Morgunblaðið - 23.05.2008, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
NÚ HAFA niður-
stöður úr Munnís rann-
sókninni legið fyrir um
nokkurt skeið. Þessi
vandaða rannsókn var
unnin á vegum Lýð-
heilsustöðvar og heil-
brigðisráðuneytisins.
Niðurstöður rannsókn-
arinnar staðfesta þann
illa grun og tilfinningu,
sem læðst hefur að íslenskum tann-
læknum á síðustu árum. Tannheilsu
barna á Íslandi fer hrakandi.
Hvernig má það vera? Við sem höf-
um á síðustu árum lifað á tímum mik-
ils uppgangs og hagvaxtar. Hvernig í
ósköpunum getur þá staðið á því að
við í þessu velsældarríki getum ekki
séð til þess að viðhalda góðri tann-
heilsu barna okkar? Þetta er okkur til
háborinnar skammar.
Að stuðla og vinna að góðri tann-
heilsu er ekki svo flókið verkefni.
Ástæður tannskemmda eru vel
þekktar. Langflestir ef ekki allir vita
að neysla sykurs og sykurríkra mat-
væla, s.s. gosdrykkja, er slæm fyrir
tennurnar. Ennfremur vita nánast
allir að reglulegar heimsóknir til
tannlækna og forvarnir skila sér.
Þetta hafa óteljandi rannsóknir sýnt
fram á. Samt er eins og forsvars-
mönnum þjóðarinnar sé gjörsamlega
ókunnugt um þetta. Eins furðulegt og
það kann að virðast.
Sjórnvöld lækka álögur
á sykur og gosdrykki!
Meðal þess sem nefna má í þessu
samhengi er að stjórnvöld sam-
þykktu frumvarp, þar sem álögur á
gosdrykkir og sykur voru lækkaðar,
þrátt fyrir mótbárur Lýðheilsustöðv-
ar og tannlækna. Þetta hlýtur að
stuðla frekar að aukinni neyslu en
minni. Það sér hvert mannsbarn.
Stjórnvöld hafa ennfremur minnk-
að fjárframlög til tannlækninga um-
talsvert á síðustu árum. Það kemur
meðal annars fram í minni heimtum
barna til tannlækna. 20% íslenskra
barna undir 18 ára aldri komu ekki til
tannlæknis á síðasta ári. Við hvern er
að sakast? Foreldra og/
eða stjórnvöld? Skóla-
tannlækningar voru
lagðar niður og ábyrgð
foreldra því aukin. Það
er í dag alfarið í hönd-
um foreldra að sjá til
þess að börn þeirra fari
í reglulegt eftirlit til
tannlæknis.
Tannlæknafélag Ís-
lands hefur lýst yfir
miklum áhyggjum af
gangi mála. Fyrir
skömmu bauð félagið til
fundar ýmsum þing-
mönnum, ráðherrum og öðrum, þar
sem fjalla átti um stöðuna. Skemmst
er frá því að segja, að sárafáir mættu.
Þetta lýsir best áhugaleysinu á þess-
um málum hjá ráðamönnum þjóð-
félagsins.
Tryggingastofnun ríkisins end-
urgreiðir 75% af svokallaðri ráð-
herragjaldskrá, sem hefur ekki verið
hækkuð síðan 2004. Þessi gjaldskrá
er í hróplegu ósamræmi við almennar
hækkanir og raunverulegan kostnað
við tannlækningar. Þess vegna er
þessi endurgreiðsla í besta falli um
40-50% af útlögðum kostnaði heim-
ilanna vegna tannlækninga barna.
Á árunum 1998-2007 hækkaði ofan-
greind gjaldskrá um 27%. Á sama
tíma hækkaði vísitala neysluverðs um
61% og launavísitalan um 123%.
Á þessu sama níu ára tímabili
hækkuðu útgjöld ríkisins vegna ann-
arrar heilbrigðisþjónustu um 57%
miðað við verðlag í mars 2007.
