Morgunblaðið - 23.05.2008, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HVATNINGARVERÐLAUN leik-
skólaráðs Reykjavíkur voru afhent
við athöfn í Höfða á miðvikudag af
Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra
og Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur,
formanni leikskólaráðs. Markmið
þeirra er að veita starfsfólki leik-
skólanna í Reykjavík hvatningu í
starfi og vekja athygli á því
gróskumikla fagstarfi sem það
innir af hendi í menntun yngstu
borgarbúanna. Verðlaunin komu
að þessu sinni í hlut 7 leikskóla og
eins leikskólastjóra, en alls barst
41 tilnefning til verðlaunanna
vegna 14 nýbreytni- og þróun-
arverkefna.
Verðlaun hlutu: Leikskólinn
Bakki fyrir þrjú metnaðarfull
verkefni; Umhverfisverkefnið Flóð
og fjöru, alþjóðlega samstarfsverk-
efnið eTwinning og heimasíðugerð.
Leikskólarnir Klamrar, Nóaborg
og Stakkaborg fyrir verkefnið
Skilaboðaskjóðan sem unnið var í
samstarfi við Háteigsskóla. Leik-
skólinn Reynisholt fyrir lífsleikni-
verkefnið Líf og leikni. Leikskólinn
Gullborg fyrir samstarfsverkefni
skólans og samtakanna Blátt
áfram. Leikskólinn Hof fyrir verk-
efnið Dans-Hreyfing-Tónlist.
Kristín Einarsdóttir, leik-
skólastjóri í Garðaborg fyrir að
skipuleggja námsferðir, veita leið-
sögn og koma á tengslum milli ís-
lenskra leikskóla og leikskóla í
New York.
Morgunblaðið/Golli
Viðurkenning til leikskóla
VEGAGERÐINNI bárust átta til-
boð vegna lagningar Dettifoss-
vegar. Áætlun Vegagerðarinnar
var upp á 624.200.000 krónur og
reyndust tilboð þriggja fyrirtækja
undir kostnaðaráætlun.
Fyrirtækið Árni Helgason ehf. á
Ólafsfirði átti lægsta tilboðið sem
hljóðaði upp á 564.200.000 kr. Fyr-
irtækið Klæðning ehf. í Hafnarfirði
átti næstlægsta tilboðið upp á 600
milljónir, Skagfirskir verktakar
ehf. á Sauðárkróki buðu
619.350.500 kr. Unnið verður úr til-
boðum á næstu dögum.
Dettifossvegur liggur frá Hring-
vegi norður að Dettifossi og verður
um 21,1 km langur. Einnig verður
lögð 2,8 km vegtenging að Detti-
fossi og 1,3 km vegtenging að
Hafragilsfossi. Unnið verður úr til-
boðum á næstu dögum.
Verkinu skal að fullu lokið fyrir
1. október 2009.
Átta tilboð í
Dettifossveg
FÉLAGS- og tryggingamálaráðuneytið hefur til fróðleiks tekið saman
upplýsingar um móttöku flóttafólks og er upplýsingarnar að finna á
vef ráðuneytisins. Þar kemur fram að rekja má móttöku íslenskra
stjórnvalda á flóttafólki í hópum allt til þess að tekið var á móti 52
Ungverjum árið 1956. Síðan þá hefur verið tekið á móti samtals 481
flóttamanni.
Síðan flóttamannaráð, nú flóttamannanefnd, var stofnað 1996 hefur
verið tekið næstum árvisst á móti flóttamannahópum. Árin 2005 og
2007 var tekið á móti fólki frá Kólumbíu. Eru það einstæðar mæður,
börn þeirra og einhleypar konur sem voru metnar í mikilli áhættu.
Reykjavíkurborg tók á móti hópunum 2005 og 2007, en alls hafa tíu
sveitarfélög tekið á móti hópum. Ríkisstjórnin tekur hverju sinni
ákvörðun um að taka á móti flóttafólki. Við þá ákvörðun er tekið mið
af tillögu flóttamannanefndar.
Móttakan og aðstoð fyrsta árið er síðan samstarfsverkefni félags- og
tryggingamálaráðuneytis, utanríkisráðuneytis, móttökusveitarfélags
og Rauða kross Íslands.
Flóttafólk til tíu sveitarfélaga
SPÆNSKIR dagar verða haldnir í
Kringlunni í dag og á morgun, 23.
og 24. maí, á venjulegum opn-
unartíma. Þar verða kynntar helstu
nýjungar í spænskri ferðamennsku
auk þess sem spænsk menning, tón-
list og flamencodans verður áber-
andi.
Ferðamálaráð Spánar stendur
fyrir kynningunni. Ásamt því að
kynna það nýjasta sem Spánn hefur
upp á að bjóða almennt er lögð
áhersla á ellefu ferðamannastaði á
Spáni. Þetta eru Katalónía, Barce-
lona, Valencia, Murcia, Andalúsía,
Madrid, Balear-eyjarnar, auk þess
sem Kanaríeyjar eru kynntar í
heild sinni með áherslu á Tenerife,
Gran Canaria og Lanzarote.
