Morgunblaðið - 23.05.2008, Page 35

Morgunblaðið - 23.05.2008, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 35 ótrúlega margt skemmtilegt saman og réð prakkaraskapurinn oftast ferðinni. Fólk átti til dæmis ekkert í okkur þegar við spiluðum Pictionary því við komum okkur alltaf upp góðu kerfi til að svindla. En okkur fannst alltaf skemmtilegast að gera það sem við helst máttum ekki gera. Þó svo að við hittumst ekki jafn oft eftir að við vorum komnar með fjölskyldur var alltaf jafn gaman þegar við hittumst og samband okk- ar alltaf jafn gott og traust. Enda erfitt að finna jafn traustan vin og þig. Ég gæti haldið endalaust áfram að tala um allar góðu stundir okkar saman. Ég hefði viljað hafa þær svo miklu, miklu fleiri og finnst mér óendanlega sárt að þurfa að kveðja þig svona allt of fljótt og snöggt, elsku Eló mín. Í hvert sinn sem ég loka augunum sé ég fallega brosið þitt og blíðlegu augun þín. Þú ert án efa fallegasti engillinn á himnum og vakir yfir fallegu stelpunni þinni sem þú lifir nú í. Þú munt alltaf eiga stóran stað í hjarta mínu og mun ég varðveita og minnast allra skemmti- legu stundanna sem við áttum sam- an, að eilífu. Ég mun alltaf elska þig, elsku besta vinkona. Þín, Drífa. Ástkæra vinkona okkar Eló, eins og við kölluðum hana, er fallin frá. Minningarnar sem við eigum um þig og allar yndislegu stundirnar sem við áttum með þér eru ómetanlegar og munum við geyma þær í hjörtum okkar um ókomin ár. Stórt skarð hefur myndast í okkar sterka vina- hóp sem verður ekki fyllt nema að hluta með minningum okkar um þig, þinn húmor, prakkarastrik, ást og kærleik sem umvafði okkur. Þú varst engill á jörðu og ert nú engill á himni. Elsku Betsý Ásta, Valtýr og fjölskylda, megi Guð og allir hans englar styrkja ykkur á þessum erf- iðu tímum. Blessuð sé minning þín elsku Eló okkar, við elskum þig og söknum þín. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt lát- inn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakk- lát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þó lát- inn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran) F.h. vinkvenna þinna, Skvísanna, Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir. Elsku vinkona mín. Aldrei grunaði mig að ég myndi skrifa minningargrein um vinkonu mína svona unga að aldri. Lífið er svo óréttlátt, þegar ung stúlka í blóma lífsins er hrifin á brott frá dóttur sinni, unnusta, fjölskyldu og vinum. Eló, eins og hún var alltaf kölluð, kynntist ég þegar hún var 15 ára. Hún var alveg einstakur karakter, það er engin eins og hún. Húmorinn var aldrei langt undan. Hún gat séð það fyndna í öllu. Ég sit hérna og minningarnar fara allar af stað í huga mínum og allar þær mun ég geyma vel í hjarta mínu. Ein minning er mér mjög of- arlega í huga og að henni hlógum við Eló alltaf þegar við rifjuðum hana upp. Þetta var þegar við fórum í úti- legu á Laugarvatni og fengum bíl lánaðan hjá pabba hennar, svaka skvísur sem við vorum, ég keyrði því að ég var komin með próf en ekki hún. Þessi bíll var náttúrlega fimm gíra og þegar við vorum á leiðinni þá segir Eló við mig: „Hrabba ætlar þú ekki að fara í fimmta gír?“. Ég set í fimmta gír og vorum við ekkert smá montnar, en þetta var samt eitthvað skrítið og við föttuðum það náttúru- lega ekki fyrr en á leiðinni heim úr útilegunni að við vorum alltaf í þriðja gír. Vá hvað henni Eló fannst þetta fyndið og gátum við hlegið endalaust að þessu og þó liðin séu næstum 11 ár síðan þá hlógum við allt jafn mikið. Elísabet, nú ertu farin frá okkur, en ég veit að þú munt lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Þú lætur eftir þig yndislega dóttur sem er alveg eins og þú á alla vegu. Þú varst búin að finna þér alveg yndislegan mann, sem vildi allt fyrir þig og Betsý Ástu gera, og veit ég að Betsý Ásta mun vera í góðum höndum hjá Valtý, því hann er gull af manni. Söknuðurinn er mikill, og mun vinahópurinn okk- ar aldrei verða samur eftir þetta áfall. En ég veit að þú munt vera með okkur í anda það sem eftir er og munum við, eins og aðrir, sjá til þess að Betsý Ásta muni fá að vita hversu yndisleg og frábær mann- eskja þú varst. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Hvíldu í friði elsku Eló mín. Elsku Betsý Ásta, Valtýr, Betsý, Arnór og fjölskylda, ég votta ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur. Þín vinkona, Hrafnhildur (Hrabba.) Elsku Eló, Ég veit ekki hvernig ég á að byrja á að kveðja þig, elsku besta vinkona, því að ég trúi ekki enn að þú sért farin frá okkur. Ég er enn að bíða eftir að vakna upp af þessari mar- tröð. Síðustu dagar eru búnir að vera þeir verstu sem ég hef upplifað og ég veit ekki hvernig ég á að geta sætt mig við að fá ekki að sjá þig eða heyra í þér aftur. Ég hef þekkt þig nánast allt mitt líf eða frá því við vorum 6.ára og byrjuðum í Digranesskóla þar sem við vorum alla okkar grunnskóla- göngu. Við gerðum allt saman þegar við vorum litlar og vorum mikið inni á heimilum hvor annarar og var mað- ur alltaf svo velkominn heim til ykk- ar í Hlaðbrekkuna. Ég gleymi aldrei þegar við læst- um okkur inni í eldhúsi í Grænatúni og þú stökkst niður úr glugganum sem var þó nokkur hæð og þurftir að ná í Gústa bróðir þinn til að koma og opna eldhúsið því að ég var ekki eins hugrökk að þora að hoppa nið- ur, enda varst þú alltaf sú sem varst svo hugrökk við svona aðstæður. Þegar við vorum litlar vorum við oft klæddar eins og núna seinni árin. Áttum við það til að kaupa okkur al- veg eins föt hvor í sínu lagi og hitt- umst svo og hlógum að okkur því við vorum nánast eins klæddar. Enda var oft ruglast á okkur og fólk hélt að við værum systur, enda töluðum við oft um það að við værum eins og systur því við ólumst eiginlega upp saman og vorum í góðu sambandi öll þessi ár. Ég hef aldrei verið eins stolt og þegar þú baðst mig um að vera við- stödd fæðingu dóttur þinnar og var ég ekki lengi að svara því játandi og það situr svo fast í minningunni þeg- ar litli engillinn þinn kom í heiminn því það var þín mesta hamingju- stund og yndislegt að fá að taka þátt í því. Eftir að Betsý Ásta fæddist kom strax í ljós hve mikil mamma þú varst og hve mikill gleðigjafi þessi litla prinsessa var fyrir þig. Enda var alltaf svo mikið fjör og gaman hjá ykkur mæðgum. Þegar ég talaði við þig síðast þá varstu svo hamingjusöm með Valtý þinn og Betsý Ástu og varst að plana sumarið. Ég trúi varla að það hafi verið síð- asta samtalið okkar því ef ég hefði vitað það þá hefði ég talað lengur við þig og sagt þér hvað mér þykir vænt um þig og sagt þér hvað þú værir yndisleg og góð vinkona. Þú varst svo mikill gleðigjafi alltaf í vinkonu- hópnum með þína skemmtilegu frasa og skemmtilegu frásagnir. Þú fórst alltaf á kostum og sérstaklega er minnisstætt glæsilega matarboð- ið hjá þér og Valtýr þegar þið buðuð okkur vinkonunum í sushi og við vorum allar orðlausar því þetta var svo glæsilegt hjá ykkur og þið svo flott og hamingjusöm saman. Þú lifir áfram í litlu fallegu dóttur þinni sem er alveg eins og þú og var stolt þitt og yndi. Ég elska þig, elsku besta vinkona, og sakna þín óendanlega mikið, þú gafst mér svo mikið og líf mitt væri ekki samt án þess að hafa kynnst þér. Elsku Betsý Ásta, Valtýr, Arnór, Betsý og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð við fráfall El- ísabetar. Megi guð gefa ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Saknaðarkveðja. Þín vinkona, Karitas. Elsku hjartans Eló mín. Það er ó- lýsanlega sárt að sjá á eftir þér, allt svo óraunverulegt. Eftir sitjum við og hugsum um þig, fallegu minning- arnar ylja okkur um hjartað og litli ljósgeislinn þinn, hún elsku fallega Betsý Ásta, er lifandi eftirmynd þín. Það eru margar minningar sem koma í huga minn, þegar ég sit hérna og skrifa þessi orð, með tár í