Morgunblaðið - 23.05.2008, Side 2

Morgunblaðið - 23.05.2008, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurð- ardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ENN flyst mikið af erlendum ríkis- borgurum til landsins og brottflutn- ingur þeirra sem fyrir eru í landinu hefur ekki aukist þrátt fyrir dekkri horfur í efnahagslífinu hér á landi en verið hefur. Ef þróunin verður áfram sú sama og var á fyrsta ársfjórðungi ársins í ár, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar um búferlaflutninga, eru horfur á að nýtt metár hvað varð- ar fjölgun erlendra ríkisborgara hér á landi sé í uppsiglingu, að því er fram kemur í nýju vefriti fjármála- ráðuneytisins. 2.816 til landsins Fram kemur að á fyrstu þremur mánuðum ársins í ár fluttust 2.816 erlendir ríkisborgarar til landsins á sama tíma og 671 fluttist brott. Það er meiri aðflutningur en var á sama tímabili í fyrra og einnig minni brott- flutningur. „Ef heldur sem horfir er nýtt metár í uppsiglingu hvað nettó- innflutning erlendra ríkisborgara varðar. Ekki er reiknað með að þetta innstreymi útlendinga til landsins haldi áfram þegar hægja tekur á í efnahagslífinu,“ segir síðan. Fram kemur einnig að aðfluttir umfram brottflutta íslenska og er- lenda ríkisborgara voru innan við þúsundið í efnahagslægðinni á árun- um 2002-2004. Árleg aukning eftir það hefur verið á bilinu 3-5 þúsund, eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti. Þá segir einnig í vefritinu að vís- bendingar séu nokkuð misvísandi um það hversu mikið sé tekið að hægja á í atvinnulífinu. Þannig veki athygli að aðflutningur íslenskra ríkisborgara hafi aukist á fyrstu mánuðum ársins og brottflutningur þeirra minnkað. Þessi þróun varðandi búferlaflutn- inga á fyrstu mánuðum ársins bendi til þess að enn hafi verið mikill gang- ur í atvinnulífinu á fyrsta ársfjórð- ungi árisns. Mikil fjölgun erlendra ríkis- borgara það sem af er ári Ef heldur sem horfir gæti nýtt metár verið í uppsiglingu segir fjármálaráðuneytið                                 DÖNSKU kennararnir Hanne Schneider og Sanne Lillemor Han- sen segja að samstarf skóla og kennaraskóla um vettvangsnám styrki bæði kennaramenntunina og grunnskólastarfið verulega. Þetta kom fram í gær í fyrirlestri þeirra um kennaramenntun sem hið sameiginlega verkefni háskóla og vettvangsins, á norrænni ráð- stefnu um tengsl kennaramennt- unar og skólaþróunar, sem stendur yfir í Kennaraháskóla Íslands og lýkur á morgun. Ráðstefnan er nú haldin í 10. sinn og í fyrsta sinn á Ís- landi í tilefni 100 ára afmælis Kenn- araháskóla Íslands. Um 380 kenn- arar af öllum skólastigum sækja ráðstefnuna. Þar af eru rösklega 100 frá Íslandi og 17 af 26 kenn- urum við Kennaraháskólann í Nuuk á Grænlandi. Hansen og Schneider, sem er á myndinni, voru aðalfyrirlesarar í gær ásamt Finnanum Hannu Si- mola en aðalfyrirlesarar í dag eru Anne Edwards, prófessor við Ox- fordháskóla, og Ragnhildur Bjarnadóttir, dósent við KHÍ. Dag- skráin stendur yfir frá klukkan 9 til 16 í dag og frá klukkan 9 til 12 á morgun. Kristín Jónsdóttir, formaður undirbúningsnefndar ráðstefn- unnar og lektor við KHÍ, er sér- staklega ánægð með þátttökuna og segir að styrkur frá Landsbank- anum hafi gert skipuleggjendum mögulegt að stuðla að góðri þátt- töku íslenskra kennara. Morgunblaðiðr/Valdís Thor Samstarf um vett- vangsnám mikilvægt Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is UPPRUNI niðursneidds grænmetis í neytendaumbúðum frá Hollu og góðu ehf. er ekki tilgreindur á um- búðum vegna þess að hann er breyti- legur eftir árstíðum, að sögn Mána Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra Holls og góðs ehf. Á Alþingi var því haldið fram í fyrradag að reynt væri að villa um fyrir neytendum hvað varðar uppruna grænmetis. „Grænmetið er allt unnið hér á Ís- landi – skorið, hreinsað og blandað. Við fáum hráefnið þaðan sem það er best og sem næst okkur á hverjum árstíma,“ sagði Máni. Grænmetið getur því ýmist verið alíslenskt, ein- ungis útlent eða blanda af íslensku og útlendu. Máni nefndi að þessa dagana væri fábreytt úrval af ís- lensku grænmeti og íslenskar gúrk- ur, tómatar og sveppir notað í bland við aðrar tegundir af erlendu græn- meti. Þegar líður á sumarið eykst hlutfall íslenska grænmetisins. „Við reynum að nota eins mikið af ís- lensku grænmeti og við getum, enda er það næst okkur og verður alltaf best.