Spænskir dagar
í Kringlunni
NEMENDUR í FSu voru dugleg-
astir allra framhaldsskólanema við
að gefa blóð í söfnunarátaki Blóð-
bankans sem heitir „Gefðu betur“.
Verslunarskólinn var í öðru sæti
og Menntaskólinn við Sund í því
þriðja.
Keppnin felst í því að starfsfólk
Blóðbankans heimsækir fram-
haldsskólana á blóðbankabílnum
og safnar blóði. Nemendur FSu
fengu afhentan farandbikar í við-
urkenningarskyni frá Vodafone
sem styrkir Blóðbankann í kynn-
ingarmálum.
Ólafur Helgi Kjartansson, for-
maður Blóðgjafafélagsins, ávarp-
aði nemendur við verðlaunaaf-
hendinguna og þakkaði þeim
veittan stuðning.
Duglegir blóð-
gjafar í FSu
STUTT
ÓTVÍRÆÐ merki eru um að farið
sé að draga úr vexti eftirspurnar en
hins vegar sjást enn ekki skýr
merki um samdrátt á vinnumarkaði.
Þetta kom fram í máli Davíðs Odds-
sonar, formanns bankastjórnar
Seðlabankans, er hann skýrði for-
sendur fyrir þeirri ákvörðun banka-
stjórnar að halda stýrivöxtum
óbreyttum í 15,50%.
Í kjölfar verulegrar lækkunar á
gengi krónunnar á fyrstu þremur
mánuðum ársins voru stýrivextir
hækkaðir í tveimur áföngum um
1,75 prósentustig undir lok mars og
snemma í apríl. „Sem vænta mátti
leiddi gengislækkunin til þess að
verðbólga jókst í apríl og hún gæti
orðið meiri á næstu mánuðum en
Seðlabankinn spáði í apríl sl. Aukinn
innlendur kostnaður vegna geng-
islækkunar, erlendra verðhækkana
og hækkunar launa mun ráða miklu
um þessa framvindu,“ sagði Davíð.
„Í kjölfarið verða áhrif minnkandi
framleiðsluspennu og eftirspurnar
yfirsterkari og þá dregur úr þrýst-
ingi á verðlag. Samkvæmt spá
Seðlabankans sem birt var í Pen-
ingamálum í apríl sl. dregst innlend
eftirspurn verulega saman á næstu
árum og húsnæðismarkaðurinn
kólnar. Merki um hið síðarnefnda
hafa skýrst frá því í byrjun apríl og
nú virðist einnig ótvírætt að tekið sé
að draga úr vexti eftirspurnar. Hins
vegar sjást enn ekki skýr merki um
samdrátt á vinnumarkaði.“
Mikilvægt að hemja verðbólgu
Sagði Davíð það afar brýnt að
aukin verðbólga til skamms tíma
leiddi ekki til víxlbreytinga launa,
verðlags og gengis. „Háum stýri-
vöxtum og öðrum aðgerðum Seðla-
bankans og annarra stjórnvalda,
þ.m.t. aukin útgáfa ríkisbréfa, er
ætlað að stuðla að stöðugleika á
gjaldeyrismarkaði, sem er mikilvæg
forsenda þess að böndum verði
komið á verðbólgu og verðbólgu-
væntingar. Gjaldmiðlaskiptasamn-
ingar Seðlabanka Íslands við seðla-
banka Danmerkur, Noregs og
Svíþjóðar höfðu jákvæð áhrif á fjár-
málamarkaði en þeir leysa ekki all-
an vanda sem við er að fást.“
Sagði formaður bankastjórnar
seðlabankans að ekki yrði unnt að
slaka á peningalegu aðhaldi fyrr en
sýnt er að verðbólga sé á und-
anhaldi, enda fátt mikilvægara fyrir
efnahag heimila og fyrirtækja en að
sú þróun hefjist og verði hnökralítil.
Vaxtaákvarðanir bankastjórnar
Seðlabankans taka mið af því, sagði
hann.
Að sögn Davíðs væri óráð að
lækka vexti á næsta vaxtaákvörð-
unarfundi bankans í júlí og á næst-
unni en vonir standa til þess að
vextir fari lækkandi samhliða und-
anhaldi verðbólgunnar. En þrátt
fyrir merki um að eftirspurn sé að
dragast saman þá sé ýmislegt annað
sem steðji að. Verðbólguáhyggjur
séu ekki bara á Íslandi, heldur víðar
í veröldinni. Til að mynda sé verð á
olíu komið yfir 135 dali tunnan og í
gær hafi Seðlabanki Bandaríkjanna
gefið til kynna að stýrivextir yrðu
ekki lækkaðir þar á næstunni, held-
ur að vaxtalækkunarferlinu væri
lokið þar að sinni.
