Morgunblaðið - 23.05.2008, Side 25
ferðalög
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 25
● Do you want to study in Denmark?
● Do you want to study in Denmark in an international
environment?
● Are you looking for a programme which gives you good
job opportunities?
● Are you interested in Fashion Design?
● Are you looking for a short education at university
level?
Do as Kristin Holmgeirsdóttir and other young students.
Every year The Academy of Southern Denmark in Søn-
derborg welcomes students from Iceland. Come and join
us! Sønderborg has an active ”Íslendingafélag”.
Visit our website www.sdes.dk to read more about your
future in Denmark.
Do you want to study
Fashion Design?
Grundtvigs Allé 88
DK-6400 Sønderborg
Tlf. +45 7412 4141
www.sdes.dk
!
" #
$ #%
&
'
$ (
"
)
)
*
+
,
-
"
.
+
.%
/%
-
0
(12'34,2(5&46 789 :;<< (1
2'=4,2(>?@<A1,B4>4
1&(>4C
"
@D
@@
@E @F
- kemur þér við
Sérblað um sumarið
fylgir blaðinu í dag
Miðborgarstjórinn og
skattaskuldirnar
Hráa kjötið verður
ekki flutt inn í sumar
Kaffihúsið Mokka í
hálfa öld
Ungmenni í Garðabæ
heilluð af Gospelsöng
Gítarsúpa á Kaffibar-
num milli Eurovision-
keppna
Hvað ætlar þú
að lesa í dag?
Þegar sumarið gengur í garðfara lóur á kreik og golfarar.
Nóg hefur verið ort um lóuna í
gegnum tíðina og nú hefur Kristján
Hreinsson bætt úr tilfinnanlegum
skorti á kveðskap um golfið. Til
dæmis með hringhendunni:
Ég fann mér glufu við fagran vog
fékk að prufa golfið
þá boltar klufu andrúm og
einnig gufuhvolfið.
Kristján lék golf með Karli og
orti vísu eftir þá viðureign:
Karl af miklum krafti slær
kúlur sínar allar
og fúll á svip hann finnur þær
flestar utan vallar.
Að gefnu tilefni tekur Kristján
fram í inngangi að „ef einhver
þykist sjá í kveðskap þessum
tvíræðni, þá lýsir það innræti þess
sem les en ekki þankagangi þess
sem skrifar“. Dæmi nú hver fyrir
sig. Þegar Kristján bað konu sem
hann spilaði með í holli á
Setbergsvelli að standa við fánann
spurði hún: „Á ég að halda um
stöngina?“ Nokkru síðar svaraði
Kristján með vísu:
Í mjúkri laut er mjög svo kátt
þótt mikið sé nú patið.
– Við stöngina þú styðja mátt
er stýri ég í gatið.
VÍSNAHORNIÐ
Af golfi og
mjúkri laut
pebl@mbl.is
Eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson
Eitt sinn þótti enginn ís-lenskur ferðalangur á er-lendri grund maður meðmönnum nema hann
kæmi til baka til föðurlandsins klyfj-
aður alls slags varningi. Íslendingar
áttu það til að vera haldnir kaupæði,
eins og sagt er, enda flest allt ódýr-
ara en á Fróni og því ekki úr vegi að
nýta tækifærið út í hörgul.
Eitthvað hefir, að því er undirrit-
uðum finnst, dregið úr kaupæði Ís-
lendingsins í útlöndum, þótt vissu-
lega eimi enn af. Allavega virðast
innkaup ekki lengur númer eitt til
tíu á listanum yfir það sem ber að
gera í öðru loftslagi. Engu að síður
skipa verslunarferðir ennþá virðing-
arsess meðal ferðalanga.
Fyrir íslenska áhugamenn um
verslunarferðir er auðvitað af mörgu
að taka í Berlín, enda borgin yfirfull
af allslags áhugaverðum hönnunar-
og „skranbúðum“, sem og verslun-
um sem titla mætti sem öðruvísi,
auk allra útimarkaðanna. Þrátt fyrir
allt þetta eru nú flestir þannig inn-
byggðir að þeir sækja helst í það
sem þeir þekkja og í því samhengi er
verslunargatan Kurfürstendamm í
nágrenni við Zoologischer Bahnhof
(brautarstöðin) viðeigandi, enda öll
helstu merkin þar að finna þar.
Ekki langt þar frá er annað gós-
enland verslunaráhugamannsins:
KaDeWe eða Das Kaufhaus des
Westens. Um er að ræða stærstu
verslunarmiðstöð á meginlandi Evr-
ópu, sem oft er nefnd í sömu andrá
og Harrods í Lundúnum og Gallerí
Lafayette í París. Húsið hefir átta
hæðir þar sem auðvitað má finna allt
það sem hugurinn girnist fyrir lík-
amann útvortis. Á sjöttu hæðinni er
svo margt af því hnossgæti sem kitl-
ar bragðlaukana hvað mest til kaups
– er þá ekki verið að tala um schnit-
zel og súrkál. Í KaDeWe er alltént
allt milli himins og jarðar að fá. Ekki
er þó verra að hafa budduna talsvert
þykka áður en þangað er haldið.
Þess fyrir utan er byggingin sem
slík auðvitað merkileg og hægt að
fara bara til að skoða. Í fyrra fagnaði
hún svo eitthundrað ára afmæli sínu,
þannig að þessi verslunarmiðstöð er
ansi nálægt því að vera stofnun í
borginni.
Verslunin Öll þekktustu vörumerkin í snyrtivörum sem og öðru er að finna innan veggja KaDeWe.
Kauphús vestursins í Berlín
KaDeWe er staðsett við Tauent-
zienstr. 21-24 og er næsta braut-
arstöð Wittenbergplatz þar sem
U2 og U1og U3 stoppa.
http://www.kadewe-berlin.de
Inngangur Húsið hefir átta hæðir
þar sem finna má allt mögulegt.