Tannskemmdum fækkaði
um 75% á 12 árum
Ekki eru nema 9 ár síðan und-
irrituð skrifaði grein í Morgunblaðið,
þar sem hún fagnaði hversu vel hafði
tekist til við að bæta tannheilsu barna
á Íslandi. Þá hafði tekist á ótrúlega
skömmum tíma, að skipa okkur í hóp
með öðrum norrænum þjóðum hvað
tannskemmdir varðar. Við höfðum
áður átt heimsmet í tíðni tann-
skemmda, en höfðum með sam-
stilltum aðgerðum náð því á aðeins 12
árum að komast í hóp þeirra þjóða,
sem hvað best standa sig í þessum
efnum. Við hljótum öll að vilja til-
heyra þeim hópi áfram. Til þess þurfa
stjórnvöld að koma að málinu með
verulega auknum framlögum bæði til
forvarna og tannlækninga. Við getum
þetta. Það hefur sagan kennt okkur.
Verkefnið tekur aldrei enda. Þetta
er verkefni sem þarf stöðugt að vinna
í og endurskoða. Tryggja þarf komu
allra barna í eftirlit, a.m.k. einu sinni
á ári og meðferð ef þörf er á. Það má
ekki líðast í íslensku velferðarþjóð-
félagi að foreldrar þurfi að veigra sér
við því að fara með börn sín til tann-
læknis vegna takmarkaðrar endur-
greiðslu hins opinbera. Aldur barns-
ins á ekki heldur að skipta máli. Öll
börn ættu að njóta sama réttar.
Samkvæmt barnasáttmála Sam-
einuðu þjóðanna, sem Ísland er aðili
að, er í 24. grein viðurkenndur réttur
barns til að njóta besta heilsufars,
sem hægt er að tryggja. Í öðrum lið
þessarar sömu greinar sáttmálans er
kveðið á um að tryggja skuli öllum
börnum nauðsynlega læknisaðstoð og
heilbrigðisþjónustu. Er það gert þeg-
ar litið er til tannheilsu íslenskra
barna? Ég held ekki. Það er mitt álit
að öll börn á Íslandi eigi rétt á að fara
út í lífið með heilbrigðar tennur. Óháð
efnahag og aðstæðum. Það er okkar
fullorðna fólksins að tryggja að svo
verði.
Kalla á efndir kosningaloforða
Fyrir síðustu kosningar vantaði
ekki stóru loforðin. Allir flokkar voru
með það á stefnuskrám sínum, að
bæta tann- og munnheilsu landans.
Einkum þó barna og unglinga. Ég
kalla á efndir loforðanna og að stjórn-
völd vakni af dvalanum. Það er ekki
nóg að opna augun fyrir vandanum
rétt fyrir kosningar og stinga svo
hausnum í sandinn þess á milli.
Engin kreppa
hjá Karíusi og Baktusi
Kristín Gígja
Einarsdóttir
skrifar um
tannheilsu barna
»Niðurstöður Munnís
rannsóknarinnar
sýna fram á að tann-
heilsu íslenskra barna
fer hrakandi. Sjórnvöld
þurfa að bregðast við
þessum vanda.
Kristín Gígja
Einarsdóttir
Höfundur er tannlæknir og
stjórnarmaður í stjórn
Tannlæknafélags Íslands.
ýmsu öðru tagi. Ég vissi hann heldur
aldrei svo fátækan að hann synjaði
vesælum manni á förnum vegi um
glaðlegt viðmót, jafnvel ekki eftir að
hann kenndi banameins síns sem
hann reyndi að leyna eftir mætti.
