Morgunblaðið - 23.05.2008, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 27
neskri birtu. Deilur eru góðar og mikilvægar, en ládeyða
og hræðsla við að tjá sig og segja álit sitt jafn skorinort
og maðurinn í gula frakkanum var þekktur fyrir býður lá-
deyðu heim. Listin stendur og fellur ekki með hlutlægum
viðhorfum eða óhlutlægum og því síður pólitískum skoð-
unum eða hvort gerandinn sé hryðjuverkamaður eða
meinlaust góðmenni. Abstrakt hugsun er manninum
nefnilega eiginleg, og hlutlæg form náttúrunnar taka sí-
fellum breytingum, náttúran er samsafn tilviljana en ekki
afkvæmi reglustikna né reiknistokka. Í þessum pataldri
stóð listamaðurinn á brúnni og tók keikur við ágjöfum,
var blýfastur áhangandi hins hlutlæga, en svo skeði
óforvarandis seinna að hann svissaði yfir í hið abstrakta.
Þannig virkar afstæðið og kannski geta fleiri en margan
grunar tekið undir með víkingnum Pétri Hoffmann, þá
honum varð að orði: „mitt líf er Jobsbók“.
Þetta voru nokkrar ábendingar á degi aldarafmælis
hins stórhuga listmálara Jóns Engilberts, forlögin höfðu
þó engan veginn ætlað honum þá auðnu að lifa svo lengi.
Listamaðurinn lifði full hratt og hvarf alltof snemma af
vettvangi á vit ferða sinna eftir áralöng veikindi. Einnig
árétting þess að Íslendingar munu með fremstu þjóðum
um vanrækslu hvað snertir að heiðra og halda á lofti
minningu genginna myndlistarmanna, efla og skjalfesta
ímynd þeirra. Óvíst að allir séu hér stoltir af þeim vafa-
sömu meðmælum en vonandi að minningu glæsilega
mannsins í gula frakkanum verði sýndur verðugur sómi á
árinu. Loks tilefni að minna hér á að á næsta ári rennur
upp aldarafmæli Svavars Guðnasonar…
Bragi Ásgeirsson.
Vildi líka minna á hve mörg verkefni bíða lærðra í list-
menntum ef takast á að jarðtengja íslenska myndlist og
styrkja um leið ímynd landsins sem sjálfstæðs ríkis í lík-
um mæli og aðrar þjóðir Evrópu keppast við að gera sem
aldrei fyrr og verður að teljast hina kórréttu og raun-
sönnu útrás. Fer eins og faraldur um heim allan, skondið
nokk á tímum heimsvæðingar, sem er um sumt jafn von-
laust fyrirbæri og að fyrirskipa eitt skónúmar fyrir alla,
eða viðurkenna einungis einn sjónhring í astralplaninu,
helst þann sem hverfist um eigin nafla. Hópurinn tók út
þroska á þriðja og fjórða áratugnum og gerði sig gjald-
gengan á þeim fjórða, bæði í Kaupmannahöfn og í
Reykjavík, sumir svo um munaði og var Jón Engilberts
þar í forystusveit. Stríðsárin mörkuðu svo merkilegan
kafla í íslenskri list sem mætti gera sérstök skil og svo
þegar umheimurinn opnaðist eftir styrjöldina urðu mikil
hvörf. Í fjölmiðlum upphófust fljótlega hatramar deilur
um eðli myndlistar, sem og manna á meðal, hámörkuðust
árin eftir miðbik aldarinnar. Ekki séríslenskar deilur hvað
varðar hlutbundinn og óhlutbundinn tjáhátt í myndlist. Í
Kaupmannahöfn, var til að mynda safnstjóri Rík-
islistasafnsins beinlínis þvingaður til að kaupa fyrsta ab-
straktmálverkið 1957. Hér heima skeði að hinir ungu og
framsæknu yfirtóku FÍM og Listamannaskálann gamla
um leið, sem hinir eldri höfðu reist og var vettvangur
margvíslegra skapandi athafna og ýmsir geta jafnvel
þakkað lífsljós sitt í ljósi skrallanna sem þar voru líka
haldin. Um að ræða hrófatildur úr kassafjölum klætt
tjörupappa sem lengi stóð við hlið Alþingishússins, þjón-
aði íslenskri list frábærilega og var með ofanljósi, him-
módernisma. Þá var Einar Jónsson myndhöggvari fulltrúi
táknsæisins (symbolismans), fæddur svo snemma sem
1873. Að ýmsum til hliðar ógleymdum sem álitamál er um
að rísi eins hátt í íslenskri myndlistarsögu.
