Morgunblaðið - 23.05.2008, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 33
✝ Þórarinn JónSigurmundsson
fæddist á Breiðu-
mýri í Suður-
Þingeyjarsýslu 19.
maí 1921 . Hann
andaðist á Hrafn-
istu, dvalarheimili
aldraðra, 15. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Anna Kristjana
Eggertsdóttir, f.
24.11. 1894, d. 20.8.
1932 og Sig-
urmundur Sigurðs-
son læknir, f. 24.11. 1877, d. 14.
11. 1962. Hálfbræður Þórarins,
samfeðra, voru Ágúst, f. 28.8.
1904, d. 28.6. 1965 og Gunnar, f.
23.11. 1908, d. 18.6. 1991. Alsystk-
ini: Ástríður, f. 27.11. 1913, d.
1.11. 2003, Kristjana, f. 29.11.
1917, d. 17.5. 1989, Eggert Bene-
dikt, f. 27.1. 1920, d. 5.3. 2004, og
Guðrún Jósefína, f. 22.3. 1923.
Hinn 22. des. 1953 kvæntist
Þórarinn Vuokko
Tellervo Kivi f.
28.12. 1925, d. 12.3.
2002. Vuokko var
finnsk að þjóðerni.
Þórarinn og Vu-
okko skildu. Einka-
sonur Þórarins og
Vuokko er Gústaf
Örn f. 15.6. 1956.
Sonur Vuokko og
fóstursonur Þór-
arins er Hannes
Ólafsson Nyman f.
24.11. 1944, kvænt-
ur Jónínu G. Eyj-
ólfsdóttur f. 21.3. 1945. Sonur
þeirra er Steinar Orri f. 24.10.
1977.
Þórarinn lauk vélstjóranámi
1947 og vann allan sinn starfsferil
á fragtskipum, bæði hér og er-
lendis, lengst af hjá Sambandi ís-
lenskra samvinnufélaga.
Útför Þórarins verður gerð frá
Kópavogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Móðurbróðir minn, Þórarinn Sig-
urmundsson, er látinn eftir nokk-
urra vikna veikindi. Doddi, eins og
hann var alltaf kallaður í fjölskyld-
unni, var sérstakur en skemmtilegur
karakter sem gaman er að minnast.
Hann var einrænn, en mjög vel gef-
inn og gaman að ræða við hann þeg-
ar hann komst á flug. Hann átti mik-
inn fjársjóð minninga eftir sitt
ævistarf á sjónum, en hann sigldi út
um öll heimsins höf, bæði á íslensk-
um og erlendum fraktskipum. Hann
var mikill náttúruunnandi og leið
trúlega hvergi betur en einn hugs-
andi í bíltúr á fáförnum slóðum.
Hann var líka mikill dýravinur og
hafði ótrúlegt dálæti t.d. á hundum
og köttum. Einnig fuglunum og tal-
aði oft um himbrimann sem honum
fannst fallegastur.
Doddi var slyngur laxveiðimaður
og gat sagt margar sögur úr lax-
veiði. Nokkrum sinnum fór hann
með föður mínum að Iðu í Biskups-
tungum, þar sem þeir veiddu saman
á æskustöðvum beggja, hann sem
eyddi æskuárum sínum í Laugarási
og faðir minn frá Iðu. Með gleði í
röddinni talaði hann um það svæði
allt og sagði oft hversu fallegt þar
væri. Eftir að við fluttum á Akranes
hittumst við oftar en áður og hefur
verið sérstaklega gaman að fá hann í
heimsókn með Gústafi og Hannu og
Jónu og hlusta á hann rifja upp
skemmtilegar sögur frá gömlum
tímum. Það var mikið dregið af hon-
um á síðustu dögunum, en í eitt
skiptið reisti hann höfuðið snöggt
upp og spurði um Iðu og horfurnar
fyrir sumarið. Þar var hugurinn. Ég
kveð Dodda frænda minn, þennan
sérstæða en þó stórkostlega mann.
Við Björg sendum Gústafi, mínum
kæra æskuvini og frænda, og okkar
góðu vinum Hannu, Jónu og Steinari
innilegar samúðarkveðjur.
Sigmundur Ámundason.
