Morgunblaðið - 23.05.2008, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Elísabet Arnórs-dóttir fæddist
11. júní 1981. Hún
lést 15. maí síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar eru Betsý
Ívarsdóttir, f. 22.12.
1944 og Arnór L.
Pálsson, f. 21.4.
1943. Systkini El-
ísabetar eru: 1) Páll,
f. 2.6. 1965, maki
Sigríður Rut Hall-
grímsdóttir, f. 24.5.
1970. Börn Andri
Már Sigurðsson, f.
23.11. 1988, og Andrea Pálsdóttir,
f. 19.3. 1999. 2) Ívar, f. 2.6. 1965, d.
30.4. 1994, maki Jóhanna Steins-
dóttir, f. 12.4. 1967. Dóttir Ívars
og Hallgerðar Thorlacius er Silja,
Regína Rósmundsdóttir, f. 29.10.
1923, maki Baldvin Ágústsson, f.
15.2. 1923.
Unnusti Elísabetar er Valtýr
Sævarsson, f. 22.6. 1975. Dóttir El-
ísabetar og Stefáns Ólafs Eyjólfs-
sonar, f. 2.4. 1970, er Betsý Ásta
Stefánsdóttir, f. 27.9. 2005.
Elísabet ólst upp í Kópavogi og
stundaði nám við Digranesskóla.
Þaðan fór hún einn vetur í
Menntaskólann í Kópavogi og síð-
ar í Viðskipta- og tölvuskólann
þaðan sem hún útskrifaðist. Mest-
an sinn starfsferil starfaði hún í
kringum bíla, fyrst hjá fjölskyldu-
fyrirtækinu ALP bílaleigunni og
síðar á öðrum stöðum. Síðustu
misseri var hún fræðslufulltrúi hjá
Iðunni fræðslumiðstöð. Elísabet
bjó ásamt dóttur sinni og unnusta
að Hrannarstíg í Reykjavík.
Útför Elísabetar fer fram frá
Hjallakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 15.
f. 19.8. 1982. Börn Ív-
ars og Jóhönnu eru
Katrín, f. 1.9. 1988,
Eva Karen, f. 3.4.
1991, og Arnór
Steinn, f. 3.2. 1995.
Unnusti Jóhönnu er
Þorkell Guðmunds-
son, f. 14.6. 1961. 3)
Ágúst, f. 17.11. 1971,
maki María Veigs-
dóttir, f. 15.11. 1970.
Synir Viktor, f. 8.8.
1997 og Baldvin, f.
14.9. 2001. Föðurafi
Elísabetar er Páll
Þorleifsson, f. 23.8. 1898 og föð-
uramma Guðrún Elísabet Arnórs-
dóttir, f. 22.12. 1905. Móðurafi El-
ísabetar var Ívar Ágústsson, f. 3.5.
1921, d. 12.1. 1950. Móðuramma er
Elsku mamma mín.
Ef væri ég söngvari syngi ég ljóð
um sólina, vorið og land mitt og þjóð
En mömmu ég gæfi mín ljúfustu ljóð.
Hún leiðir mig, verndar og er mér svo góð.
Ef gæti ég farið sem fiskur um haf
ég fengi mér dýrustu perlur og raf.
Og rafið ég geymdi og gæfi ekki braut
en gerði’enni mömmu úr perlunum skraut.
Ef kynni ég að sauma ég keypti mér lín
og klæði ég gerði mér snotur og fín.
En mömmu úr silki ég saumaði margt
úr silfri og gulli, hið dýrasta skart.
(Páll J. Árdal.)
Þinn engill,
Betsý Ásta.
Ástin mín, sálufélagi og vinur.
Þú gafst mér nýtt, bjartara og
betra líf. Ég mun alltaf muna þegar
ég sá djúpbláu augun þín og bjarta
brosið þitt í fyrsta sinn. Þú sagðir
mér seinna að þú hugsaðir „Þarna
er strákurinn sem ég ætla að gift-
ast“.
Ég er að hugsa um þann góða
tíma sem við áttum saman og áttum
framundan.
Ég er að hugsa um hve mikið ég
og Betsý litla stelpan okkar söknum
þín.
Í dag veit ég hvernig það er að
hafa fundið fyrir einlægri ást og
hvernig er að missa hana.
Ástin mín, ég var búinn að lofa
þér að passa þig og litlu Betsý okkar
alltaf.
