Morgunblaðið - 02.06.2008, Síða 1

Morgunblaðið - 02.06.2008, Síða 1
STOFNAÐ 1913 149. TBL. 96. ÁRG. MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is TAKTU ÞÁTT! 7. JÚNÍ 2008 SJÓVÁ KVENNAHLAUP ÍSÍ Dauðasyndirnar >> 33 Öll leikhúsin á sama stað Leikhúsin í landinu VATNS ER ÞÖRF ER VATNIÐ AÐ VERÐA AÐ GULLNÁMU? VIÐSKIPTI >> 13 BERUM SAMAN VERÐ – LÍKA Í ÚTLANDINU DAGLEGT LÍF >> 19 SPARAÐ Í FRÍINU Er Svía- grýlan loks öll?  Íþróttir FRÉTTASKÝRING Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ÍSLENDINGAR eru meðal þeirra tólf þjóða sem taka þátt í hand- boltakeppni karla á Ólympíu- leikunum í Kína í sumar. Aðeins tvær Norðurlandaþjóðir verða með; Danir tryggðu sér sæti á ÓL þegar þeir urðu Evrópumeistarar fyrr á þessu ári og „strákarnir okkar“ í gær með glæsilegum sigri á Svíum í Wroclaw í Póllandi. Svíar sitja því eftir með sárt ennið, aðra Ólympíuleikana í röð, og Norðmönnum mistókst líka um helgina að komast á leikana. Sex þjóðir höfðu þegar tryggt sér keppnisrétt í Kína í sumar:  Gestgjafarnir, Kínverjar.  Heimsmeistararnir, Þjóðverjar.  Álfumeistararnir: Danir, Bras- ilíumenn, Suður-Kóreubúar og Egyptar. Sex til viðbótar komust um helgina á ÓL þegar keppt var um sætin í þremur fjögurra liða riðlum:  Pólverjar og Íslendingar komust upp úr riðli sem fram fór í Wroclaw í Póllandi en Svíar og Argentínumenn sátu eftir.  Frakkar (6 stig) og Spánverjar (4) fara áfram úr riðli sem leikinn var í París. Norðmenn og Túnisar fengu aðeins eitt stig hvor þjóð.  Króatar (6 stig) og Rússar (4) fara úr riðli sem fram fór í Zadar í Króat- íu og lauk í gær. Japanir fengu tvö stig en Alsírbúar ekkert. Íslendingar hafa í gegnum árin átt mjög erfitt uppdráttar gegn Svíum, enda þessir frændur okkar um árabil með eitt besta handboltalið heims. Oft var talað um hve mjög Íslend- ingar hræddust Svíagrýluna; þótt ís- lenska liðið væri gott félli það oft á prófinu vegna ótta við Svíana. Marg- ir töldu björninn unninn þegar Alfreð Gíslason stýrði íslenska liðinu til sig- urs í Stokkhólmi í júní 2006 og þrátt fyrir eins marks tap í Laugardalshöll viku síðar – á þjóðhátíðardaginn – komst Ísland á HM í Þýskalandi en Svíþjóð ekki. Svíar unnu Íslendinga hins vegar örugglega á EM í Noregi í byrjun þessa árs og „Grýla“ var þá aftur á allra vörum en í gær snerist dæmið enn við. Nú væri réttast að grafa Svíagrýluna endanlega en blása lífi í Íslendingagrýluna! Þetta verða sjöttu Ólympíuleikar íslenska landsliðsins og, ef allt fer að óskum, þeir fjórðu sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari tekur þátt í. Hann var leikmaður í Banda- ríkjunum 1984 og Suður-Kóreu 1988 og þjálfari í Aþenu 2004. Handboltakeppni Ólympíuleik- anna hefst laugardaginn 9. ágúst. Guðmundur Guðmundsson á leið á fjórðu Ólympíuleikana SIGFÚS Sigurðsson smellir rembingskossi á Ólaf Stefánsson eftir fræki- legan sigur á Svíum, 29:25, í Wroclaw í Póllandi í gær. Þar með varð ljóst að Íslendingar keppa á Ólympíuleikunum í Kína í sumar. Ljósmynd/Jonas Ekströmer Það kvað vera fallegt í Kína BANDARÍSKA óperusöngkonan Denyce Graves hélt tónleika í Há- skólabíói í gærkvöldi. Á efnis- skránni voru verk úr ýmsum áttum en þó aðallega eftir amerísk tón- skáld. Graves er meðal þekktari