Morgunblaðið - 23.05.2008, Síða 39

Morgunblaðið - 23.05.2008, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 39 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30-9.15, vinnustofa kl. 9-16.30, baðþjónusta kl. 10-16.30, bingó kl. 14-15. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, almenn handavinna, fótaaðgerð, morgunkaffi/dagblöð, há- degisverður, kertaskreyting, kaffi, slökunarnudd. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í handmennt opin kl. 9-16, engin leiðbeinandi. Félag eldri borgara í Kópavogi | Ferðakynning FEBK á sumar- og haustferðum félagsins verður haldin í félagsheimilinu Gullsmára í dag 23. maí kl. 13. Listi yfir allar ferðir innanlands mun liggja á borðum í fundarsal. Kynning á framlagi eldri borg- ara til samfélagsins verður 29. maí kl. 14, kaffiveit- ingar Félag eldri borgara, Reykjavík | Ferð á Austfirði 1-4 júlí. Flogið til Egilsstaða, ekið til Borgarfjarðar eystri og farið um Kárahnjúkasvæðið, yfir Jökuls- ána á nýju stíflunni, komið við á Skriðuklaustri, siglt með Lagarfljótsorminum frá Atlavík til Egilsstaða. Dagsferð til Fjarðabyggðar, Mjóafjarðar og út á Dalatanga Uppl. í síma 588-2111 Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Vefnaður kl. 9 og jóga kl. 9.15. Létt ganga kl. 10 og leikfimi kl. 10.30. Eftir hádegisverð, kl. 13 verður kynning á sum- arstarfinu, bingó kl. 14 og kaffiveitingar. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 12, félagsvist kl. 13.30, rúta frá Hleinum kl. 13, frá Garðabergi kl. 13.15. Hægt er að panta mat í Jóns- húsi með dags fyrirvara, eða í síma 512-1502 fyrir kl. 9. Félagsstarf Gerðubergs | Fjölbreytt handavinnu opnar kl. 10 og listmunasýning þátttakenda í Fé- lagsstarfinu, opið til kl. 17 í dag, á morgun og sun- nud. kl. 13-16, Gerðubergskór leggur af stað kl. 14 í heimsókn á „Hattadag“ á Skjóli og kórinn syngur í Toyotaumboðinu á Nýbýlaveginum kl. 16.30. Sími 575-7720. Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 14, sagan. Á morgun, laugardag, Opið hús-Uppskerudagur frá kl. 14-17. Hraunbær 105 | Handavinna og baðþjónusta kl. 9, hádegismatur, bingó kl. 14, bókabíllinn kl. 14.45, kaffi. Hraunsel | Lokað vegna uppsetningu Hand- verksýningar. Hvassaleiti 56-58 | Frjáls aðgangur að opinni vinnustofu kl. 9-12, postulínsmálning, böðun fyrir hádegi, hársnyrting. Árleg handverkssýning verður sunnudag 25. maí og mánudag 26. maí, opið báða dagana kl. 13-17, kaffiveitingar til sölu. Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulega. Rafskutlukynning kl. 11, heimsókn á handverkssýn- ingu Hvassaleitis mánudag kl. 14.20. Sameinast verður um bíla/rútu. Uppl. 568-3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgunkaffi- blaðaklúbbur kl. 10, leikfimi kl. 11, opið hús, vist/ brids kl. 13, kaffiveitingar. Norðurbrún 1 | Smíðastofan og vinnustofa í hand- mennt opin kl. 9-16, engin leiðbeinandi, myndlist- arnámskeið með Hafdísi kl. 9-12, leikfimi Janick kl. 13, umræðuhópur kl. 13.45, samstarfsverkefni Ás- kirkju og Norðurbrúnar. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla, fótaaðgerðir og handavinna kl. 9-16, spænska kl. 10-12, hádeg- isverður, sungið við flygilinn 13.30, kaffiveitingar, dansað í aðalsal kl. 14.30-16. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja og leirmótun kl. 9, morgunstund, leikfimi, bingó kl. 13.30. Uppl. í síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Salurinn opinn kl. 13. Kirkjustarf Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12. Félagsheimilið Gjábakki | Bossía, málm- og silf- ursmíði og jóga fyrir hádegi, hádegisverður, kaffi til kl. 16 og félagsvist kl. 20.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Kirkja unga fólksins kl. 20, lofgjörð, Guðs orð og félagsmiðstöð eftir samkomuna. Nánari uppl. á www.filo.is Laugarneskirkja | Morgunbæn kl. 8. 