Morgunblaðið - 23.05.2008, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 23.05.2008, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 17 MENNING SKJÖL, handrit og ýmsir munir sem tilheyrðu eitt sinn skáldinu og súrrealistanum André Breton voru seldir á uppboði í París í fyrra- dag fyrir 3,6 milljónir evra, tæpar 418 millj- ónir króna. Það verðmætasta í safninu er upp- runalegt handrit stefnuyfirlýs- ingar súrreal- istahreyfingarinnar, það eina sem vitað er um. Söluverðið fór langt umfram vonir uppboðshaldarans Sotheby’s. Alls voru níu handrit seld en stefnuyfirlýsing súrrealistahreyf- ingarinnar er 21 blaðsíða að lengd, yfirlýsing sem skilgreindi í raun nýja hreyfingu innan listar eða listastefnu. Þetta er í fyrsta sinn sem stefnuyfirlýsingin og önnur skjöl Breton eru seld úr dánarbúi Sim- one Collinet, fyrstu eiginkonu Breton en hún lést árið 1980. Bre- ton lést 1966. Stefnuyfir- lýsing súr- realista seld Eigur André Breton seldar á uppboði André Breton BRESKI tónlistarmaðurinn David Bowie þverneitar því að hafa leyft danska danshöfundinum Peter Schaufuss að nota tónlist sína í danssýn- ingu byggðri á kvikmyndinni The Man Who Fell To Earth frá 1976. Breska dag- blaðið Sun hélt því fram fyrir nokkrum dögum að Bowie og Schaufuss ættu í samstarfi um slíkan söngleik. Plötufyrirtæki Bowies, RZO Mu- sic, segir það af og frá, ekkert slíkt sé í undirbúningi. Schaufuss sagði hins vegar við fréttavef BBC að hann hefði fengið að nota tónlist Bowies í uppfærslu á söngleik í Danmörku eða dans- sýningu. Danshöfundurinn vonast til þess að 15 lög Bowies verði leikin í sýningunni. Bowie segir þetta „algjört kjaftæði“ og hann viti ekki einu sinni hver Schau- fuss sé. Undarlegt mál í alla staði. Bowie neitar samstarfi David Bowie HLJÓÐFÆRAHÚSIÐ, Síðu- múla 20 efnir til kynningar á nýútkomnu plötusafni með leik Halldórs Haraldssonar píanó- leikara í dag kl. 18. Portret er yfirskrift safnsins en þar er um þrjár plötur að ræða með yf- irliti yfir feril Halldórs. Plöt- urnar eru í vandaðri pappa- öskju og fylgir veglegur 44 síðna bæklingur með fjölda ljósmynda frá ferli Halldórs. Á plötunum eru einleiksverk, kammerverk og kon- sertar með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Allar upp- tökurnar eru úr safni Ríkisútvarpsins. Á kynning- unni í dag velur Halldór tóndæmi, útskýrir og spilar. Allir hjartanlega velkomnir. Tónlist Halldór Haraldsson í Hljóðfærahúsinu Halldór Haraldsson NÍNA Lassila verður við Bæj- arins bestu í dag frá kl. 12.30 til 16. Og hvað með það? Jú, Nína Lassila er finnsk listakona sem fremur gjörninga og býður fólki í hlutverkaleiki á förnum vegi. Nína spáir í kynja- hlutverk, menningu, stjórnmál, kukl, vísindi og ótrúlega margt fleira. Nína breytir sér í gagn- rýnanda sem hefur víðtæka þekkingu, en tjáir sig mest um sjónræna og pólitíska menningu; kryfur viðfangs- efni sín frá öllum hugsanlegum sjónarhornum og sogar áhorfandann á manískan hátt inn í atburða- rás oftúlkunar. Það verður semsagt „gagnrýnand- inn“, sem mætir við Bæjarins bestu í dag kl. 12.30. List Gagnrýnandi rýnir við Bæjarins bestu Bæjarins beztu HVAÐ er sjónræn mannfræði? spyrja mannfræðingar á pall- borði í Norræna húsinu á morgun frá kl. 11-14. Með pall- borðinu lýkur fyrirlestraröð Mannfræðifélags Íslands í vet- ur, en þema raðarainnar hefur verið: frásögn, túlkun, tengsl. 