Ég mun veita litla ljósinu okkar
yndislegt heimili og gera líf hennar
eins stórkostlegt og þú ætlaðir
henni.
Hún mun alltaf verða hjá mér og
þar með líka hluti af þér. Ég veit að
þú munt vaka yfir okkur, leiðbeina
og gæta Betsý litlu.
Mig langar að kveðja þig með
þeirri fallegu setningu sem þú vakt-
ir okkur svo oft með, ástin mín, „Ég
elska þig meira en allt, allt, allt“.
Ástkær unnusti þinn og litli eng-
illinn þinn,
Valtýr og Betsý.
Við lútum höfði í djúpri þögn þeg-
ar við erum enn og aftur minnt á
hve stutt bilið er á milli lífs og
dauða. Eló okkar er farin í ferðina
löngu langt fyrir aldur fram. Á ég
svo erfitt að með að trúa því að þú
sért farin frá okkur, elskan mín.
Minningarnar um þig streyma
fram og erfitt er að halda aftur af
tárunum.
Ég trúi því að Ívar bróðir þinn
hafi tekið vel á móti þér og mun sú
hugsun hugga mig í hjarta mínu á
þessum erfiða tíma.
Litli engillinn þinn, Betsý Ásta,
fær okkur til að sjá ljós i myrkrinu,
hoppandi og skoppandi i kringum
okkur og munum við leggjast á eitt
við að varðveita þennan yndislega
engil þinn.
Kveð ég þig með miklum söknuði,
Eló mín.
Hvíl þú í friði,
Sigríður Rut mágkona.
Elsku Elísabet (Eló), þegar þú
komst inn í líf Valtýs, sonar okkar
og bróður, fann hann sálufélaga og
sinn betri helming. Þið höfðuð mjög
jákvæð áhrif hvort á annað og sam-
an tókust þið á við áskoranir lífsins.
Fjölskylda okkar stækkaði með til-
komu þinni og litlu Betsýjar. Ynd-
islegt var að fylgjast með ykkar litlu
fjölskyldu eflast og styrkjast. Valtýr
dáir og elskar litlu stelpuna þína
jafnmikið og hann elskar þig. Fram-
tíðin var svo björt fyrir ykkur, þú í
nýrri vinnu sem þú varst ánægð
með, undirbúningur að byggingu
framtíðarhúsnæðis ykkar var hafinn
og sumarleyfisplönin voru ákveðin.
Við erum slegin yfir brotthvarfi þínu
úr lífi okkar og berum sorg í hjarta.
Minnumst við góðra samverustunda
á Hjallabrautinni og í bústaðnum.
Við munum verða vakin og sofin yfir
velferð litla sólargeislans þíns henn-
ar Betsýjar og hlúa að ástinni þinni,
Valtý, í sorg sinni. Þín verður sárt
saknað en minningin um þig mun
lifa að eilífu. Með Valtý og Betsý
litlu munum við viðhalda minning-
unni um þig og halda áfram að
syngja með henni eins og hún elskar
að gera.
Guð þig leiði sérhvert sinn
sólarvegi alla.
Verndarengill varstu minn,
vissir mína galla.
Hvar sem ég um foldu fer,
finn ég návist þína.
Aldrei skal úr minni mér,
mamma, ég þér týna.
(Jón Sigfinnsson)
Elsku Valtýr, Betsý, Arnór,
Betsý, systkini og aðrir aðstandend-
ur, við sendum ykkur innilegar sam-
úðarkveðjur og stuðning á þessum
erfiðu tímamótum.
Sævar, Margrét og Ragna.
Elsku systir mín. Þú varst yngsta
barnið á heimilinu og þar af leiðandi
augasteinn fjölskyldunnar eins og
oft vill verða um örverpin. Við bræð-
urnir 16 árum eldri, og Gústi 10 ár-
um eldri. Þó að ég hafi kannski ekki
verið mikið í kringum þig þegar þú
varst lítil þá man ég bara eftir góð-
um stundum. Það er ekki fyrr en
seinna sem þú kemur inn í mitt líf og
þá erum við orðin talsvert eldri. Það
gladdi mig óendanlega þegar litla
prinsessan þín, hún Betsý Ásta,
fæddist og eftir að Valtýr kom inn í
þitt líf. Það hefur einhvern veginn
svo margt breyst og það var allt svo
gott og ljúft í kringum þig. Fullt af
vinkonum, mikið af ferðalögum, og
fullt hús af ást og öryggi. Ég veit
hvað þú hlakkaðir til að fara til New
York núna í júní og eyða þar viku á
stað sem þú hafðir aldrei komið á
áður. Svo varst þú aftur á leiðinni til
útlanda í haust með vinnufélögum
þínum.
Ég hef alltaf dáðst að þér hvað þú
varst alltaf fljót til svars og dugleg í
þeirri vinnu sem þú tókst þér fyrir
hendur. Aðallega var þetta hjá ALP
bílaleigunni og seinna hjá annarri
bílaleigu. Þú tókst til dæmis meira-
prófið og mótorhjólaprófið svo þér
voru allir vegir færir þegar kom að
farartækjum. Keyrðir rútu og vöru-
bíl með bílaflutningavagni og meira
að segja minnir mig að þú hafir
keyrt leigubíl eina helgi.Við hitt-
umst reglulega og við fylgdumst líka
með þér í gegnum bloggsíðuna þína
á netinu, sem var svo gaman að lesa.
Við ætluðum að hittast síðasta föstu-
dagskvöld en þú gast það ekki þar
sem þú varst með vinnufélögum þín-
um þá en baðst okkur um að færa
það yfir á laugardagskvöldið sem við
gátum ekki, því miður. Ætluðum að
færa þetta yfir á næstu helgi en það
var of seint. Bilið á milli lífs og
dauða er svo stutt. Það er hörmulegt
að horfa á eftir þér yfir móðuna
miklu svona ungri. Ég trúi því að Ív-
ar bróðir hafi tekið vel á móti þér.
Við fjölskyldan munum standa þétt
saman og passa uppá litlu prinsess-
una þína, hana Betsý Ástu. Það líður
öllum illa útaf þessu og spurningar
vakna, en minna er um svörin. Hvíl í
friði, elsku systir mín. Við hittumst
aftur.
Þinn bróðir,
Páll.
Elskulegasta Eló okkar. Það var
gríðarlegt áfall þegar hringt var í
okkur að morgni fimmtudagsins 15.
maí og okkur tilkynnt um að þú
værir látin. Minningarnar um þig
streymdu fram og hversu lífið hafði
leikið við þig upp á síðkastið. Ég var
10 ára þegar þú komst í heiminn og
það verður seint sagt að þú hafir
verið rólegt barn og alltaf smá fyr-
irgangur í þér. En skemmtilegra
barn var varla hægt að finna. Við
yngri systkinin áttum margar
stundir saman þar sem ég passaði
þig oft þegar þú varst lítil. Þú áttir
alltaf stóran vinkvennahóp sem
fylgdi þér hvert sem var.
Uppeldi þitt var mótað að vissu
leyti af fjölskyldufyrirtækinu, ALP
bílaleigunni þar sem þú varst alin
upp við að umgangast bíla af öllum
stærðum og gerðum, enda var það
svo að þegar þú hafðir aldur til
tókstu meirapróf, rútu- og mótor-
hjólapróf. Seinna var gaman að
fylgjast með, því það var alveg sama
hvaða farartæki þú varst sett upp í,
alltaf gastu reddað þér á því hvort
sem um var að ræða rútu eða
stærstu gerð af bílaflutningabíl. Við
héldum góðu sambandi þó ég flytti
„í sveitina“ eins og þú vildir kalla
það. Töluðum oft saman í síma og
hittumst oft þegar við fjölskyldan
áttum ferð í bæinn. Einnig var gam-
an að fylgjast með bloggsíðunni
þinni og fylgjast með þér þar.
Okkur finnst svo stutt síðan þú
komst í heimsókn til okkar til Egils-
staða með Betsý litlu en samt er lið-
ið tæpt ár síðan. Litlu frændur þínir
tala enn um hvað var skemmtilegt
að hafa ykkur mæðgur hjá okkur
þessa daga. Það var margt brallað
þessa daga og mikið hlegið. Já, húm-
orinn, hláturinn og hnyttin tilsvörin
voru þitt aðalsmerki á seinni árum.
Þú varst svo glöð og ánægð með allt
og alla í kringum þig og mikið fram-
undan til að hlakka til. Þið litla fjöl-
skyldan voruð búin að skipuleggja
sumarfrí erlendis og einnig ætluðuð
þið með nýju vinnunni þinni til út-
landa í haust. Ég veit að þú hlakk-
aðir mikið til.