Myndlistarmennirnir sjö sem fyrr greinir sóttu allir
meira og minna í mal danskrar listar á þroskaárum sín-
um, að Jóhanni Briem undanskildum sem nam í opna
listaskólanum í Dresden, og sumir bjuggu um árabil í
borginni við sundið og jafnvel París. Einnig námu nokkrir
þeirra um skeið við hina litlu en rómuðu akademíu í Osló
og nutu góðs af, hvar prófessorarnir voru flestir ef ekki
allir úr skóla Matisse í París; meðal annars Aksel Revold
og Per Krogh. Áhrifin sem þeir drukku í sig sóttu þeir þó
mun víðar, Kaupmannahöfn á þeim árum til að mynda
nefnd París Norðurlanda og þangað bárust margir
straumar frá listaborginni við Signu sem og Lundúnum,
Berlín og Dresden.
Hér er fljótt farið yfir sögu en þetta kom ósjálfrátt upp
í hugann, þegar ég hóf að raungera þann ásetning minn
að skrifa nokkrar línur í tilefni aldarafmælis Jóns Eng-
ilberts, sem er í dag. Hann hefur verið nefndur „maðurinn
í gula frakkanum“, þá helst af Jónasi Guðmundssyni stýri-
manni, sem um árabil skrifaði í Tímann, málgagn fram-
sóknarmanna þar á meðal listrýni. Jónas var óreglulegur
nemandi Jóns útmánuðina 1950, en var kannski aðeins
meir fyrir að taka í spil en að teikna og mála naktar kon-
ur. Var Jónas að vísa til þess að hinn ábúðarfulli listamað-
ur gekk jafnan í síðum og flottum okkurgulum frakka,
sem síst sló á eðlisborna glæsimennsku þessa hals sem að
öllu samanlögðu fékk konur til að skjálfa í hnjáliðunum.
t það nokkur
ana á hverjum
rar rannsóknar á
ð metnaðarfullt
liðsjón af upp-
ann og hefði rök-
rri íslenskri lista-
um þá fram fór
litum um sjálf-
ifavaldar undir,
uma framsæk-
llri virðingu fyrir
hannesi Kjarval.
þræddu hefð-
sískur módern-
dd í lok áratug-
r sem var þrem
ðu listmálararnir
fna fædda á tí-
steinsson
dal, Kristin Pét-
g raunar fleiri.
nn Finnur Jóns-
hópinn Der
amúrstefnu-
síska módern-
Ásmundur
haflega hallur
í framsækinn
m“
pensildrátt eins og allt annað sem hann
gerði.“ 6)
Verk Jóns prýða fjölda safna og má
þar nefna: Konunglega koparstungusafn-
ið í Kaupmannahöfn, Listasafnið í Cinc-
innati í Ohio, Listasafn Háskóla Íslands,
Listasafn Íslands, Listasafn ASI, Lista-
safn Reykjavíkurborgar, Listasafn Kópa-
vogs, Listasafn Akureyrar, Listasafn
Siglufjarðar, Listasafn Malmö og World
House Gallery í New York.
Jón Engilberts andaðist í Reykjavík
12. febrúar 1972. Það var síðasta verk
hans að taka konu sína í fangið og þakka
henni fyrir allt. Hún unni honum alla tíð –
og er það til vitnis um sjálfa persónu Jóns
Engilberts. Verkin sem hann skilur eftir
sig munu um aldur og ævi vitna um ein-
staka náðargáfu meðal örsmárrar þjóðar.
Heimildir
Ólafur Kvaran: Jón Engilberts, íslensk myndlist.
Jónína Michaelsdóttir: Eins manns kona.
Tilvitnanir
1. Jóhannes Helgi: Hús málarans, bls.58
2. Jóhannes Helgi: Hús málarans, bls. 61
3. Sigurd Schultz: Kammeraterne, Nation-
altidende 9.11. 1936.
4. Nationaltidende 7.11. 1937.
5. Ólafur Kvaran: Jón Engilberts, íslensk mynd-
list, bls.21
6. Jónína Michaelsdóttir, Eins manns kona, bls.
243.
Greta Engilberts.