29. maí til 1. júní heldur NAFA (Nordic Anthropological Film Association) alþjóðlega heim- ildamyndahátíð og ráðstefnu um mannfræðilegar kvikmyndir á Ísafirði. Pall- borðið er undanfari þessarar ráðstefnu og er því ætlað að gefa innsýn í fjölbreytileika þeirra við- fangsefna sem sjónræn mannfræði fæst við. Krist- inn Schram stýrir umræðum. Hugvísindi Hvað er sjónræn mannfræði? Kristinn Schram Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is VATNASAFN, sem hýsir listaverk bandarísku listakonunnar Roni Horn, opnaði í Stykkishólmi fyrir rúmu ári. Í Vatnasafni, sem er í byggingu sem áður hýsti bókasafnið í Stykkishólmi, er innsetning eftir Horn, félagsmiðstöð fyrir bæjarbúa og íbúð fyrir gestarithöfund. Árs- afmælis Vatnasafns verður fagnað í stofnuninni á laugardag og von er á góðum gestum. Stofnun Vatnasafns var umtals- verð framkvæmd. Breska listastofn- unin Artangel annaðist framkvæmd- ina og fjármögnun verksins en fjölmörg samtök, fyrirtæki, stofn- anir og listamenn studdu verkið. James Lingwood, framkvæmda- stjóri Artangel, hefur lagt upp í ófá- ar ferðirnar til Íslands og þegar hann svaraði í símann í gær var hann á flugvelli í London, á leið til landsins. Hann sagði að það væri vel við hæfi, þar sem mesti straumur gesta væri í Vatnasafn á sumrin, að halda upp á fyrsta árið með hálf- gerðri enduropnun. Með talsverðan segulkraft „Þetta er hljóðlátt verkefni en hefur engu að síður skapað áhuga- verðan hávaða,“ segir Lingwood. „Safnið virðist hafa talsverðan seg- ulkraft. Fólk hefur heyrt um það og vill upplifa það á staðnum. Eftir þetta fyrsta ár gætum við ekki verið ánægðari með útkomuna.“ Talsvert hefur verið fjallað um Vatnasafn í erlendum listtímaritum á liðnu ári. Lingwood segir von á um fjörutíu erlendum listunnendum á afmælisdagskrána. Hann ítrekar þó að hún sé fyrir alla. „Fólk úr Stykk- ishólmi er vitaskuld velkomið, rétt eins og aðrir Íslendingar eða erlend- is gestir. Vorið er góður tími til að bregða sér til Stykkishólms. Velgengni verkefnisins byggir á ýmsu. Eitt af því er þátttaka rithöf- undanna og þá er mikilvægt að sam- félagið í bænum nýti sér húsið.“ Lingwood seg- ir Artangel styrkja dvöl rit- höfunda í fimm ár. Nú er banda- ríski höfundurinn Rebecca Solnit með aðstöðu þar og þá mun kan- adíska skáldið Anne Carson dveljast þar í nokkra mánuði. Lingwood segist vera spenntur fyrir erindi Hélène Cixous. „Cixous er talin einn af fremstu hugsuðum samtímans. Hún kallar fyrirlest- urinn Primal Waters og hann er undir áhrifum frá Vatnasafni.“ Ársafmæli Vatnasafns með verkum Roni Horn fagnað í Stykkishólmi á laugardag Gætum ekki verið ánægðari Morgunblaðið/Einar Falur Safnbyggingin „Þetta er hljóðlátt verkefni en hefur engu að síður skapað áhugaverðan hávaða,“ segir Lingwood, framkvæmdastjóri Artangel. James Lingwood Roni Horn Hélène Cixous Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ verð- ur dagskrá í Vatnasafni í Stykk- ishólmi, sem hýsir verk bandarísku listakonunnar Roni Horn. Tilefnið er að fyrsta rekstrarári stofnunar- innar er lokið. Breska listastofn- unin Artangel, sem fjármagnar safnið og starfsemina, býður til af- mælisfagnaðarins. Dagskráin hefst klukkan 17.30 með fyrirlestri franska rithöfund- arins og heimspekingsins Hélène Cixous. Þetta er í annað sinn sem Cixous kemur opinberlega fram hér á landi en árið 2000 hélt hún fyrirlestur á vegum Rannsókn- arstofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands. Á síðustu árum hafa þær Horn og Cixous unnið verk hvor um aðra. Hélène Cixous hefur skrifað á fjórða tug skáldsagna, um 20 leikrit og fjölda fræðirita. Um 40 ára skeið var