Líf þitt tók miklum stakkaskipt-
um þegar litli sólargeislinn þinn,
Betsý Ásta, kom í heiminn fyrir
rúmum 2 árum. Við sem stóðum í
kringum þig vorum mjög stolt af því
að fylgjast með þér í móðurhlut-
verkinu sem þér fórst einstaklega
vel úr hendi og ekki varð hamingjan
minni þegar þú kynntist Valtý, unn-
usta þínum. Elsku Eló okkar, við
söknum þín svo mikið. Það er hugg-
un harmi gegn að við vitum að þú
ert komin til Ívars bróður okkar
sem hefur tekið þér opnum örmum.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Ágúst bróðir, María, Viktor
og Baldvin, Egilsstöðum.
Elsku Eló frænka mín
Ég vil ekki trúa því að þú sért far-
in frá okkur, en guð og englarnir á
himnum vildu fá þig til sín og bróður
þinn líka.
Sakna ég þín, elsku frænka mín.
Lítill fugl sem flýgur til
himins.
Minnir okkur á eilífðina
Lækurinn sem liður niður
hlíðina.
Minnir okkur á sannleikann.
(Halla Jónsdóttir.)
Kveð ég þig með miklum söknuði,
elsku frænka mín.
Þín frænka,
Andrea.
Elísabet kom til starfa hjá IÐ-
UNNI fræðslusetri í vetur og féll
strax vel inn í hópinn okkar enda
kraftmikil og hress stelpa. Hún
tengdist okkur fljótlega sterkum
böndum, hafði skemmtilegan húmor
og létti oft stemninguna undir miklu
álagi. Hún varð strax ein af okkur.
Við kynntumst einnig yndislegri
dóttur hennar Betsý og unnusta,
Valtý. Þau tóku virkan þátt í fé-
lagslífi okkar utan vinnu og það var
ánægjulegt að kynnast þeim kær-
leika sem var á milli þeirra.
Elísabet var yndisleg stelpa sem
manni leið vel í kringum. Hún hafði
sterkar skoðanir og lét þær óspart í
ljós, var létt í lund og oft með stríðn-
isglampa í augum, ýmist syngjandi
eða sönglandi við vinnu sína. Hún
var ávallt boðin og búin til að að-
stoða samstarfsfólk sitt þegar mikið
lá við, hvort sem það var í vinnunni
eða utan hennar.
Við fengum of stuttan tíma með
Elísabetu. Hún lætur eftir sig stórt
skarð sem seint verður fyllt. Elsku
Valtýr, Betsý og fjölskylda, hugur
okkar er hjá ykkur á þessum erfiðu
tímum. Við sendum fjölskyldu El-
ísabetar okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Starfsfólk IÐUNNAR
fræðsluseturs.
Elísabet eða Eplið eins og við oft
kölluðum hana var aðeins þriggja
ára þegar ég kom stormandi inn í
fjölskylduna. Hún var hávær, krafð-
ist athygli en umfram allt hafði hún
húmor og við urðum strax miklir
mátar. Henni fannst það algjörlega
eðlilegt að önnur jafn fyrirferðar-
mikil manneskja væri lent í fjöl-
skylduna og tók mér með miklu
jafnaðargeði, alla tíð. Hún lét mig
reyndar oft á tíðum heyra það og lá
aldrei á skoðunum sínum en alltaf
var það með húmor og hnyttnum at-
hugasemdum.
Ein ummælin þótti mér þó vænst
um en það var þegar hún og mamma
hennar, Betsý, voru að ræða menn
og málefni og lýsti hún mér sem
stelpu/konu og fannst mér það gott
merki um vináttu okkar og tengsl.
Eitt sinn tróðum við upp ásamt
Silju og sungum Danska lagið fyrir
fjölskylduna í tröppunum í stofunni
á Hlaðbrekkunni. Elísabet var svo-
lítið óviss um þetta uppátæki og leit
á mig með í bland hallæris- og
spurningarsvip, algjörlega tilbúin að
bakka út úr aðstæðum, en við kýld-
um á það, drógum hvergi af okkur í
söngnum og gáfum allt í „sjóvið“ og
hættum ekki fyrr en við uppskárum
lófaklapp allra viðstaddra.
