Morgunblaðið - 23.05.2008, Page 16

Morgunblaðið - 23.05.2008, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Í HNOTSKURN »Flestir innflytjendanna sem orðið hafafórnarlömb ofbeldisins eru frá nágranna- ríkjunum Simbabve, Mósambík og Nígeríu. »Grimmilegum aðferðum hefur verið beittgegn innflytjendunum, kveikt hefur verið í fólki, það stungið eða barið til bana. Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is TALIÐ er að yfir 30.000 innflytjendur séu á ver- gangi eða reyni að komast úr landi vegna ofbeldis- öldunnar sem nú hefur gengið yfir Suður-Afríku á aðra viku. Yfirfullar rútur af fólki hafa myndað raðir við landamæri Mósambík í austurhluta landsins og hefur forseti Mósambík sagt að fólkinu verði veitt aðstoð heima fyrir. Forseti S-Afríku, Thabo Mbeki hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir aðgerðarleysi, auk þess sem lögreglan þykir hafa gripið of seint inn í átökin. Fyrirskipun barst frá forsetanum seint á miðvikudagskvöld um að herinn skyldi styðja við lögreglu landsins. Um 200 hermenn aðstoðuðu lögregluna við handtökur og eftirlit í gær, þar sem m.a. var lagt hald á eiturlyf, vopn og skotfæri. Beiting hervalds í innanríkismálum er við- kvæmt mál með tilliti til sögu S-Afríku, en hernum hefur ekki verið beitt frá því á tímum aðskiln- aðarstefnunnar sem leið undir lok árið 1994. Fremur rólegt var í Jóhannesarborg í gær, en þar hefur ástandið verið hvað verst undanfarna daga. Átök eru sögð blossa upp í auknum mæli í öðrum héruðum landsins. Léleg innflytjendapólitík og óstjórn Mikið er deilt um ástæður átakanna í S-Afríku. Stjórnvöld hafa sagt „dulin öfl“ standa þar að baki, litlar öfga-hægrisinnaðar hreyfingar sem ali á út- lendingahatri. Talsmenn mannréttindasamtaka hafa gagnrýnt þær fullyrðingar og segja ástæðurnar fyrst og fremst liggja í lélegum og óskilvirkum stjórnar- háttum. „Fátækt, lögleysa og brostnar vonir landsmanna hrintu óöldinni af stað,“ hefur tíma- ritið Spiegel eftir Frans Cronje, félagsfræðingi og sérfræðingi í innflytjendamálum Suður-Afríku. Engin skipulögð innflytjendastefna sé fyrir hendi og innflytjendur í S-Afríku því „eins og villibráð,“ og á því ástandi finnist ekki skyndilausn. Tugþúsundir innflytjenda reyna að flýja Suður-Afríku AP Átök Lögreglumaður sinnir eftirlitsstörfum. Talsmenn mannréttindasamtaka segja óstjórn og lögleysu valda óöldinni HUNDRUÐ barna komu saman í bænum Keinou á Ind- landi í gær til að kveikja í leikfangabyssum og mót- mæla þannig ofbeldi uppreisnarhreyfinga í indverska ríkinu Manipur. Um 5.000 manns hafa beðið bana þar á síðustu tíu árum vegna vopnaðrar baráttu að minnsta kosti sautján hreyfinga fyrir sjálfstæðu heimalandi eða aukinni sjálfstjórn. Börnin, öll yngri en þrettán ára, héldu á mótmæla- spjöldum með áletruninni: „Við hötum leikfanga- byssur, en elskum fótbolta“. Börnin köstuðu byssunum í haug á lóð skóla í bænum og klöppuðu þegar kveikt var í þeim. Markmiðið með mótmælunum var einnig að hvetja börn til að forðast ofbeldisfulla tölvuleiki. AP „Hötum byssur, en elskum fótbolta“ Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is Friðarsamkomulagið í Líbanon er sigur fyrir Hizbollah-hreyfinguna að því leyti að hún fær neitunarvald gagnvart ríkissjórninni, sem nýtur stuðnings Vesturveldanna, og getur haldið áfram að byggja upp vopna- búr sitt, meðal annars með flug- skeytum sem hægt væri að beita gegn Ísrael. Samkomulagið eykur hins vegar líkurnar á því að Hizboll- ah leitist við að ná pólitískum mála- miðlunum í stað þess að grípa til vopna gegn andstæðingum sínum. Friðarsamkomulagið, sem náðist í fyrradag, felur m.a. í sér að sjíta- hreyfingin Hizbollah fær aftur aðild að þjóðstjórn eftir götubardaga sem minntu á borgarastríðið í Líbanon á árunum 1975-90. Stjórnvöld í Íran og Sýrlandi, sem hafa stutt Hizbol- lah, fögnuðu samkomulaginu og lík- legt þykir að það styrki stöðu Írana í þeirri viðleitni þeirra að auka áhrif sín í Írak og víðar í Mið-Aust- urlöndum. „Sigur fyrir ríkið“ Stjórn Bandaríkjanna kvaðst einnig vera sátt við samkomulagið þrátt fyrir aukin áhrif Hizbollah sem Bandaríkjamenn skilgreina sem hryðjuverkasamtök. „Þetta var nauðsynlegt og jákvætt skref,“ sagði David Welch, hæst setti stjórnarer- indreki Bandaríkjanna í Mið- Austurlöndum. „Það er ekki okkar hlutverk að ákveða hvernig Líbanar gera þetta.