hún náinn samstarfsmaður heimspekingsins Jacques Derrida. Eftir fyrirlestur Cixous, klukkan 18.30, verður móttaka og veitingar í Vatnasafni fyrir gesti en klukkan 19.30 lesa þær Rebecca Solnit, Guð- rún Eva Mínervudóttir og Anne Carson úr verkum sínum. Guðrún Eva hefur síðastliðið ár dvalið og starfað í Vatnasafni, í boði Ar- tangel, en Solnit, sem er kunnur bandarískur verðlaunahöfundur dvelur þar um þessar mundir. Kan- adíska ljóðskáldið Carson mun dvelja í Vatnasafni á næsta ári. Dagskránni lýkur með tónleikum Ólafar Arnalds í Vatnasafni og hefjast þeir klukkan 22.00. Dagskrá í Vatnasafni Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Í NÝJASTA tölublaði Skírnis skrifa Viktor Smári Sæmundsson forvörður og Sigurður Jakobsson jarðfræðingur og efnafræðingur grein sem þeir kalla Rannsóknir á fölsuðum málverkum. Þeir unnu að rannsóknum á málverkunum sem ákært var vegna í hinu svokallaða „Stóra málverkafölsunarmáli“ en sakborningar voru sýknaðir í Hæstarétti árið 2004 vegna van- hæfis forvarðar Listasafns Íslands, Viktors Smára, þar sem safnið var aðili að málinu. Þeir Viktor Smári og Sigurður gera hér í fyrsta sinn á prenti grein fyrir aðferðum sín- um og niðurstöðum. Þeir sem sóttu ákæru voru sak- aðir um skjalafals og fjársvik en enginn var ákærður fyrir mál- verkafalsanir. Í dómi Héraðsdóms árið 1999 og Hæstaréttar sama ár var dæmt vegna þriggja verka. Fullsannað þótti að verkin væru fölsuð og var ákærði dæmdur fyrir skjalafals og fjársvik. Síðari meðferð málsins var árin 2003 og 2004. Þá voru 35 verk fyrir Héraðsdómi og þótti fullsannað að 30 þeirra væru fölsuð, þrjú senni- lega eða líklega fölsuð og tvö verk þótti ósannað að væru fölsuð. Dóm- urinn féllst ekki á túlkun rannsak- enda varðandi notkun alkýðbindi- efnis í verkunum. Vildi dómurinn miða við árið 1928, þegar efnið var fundið upp á tilraunastofu, en ekki árið 1968 eins og miðað var við í rannsóknarniðurstöðunum. Þá var byrjað að framleiða alkýðbindi- og þurrefni fyrir olíuliti listmálara og miðuðu rannsakendur við það ár- tal. Hættir störfum eða látnir 1968 Í grein Viktors Smára og Sig- urðar segir að bindiefnagreining hafi leitt í ljós að hlutfall bindiefna hafi verið mjög lágt og varla gat því verið um húsamálningu að ræða heldur frekar listmálaraliti. „Af þessum niðurstöðum má draga þá ályktun að falsanirnar hafi verið gerðar árið 1968 eða síðar og jafn- framt útilokað að listamaður sem hættur var störfum … hefði málað þá hluta verkanna sem reyndust vera nýmálaðir. Allir þeir lista- menn sem kærð verk voru eignuð, að undanskildum Svavari Guðna- syni og Þorvaldi Skúlasyni, voru hættir störfum eða látnir árið 1968.“ Þar sem Listasafnið kærði vegna þriggja verka, ákvað meirihluti Hæstaréttar að vísa bæri öllum rannsóknarniðurstöðum frá vegna vanhæfis forvarðarins. Í dóms- orðum segir þó að „telja megi að nokkrar og í mörgum tilvikum verulegar líkur hafi verið færðar fram með þessu fyrir því að mynd- verk, sem hér um ræðir, stafi ekki frá þeim, sem þau hafa verið kennd við …“ Minnihluti réttarins taldi að sak- fella bæri fyrir skjalafals og tók af- stöðu til allra mynda nema tveggja. Falsanir gerðar eftir 1968 Fölsuð merking Til vinstri er nærmynd af áritun verks sem merkt var Þorvaldi Skúlasyni, með upphafsstöfunum ÞS, ’37. Í útfjólubláu ljósi, þar sem flett hefur verið af yngri málningu, sést eldri áritun, Paul S. ’37. Rannsakendur í „Stóra málverkafölsunarmálinu“ tjá sig ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.