠D trúanlega sem einspil. Spilaði hjarta. Vignir drap ♥K vesturs, tók laufin í botn og ♥G. Austur og vestur stóðu í þeirri trú að Vignir yrði að finna ♦D og hentu báðir öllum spöðum sínum. Vignir spilaði ♦Á og loks ♠5 í þrett- ánda slag. Fimman var frí. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 35 Íslendingar ætla að taka þátt í Boston-maraþoninu til styrktar ákveðnu málefni. Hvaða? 2 Óli G. Jóhannsson og Lilja kona hans hafa opnaðgallerí á Akureyri. Hvað heitir það? 3 Óskar Jónasson kvikmyndagerðarmaður hefur hugá að gera kvikmynd eftir sögu Einars Kárasonar. Hvaða saga er það? 4 Bræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir ásamtDavíð Þór Jónssyni hljómborðsleikara o.fl. hafa stofnað ofurhljómsveit. Hvað heitir hún? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Geir H. Haarde var í Kanada í vikunni sem var að líða og hitti þar starfsbróður sinn. Hvað heitir sá? Svar: Stephen Harper. 2. Að- ilar í Skagafirði hafa hafið und- irbúning að nýrri tegund af verk- smiðju? Hvers konar? Svar: Koltrefjaverksmiðju. 3. Samein- aður Iðnskóli Reykjavíkur og Fjöl- tækniskóli Íslands hefur fengið nýtt nafn. Hvert er það? Svar: Tækniskólinn - skóli atvinnulífs- ins. 4. Hver er nýr formaður Kven- réttindafélags Íslands? Svar: Mar- grét Sverrisdóttir. Spurter… ritstjorn@mbl.is dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR  ÝRR Ásbjörg Mörch efnaverk- fræðingur varði doktorsritgerð sína frá Norges Teknisk-Naturvi- tenskapelige Universitet (NTNU) Í Þrándheimi 7. mars síðastliðinn. Ritgerðin ber heitið „Novel Alg- inate Microcapsules for Cell Therapy – A study of the structure-function relationships in native and struct- urallly engineered alginates“. Verkefnið var unnið við Institutt for Bioteknologi, umsjónarmaður var Gudmund Skjåk Bræk prófessor. Andmælendur voru dr. Igor Lacik, Polymer Institute, Slovak Academy of Sciences, Slovakia, og dr. Aileen King, Beta Cell Development and Function Group, King’s College, London, UK. Algínat er sykursameind unnin úr þangi og hefur þann eiginleika að mynda hlaup þegar hún blandast kalsíumjónum. Algínat hefur víða verið notað til að umlykja ýmiss kon- ar frumur í rannsóknum á all- mörgum sjúkdómum. Dokt- orsritgerð þessi fjallar í meginatriðum um meðferð gegn sykursýki (insúl- ínháð, týpa 1) þar sem insúlínfram- leiðandi frumum er komið fyrir í algínatkúlum. Algínatkúlurnar eru gljúpar og hleypa súrefni, glúkósa (sykri) og öðrum næring- arefnum inn í frumurnar sem þær umlykja. Frumur og önnur efni ónæmiskerfisins eru hins vegar of stór til að komast gegnum holrými hylkjanna. Þessum algínatkúlum með insúlínframleiðandi frumum frá líffæragjafa er komið fyrir í kvið- arholi sykursýkissjúklingsins og eiga þar að geta starfað í stað eyðilagðra frumna sjúklingsins. Með þessum hætti getur sykursýkissjúklingur lif- að að hluta til eða jafnvel alveg án daglegra insúlínsprautna. Ýrr Á. Mörch er fædd 1975 í Reykjavík, stúdent frá MH, efna- verkfræðingur frá NTNU í Þránd- heimi, gift Tómasi Jónssyni, véla- verkfræðingi í Þrándheimi. Þau eiga tvo syni, Sindra Mörch Tómasson og Bjarka Mörch Tómasson. Doktor í efna- verkfræði Ýrr Ásbjörg Mörch MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Verkalýðs- félaginu Hlíf: „Fundur í stjórn Verkalýðsfélags- ins Hlífar 10. apríl 2008 ályktar að stærsti hluti þeirra launahækkana sem náðust í kjarasamningunum, sem undirritaðir voru 17 . febrúar sl., sé horfinn vegna verðhækkana. Þó eru þær hækkanir aðeins hluti af því sem framundan er, því áhrif af erlendum vöruverðshækkunum eiga eftir að skila sér út í verðlagið hjá okkur. Þessu til viðbótar rýrnar almennur kaupmáttur vegna okurvaxta, verð- tryggingar lána og lágs gengis ís- lensku krónunnar. Afleiðing alls þessa kemur þyngst niður á láglauna- fólki og við því verður að bregðast með raunhæfum aðgerðum. Stjórnvöld verða að taka upp virk- ari baráttuaðferðir gegn verðbólgu en hingað til. Þau verða að sýna í verki að verðbólga lækki og varanlegur stöðugleiki komist á efnahagslífið. Þar þarf meira til en vinsamlegar við- ræður við kaupmenn og heildsala. Þá verða stjórnvöld að sjá til þess að íslenskir bankar og lánastofnanir leggi sitt af mörkum til að minnka verðbólguna. Spákaupmennska í kringum mismunandi gengi íslensku krónunnar á ekki að sitja í fyrirrúmi, heldur hagur almennings. Það er að hlaupa undan ábyrgð að kenna er- lendum fjárfestum um efnahagsvand- ann og verðbólguna, sem er að mestu heimatilbúin. Til að rétta bágan hag láglauna- fólks verða stjórnvöld að létta skött- um af lægstu launum sem sannanlega eru ekki lífvænleg. Hækkun skatt- leysismarka um sjö þúsund krónur næstu þrjú árin dugar skammt. Fyrir nokkrum árum þótti stjórn- völdum rétt að umbuna hátekjufólki með verulegum skattalækkunum. Nú hlýtur að vera komið að því að létta skattbyrði af lægstu laununum sem duga ekki einu sinni fyrir eðlilegri framfærslu. Vilji er allt sem þarf.“ Hlíf segir að hluti launa- hækkana sé horfinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.