augum, minningarnar eru margar, þó er gaman að minnast sumarbú- staðarferðanna okkar skvísnanna sem við fórum í fyrir rétt rúmlega ári, þú fékkst að vera ég í ratleikn- um. Það var alltaf mikið hlegið, og þessi ferð var ekkert öðruvísi. Þú varst líka svo bjartsýn með sólgler- augun á augunum þó það væri kom- ið kvöld. Eins er mér mjög minn- isstætt þegar við vorum í handboltanum, haha, já þá var sko gaman hjá gelgjunum, var fjör þó við töpuðum stórt eða lítið. Þú hefur þó unnið marga sigra á þinni lífsleið, stóra jafnt sem smáa. Og þú ert mesti dugnaðarforkur sem ég þekki, alltaf svo dugleg. Þú hefur með þínu fallega brosi, þínum húmor og prakkarastrikum gert lífið fyrir okkur hin skemmtilegra og nú yljum við okkur við minningarnar. Þú ert án efa fallegasti engillinn í himna- ríki, elsku vinkona. Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín, enda þótt öll sé kross upphefðin mín. Hljóma skal harpan mín: :,: Hærra, minn Guð, til þín, :,: hærra til þín .Villist ég vinum frá vegmóður einn, köld nóttin kringum mig, koddi minn steinn, heilög skal heimvon mín. :,:Hærra, minn Guð, til þín, :,: hærra til þín. Sofanda sýndu þá sólstigans braut upp í þitt eilífa alföðurskaut. Hljómi svo harpan mín: :,: Hærra, minn Guð, til þín, :,: hærra til þín. Árla ég aftur rís ungur af beð. Guðs hús á grýttri braut glaður ég hleð. Hver og ein hörmung mín hefur mig, Guð, til þín, hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín. Lyfti mér langt í hæð lukkunnar hjól, hátt yfir stund og stað, stjörnur og sól, hljómi samt harpan mín: :,: Hærra, minn Guð, til þín, :,: hærra til þín. (Matthías Jochumsson) Elsku Valtýr, Betsý Ásta, Arnór, Betsý og fjölskylda, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur, megi algóður guð styrkja ykkur og styðja í sorg ykkar. Mér þykir vænt um þig, elsku vinkona. Þín, Halla Rós. Ég man eftir Elísabetu síðan ég var pínulítil. Ég eyddi miklum tíma í Hlaðbrekkunni þar sem hún bjó og pabbi og Jóhanna bjuggu í mörg ár í Lundarbrekkunni sem var aðeins nokkrum skrefum frá Hlaðbrekk- unni. Þar eyddi ég pabbahelgunum. Mér líður eins og ég sé bæði búin að missa æskuvinkonu mína og nána frænku. Við gerðum allt mögulegt saman og fundum okkur alltaf eitt- hvað skemmtilegt að gera. Ég sakna hennar nú þegar. Ég sendi ömmu, afa, Valtý, litlu Betsy og öðrum í fjölskyldunni inni- legar samúðarkveðjur. Hvíl í friði, elsku Eló mín. Silja Ívarsdóttir Þegar ég hugsa um Elísabetu, eða Eló eins og við kölluðum hana, kem- ur ósjálfrátt fram bros. Sögurnar af henni og frasarnir sem hún var svo gjarnan með eru óteljandi. Eló var svo yndisleg stelpa sem oft fór erfiðar leiðir. Hún hafði þó alltaf húmorinn að leiðarljósi og stóð að lokum uppi sem sigurvegari með yndislegan maka, gullmolann sinn, Betsý Ástu og hamingjuna í fyrir- rúmi. Að hafa fengið þær fréttir að Eló okkar sé farin skilur mann eftir með svo margar spurningar um lífið. Ég veit þó að Eló mín er á góðum stað og skildi eftir sig yndislegan gull- mola handa okkur. Styrkurinn í vinkonuhópnum okkar er sterkari sem aldrei fyrr og er svo dásamlegt að við séum flestar nýbúnar að hitt- ast á fallega heimili þeirra Valtýs, í veislu sem var svo flott að engin okkar vildi halda þá næstu. Eló var vinur vina sinna og skarð- ið í Skvísuhópnum er stórt, en verð- ur fyllt með heiðri og minningum um góða vinkonu. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Elsku Betsý Ásta, Valtýr, Betsý, Arnór og fjölskylda, okkar dýpstu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Megi allir Guðs englar vaka yfir ykkur. Kveðja, Dagrún Fanný og fjölskylda. Ég skil ekki, af hverju þú, elsku Eló mín? Þú sem varst svo ham- ingjusöm með Valtý og elsku litlu stelpunni þinni. Það er svo stutt síð- an ég talaði við þig og var að benda þér á hótel og veitingastaði í New York, því þið Valtýr voruð á leiðinni þangað. Þú ætlaðir að ferðast um landið í sumar og hafa það notalegt með litlu fjölskyldunni þinni. Sumt er manni greinilega ekki ætlað að skilja. Sumarið sem við unnum saman hjá pabba þínum er mér ógleymanlegt, við vorum saman nánast allan sólarhringinn, þetta var yndislegt sumar. Þú varst vinur vina þinna og ég gat alltaf treyst á þig, sama hvað það var þá varstu alltaf tilbúin til að hjálpa. Þú hlóst manna hæst ef einhver datt á rassinn en þú hafðir þann eiginleika að geta líka hlegið þegar þú dast. Það var alltaf svo gaman þar sem þú varst, þú gast fengið alla til að veltast um af hlátri með lífsreynslusögunum þínum. Elsku litli hrakfallabálkurinn minn með fallegu bláu augun, ég sakna þín svo sárt, tárin renna stjórnlaust niður kinnarnar. Ég get ekki sætt mig við að þú sért farin, þú sem áttir svo bjarta framtíð með litlu fjöl- skyldunni þinni. Ég á svo margar góðar minningar um þig sem sækja stíft að mér en það er sárt að hugsa um þær núna en ég mun geyma þær í hjarta mínu. Þú varst falleg mann- eskja hvort sem er að innan sem ut- an, þú gafst mér svo mikið bara með því að vera svona yndisleg. Við höf- um gengið í gegn um bæði súrt og sætt saman, enda búnar að vera vin- konur frá því við voru 6 ára. Við nánast ólumst upp saman og heimili þitt var líka heimili mitt og öfugt. Ég er svo þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast þér og vera vinkona þín í öll þessi ár sem samt voru allt of fá. Elsku Eló mín, ég kveð þig með trega og söknuði. Ég veit að Íbbi hefur tekið vel á móti þér og pabbi líka. Ég mun deila öllum þeim fallegu minningum sem ég á um þig með elsku fallegu stelpunni þinni sem hefur misst svo mikið. Minning þín lifir um ókomin ár. Elsku Betsý Ásta, Valtýr, Betsý, Arnór, Gústi, Palli, Jóhanna og fjöl- skyldur, ég sendi ykkur mína dýpstu samúð og stuðning á þessum erfiða tíma. Ég mun aldrei gleyma þér og enginn kemur í staðinn fyrir þig, ég elska þig vinkona. Simsala- bimm. Þín vinkona Ásta Kristín Victorsdóttir. Það er ekki auðvelt að segja eitt- hvað þegar annað eins hefur gerst. Ung kona hrifsuð burt frá unnusta og barni og ástvinum. Það er ekkert réttlæti í því, enginn eðlileiki. Það er ekkert eðlilegt við það, þegar for- eldrar þurfa að fylgja barni sínu til grafar. Það gengur gegn því sem mætti kalla gang lífsins, gang nátt- úrunnar. En að sumt fólk skuli þurfa að upplifa slíkt og þvílíkt tvisvar, að fylgja barni sínu til grafar, það er ekki auðvelt að segja neitt í slíkum kringumstæðum. En þetta þurfa þau nú að upplifa aftur, Arnór bróð- ir okkar og Betsý, kona hans, og fjölskyldan öll. Af fjórum börnum þeirra eru tvö látin. Fyrst Ívar fyrir einum þrettán árum í hörmulegu slysi og nú Elísabet. Andspænis þessum atburði verða öll orð fátækleg, en samt verður að segja þau. Orð hughreystingar. Bænir um styrk handa foreldrum og unnusta og litla barninu dásamlega, Betsý Ástu. Allt sem vekur hinar góðu minningar sem eru þær mik- ilvægustu, þær lýsa best hinni góðu stúlku sem nú er farin. Þegar mér verður hugsað til Elísabetar koma fyrst upp í hugann myndir af einkar kraftmikilli ungri stúlku, fullri af lífsþrótti. Fátækleg orð vonar, hughreyst- ingar, bænar. Þau orð eru kannski veikburða en þau eru það eina sem við getum gefið þeim sem mest hafa misst, foreldrum, unnusta, dóttur, systkinum. Orð sem við getum gefið hvert öðru. Fyrir hönd okkar Hönnu, Stefáns, Þorleifs og mín, föðursystkina El- ísabetar, og fjölskyldna okkar. Sigurður Pálsson. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu, langalangömmu og langalangalangömmu, KRISTJÖNU BJARNADÓTTUR, Hrafnistu í Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu á H I í Reykjavík fyrir ómetanlega alúð og umönnun. Kristjana Guðmundsdóttir, Björg H. Sigurðardóttir, Sigurður H. Sigurðsson, Ólafía K. Jónsdóttir, Elsa H. Sigurðardóttir, Ásgeir H. Sigurðsson, Kristjana G. Hávarðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.