Eftirfarandi er minningargreinJóhannesar Helga, rithöf-undar, um Jón Engilberts, sembirtist í bókinni Hús málarans,
1981. Greinin er birt hér að beiðni afkom-
enda Jóhannesar Helga:
„Jón Engilberts kom ásamt föður mín-
um heim um Petsamo 1940. Þeir höfðu
verið miklir mátar í Kaupmannahöfn um
fimmtán ára skeið, og nú hýstu foreldrar
mínir þetta framandlega og fjörlega fólk,
Engilbertsfjölskylduna, meðan hún var
að koma sér fyrir. Jón var þá á fertugs-
aldri, en ég fjórtán ára. Ég hafði hitt fólk-
ið áður, þá barn að aldri í fylgd föður
míns heima og erlendis, en þetta voru
fyrstu raunverulegu kynnin. Einn daginn
komst ég í afleitan vanda og var mjög
miður mín. Gesturinn varð þess áskynja
og tók mig afsíðis og leysti vanda minn af
skilningi og nærgætni sem ég gleymdi
ekki í bráð. Mannskilningur fjórtán ára
unglings er ekki upp á marga fiska, enda
undraðist ég að þetta aldeilis óvenjulega
drenglyndi skyldi leynast bakvið hávaða-
söm og skrautleg forhlið gestsins.
Það voru þessir eiginleikar í fari Jóns
Engilberts sem vinir hans kynntust og
mátu svo mikils. Óvildarmenn hans sáu
aðeins gunnreif forhliðin, þaðan sem
skeytin komu, þessi sem voru svo listi-
lega gerð að mönnum varð starsýnt á þau
og voru lengi á lofti og fóru þangað sem
þau áttu að fara. Það varð heldur aldrei
nein þurrð á salti í sárin. Málarinn spar-
aði það ekki fremur en litatúburnar þeg-
ar hann var að tjá tilfinningar sínar af
myndlistarstörf. Sama ár kom út bókin
Hús málarans, endurminningar Jóns
Engilberts, skráðar af Jóhannesi Helga
rithöfundi. Árið 1988 kom út listaverka-
bókin Jón Engilberts á vegum Listasafns
ASÍ og Lögbergs í ritröðinni Íslensk
myndlist. Dr. Ólafur Kvaran listfræð-
ingur skrifaði um listferil Jóns og Baldur
Óskarsson skáld ritaði fáein minning-
arbrot um hann.
Í bókinni Eins manns kona sagði Tove
ekkja Jóns: „Ekki er allt sem sýnist í
listalífi. Þeir sem skapa sér nafn njóta
aðdáunar en oft er það tilviljunum háð
hverjir slá í gegn og hvenær. Margir af-
burða listamenn hafa ekki fengið við-
urkenningu fyrr en eftir dauða sinn og al-
kunna er að sumir listamenn hafa verið
svo heppnir að fá stuðning sem réði úr-
slitum fyrir þá. Ég veit ekki frekar en
aðrir hvernig framtíðin mun dæma verk
Jóns. List hans fékk mikinn meðbyr en
líka mótbyr. Tíminn mun skera úr um
hvað verður varanlegt í hans list eins og
annarra. En stórvinur okkar hjóna,
Ragnar í Smára, hafði mikla trú á honum.
Hann kom til mín eftir að Jón dó og var
tíðrætt um verk hans. „Jón var alltaf nýr
og lifandi í sinni list,“ sagði hann. „Hann
er kannski ekki þekktastur málara núna
en sá tími kemur Tove, þótt ekki sé víst
að þú upplifir það, að hann verður stærri
en þeir sem mest er hampað núna.“ Ég
brosti til þessa trygga og velviljaða vinar.
„Ertu að reyna að gleðja mig, Ragnar
minn?“ spurði ég. „Nei, Tove,“ sagði
hann. „Ég vil alltaf gleðja þig en þetta
segi ég af því að ég finn það innra með
mér“.
Sjálf hef ég auðvitað engar efasemdir
um að Jón hafi verið stórkostlegur málari
en ég er ekki hlutlaus. Ég elskaði hvern
stofnun félagsins og teiknaði hann m.a.
merki þess.
Eftir að til Íslands kom varð hann
kennari við Handíða- og myndlistarskóla
Íslands 1941-42 og 1949-50. Hann tók
virkan þátt í félagsstörfum myndlist-
armanna. 1945 formaður nefndar til út-
hlutunar listamannalauna til myndlist-
armanna. Einnig myndskreytti hann árið
1945 viðhafnarútgáfu af ljóðum Jónasar
Hallgrímssonar sem Helgafell gaf út.
Hann var ritari í Félagi íslenskra mynd-
listarmanna 1945-47, í stjórn Bandalags
íslenskra listamanna á sama tíma og for-
maður félagsins Íslensk grafík. Ritari Ís-
landsdeildar Norræna listabandalagsins
1946-47. Árið 1948 myndskreytir hann
bókina Det moderne Island, sem var gef-
in út í Kaupmannahöfn.
