Morgunblaðið - 23.05.2008, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 23.05.2008, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 31 ✝ Baldur Ólafs-son fæddist á Ísafirði 2. mars 1946. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 16. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Magn- ússon f. 7.10. 1902, d. 25.11. 1995, og Ragna Majasdóttir f. 6.11. 1911, d. 26.3. 2006. Bræður Baldurs eru Bragi f. 13.8. 1938, Barði f. 16.12. 1944 og Birgir f. 1.9. 1947. Baldur kvæntist 25.12. 1966 Fríðu Sigurðardóttur, f. 26.3. 1945. Þau skildu. Börn þeirra eru Guðrún Elísabet, maki Árni Pét- ur Jónsson, Arndís, maki Gylfi spila í Lúðrasveit Ísafjarðar og síðar með ballhljómsveitum á Ísafirði um árabil. Sem ungur maður starfaði Baldur m.a. í slippnum með föð- ur sínum og hjá Kaupfélagi Ís- firðinga. Hann hóf störf hjá Landsbankanum á Ísafirði haust- ið 1972. Fljótlega var hann ráð- inn sem aðstoðarfulltrúi, síðan skrifstofustjóri og síðar stað- gengill og aðstoðarmaður svæð- isstjóra. Árið 1998 flutti hann sig um set og hóf störf í Landsbank- anum á Akranesi og vann þar uns hann lét af störfum í nóv- ember 2006. Samhliða störfum í Landsbankanum gegndi hann starfi gjaldkera í sóknarnefnd Ísafjarðarkirkju um árabil. Haustið 2007 hóf Baldur und- irbúningsnám í tækniteiknun og lagði stund á það nám fram á síð- asta dag. Útför Baldurs fer fram frá Akraneskirkju í dag, 23. maí, og hefst athöfnin kl. 14. Sigurðsson og Stef- án Freyr, maki Sig- ríður Guðjónsdóttir. Kona Baldurs frá 1993 er Herdís Viggósdóttir f. 23.6. 1945, frá Rauðanesi, dóttir hjónanna Vig- gós Jónssonar og Ingveldar Guðjóns- dóttur. Baldur og Herdís hófu búskap 19.6. 1993 á Stakka- nesi 12 á Ísafirði og fluttu búferlum til Akraness árið 1998 og hafa búið þar síðan. Synir Herdísar af fyrra hjónabandi eru Jón Viggó, Ingvi og Sigurður. Barnabörn Baldurs og Her- dísar eru samtals fjórtán. Tónlistin var ríkur þáttur í lífi Baldurs. Byrjaði hann ungur að Við bræðurnir höfum þekkt Bald- ur nánast alla okkar ævi. Hann var einn af pöbbunum á Urðarveginum þar sem við ólumst upp og við þekkt- um hann sem slíkan. Það var hins vegar ekki fyrr en með Baldri og mömmu tókust nánari kynni og þau fóru að búa saman fyrir um 15 árum að við virkilega kynnumst honum fyrir alvöru. Baldur var í okkar huga alveg einstaklega traustur og blíður maður. Það var auðsætt að með hon- um og mömmu voru miklir kærleik- ar. Að sjá hve mamma var hamingju- söm með Baldri veitti okkur mikla ánægju sem sannfærði okkur enn frekar um hve góður maður hann var. Hann átti stóran sess í lífi okkar og fjölskyldna. Baldur var einstaklega laginn í öllu sem hann tók sér fyrir hendur eins og sumarbústaðurinn sem hann og mamma byggðu sér í Skorradal ber merki. Jafn vandaður sumarbú- staður er vandfundinn. Baldur hefur reynst okkur einstaklega vel og hef- ur alltaf verið mjög hjálpsamur, hvort sem það var í húsbyggingum eða öðrum verkum þar sem hann var alltaf tilbúinn að bjóða fram aðstoð sína. Helst vildi hann fá verkefni sem hann leysti alfarið sjálfur því þá komst hann í stuð og verkið tafðist ekki vegna slælegra vinnubragða samverkamannanna. Allt lék í hönd- unum á honum hvort sem um var að ræða rafmagn, smíði eða laufa- brauðsgerð. Baldri var umhugað að skila af sér góðu verki og þótt líf hans hafi orðið styttra en vænta mátti þá skilaði hann sínu til mömmu og sinna nán- ustu með mikilli yfirvegun og alúð. Brotthvarf Baldurs bar skyndilega að og enginn gat séð fyrir hvernig fór. Hann skilur eftir sig stórt skarð en sem betur fer eigum við margar kærar minningar sem hjálpa okkur að fylla í skarðið. Jón Viggó, Ingvi og Sigurður. Elsku, elsku besti afi Baldur. Þetta er svo sárt, óskiljanlegt, svo óréttlátt, að við fengum ekki að hafa þig lengur hjá okkur. Þú varst alltaf svo góður og skemmtilegur við okkur, líka svo traustur. Það var svo dásamlegt að hlusta á þig spila á gítarinn, þú varst svo flinkur. Við