messósópransöngkvenna og er hér á landi í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Hún hefur á und- anförnum árum sungið víða um heim og hlotið lof gagnrýnenda. Að sögn Jónasar Sen, gagnrýn- anda Morgunblaðsins, sem var á tónleikunum, var nánast húsfyllir í Háskólabíói en stemningin á tón- leikunum og viðtökur áhorfenda engu að síður nokkuð undir vænt- ingum. Einn hápunktanna á Listahátíð Morgunblaðið/Árni Sæberg Sönggyðja Denyce Graves tekur við blómvendi í Háskólabíói. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is BÆJARSTJÓRINN í Árborg var á íbúafundi í gær spurður að því hvort bæjarstjórnin hefði engar áhyggjur af vatnsuppsprettum á miðjum jarð- skjálftaupptökum við Ingólfsfjall og hvort fylgst væri með högum ein- stæðinga eftir jarðskjálftana á fimmtudaginn. Sjö íbúðarhús hafa verið metin óíbúðarhæf í Árborg, að því er kom fram á fundinum. Um neysluvatnið sagði bæjarstjór- inn að mjög gott vatn kæmi úr upp- sprettunum en fylgjast þyrfti með því hvort vatnslindirnar þar spilltust. „Við höfum verið að bora fleiri hol- ur þarna og ætlum okkur að sækja vatn þangað fyrir þessa byggð. Þetta er helsta neysluvatnssvæði okkar en það er eitt fjölmargra verkefna okkar í kjölfar þessara náttúruhamfara að fylgjast vel með,“ sagði bæjarstjórinn Ragnheiður Hergeirsdóttir. Hún sagði að ekki væri fylgst kerf- isbundið með einstæðingum en hins vegar væru allar ábendingar um fólk sem býr einsamalt vel þegnar Upplýst var á fundinum að Viðlaga- trygging Íslands bætti ekki tjón á innbúi nema húseigendur hefðu inn- bústryggingu. Viðlagatrygging nær hins vegar yfir húsnæðið sjálft þar sem brunatrygging á húsnæði er lög- bundin. Sjálfsábyrgð er að lágmarki 85 þúsund krónur. Girða af fjölda húsa Björgunarsveitarmenn voru í gær við störf á jarðskjálftasvæðunum og girtu af hús sem lýst hafa verið óíbúð- arhæf. Sjö íbúðarhús í Árborg falla í þann flokk sem fyrr segir og viðbúið að fleiri eigi eftir að bætast við. Tvö hús á Eyrarbakka eru óíbúðarhæf og auk þess hefur 16 húsum í Ölfusi verið lokað. Starfsmenn Viðlagatryggingar hafa forskoðað um 40 hús og aðallega er um að ræða sprungur í innveggj- um. Þurfa að loka tugum húsa  Fylgst með neysluvatni sem sótt er í jarðskjálftablettinn við Ingólfsfjall Framtíð Íbúar Árborgar sækja upp- lýsingar á fjölmennum fundi. Morgunblaðið/Golli  Gríðarlegt | 4 TILFÆRSLA í jarðskorpunni þar sem stóri jarðskjálftinn átti upptök sín síðastliðinn fimmtudag gæti hafa verið um hálfur metri, samkvæmt fljótlegri athugun á Veðurstofu Ís- lands. Áætlað er að brotalengd meg- injarðskjálftans sé 14 kílómetrar. Nú er talið næsta víst að Suður- landsskjálftinn á fimmtudaginn var hafi byrjað með skjálfta sem varð fremur grunnt undir Ingólfsfjalli. Ekki er ósennilegt að hann hafi ver- ið um 5 að styrkleika, en erfitt er að fullyrða það vegna þess hve at- burðarásin var hröð. Sekúndubrot- um eða fáeinum sekúndum síðar hrökk misgengi nokkrum km vestar og olli það stóra jarðskjálftanum upp á 6,3. Eftirskjálftavirkni hefur verið á meginmisgenginu en einnig teygt sig vestur eftir Ölfusi. Ólíklegt er talið að hún valdi stærri skjálfta. | 6 Tilfærslan um hálfur metri

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.