Morgunblaðið - 23.05.2008, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2008 45
Hvaðan ertu?
Frá litlum stað sem heitir Sallynoggin, í Dublin á Ír-
landi. Það er sómasamlegt hverfi sem verkamenn búa í
og því flutti ég á flottari stað langt í burtu frá því eftir að
ég sló í gegn.
Pissarðu í sturtu? (Spyr aðalskona síðustu viku, Regína
Ósk Evróvisjónfari)
Ha? Ég geri það sko ekki! Þú ættir að skammast þín,
Regína. Ég pissa bara í sundlaugar.
Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú yrðir stór?
Ég er ungur, bara 12 ára.
Hvað tekurðu í bekk?
Alltof mikið.
Ekki miklar líkur á 12 stigum, „douze pointes“, fyrir Ír-
land, er það?
Ekki fyrr en ég sný aftur sem Dustin International.
Hversu marga hálfpotta af Guinness drekkurðu á dag?
Ég drekk ekki áfengi, ég er bara 12 ára.
Eru kalkúnar misskildir?
Sumir eru það, sjáðu bara Björk, enginn veit hvað hún er
að fara.
Hversu leiðinlegur er Jónatan Garðarsson, fararstjóri ís-
lenska Evróvisjón-hópsins?*
Hann er svo leiðinlegur að það hræðir mig. Fólk í kring-
um hann á það til að missa lífsviljann. Það er sorglegt.
Hver er erkióvinur þinn?
Enginn, ég er dáður um gjörvalla veröld.
Hvað er það neyðarlegasta sem komið hefur fyrir þig á
sviði?
Ekkert, það gengur allt fullkomlega upp hjá mér.
Hvernig er ástarlífið?
Stórkostlegt, þakka þér.
Kemur heimstónleikaferð með Eurobandinu til greina?
Ha, hverjum?
Hver er uppáhaldsbókin þín?
Litla svarta bókin mín með símanúmerum allra gellanna
minna.
Hvernig hefur Bono það?
Veit það ekki, þú ættir heldur að spyrja Guð að því, hann
heyrir oftar í honum en ég.
Hefurðu einhvern tíma fengið þér þakkargjörðarmáltíð?
Farðu í rassgat!
Hefurðu hitt einhvern úr austur-evrópsku Evróvisjón-
mafíunni?
Nei, en þú?
Hver er algengasti misskilningurinn varðandi kalkúna?
Að við getum ekki talað.
Hefurðu komið til Tyrklands? (Orðin „Tyrkland“ og „kal-
kúnn“ eru eins á ensku, „turkey“)
Eins og segir í laginu: „Ég hef aldrei komið til mín“.
Hvaða Evróvisjónkeppandi er kynþokkafyllstur, fyrir
utan þig auðvitað?
Maria.
Hver sigrar í Evróvisjón í ár?
Chiki Chiki vona ég!
Hvað verður nú um Dustin?
Hann verður forseti Evrópusambandsins.
Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda/kalkún?
Færðu eins mikið greitt og ég fyrir að svara þessum
spurningum? Ég trúði ekki mínum eigin eyrum þegar ég
heyrði af því fyrst. 30 þúsund evrur eru dágóð fúlga.
KALKÚNNINN DUSTIN
AÐALSMAÐUR VIKUNNAR ER Í RAUN AÐALSFUGL
OG ÍRSKUR AÐ AUKI, SJÁLFUR DUSTIN SEM KEPPTI
FYRIR ÍRLAND Í EVRÓVISJÓN Í FYRRI FORKEPPNINNI
EN KOMST ÞVÍ MIÐUR EKKI Í AÐALKEPPNINA.
Metnaðarfullur kalkúnn Dustin stefnir á frama í Evrópustjórnmálum, að verða fyrsti forseti ESB.
*Dustin tjáði blaðamönnum í Serbíu að Jónatan væri
leiðinlegur maður. Um einkahúmor er víst að ræða en
Jónatan ku vera mikill vinur írska hópsins.
Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson
SUNNUDAGINN 25. MAÍ KL. 20
EFTIR GRIGORI FRID
ÞÓRA EINARSDÓTTIR, SÓPRAN
VALERIE SAUER, DANSARI
ALEXANDER SCHERER, PÍANÓLEIKARI
IRIS GERATHPREIN, LEIKSTJÓRN
ÞÓRUNN SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR, ÚTLIT
PÁLL RAGNARSSON, LÝSING
AÐEINS EIN SÝNING!
ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ KL. 20
SAMKÓR REYKJAVÍKUR
30 ára afmælistónleikar
Miðaverð 2.000 kr.
FIMMTUDAGUR 29. MAÍ KL. 20
KEITH TERRY Í SALNUM
Body percussion.
Miðaverð 1.000 kr.
FÖST. 30. MAÍ KL. 20 UPPSELT!
LAU. 1. JÚNÍ KL. 20 ÖRFÁ SÆTI!
VÍKINGUR HEIÐAR ÓLAFSSON
PÍANÓTÓNLEIKAR TIL MINNINGAR
UM BIRGI EINARSON
Miðaverð 2.500 kr.
Ástin er diskó, lífið er pönk
e. Hallgrím Helgason
Stuðið er á Stóra sviðinu
sýn. fös. 23/5 uppselt, lau. 24/5
Sá hrímhærði og draumsjáandinn
e. Nils Aslak Valkeapää
Gestasýning frá Beaivváš, þjóðarleikhúsi Sama í Noregi
Ath. aðeins ein sýning, þri. 27/5
„Þetta er fjörugt verk
og var vel sungið,
leikið og dansað..."
SA, tmm.is
„Það er svona
sumarfílíngur í þessu."
KJ, Mannamál/Stöð 2
Tilnefnd til Grímuverðlaunanna
sem barnasýning ársins!
Skoppa og Skrítla í söng-leik
e. Hrefnu Hallgrímsdóttur
Sýningum lýkur 1/6
Örfá sæti laus um helgina
Þjóðleikhúsið
Á öllum sviðum lífsins
Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00
mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00.
Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga.
Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is
Sími 551 3010