vitum að mamma á eftir að sakna þess að heyra þig spila. Fjöruferðir niður á sand, sum- arbústaðurinn, fossinn, Selvíkin, litla tjörnin fyrir framan húsið á Esju- brautinni, hvernig þú kenndir Alex- ander að halda á banana, kexið sem við köllum alltaf Afa-Baldurs kex, hvað þú flautaðir skemmtilega. Allt þetta er nú orðið að svo ómetanleg- um fjársjóði, litlu hlutirnir orðnir svo stórir. Við náðum að gera margt saman en áttum eftir að gera svo miklu, miklu fleira. Það hefur greinilega vantað besta engilinn, einhvern mjög músíkalskan, fyrst Guð vildi fá þig. Elsku afi Baldur, takk fyrir að vera afi okkar, takk fyrir að vera þú, takk fyrir allt. Það eru forréttindi að hafa átt þig fyrir afa. Við vildum að við hefðum fengið að hafa þig svo miklu lengur hjá okkur. Við elskum þig óendanlega mikið. Guð geymi þig. Þín afabörn, Hildur Elísabet, Daníel Orri og Alexander Aron Árnabörn. Það verður skrítið að koma til ömmu þegar Baldur er farinn. Þótt við hefðum ekki kallað hann afa var hann samt eins og afi okkar. Hann var skemmtilegur og hress. Við syst- urnar fórum oft í sund með ömmu og Baldri og líka upp í sumarbústað sem var alltaf mjög gaman. Þegar við gistum heima hjá ömmu og Baldri þá fengum við oftast að fara upp í rúm til ömmu og Baldurs þegar amma las fyrir okkur sögur en núna er plássið hans autt. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast Baldri og fá að eyða tíma með honum. Baldur var mjög góður við okkur, við elskuðum hann allar mjög mikið. Hann Baldur var góður maður. Við söknum hans mjög mikið. Ingveldur Birna, Embla Katrín og Sesselja Malín Við ólumst upp í tveggja íbúða húsi við Túngötu 5 þar sem þunnt timburþilið aðskildi íbúðirnar tvær í suður og norðurenda, við vorum fimm systkinin öðrum megin og þeir fjórir bræðurnir hinum megin. Aldr- ei man ég samt eftir að það hafi verið kvartað um hávaða eða ónæði. Feður okkar unnu báðir í slippnum á Torf- nesi og mæður okkar í rækjunni hjá Böðvari og var Torfnesið og slipp- urinn því leiksvæði okkar ásamt fjör- unni og hlíðinni fyrir ofan bæinn. Lífið var miklu einfaldara á þessum árum en það er nú, og ekki verið að skjótast á milli landshluta sí og æ, hvað þá að ferðast til útlanda. Ísa- fjörður var stórborg á þessum árum og hafði upp á allt að bjóða sem hugsast gat fyrir ungar fjölskyldur. Sjúkrahústúnið og knattspyrnuvöll- urinn við Grund voru iðandi af lífi frá morgni til kvölds af Túngötupúkum, Hlíðarvegspúkum, Krókspúkum og öðrum púkum sem spörkuðu á milli sín bolta með tilheyrandi ærslum. Og þegar götur voru orðnar þurrar á vorin var farið í kíló og þá komu allir kallarnir í götunni út og léku sér með okkur eins og börn. Þessar minningar frá æskuárun- um leita á hugann nú þegar ég minn- ist vinar míns og nágranna í æsku Baldurs Ólafssonar sem lést 16. maí sl. Tíminn líður ótrúlega hratt. Mér finnst svo stutt liðið frá æskuárunum og við tiltölulega ungir. Þess vegna kom fréttin af andláti hans yfir mig sem reiðarslag.Við Baldur áttum samleið í mörgu á okkar yngri árum, vorum saman í sveit hjá frænda hans Guðmundi Majassyni og ömmu Guð- rúnu að Ytri Veðrará í Önundarfirði þeim fagra stað. Þá unnum við í slippnum hjá Egga, þar sem við vor- um öllum hnútum kunnugir. Einnig vorum við félagar í hljómsveitum hér á Ísafirði, fyrst í VV og Barði sem svo seinna hét Blossar og Barði þar sem við létum mynda okkur á gamla slökkviliðsbílnum í hvítum jökkum og rauðum buxum með hjálma á höfði, eins og sannir brunaliðsmenn. Þá lékum við saman um tíma með B.G. og Ingibjörgu. Lengst af spilaði hann þó í hljómsveitum með Villa Valla, seinast í tríóinu Villi, Gunnar og Baldur sem var húshljómsveit í Gútto um árabil. Baldur var þessi fullkomni félagi sem allir sóttust eftir að hafa í hljóm- sveit. Gat spilað á gítarinn og sungið samtímis, góður að radda, lærði alla texta og öll lög utanað, var sam- viskusamur, glaðvær og reglusamur. Raddir þeirra bræðra Baldurs og Barða lágu vel