Enginn var svo aumur, drukkinn eða
ódrukkinn, að Jón ætti ekki jafnan
handa honum nokkur hressileg orð
og tíkall, ef um var beðið. Hann
sparaði ekki heldur gamanið handa
vinkonum sínum og vinum – og hann
sparaði svo sannarlega ekki vini
sína, ef hann taldi sig þurfa að beita
þeim fyrir vagn sinn langan veg eða
skamman. Og við því var hreint ekk-
ert að gera. Hófsemi í þessum efnum
var Jóni víðsfjarri. Hann vissi vel
hvers virði hann var og það sem
hann hafði á boðstólum og vildi fá
eitthvað fyrir sinn snúð og engar
refjar, eins og góðum kaupmanni
sæmir. Þeir sem voru svo tómir í
kollinum að skilja ekki þetta einfalda
lögmál, fengu skilmerkilegan reisu-
passa út í kuldann ásamt skeyti – og
áttu ekki afturkvæmt nema gegn af-
arkostum og dýrum gjöfum. Mál-
arinn var sem sé sjálfum sér sam-
kvæmur út í æsar. Til þessara
eðliseiginda hans má m.a. rekja
verðleika þúsunda mynda sem
dreifðar eru um allar jarðir fólki til
yndis og ánægju. Þannig kemur allt
heim og saman, ef í sauminn er skoð-
að.
Jón kunni vel að umgangast höfð-
ingja, sem svo eru kallaðir. Suma
mat hann fyrir annað og meira en
peninga, menningarlega víðsýni,
þótt slíkir hafi af skiljanlegum
ástæðum einkum verið af útlendu
bergi brotnir. Aðra af þessari stétt
mat hann einskis, en hann skreytti
sig með þeim af því að hann þekkti
mennina og heiminn, þeir keyptu
líka myndir af honum. Annað gekk
honum ekki til; viðmót hans gagn-
vart vesalingum tók af öll tvímæli
um það. Hann hafði gaman af öllu til-
standi, leiksýningum, samkvæmum
– og laglegum konum sem kunnu að
snyrta sig og klæða, einkum sæmi-
lega greindum leikkonum, ef hann
gat orkað á þær og þær á hann, en
það var engin alvara á bak við það,
þótt svo virtist á yfirborðinu, hann
hafði gaman af sviðsetningu. Hann
sótti orku í návist þessa kvenfólks –
hlóð sig – konan var honum tákn-
mynd guðdómsins og moldarinnar.
Þegar gestirnir voru farnir fór hann
hljóðlátur með orkuna uppí vinnu-
stofuna, þar sem hann hvorki hló né
gerði að gamni sínu. Þar var hann
einn með guði sínum og gerði ör-
væntingarfullar tilraunir til að skapa
í skini lampanna, fársjúkur maður
síðasta árið – feigur – og vissi það.
Það er ekki allt sem sýnist.
Jón var með eindæmum vel máli
farinn, röddin hljómmikil og styrk
og málfarið kröftugt, meitlað, blóð-
mikið, myndríkt með afbrigðum, svo
sem við var að búast í fari manns
með ríka skapsmuni og háþróaða
sjóngáfu, enda beitti hann samlík-
ingum af fágætum fimleik, þannig að
hann kom stundum ótrúlegu efn-
ismagni fyrir í einni slíkri. Af sjálfu
leiddi að hann sagði allra manna best
frá meðan hann hélt kröftum sínum
óskertum. Hversdagslegasta smælki
sem rak á fjörur hans varð að stór-
munum þegar hann hafði vélt þar
um. Fréttir úr bæjarlífinu sem ég
sagði honum stundum voru orðnar
óþekkjanlegar í endursögn hans
nokkrum dögum síðar, allir höf-
uðdrættir skerptir og breikkaðir, allt
hitt farið, nema örfáir fínir drættir
sem bundu myndina saman. Hann
skeytti því engu þótt ég heyrði til,
hann var búinn að setja sitt vöru-
merki á rekaviðinn og hló allsendis
purkunarlaus. Ég gætti þess líka að
leiðrétta hann aldrei. Hann virti út í
æsar rétt annarra til að fara sínum
höndum um efnið. Hann skipti sér
ekkert af efnistökum mínum á end-
urminningum hans, hvernig ég felldi
niður, skeytti á ný, umorðaði, alveg á
sama hátt og hann var einráður við
myndirnar sem hann var að mála
meðan hann mælti fram minning-
arnar. Hann fékk aldrei að vita um
örvæntinguna sem ég varð stundum
gripinn þegar ég leit upp úr minni
listgrein á hans – myndirnar sem
hann var að mála og sneri baki við
mér. Hann fékk heldur ekki að vita
hve ég hataði hann stundum þegar
hann var að gera úttekt á íslenska
þjóðfélaginu, hlaðinn orku manns
sem er að skapa og hefur boðið út
öllum kröftum sínum stund úr degi.