70ára afmæli. Á morgun,laugardaginn 24. maí, er sjötug Sigríður Head Sig- urðardóttir (Sigga frá Bjargi) í Hafnarfirði. Sigríður og eig- inmaður hennar, col. Robert Head, verða heima á afmæl- isdaginn en taka á móti gest- um í Columbus Country Club, frá kl. 17 á afmælisdaginn, 24. maí. Heimili þeirra er 368 Megan Lane, Columbus MS 38706. Síminn heima hjá þeim er 662-329-3864. dagbók Í dag er föstudagur 23. maí, 144. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Kostið kapps um að komast inn um þröngu dyrnar, því margir, segi ég yður, munu reyna að komast inn og ekki geta. (Lk. 13, 24.) Það verður heldur beturspánskt yfirbragð yfirKringlunni um helgina enþá verða haldnir „spænskir dagar“. Um er að ræða kynningu sem Ferðamálaráð Spánar stendur fyrir, þar sem fræðast má um þá fjöl- breyttu ferðamöguleika sem bjóðast á Spáni. Margrét Jónsdóttir er vararæð- ismaður Spánar á Íslandi og segir úr miklu að velja: „Í landinu eru töluð fjögur tungumál í sextán sjálfs- stjórnarríkjum. Hvert svæði er með sínum sérkennum hvað varðar mat, menningu og siði og má segja að sá sem hafi aðeins heimsótt eitt hérað á Spáni eigi í raun enn eftir fimmtán aðra ólíka heima að uppgötva og njóta.“ Spænskir dagar hafa verið haldnir með nokkurra ára millibili með svip- uðu sniði, og segir Margrét aðsókn- ina vera mjög góða. Á spænskum dögum að þessu sinni verða kynn- ingarbásar í Kringlunni þar sem fulltrúar margra héraða gefa gest- um og gangandi innsýn inn í hvern stað fyrir sig og aldrei að vita nema alls kyns óvæntir glaðningar færi gesti hálfa leið, þó ekki væri nema í huganum: „Síðast var til dæmis hægt að bragða á fjallaskinku og spænsku rauðvíni,“ segir Margrét. Spánn er það land sem Íslend- ingar eru duglegastir að heimsækja, og er það fastur liður í tilveru margra landsmanna að bregða sér í pakkaferð á gullna sólarströnd til að flatmaga í sólinni. „En það er ekki bara hægt að kynnast Spáni gegnum sumarleyfispakka. Hver og einn get- ur auðveldlega skipulagt sína eigin ferð með eigin áherslum. Á Spáni má jafnt upplifa mikla náttúrufeg- urð, sögulega kastala og fara í versl- unarferðir,“ segir Margrét. „Þeir sem vilja svalann ferðast um Norð- ur-Spán, og þeir sem sækja í hitann og sólina heimsækja suðurhlutann. Þeir sem vilja borða góðan mat verða ekki sviknir af Spáni, sér- staklega ef þeir leggja leið sína til Galisíu eða Baskahéraðanna sem státa af einhverjum allra besta mat Spánar. Þá má ekki gleyma að minn- ast á að Spánn er spennandi hönn- unarvettvangur og virðast Spánverj- ar nú vinna hverja evrópska hönnunarkeppnina á fætur annarri.“ Spænskir dagar eru 23. og 24. maí. Ferðalög | Ferðamöguleikar á Spáni kynntir í Kringlunni um helgina Spánn er heill heimur  Margrét Jóns- dóttir fæddist í Reykjavík 1966. Hún lauk B.A. gráðu í spænsku frá HÍ 1991, meistaragráðu frá Princeton- háskóla 1995, doktorsgráðu frá sama skóla 2001 og MBA-gráðu frá HR 2006. Margrét var lektor við HÍ 1995-2003, síðan lektor við HR og síðar dósent. Hún er nú forstöðum. alþjóðasviðs HR og stjórnarform. Mannauðs auk þess sem hún hefur verið vararæðism. Spánar á Íslandi frá 2001. Eiginmaður Margrétar er Már Jónsson prófessor og eiga þau þrjá syni. Fréttir og tilkynningar Yggdrasill | Heilsumeistaraskólinn (School of Natural Me- dicine Iceland) verður með kynningu kl. 17 í Yggdrasli, Skólavöruðustíg. Námið er þriggja ára nám í náttúrulækn- ingum. Dr. Farida Sharan mun segja frá skólanum og svara spurningum, umsóknarfrestur fyrir næsta skólaár er til 15. júní. Börn Laugarnesskóli | Í tilefni af degi barnsins hinn 25. maí verða ný veggspjöld með ákvæðum barnasáttmálans í styttri útgáfu kynnt við morgunsöng í Laugarnesskóla í dag, 23. maí, kl. 8.45. Allir sem hafa áhuga á réttindum og velferð barna eru velkomnir. VEFUR kirkjugarðanna hefur verið endurbættur og var nýi vefurinn opn- aður í gær. Það var sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson sem opnaði vefinn og þau Arnfinnur Einarsson og Guðrún Sigríð- ur Vilhjálmsdóttir fylgdust með. Vef kirkjugarðanna má finna á vefslóðinni www.kirkjugardar.is. Þar er að finna ýmsar upplýsingar um þjónustu garð- anna. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Nýr vefur opnaður FRÉTTIR Á ÞINGI Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra, sem haldið var ný- lega var samþykkt ályktun þar sem þess er krafist að styrkir og uppbæt- ur til bifreiðakaupa hreyfihamlaðra hækki tafarlaust. Í ályktuninni er lagt til að útfærsla hækkunarinnar verði með eftirfarandi hætti: „Endurúthlutun styrkjanna verði strax breytt í 4 ár úr 5 árum. Endurúthlutun prósentu (%) styrkjanna (hjólastólabílar) verði að sama skapi breytt í fjögur ár ef val- inn er 50% styrkur og fimm ár ef val- inn er 60% styrkur. Styrkir verði hækkaðir þannig að þeir fylgi verðlagshækkunum. Skipuð verði samráðsnefnd ráðu- neytis og hagsmunasamtakanna með þátttöku Sjálfsbjargar lsf. Réttur til styrkja miðist við þörf fólks fyrir bifreiðar til daglegs lífs.“ Styrkir til bifreiðakaupa hreyfihamlaðra hækki ÁRNI Benediktsson og Þór Jes Þórisson hafa hlotið sæmdarheitið: „Rafmagnsverkfræðingur ársins“. Um er að ræða sameiginlega við- urkenningu Verkfræðingafélags Íslands og IEEE, alþjóðlegs félags rafmagnsverkfræðinga sem er með um 375 þúsund félagsmenn í yfir 160 löndum. Árni Benediktsson lauk prófi í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Ís- lands 1976. Að loknu námi hóf hann störf hjá Landsvirkjun. Árni starfar í dag sem þróunarstjóri orkusviðs Landsvirkjunar. Þór Jes Þórisson lauk verkfræði- prófi frá Háskóla Íslands árið 1986. Að lokinni hnattferð hóf hann störf hjá Póst- og síma- málastofnun. Nú gegnir hann stöðu framkvæmdastjóra tækni- sviðs Símans hf. Þetta er í annað sinn sem við- urkenningin „rafmagnsverkfræð- ingur ársins“ er veitt hér á landi. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár. Auglýst var eftir tilnefningum og voru skilyrði þau að viðkom- andi væri Íslendingur eða starf- andi á Íslandi. Sameiginleg dóm- nefnd VFÍ og IEEE á Íslandi valdi verðlaunahafana. Í tilefni af verðlaunaafhending- unni komu hingað til lands tveir fulltrúar IEEE, þeir James T. Ca- in, fyrrum formaður IEEE fyrir Evrópu, Afríku og Mið-Austurlönd, og Victor F. Hanna, formaður við- urkenningarnefndar IEEE í Evr- ópu, Afríku og Mið-Austurlöndum. Viðurkenning James T. Cain, fyrrum formaður IEEE, Karl Sölvi Guð- mundsson, formaður Íslandsdeildar IEEE, Árni Benediktsson, Þór Jes Þór- isson, Victor F. Hanna, formaður viðurkenningarnefndar IEEE í Evrópu, Afríku og Mið-Austurlöndum, og Kolbrún Reinholdsdóttir, formaður Raf- magnsverkfræðingadeildar VFÍ. Rafmagnsverkfræð- ingar ársins valdir TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN (TM) og Fákur hafa undirrita samstarfssamn- ing er snýr að Gæðingamóti Fáks. Mótið mun samkvæmt samningnum nefnast TM Gæðingamót Fáks og verður haldið dagana 29. maí til 1. júní næstkomandi, á félagssvæði Fáks í Víðidal. Mótið er úrtökumót fyrir Landsmót hestamanna 2008 og felur samningurinn ennfremur í sér að TM verði aðalstyrktaraðili þeirra félagsmanna Fáks sem fara á Landsmótið. Samstarfssamningur þessi er liður í að kynna enn frekar þær breytingar sem gerðar hafa verið á hestatryggingum TM. Samstarf Frá vinstri: Árni Guðmundssson, mótsstjóri gæðingamóts Fáks, Erna Kristjánsdóttir, vörustjóri hjá TM, og Bjarni Finnsson, formaður Fáks. TM styrkir gæðingamót

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.