Fyrir rúmri viku síðan kvaddi ég
frænda minn. Merkilegri mann á ég
vart eftir að hitta um ævina. Ég
þakka fyrir að hafa verið svo lánsöm
að hafa fengið að kynnast honum
Þórarni Jóni Sigurmundssyni eða
Dodda rauða eins og hann var alltaf
kallaður, en það viðurnefni bar hann
vegna þess fagurrauða hárs sem
prýddi hann. Doddi var uppspretta
af fróðleik og alveg fram undir það
síðasta hafði hann gaman af því að
segja manni sögur úr sínu lífi, sem
virðist hafa verið alveg einstakt. Ég
man fyrst eftir Dodda frænda þegar
ég er unglingur að alast upp, þá bjó
hann í herbergi hjá Dagnýju ömmu
minni. Ég kíkti í heimsókn af og til
og ef Doddi var í landi þá gat maður
gengið að spjalli við hann sem vísu,
því að þó að maður væri óheflaður
unglingur (hippastelpa) þá hafði
Doddi alltaf gaman af því að taka
smá-spjall um ættfræði eða segja
manni sögur af landi og sjó. Hann
hafði yfirleitt nöfn yfir þá sem hon-
um stóðu næst, ég get nefnt sem
dæmi Skottuna, Buslu, Hreysikett-
ina, skoska strákinn og skosku stelp-
una og mánaköttinn og svo voru
margir hippastrákar og hippastelp-
ur langt fram eftir aldri. Það var
margt sem Dodda var hugleikið,
sem dæmi fylgdist hann í mörg ár
með himbrimapari sem hélt til við
Elliðavatn. Á ævi sinni sem vélstjóri
hafði hann ferðast út um allan heim
að því er virðist og sýndist honum
sitt um hverja heimsálfu um sig.
Ættfræðin var honum hugleikin og
ég gat oft gert að gamni mínu við
hann þegar ég þóttist fróðari en ég í
raun er og sló um mig með Guðrúnu
og Eggerti í Hergilsey á Breiðafirði.
Þá yfirleitt náði ég Dodda á flug og
við höfðum bæði gaman af því að
rekja ættir okkar langt aftur í tím-
ann. Við vorum þó ekki náskyld,
langamma mín Ástríður Eggerts-
dóttir var tvíburasystir Önnu móður
Dodda. Doddi átti þó sérstakan sess
í hjörtum okkar í þessum ættlegg og
við áttum sérstakan sess í hans. Ég
gæti trúlega skrifað bók um það sem
Doddi hefur sagt mér í gegnum tíð-
ina, en fyrir um það bil ári var þátt-
urinn „Sögur af sjó og landi“, sem er
sendur út á RÚV, tileinkaður Dodda
og þar má heyra hann segja frá á
sinn einstaka hátt. Ég veit að hann
fékk mörg símtöl eftir þáttinn þar
sem fólk hringdi og þakkaði honum
fyrir áhugaverðar frásagnir og
skemmtilegan frásagnastíl.
Eins og ég sagði í upphafi þá
kvaddi ég frænda minn fyrir rúmri
viku. Ég kvaddi hann ekki til fram-
búðar því að ég veit að það verður
vel tekið á móti honum á nýjum stað
og þar vona ég að vegir okkar liggi
aftur saman. Doddi eignaðist einn
son, Gústaf Örn, einnig átti hann
fóstursoninn Hannú sem var honum
afar kær. Elsku Gústaf, Hannú og
aðrir aðstandendur, ég votta ykkur
innilega alla mína samúð. Ég vil að
lokum senda ykkur laglínu sem seg-
ir:
Einhvers staðar einhvern tímann aftur …
Með þökk,
Helena Rós Sigmars-
dóttir og fjölskylda.
Þórarinn Jón
Sigurmundsson
Jock Kim
Tan (Jimmý)
✝ Jock Kim Tan (Jimmý) mat-reiðslumaður fæddist 3. sept-
ember 1952 á Christmas Island.
Foreldrar: Kian Sim Tan, raf-
virki, f. 1919, d. 1979, og kona
hans Chin Sin Cheow, f. 24. júlí
1924. Fyrrverandi eiginkona
Anna Ragna Alexandersdóttir, f.
3. október 1952. Skilin 1995.
Börn: 1) Júlía Tan Kimsdóttir, f.
31. maí 1979. Maki: Kristján Arn-
ar. 2) Alex Tan Kimsson, f. 5. nóv-
ember 1988.
Minningarathöfn um Jock Kim
Tan fer fram í Bústaðakirkju í
dag kl. 15.
Elsku vinur, hversu sárt það er að
missa jafngóðan vin og þig, því er
ekki hægt að lýsa með orðum.
Þú að verða afi eftir nokkra daga
og sonur þinn á leið til þín.
Það voru svo skemmtilegir tímar
framundan. Ég talaði við þig á mánu-
daginn og á miðvikudag ert þú allur.
En við vitum bæði að þetta eru ekki
endalok.
Elsku vinur, breiddu vernd yfir
börnin þín.
Þinn vinur,
Anna Ragna.
✝
Þökkum af alúð öllum, sem sýndu okkur samúð,
hlýju og samhug við andlát og útför okkar elsku-
lega föður, tengdaföður, afa og langafa,
ÞÓRARINS JÓNSSONAR
múrarameistara,
Austurbrún 19,
Reykjavík.
Þökkum einnig sérstaklega starfsfólki Landspítala,
deildar 13G við Hringbraut og öldrunardeildar á Landakoti fyrir mjög
góða umönnun.
Drottinn blessi ykkur öll í Jesú nafni.