Einnig er gaman að minnast und-
irbúnings fyrir 50 ára afmæli föður
hennar, Arnórs. Við krakkarnir
ákváðum að gefa „kallinum“ bók um
sjálfan sig. Elísabet skrifaði sinn
kafla sjálf og fékk ég hana til að lesa
það sem hún hafði skrifað í afmæl-
isveislunni. Þegar að flutningnum
kom leit hún á mig, kreisti á mér
höndina, setti höfuðið undir sig,
gekk í pontu og sló í gegn. Mér
fannst hún bera af í ræðuhöldum
kvöldsins, einlæg eins og hún var,
áræðin og lét bara vaða þegar svo
bar undir. Annað slíkt tilfelli var
þegar ég fékk hana til að taka viðtal
fyrir mig við barnastjörnu eina fyrir
þátt hjá mér á Bylgjunni – ekki mál-
ið, upp með míkrafóninn og áfram
með þáttinn og skemmtum við okk-
ur konunglega í tökunni.
Við amma minnumst hennar oft
þegar hún kom til okkar í Efsta-
sundið. Einn daginn kom hún með
dúkkuna sína, þann næsta með kött-
inn sinn. Henni fannst jafn eðlilegt
að flækjast um með hvort tveggja
og fannst mér það reyndar líka. Það
var nefnilega málið, allt var svo eðli-
legt í kringum hana.
Leiðir okkar skildi á unglingsár-
um hennar og höfðum við lítið sem
ekkert samband í mörg ár. Svo var
það fyrir tveimur árum að leiðir
okkar lágu saman, vinnutengt. Það
var eins og við hefðum hist í gær.
Sami húmorinn og atgervið, nema
nú var hún orðin mamma og lýsti því
hlutverki fyrir mér með skemmti-
sögum og glettnum athugasemdum.
Það er sárt til þess að hugsa að
aftur sé höggvið í fjölskylduna og
annað systkini hrifið á brott í blóma
lífsins frá barni og fjölskyldu.
Sárara en orð fá lýst.
Það eina sem maður getur gert er
að þakka fyrir þær góðu stundir
sem við áttum saman. Þakka fyrir
að hafa kynnst manneskju sem var
blátt áfram, einlæg og skemmtileg
sem barn, unglingur, kona og móðir.
Sambýlismanni, foreldrum og
fjölskyldu sendi ég samúðarkveðjur
og bið engla og almættið að styrkja
á sorgarstund.
Hvíl í friði.
Kærleikskveðja,
Ingibjörg Gréta.
Manstu þegar þú hringdir í mig
þegar við vorum 10 ára og spurðir
mig hvort ég vildi koma að æfa með
þér fótbolta. Ég sló til og við skellt-
um okkur á fyrstu æfinguna. Við
vorum duglegar að æfa okkur sam-
an og fórum að vera saman upp á
hvern dag. Fljótlega varð þitt heim-
ili að mínu og öfugt og við urðum
hreint óaðskiljanlegar. Þetta varð til
þess að þegar ég átti að fara til
Spánar með mömmu og pabba tók-
um við ekki annað í mál en að þú
mundir koma með. Þetta er ein eft-
irminnilegasta utanlandsferð sem ég
upplifað. Þú fórst að vanda á kostum
og mikið hlegið að þér og með, enda
einstakur karakter á ferð. Til að
vinna okkur inn peninga í ferðinni
tókum við að okkur að strauja skyrt-
ur fyrri menntaskólastráka sem
voru úti á sama tíma. En í raun var
það mamma sem sat upp á hótelher-
bergi með litla ferðastraujárnið og
straujað skyrturnar á meðan við
stukkum á Burger King eða lékum
okkur í lauginni.
Þegar við fermdumst var það
mesta áhyggjuefni mæðra okkar að
við myndum sitja hlið við hlið í
kirkjunni því þær vissu alveg hvern-
ig það mundi fara, en þær fengu
engu um það ráðið. Þær höfðu samt
rétt fyrir sér, manstu hvað við hlóg-
um og pískruðum alla athöfnina.
Þegar þú fórst svo upp að altarinu
fórst þú með ritningarversið mitt og
ég vissi ekki hvert ég ætlaði, vá hvað
við áttum erfitt með að halda í okkur
hlátrinum. Við fermdumst þó á end-
anum en verst þótti okkur að geta
ekki verið í veislunni hjá hvor ann-
arri.
Á unglingsárunum brölluðum við
Elísabet Arnórsdóttir
Elsku Eló frænka, ég kveð
þig með miklum söknuði. Þú
yfirgafst þennan heim allt of
fljótt. En eins og sagt er þá
deyja þeir ungir sem guð-
irnir elska mest. Hvíldu í
friði.
Þinn frændi,
Andri Már.
HINSTA KVEÐJA