“ Nokkrir fréttaskýrendur lýstu samkomulaginu sem umtalsverðum sigri fyrir Hizbollah og sögðu það upphaf að tímabili friðar og stöð- ugleika í Líbanon. Mohammed Chatah, ráðgjafi Fuads Siniora, forsætisráðherra Líbanons, neitaði því að sam- komulagið væri aðeins sigur fyrir Hizbollah. „Ákvæðum sam- komulagsins er ætlað að binda enda á pólitíska þráteflið og koma starf- semi stofnana ríkisvaldsins í eðlilegt horf,“ sagði hann. „Það er vissulega sigur fyrir ríkið og stefnu stjórn- arinnar.“ „Ríki í ríkinu“ Líbönsk dagblöð tóku í sama streng og sögðu að þótt Hizbollah hefði fengið neitunarvald í nýju þjóðstjórninni og þyrfti ekki að láta vopn sín af hendi væri sam- komulagið einnig sigur fyrir stjórn- ina. „Stjórnarandstaðan fékk það sem hún vildi mest – minnihluta með neitunarvald,“ sagði dagblaðið An- Nahar. „En meirihlutinn náði einnig fram þeirri meginkröfu sinni að fylk- ingarnar beiti ekki vopnum og við- ræður hefjist um tengsl líbanska rík- isins við ýmsar fylkingar.“ Paul Salem, sérfræðingur í mál- efnum Mið-Austurlanda, sagði hins vegar að Hizbollah-hreyfingin væri „of öflug“ og neitunarvaldið sem hún fengi væri „mikill ósigur fyrir stjórnina, nokkuð sem hún hefur lengi reynt að forðast“. Hizbollah hefur rekið eins konar „ríki í ríkinu“ í suðurhluta Líbanons, suðurúthverfum Beirútborgar og Bekaa-dal nálægt Sýrlandi með eig- in lögreglu, her og félagslegri þjón- ustun. Her hreyfingarinnar hefur eflst með stuðningi Írana og Sýr- lendinga.  Sjítahreyfingin fær neitunarvald í nýrri þjóðstjórn og þarf ekki að láta vopn sín af hendi  Samkomulagið gerir stjórninni kleift að koma starfsemi stofnana ríkisvaldsins í eðlilegt horf Samkomulagið eflir Hizbollah AP Fögnuður Friðarsamkomulaginu fagnað í miðborg Beirút. Beichuan. AP. | Stjórnvöld í Kína sögðu í gær að óttast væri að yfir 80.000 manns hefðu farist í jarð- skjálftanum í Sichuan-héraði 12. maí. Yfir 51.100 lík hafa fundist á skjálftasvæðinu og 29.328 er enn saknað, að sögn talsmanns kín- versku stjórnarinnar í gær. Enginn hafði þá fundist á lífi í húsarúst- unum í einn sólarhring. Þurfa 3,3 milljónir tjalda Nær 300.000 manns slösuðust í skjálftanum og um fimm milljónir manna urðu heimilislausar. Tals- maður stjórnarinnar sagði að 400.000 tjöld hefðu verið flutt á hamfarasvæðin og senda þyrfti þangað yfir 3,3 milljónir tjalda til viðbótar. Hu Jintao, forseti Kína, heimsótti tvær tjaldaverksmiðjur í Zhejiang-héraði til að hvetja starfs- mennina til að auka framleiðsluna. Ennfremur var skýrt frá því í gær að um fjögur þúsund börn hefðu orðið munaðarlaus í náttúru- hamförunum. Nær 6.900 skólastof- ur eyðilögðust og talið er að mörg börn hafi látið lífið vegna brota á byggingarreglugerðum við smíði skóla í héraðinu. Talið að 80.000 hafi farist í Kína Yangon. AFP. | Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, skoðaði í gær hamfarasvæðin í Búrma og hóf viðræður við herforingjastjórn landsins í von um að fá hana til að samþykkja aukna neyðarað- stoð til að bjarga lífi hundraða þúsunda manna sem urðu heim- ilislaus í fellibyl 2.-3. þessa mán- aðar. Óttast er að um 134.000 manns hafi farist í óveðrinu og um 2,5 milljónir manna urðu heimilislaus- ar. Talið er að aðeins um 25% nauðstaddra Búrmamanna hafi fengið aðstoð nú þegar þrjár vikur eru frá óveðrinu. Herforingjastjórnin hefur gengið fram af heimsbyggðinni með því að hindra að fleiri hjálparstarfsmenn fari til landsins. Gert er ráð fyrir því að Ban Ki-moon ræði í dag við leiðtoga herforingjastjórnarinnar, Than Shwe yfirhershöfðingja. Rætt við herfor- ingjana Ban Ki-Moon Ban Ki-moon kannar neyðina í Búrma RÚMUR helmingur hákarlategund- anna í heimshöfunum er í útrýming- arhættu, samkvæmt rannsókn vís- indamanna á vegum náttúru- verndarsamtakanna International Union for Conservation of Nature. Rannsóknin bendir til þess að ell- efu tegundir hákarla af um tuttugu séu í útrýmingarhættu og fimm teg- undum til viðbótar hafi hnignað. Hákörlum stafar mikil hætta af of- veiði vegna þess að það tekur þá mörg ár að ná kynþroska og þeir eignast tiltölulega fá afkvæmi. Sam- tökin hvetja til þess að veiðar á há- körlum verði takmarkaðar og gerðar verði ráðstafanir til að koma í veg fyrir að skip, sem veiða túnfisk og sverðfisk, veiði hákarl sem aukaafla. Veiðar á stórum hákarlategundum hafa aukist vegna aukinnar eftir- spurnar í Asíu eftir hákarlauggum í súpur sem þykja mikið lostæti og eru vinsælar í stórveislum. Uggarnir eru oft skornir af lifandi hákörlum sem er síðan hent í sjóinn. Hákarlar taldir í hættu ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.