Sigríður Þórarinsdóttir, Ólafur Óskar Jakobsson,
Þórarinn Jóhannes Ólafsson,
Jakob Óskar Ólafsson, Hrafnhildur Heimisdóttir,
Sigurður Anton Ólafsson,
Hanna Lísa Ólafsdóttir,
Pétur Jóhann Ólafsson,
Aron Ísak Jakobsson.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu
vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns
og föður okkar,
SIGURJÓNS GUÐMUNDSSONAR
bónda,
Kirkjubóli,
Innri-Akraneshreppi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks E-deildar Sjúkrahúss
Akraness.
Kristín Marísdóttir
og börn.
✝
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts okkar ástkæra
ÁGÚSTS SIGURÐAR KARLSSONAR,
Kúrlandi 19.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 11B
Landspítalanum Hringbraut og líknardeildar í
Kópavogi, Ásgerði Sverrisdóttur lækni og
hjúkrunarþjónustu Karitas fyrir einstaka umönnun.
Einnig þökkum við öllum þeim sem studdu hann í
erfiðum veikindum.
Rut Sigurðardóttir,
Birna Ágústsdóttir, Júlíus Sigmundsson,
Sigurður Karl Ágústsson, Linda Sjöfn Sigurðardóttir,
Guðlaugur Ágústsson, Sigríður Ósk Pálmadóttir,
Ævar Ágústsson, Ragnheiður Júníusdóttir,
Ína Björg Ágústsdóttir,
Magnús Ágústsson,
Berglind Ágústsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
BJARNHEIÐAR DAVÍÐSDÓTTUR,
áður til heimilis í Hátúni 4.
Davíð Guðmundsson, Ingunn A. Ingólfsdóttir,
Hrönn Andrésdóttir, Vilmundur Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Sendum aðstand-
endum öllum samúðar-
kveðjur og þökkum
Boga fyrir ógleyman-
leg ár á Ástjörn. Bogi, þú hafðir mikil
áhrif á okkur öll. Leiðbeiningar þínar
munu fylgja okkur alla tíð. kveðjum
þig með virðingu, vináttu og hlýju í
huga og hjarta.
„Er frelsarann sá ég við vatnið, hann sagði
við mig ég veit þú er þreyttur og þráir minn
frið. Í leynd er þú grætur ég vil gefa þér ró,
ég vil að þú munir hvers vegna ég dó.“
(Höf ókunnur.)
Jóhanna Bjarnadóttir.
Fannar Freyr Bjarnasson.
Katrín Huld Bjarnadóttir.
Ég hef augu mín til fjallanna:
Hvaðan kemur mér hjálp?
Hjálp mín kemur frá Drottni,
skapara himins og jarðar.
(Davíðssálmur 121)
Kæri vinur, það er með þungum hug
sem ég kveð einn minn besta vin.
Þann sem ég vildi ekki samþykkja
þegar ég faldi mig á bak við móður
mína þegar hún kynnti þig fyrir mér í
Hagkaup þegar ég var lítill drengur.
Bogi Pétursson
✝ Bogi Péturssonfæddist á Mjó-
eyri við Eskifjörð
hinn 3. febrúar
1925. Hann lést á
Sjúkrahúsi Ak-
ureyrar hinn 17.
apríl síðastliðinn.
Bogi var jarð-
sunginn frá Glerár-
kirkju 29. apríl sl.
Hún sagði mér að þetta
væri maðurinn sem
myndi passa mig á
Ástjörn. Ég treysti
þessum manni ekki og
vildi ekki fara á sum-
arbúðirnar. En ég fór
þangað og var þar í níu
sumur. Sá tími gleym-
ist aldrei og sá staður
varð mín paradís á
jörðu. Þar áttir þú einn
stærstan hlut, vinur.
Þú gekkst mér í föður
stað þegar ég var
þarna og hefur reynst
mér í gegnum tíðina meiri faðir en
nokkur annar. Skilningsríkur, þolin-
móður, ástríkur og fullur virðingar
gagnvart ungum dreng. Þegar ég fór í
kennaranám mörgum árum seinna
kom í ljós að mín lífsspeki og viðhorf
mín til nemenda minna og lífsins al-
mennt eru að mörgu leyti byggð á því
sem þú kenndir mér. Fáar manneskj-
ur sem ég hef hitt um lífsleiðina hafa
skipt mig eins miklu máli og verið
mér eins ofarlega í huga og þú. Ég
væri mun verri maður ef ég hefði ekki
verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að
kynnast þér, kæri vinur.
Þó ég viti að þú hafir mætt leið-
arlokum af æðruleysi og fullvissu um
að hafa skilað góðu dagsverki í sátt
við Guð og menn þá er samt sárt að
kveðja. En nú er komið að því. Kæri
Bogi, þakka þér fyrir allt sem þú gafst
mér, þau lífsgildi sem þú kenndir mér
og fyrir að gera mig að betri mann-
eskju. Himnarnir fagna heimkomu
þinni.
Vertu sæll, kæri vinur.
Jóhann G. Thorarensen.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upp-
lýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar