Morgunblaðið - 23.05.2008, Side 21

Morgunblaðið - 23.05.2008, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 21 AUSTURLAND Egilsstaðir | Fyrir skömmu urðu talverðar breytingar í rekstri Gall- erís Bláskjás á Egilsstöðum. Ólafía Einarsdóttir tók við rekstri Blá- skjás úr höndum Svandísar Egils- dóttur, sem undanfarin ár hefur komið Bláskjá vel af stað sem list- munagalleríi; sýningarsal og sölu- miðstöð myndlistar, ekki síst aust- firskrar. Ólafía hefur nú opnað Bláskjá á jarðhæð Hótels Héraðs og segir tenginguna við miðbæ Egils- staða og gesti hótelsins ótvíræðan kost. Nú standa yfir sýningar Veru Sörensen og Þorvalds Jónssonar. Í galleríinu verða verk margra lista- manna af landinu öllu og er stefnt að því að auka hlut handverks og fata- og fylgihlutahönnunar. Í maí er opið föstudaga og um helgar. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Ánægð Ágústa Björnsdóttir, Ólafía Einarsdóttir og Ingólfur Ö. Ingólfsson Bláskjár lifir góðu lífi á nýjum stað Fljótsdalur | Hinn 18. maí sl., á fæð- ingardegi Gunnars Gunnarssonar skálds, kynnti Gunnarsstofnun nýtt merki fyrir Skriðuklaustur. Merkinu er ætlað að vera staðarmerki sem öll starfsemi á staðnum kynnir sig und- ir, s.s. Gunnarsstofnun, Skriðu- klaustursrannsóknir og Klaustur- kaffi. Hönnuður merkisins er Zdenek Patak, grafískur hönnuður frá Tékk- landi, sem nú býr á Stöðvarfirði. Merkið vísar í hina einstöku hlöðnu veggi Gunnarhúss, en hefur jafn- framt skírskotun í klausturrústirnar sem grafnar hafa verið upp undan- farin ár á Skriðuklaustri. Við val á letri var horft til þess að hafa staðarheitið með klassísku letri og varð Clarendon, sem hannað var 1845, fyrir valinu. Til að leita jafn- vægis og vísa til hinnar lifandi menn- ingarstarfsemi sem nú er á staðnum var valið 100 árum yngra letur, Uni- vers, til að nota í undirheiti. Merkið sjálft þykir mjög formfag- urt og hefur sterka vísun í veggi Gunnarshúss. Það getur staðið eitt og sér og verður notað við minja- gripaframleiðslu og við hvers kyns kynningu á Skriðuklaustri í framtíð- inni. Nýtt merki fyrir Skriðuklaustur Ljósmynd/Gunnarsstofnun Tákn Nýja merkið grípur augað á fána við Skriðuklaustur. Neskaupstaður | Dýrðardagur var á Hofi í Norðfjarðarsveit nýlega þegar nemendur í 9. bekk Nesskóla buðu þorpurum og sveitungum sín- um að heimsækja dýragarð, sem lið í fjáröflun bekkjarins fyrir kom- andi skólaferðalag. Þrátt fyrir kalsaveður var margt um manninn á Hofi þar sem hægt var að skoða og klappa dýrum af ýmsu tagi. Vin- sælt var að komast á hestbak og taka smá hring á túninu, en eins og jafnan vill verða voru það litlu lömbin sem vöktu mesta aðdáun. Þá gátu menn gætt sér á kaffi, kakói og heimagerðu bakkelsi. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Ungviði Börnin föðmuðu að sér litlu lömbin. Lítil lömb ómótstæðileg Eftir Birki Fanndal Haraldsson Mývatnssveit | Reykjahlíðarskóli fékk nýlega afhentan grænfánann sem er Alþjóðleg viðurkenning fyrir umhverfisstefnu í skólum á öllum stigum. Skólinn setti sér þetta mark- mið fyrir nokkrum árum og hefur markvisst verið unnið að framgangi þess af áhugasömum nemendum og starfsfólki. Það var Ingólfur Ásgeir Jóhann- esson, formaður SUNN, sem afhenti fánann fyrir hönd Landverndar. Umhverfisnefnd skólans tók við fán- anum fyrir hönd skólans og dró fán- ann að húni. Viðstaddir athöfnina voru nem- endur og starfsfólk skólans, en nem- endur eru nær 70 talsins Foreldrar og fjöldi annara gesta gerðu sér ferð á athöfnina og var gaman að sjá hve margir sáu sér fært að mæta og gleðjast með nemendum eftir þenn- an góða áfangasigur. Á sama tíma var einnig sýning á verkum nemenda í skólanum. Fá umhverfisviðurkenningu Morgunblaðið/BFH Áfangi Fjöldi fólks var viðstaddur afhendingu grænfánans til Reykjahlíð- arskóla. Umhverfisnefnd skólans tók við fánanum og dró að húni. Eftir Ólaf Bernódusson Skagaströnd | Húsfyllir var í Hóla- neskirkju á styrktartónleikum til styrktar Jóni Gunnari Einarssyni frá Skagaströnd, sem slasaðist illa fyrir nokkru er hann féll á mótó- krosshjóli sínu. Það var fjölskylda Jóns og vinir sem stóðu að tónleik- unum þar sem fjölmargt tónlistar- fólk frá Skagaströnd og nágrenni kom fram. Voru flytjendurnir, sem allir gáfu vinnu sína, á ýmsum aldri eða allt frá sex ára til sjötugs. Húsfyllir á styrktartón- leikum í Hólaneskirkju Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Styrkur Inga, systir Jóns Gunnars Einarssonar, syngur lag um erfiðleika bróður síns við undirleik tveggja gítarleikara frá Skagaströnd. Fjallabyggð | Bæjarstjórn Fjalla- byggðar samþykkti á hátíðarfundi sínum í fyrradag gjafir til grunn- skóla sveitarfélagsins í tilefni af 90 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar og 60 ára kaupstaðarafmæli Ólafs- fjarðar. Samþykkt var að veita grunn- skólunum tveimur 5.000.000 kr. hvorum að gjöf til kaupa á leik- tækjum við skólana. Auk þess var samþykkt að veita 1.000.000 kr. til skráningar á skíðasögu Fjalla- byggðar. Níutíu ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar var 20. maí. Næstkom- andi laugardag verður afmælis- hátíð fyrir bæjarbúa og gesti í til- efni þess. Meðal annars verður boðið til kaffisamsætis í Bíó-kaffi þar sem hátíðardagskrá verður milli kl. 15 og 18. Sýningar verða opnar í grunn- og leikskólunum á Siglufirði og söfnin opin ásamt vinnustofum listamanna. Grunnskól- arnir fá leik- tæki að gjöf LANDIÐ spar.is Mundu mig – ég man þig

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.