Hann trúði því ekki að þetta veiði-
mannaþjóðfélag ætti framtíð fyrir
sér sem menningarríki sem mark
væri á takandi, að það léti nokkru
sinni aftur heillast af öðrum mark-
miðum en fjármunalegum og efnis-
legum, að það myndi nokkurn tíma
unna listamönnum sínum skilyrða til
að skapa list handa sér og heiminum.
Hann hafði ekki einu sinni trú á sósí-
alismanum til þess og hélt þó tryggð
við hann alla tíð, hvernig svo sem á
því flotmagni hefur staðið. Hann
taldi þjóðina og Alþingi hafa orðið
því ómerkara sem lengra leið á öld-
ina, að sama skapi menningarfjand-
samlegra sem úr meiru var að spila.
Hann tíndi til dæmi á dæmi ofan úr
samtímanum – uns úr varð fjall. Ég
trúði honum ekki – ekki þá. Síðan
eru liðin ellefu ár, það er ekki langur
tími, en fjallið er enn á sínum stað –
og hefur hækkað. Ég skil hann betur
núna. Hann átti alla ævi við fjár-
hagserfiðleika að stríða; þó fór hann
sparlega með fé og vel með muni.
Húsið var alltaf í hættu, þakið yfir
vinnustofu hans. Ótrygg fjárhags-
afkoma átti drjúgan þátt í að eyði-
leggja heilsu hans, stytta líf hans.
Þegar hann hafði nokkurt fé umleik-
is og sá fram á nokkurra mánaða
áhyggjuleysi, vann hann eins og ber-
serkur; hann var kominn á ról klukk-
an fimm á morgnana og sú lota stóð
stundum mánuðum saman við mein-
læti sem sómt hefðu heilögum
manni. Þegar féð þraut hvarf honum
öll vinnugleði og alvarlegt þunglyndi
sótti að honum. Hann lauk svo æv-
inni að hafa ekki búið við venjulegt
borgaralegt öryggi lengur en níu
mánuði af nálega hálfrar aldar lista-
mannsferli, þá níu mánuði sem hann
naut starfslauna. Hann bað um aðra
níu mánuði til að geta lokið við síð-
asta stórvirkið, kannski það mesta
að umfangi, flokk hundrað og tutt-
ugu smámynda byggðra á lífi sínu
frá bernsku til elli. Honum var synj-
að. Hann langaði líka til að heyra
Hús málarans flutt í útvarp áður en
hann dæi. Ég kom því á framfæri við
einn af dagskrárstjórum útvarpsins.
Ég fékk þessu ekki framgengt, ekki
þá.
Nú er hann allur, saddur lífdaga
meðal vor. Nú þegar lygnir kringum
hann mun koma á daginn, hvílíkur
listamaður hér var á ferð. Hann var
það fram í fingurgóma – alveg þang-
að til yfir lauk. Að banabeði hans
kom gamall vinur sem tekið hafði
ljósmyndir af honum af merkum til-
efnum á æviskeiði hans; hann var
með myndavélina með sér. Varir
listamannsins bærðust ekki, en úr
rólegum augunum sem hvíldu á
myndavélinni mátti lesa samþykki.
Svo lyfti hann af veikum mætti
hendinni í kveðjuskyni. Það var síð-
asta verk hans að taka konu sína í
fangið og þakka henni fyrir allt – og
gaf svo upp andann í líknsömum
faðmi hennar. Hún unni honum og
honum einum alla tíð – eins og ást-
fangin stúlka ann manni. Það er til
vitnis um sjálfa persónu Jóns Eng-
ilberts.
Þegar hljóðfæraslátturinn þagnar
og tjaldið fellur í Fossvogskapellu í
dag, höfum við kvatt hinstu kveðju
mikla manneskju og mikinn lista-
mann. Verkin sem hann skilur eftir
sig munu um aldur og ævi vitna um
einstaka náðargáfu meðal örsmárrar
þjóðar.