Davíð sagði að nú sæjust merki
um að sú vantrú sem ríkt hefði í
garð íslensku bankanna hefði gjör-
breyst líkt og sæist á lækkandi
skuldatryggingaálagi bankanna
þriggja. Það leiddi vonandi til þess
að þeir fengju aðgang að lánamörk-
uðum þó svo það væri á verri kjör-
um en áður. Um leið og þeir fengju
tækifæri til að fjármagna sig myndi
starfsemi þeirra verða á ný með
eðlilegum hætti.
Aðspurður sagði Davíð að ekki
væri ástæða til þess að hvika frá spá
bankans frá því í apríl um verulega
lækkun á verði fasteigna en í henni
kom fram að kólnun á húsnæð-
ismarkaði hefði þegar komið fram í
því að verðhækkun íbúðarhúsnæðis
hefði u.þ.b. stöðvast, þrátt fyrir um-
talsverða hækkun byggingarkostn-
aðar, og velta minnkað hratt. Horf-
ur væru á að lækkun ráðstöfunar-
tekna, þrengingar á lánamörkuðum
og aukið framboð íbúðarhúsnæðis
leiddu til umtalsverðrar verðlækk-
unar.
Gert er ráð fyrir að húsnæðisverð
lækki um u.þ.b. 30% að raunvirði til
ársins 2010.
Morgunblaðið/Frikki
Óráð Davíð Oddsson sagði mikið óráð að búast við vaxtalækkunum á næsta
vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans þann 3. júní næstkomandi.
Merki um samdrátt
í vexti eftirspurnar
Bankastjórn Seðla-
bankans heldur stýri-
vöxtum óbreyttum í
15,50% og lækkunar-
ferli hefst ekki fyrr en
sýnt verður að verð-
bólga sé á undanhaldi
Í HNOTSKURN
» Seðlabankinn hækkaði stýri-vexti sína síðast 10. apríl síð-
astliðinn, úr 15,00% í 15,50%.
» Bankinn hafði áður, 25.mars, hækkað vextina um
1,25% úr 13,75%.
» Sú ákvörðun að halda stýri-vöxtum óbreyttum var að
mestu í samræmi við spár inn-
lendra greiningardeilda, að
greiningu Glitnis frátalinni, en
erlendir aðilar höfðu margir bú-
ist við vaxtahækkun.
VAXTAHÆKKUNARFERLI Seðla-
bankans er lokið, ef marka má
greiningardeildir Landsbanka og
Kaupþings. Í Vegvísi Landsbankans
segir að í stað vaxtahækkana verði
áherslan lögð á aðrar aðgerðir, sem
styðji við virkni núverandi vaxta-
stigs, auk frekari styrkingar gjald-
eyrisforðans. Þessu til stuðnings
nefnir greiningardeild Landsbank-
ans að á miðvikudag var greint frá útgáfu allt að 15
milljarða króna stuttra ríkisskuldabréfa, en í tilkynn-
ingu frá Seðlabankanum segir að útgáfunni sé ætlað að
mæta mikilli eftirspurn eftir bréfum. Á fundi Seðla-
bankans í gær sagði formaður bankastjórnar, Davíð
Oddsson, að til stæði að gefa út bréf að upphæð 10
milljarðar í viðbót, en það færi eftir viðbrögðum við
fyrri útgáfunni.
„Þetta er að okkar mati mikilvæg aðgerð sem hjálp-
ar til við verðmyndun á skuldabréfamarkaði og greiðir
fyrir virkni peningastefnunnar,“ segir í Vegvísinum.
Í Hálffimm fréttum Kaupþings segir að á síðustu vik-
um virðist hafa tekist að koma á
meiri stöðugleika á gjaldeyrismark-
aði jafnframt því sem kólnunar-
einkenni séu augljós í hagkerfinu.
Svo virðist sem Seðlabankinn muni
einbeita sér að því að bæta selj-
anleika á gjaldeyrismarkaði, enda
sé það líklegasta leiðin til að skjóta
stoðum undir krónuna. „Seðlabank-
inn mun að okkar mati hefja vaxta-
lækkunarferlið á seinni helmingi þessa árs. Líklegast
er að fyrsta vaxtalækkunin verði í september eða nóv-
ember, en tímasetningin mun velta á gengi krónunnar
og því hversu hratt kólnunarmerki munu koma fram,“
segir í Hálffimm fréttum.
Greiningardeild Glitnis segir að þrátt fyrir að verð-
bólga mælist nú meiri en Seðlabankinn hafi gert ráð
fyrir í nýlegri spá sinni sé líklegt að yfirstandandi verð-
bólguskot sé fyrst og fremst til komið vegna geng-
isáhrifa og muni þar af leiðandi verða skammvinnt og
að verðbólga hjaðni hratt þegar líða tekur á seinni
hluta ársins.
Segja vaxtahækkunarferli
Seðlabankans lokið