Fljótlega eftir heimkomu réðst Jón í
húsbyggingu. „Englaborg“ hús mál-
arans, á horni Flókagötu og Rauð-
arárstíg, reis af grunni. Hugmyndina að
húsinu áttu þeir Jón og Gunnlaugur Hall-
dórsson arkitekt og lauk því verki 1942
og vann Jón það verk að mestu leyti sjálf-
ur – í árslok 1943 efndi hann til sýningar
þar á þrjátíu olíumálverkum og yfir tvö
hundruð teikningum og vatnslitamynd-
um sem hann hafði málað austur í Fljóts-
hlíð. Í Englaborg bjó Jón ásamt Tove,
Birgittu og dóttur Birgittu, Gretu, til
dauðadags.
Árið 1951 var hann sæmdur ridd-
arakrossi Sænsku Vasaorðunnar fyrir
störf að norrænum myndlistarmálum.
1953 sýndi Jón á ný með Kammeraterne í
sýningarsalnum Den Frie í Kaupmanna-
höfn eftir fimm ára hlé og sýndi hann
með þeim næstum óslitið fram til 1967.
Árið 1961 var Jón sæmdur ridd-
arakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir
lenskri listasögu má telja hann til braut-
ryðjenda á því sviði. Hann hafði sótt
kennslu í grafík hjá Axel Jörgensen við
Listaháskólann í Kaupmannahöfn á ár-
unum 1928-31 og efalítið hafa kynni hans
af grafík Munch, þegar hann dvaldist í
Osló, ýtt enn frekar undir áhuga hans á
þessum miðli: „Það var aðallega tré- og
dúkrista sem Jón lagði stund á en mynd-
efnið, sem yfirleitt er af sama toga og
birtist í olíuverkum hans, er fangað með
snöggum ristum í efnið sem bera með sér
ríka efnisverkan og andstæðuríkar
áherslur. Formgerðin hefur um margt
skírskotun til málverka hans á sama
tíma: kröftugar áþreifanlegar útlínur
sem á stundum umbreytast í heila af-
markaða fleti. Jafnframt búa þessi graf-
ísku verk oft yfir dramatískara inntaki en
finna má í málverkum hans með áþekkt-
um myndefnum, svo sem í tréristunum
Öreigar í Berín 1933 og Kvöld í sjáv-
arþorpi 1936. Jón sýndi þessi grafísku
verk á sýningum Kammeraterne á fjórða
áratugnum auk þess sem hann tók t.d.
þátt í norrænum grafíksýningum sem
fulltrúi Íslands, m.a. grafíksýningu í
Kaupmannahöfn 1937 – á sýningunni
voru um 1000 verk – þar sem hann, sem
fulltrúi lands síns, skipaði sérstakan heið-
urssess ásamt Munch, Anders Zorn, Gal-
len-Kallela og Willumsen“.5)
Árið 1959 var Jón valinn fyrir Íslands
hönd til að eiga grafíkverkið Sumarnótt
(Fjölskyldan) frá árinu 1957 í útgáfu á
grafík-möppu ásamt verkum eftir fjöru-
tíu og sjö listamenn af ýmsu þjóðerni hjá
Verlag der Kunst í Dresden og Heims-
friðarhreyfingunni árið 1960. Árið 1954
var félagið Íslensk grafík stofnað og
keypti félagið til landsins steinþrykks-
pressu. Jón var helsti hvatamaður að
Íslands vegna stríðs-
r sú dvöl í rauninni áform-
tíma. Vegna hernáms
r Jóni raunveruleg hætta
itískra viðhorfa og af-
hafði m.a. tekið þátt í sýn-
r lýðveldissinnum á Spáni
34-40 tók hann virkan
stalífi og var m.a. kjörinn
rhópnum Kammeraterne
sk Kunstnersamfund sama
Jóni boðið af Listaháskól-
Carlottenborg í Kaup-
mt þeim Sigurjóni Ólafs-
Skúlasyni, Vestra Lippert
eider Manus. Á þessum ár-
innig nokkrar sýningar í
1929, 1930, 1934 og 1939.
honum veittur Van Gogh
n af Listaháskólanum í
fn til að kynna sér mynd-
ugnum tókst Jóni að hasla
u listalífi og kom þar eink-
hans í sýningum Kamm-
1940 en framlag hans á
m hlaut yfirleitt mjög já-
nir gagnrýnenda. Þegar
rsta sinn með Kamm-
skrifar t.d. gagnrýnand-
ultz að „hátindur sýning-
k Jóns Engilberts“.3) Um
tir skrifar gagnrýnandi
e: „Bestu verk sýning-
efa myndir Jóns Eng-
r litasnillingur sem með
r út úr litnum allt sem
gefa“.4)
atug, 1930-40, var Jón af-
gerð grafíkverka og í ís-
arminning
um Tove, Jón og Birgitta Engilberts. Árið 1935-6 Fólk að koma frá vinnu.
SJÁ SÍÐU 28