Enginn sem kynntist Jóni Eng-
ilberts að marki mun nokkru sinni
gleyma honum.
Jóhannes Helgi,
rithöfundur (1972).“
Jón Engilberts –
Aldarminning
STAÐA Fríkirkjusafnaðarins í
Hafnarfirði hefur verið að breytast
mikið á síðustu árum og þar ræður
mestu mikil fjölgun safnaðarfólks.
Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði
er ekki lengur lítill söfnuður heldur
er hann orðinn einn af stærri söfn-
uðum landsins með á sjötta þúsund
skráðra einstaklinga. Fjölgunin hef-
ur lengi verið mjög jöfn, um hundr-
að og fimmtíu manns á ári sem skrá
sig í söfnuðinn.
Björn Bjarnason dóms- og
kirkjumálaráðherra ræddi fyrir jól-
in um stöðu trúfélaga á heimasíðu
sinni og vakti athygli hans þessi
mikla fjölgun í söfnuðinum en Björn
sagði.: „Athyglisvert er að sjá mikla
fjölgun í Fríkirkjunni í Hafnarfirði
úr 1.676 1980 í 5.024 2007.“
Það segir allt um núverandi stöðu
safnaðarins að skírnarathafnir á
síðasta ári voru um 150 og í vetur
hafa tæplega 140 unglingar tekið
þátt í fermingarstarfi kirkjunnar
sem er um þriðjungur unglinga á
fermingaraldri í Hafnarfirði.
Ástæðan fyrir því að við vekjum
athygli á þessari breyttu stöðu
safnaðarins er sú að um leið og
gerðar eru sömu kröfur til okkar
safnaðar og þjóðkirkjusafnaðanna
þá þarf söfnuður okkar að búa við
það óréttlæti að ríkisvaldið metur
meir þjónustu þjóðkirkjunnar við
sitt fólk en okkar þjónustu við okk-
ar fólk. Hér eigum við við sókn-
argjöldin sem ríkisivaldið greiðir
með hverjum einstaklingi. Ef mað-
ur er skráður í þjóðkirkjuna þá
borgar ríkisvaldið nærri 20% við-
bótargjald í svokallaðan Jöfn-
unarsjóð kirkna. Fríkirkjur eða
aðrir söfnuðir eiga
engan aðgang að þeim
sjóði. Það skondna er
því það að ríkisvaldið
sparar útgjöld með
hverjum einstaklingi
sem gengur úr Þjóð-
kirkjunni í fríkirkjur,
vegna þess að með-
lagið er jú lægra með
fríkirkjufólki.
Með það í huga að
þriðjungur Hafnfirð-
inga sækir sína
kirkjulegu þjónustu í
fríkirkjusöfnuð er ljóst að Hafnfirð-
ingar eru að spara ríkisvaldinu
nokkur útgjöld. Stóra spurningin
snýst hins vegar ekki um fjármál
heldur réttlæti þegar svo er komið
að Fríkirkjusöfnuður er kominn
slíka stöðu í einu stærsta bæj-
arfélagi landsins.
Með þessum skrifum viljum við
hvetja Alþingi Íslendinga til þess að
leiðrétta lögin um sóknargjöld hvað
þetta varðar. Hér er um fremur lítil
viðbótarútgjöld að ræða fyrir ríkið
en munar talsvert um þau fyrir trú-
félögin í landinu sem sinna marg-
víslegri þjónustu í þágu samfélags-
ins alls.
Breytt staða Fríkirkjunnar
í Hafnarfirði
Einar Eyjólfsson og Sigríður
Kristín Helgadóttir skrifa um
lög um sóknargjöld
Sigríður Kristín Helgadóttir og Einar Eyjólfsson
»… ríkisvaldið sparar
útgjöld með hverj-
um einstaklingi sem
gengur úr þjóðkirkjunni
í fríkirkjur.
Höfundar eru prestar
Fríkirkjunnar í Hafnarfirði.