saman og er mörgum minnisstætt er þeir sungu „True love ways“ af mikilli list. Því miður var lítið sem ekkert hljóðritað með þeim bræðrum, sem hefði verið full ástæða til. Ég veit að Baldur fær góða heimkomu og dvelur nú fyrir handan þilið, rétt eins og í Túngöt- unni forðum. Ég vil þakka honum samfylgdina og votta aðstandendum hans mína dýpstu samúð. Samúel. Með örfáum orðum langar okkur til að minnast fyrrverandi sam- starfsmanns okkar; Baldurs Ólafs- sonar. Baldur starfaði hjá okkur í Landsbankanum á Akranesi í 11 ár eða þar til hann ákvað að hætta fyrir tveimur árum, þá sextugur að aldri og búinn að vinna sér inn öll réttindi til þess að fara á eftirlaun. Áður en Baldur kom á Akranes hafði hann unnið lengst af hjá Landsbankanum á Ísafirði. Það var okkur mikið reiðarslag þegar við fréttum af ótímabæru and- láti Baldurs. Hann kom reglulega í heimsókn í bankann og var alltaf hress og ekkert virtist ama að. Hann hafði mikið fyrir stafni og var að hjálpa dóttur sinni og tengdasyni við húsbyggingu á Akranesi síðustu vik- urnar. Baldur var einstaklega fjöl- hæfur maður. Hann hreinlega gat og kunni allt. Snillingur í tölvum. Hann bjó til forrit sem nýttust bankanum sem öðrum og gerði við tölvur ef með þurfti. Hafði mikinn áhuga á öllu sem tengdist rafmagni og hafði hugsað sér að læra meira á þeim vettvangi nú þegar hann var hættur að vinna og kominn á eftirlaun. Hann byggði á síðustu árum fallegan sum- arbústað í Skorradal ásamt Herdísi konu sinni og allt gerði hann sjálfur alveg sama hvað það var; smíða- vinna, rafmagn og allar lagnir. Allt lék þetta í höndunum á honum. Á þessum sælureit ætluðu Baldur og Herdís að eyða ævikvöldinu. Eftir að Baldur kom á Akranes frá Ísafirði kom fljótlega í ljós að þarna fór vandaður og gegnheill maður og einstaklega áreiðanlegur bankamað- ur, sem afskaplega gott var að leita til og samstarfsfólk bar mikla virð- ingu fyrir. Þrátt fyrir hæglátt fas Baldurs þá var alltaf stutt í húmor- inn og hann fljótur að sjá spaugilegu hliðarnar á tilverunni. Þannig minn- umst við Baldurs. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Herdísar, barna þeirra, tengdabarna, ættingja og vina. Blessuð sé minning Baldurs Ólafs- sonar. F.h. Samstarfsfólks í Landsbanka Íslands á Akranesi, Sigþór Eiríksson. Baldur Ólafsson ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 24. maí kl. 16.00. Guðrún Kristófersdóttir, Lárus Gunnlaugsson, Þorvarður Kristófersson, Anna María Arnardóttir, Birna Kristófersdóttir, Kristófer Kristófersson, Sigurður Kristófersson, Steinunn Þorfinnsdóttir, Jón Páll Kristófersson, Ólína Þorleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær bróðir okkar, ÖRN BJARNASON, sem lengst af bjó á Skólavörðustíg 40, lést laugardaginn 10. maí á hjúkrunarheimilinu Víðinesi. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 23. maí kl. 13.00. Systkini hins látna og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, JÓNAS HALLDÓR GEIRSSON vélstjóri, Rekagranda 1, Reykjavík, lést laugardaginn 17. maí. Útför hans fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 4. júní kl. 13.00. Jón K.F. Geirsson, Sigrún Hjartardóttir, Margrét Geirsdóttir, Gísli Guðmundsson, Nína S. Geirsdóttir, Orville J. Pennant og systkinabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RUNÓLFUR DAGBJARTSSON múrarameistari, Dúddi múr, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, andaðist á heimili sínu mánudaginn 19. maí. Útförin auglýst síðar. Ómar Runólfsson, Auður Eiríksdóttir, Margrét Runólfsdóttir, Sigurður Rafn Jóhannsson, Dagmar Svala Runólfsdóttir, Guðjón Sigurbergsson, Kristín Helga Runólfsdóttir, Ari Tryggvason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, HELGA BJARNADÓTTIR, Hlíðarbyggð 37, Garðabæ, lést miðvikudaginn 21. maí á Landspítalanum í Fossvogi. Bjarni Sæberg Þórarinsson, Gillý Skúladóttir, Steinunn Jóhannsdóttir og ömmubörn. MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.