“ Á pakkningunum er tekið fram að grænmetið sé skolað með íslensku vatni. Máni sagði það ekki gert til að gefa í skyn að innihaldið væri ís- lenskt. „Það var mikið hringt og spurt hvort búið væri að þrífa salatið og eins hvort við notuðum aukefni. Merkingin er til að leggja áherslu á að salatið er þvegið úr íslensku vatni, án allra aukefna,“ sagði Máni. Málið verður skoðað nánar Sigurður Örn Hansson, for- stöðumaður matvælasviðs Mat- vælastofnunar, sagði að þess væri ekki krafist í reglugerð um merk- ingu matvæla (503/2005) að tilgreint væri upprunaland grænmetis í neyt- endapakkningum. Samkvæmt 6. grein og 7. lið reglugerðarinnar er m.a. skylt að merkja matvæli þannig að fram komi „heiti eða fyrir- tækjaheiti og heimilisfang framleið- anda, pökkunaraðila eða seljanda með aðsetur á Evrópska efnahags- svæðinu.“ Samkvæmt 8. lið sömu greinar eiga að koma fram „upplýsingar um uppruna- eða framleiðsluland ef skortur á slíkum upplýsingum gæti villt um fyrir neytendum hvað varð- ar réttan uppruna matvælanna“. Sigurður Örn taldi einkum 8. liðinn koma til álita og túlkunar í þessu sambandi. Hann sagði að það yrði skoðað betur í samvinnu við heil- brigðiseftirlit sveitarfélaga hvernig þessum merkingum væri háttað og hvort brotið væri gegn reglugerð um merkingu matvæla. Ein ábending um merkingu á grænmeti hafði borist Neytenda- stofu um miðjan dag í gær. Sam- kvæmt upplýsingum neytendarétt- arsviðs Neytendastofu kom ábend- ingin frá athugulum neytanda og verður hún tekin til skoðunar. Samband garðyrkjubænda sendi frá sér yfirlýsingu í gær og fagnar umræðu um þörfina á upprunamerk- ingu grænmetis. Telja þeir mikil- vægt að skýrar upprunamerkingar séu á umbúðum. „Íslenskir garðyrkjubændur hafa um margra ára skeið pakkað og merkt framleiðslu sína með íslensku fánaröndinni auk þess sem hver sölueining er merkt framleiðand- anum. SG þekkir þess engin dæmi að fánaröndin hafi verið misnotuð til merkingar á innfluttu grænmeti,“ segir m.a. í yfirlýsingunni. Grænmetisbændur segja að und- anfarin ár hafi þess orðið vart að innflytjendur grænmetis hafi pakk- að því erlendis og merkt með ís- lenskum texta. Það grænmeti sé hvorki merkt með fánarönd né upp- runamerkingu bónda. Grænmetisbændur benda á, vegna umræðu um uppruna grænmetis, að íslenskt grænmeti sé merkt með íslensku fánaröndinni og einnig að hver sölueining sé merkt framleiðandanum Merkingar grænmetis skoðaðar Morgunblaðið/Ómar Árstíðabundið Grænmeti er flutt víða að hingað til lands. INGIBJÖRG Sól- rún Gísladóttir utanríkisráðherra átti í gær fund með Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, í opin- berri heimsókn sinni þangað. Í til- kynningu utan- ríkisráðuneytis- ins segir að þau hafi rætt ýmis tvíhliða samskipti ríkjanna, samstarfið innan Atlants- hafsbandalagsins, svæðisbundna samvinnu og samstarf ríkjanna á grundvelli EES-samningsins. Þakk- aði utanríkisráðherra „einarðan stuðning Eistlands við framboð Ís- lands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna“. Ráðherra heimsótti einnig eist- neska þjóðþingið og átti fund með þingmönnum í vináttunefnd Eist- lands og Íslands. Ræddi samskiptin við Eistland Ingibjörg Sólrún Gísladóttir SJÚKRALIÐAFÉLAG Íslands og samtök fyrirtækja í heilbrigðis- þjónustu hafa skrifað undir sam- komulag um launahækkun og er samningurinn hugsaður sem inná- greiðsla fyrir komandi kjarasamn- inga, skv. upplýsingum félagsins. Hækkunin nemur 3% og gildir frá 1. maí. Fellur hann úr gildi þegar nýr kjarasamningur er í höfn eða í síð- asta lagi um næstu áramót. „Samkomulag er um að launa- hækkun sem kveðið er á um í 2. gr. skuli ekki koma til frádráttar launahækkunum sem aðilar munu semja um í kjölfar samninga SLFÍ við fjármálaráðherra f.h. ríkis- sjóðs. Hækkun þessi kemur til frá- dráttar hugsanlegri eingreiðslu sem orsakast af samningstöfum á milli SLFÍ og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Frádráttur þessi getur þó aldrei orðið hærri en sem nemur hækkun skv. 2. grein,“ seg- ir í samningnum. Sjúkraliðar semja um innágreiðslu ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.