Morgunblaðið - 02.06.2008, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 02.06.2008, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2008 25                          Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÁRNASON, áður til heimilis að Brekkugerði 34, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 23. maí. Útförin fer fram frá Grensáskirkju mánudaginn 2. júní kl. 15.00. Árni Árnason, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Aðalsteinn Árnason, Þórný H. Eiríksdóttir, Helga Lára Guðmundsdóttir, Björn Guðmundsson, Margrét Guðmundsdóttir, Lúðvíg Lárusson, barnabörn og barnabarnabörn. málefni þess. Hús var reist við vatnið og settar reglur um um- gengni veiðimanna. Guðmundi var það kappsmál að öll umgengni við náttúruna væri með þeim hætti sem honum fannst hæfa. Guðmund- ur var heimsmaður og vildi engan kotungsbrag á sínu félagi. Allt sem hann tók sér fyrir hendur ein- kenndist af vandvirkni og einlæg- um áhuga hans á veiði og náttúru landsins. Guðmundur innleiddi þann sið að félagsmenn hittast ásamt eiginkonum tvisvar á ári. Að- alfundur er í apríl þar sem veiði- dögum sumarsins er úthlutað – haldinn í Skíðaskálanum í Hvera- dölum og kvöldverður á eftir – að hausti er svo farið í veiðimanna- messu í Strandarkirkju í Selvogi, þar sem þakkað er fyrir gjöfult sumar. Þessir tveir viðburðir hafa markað bæði vorkomu og lok sum- ars hjá félögunum í öll þessi 30 ár. Þessi félagsskapur er íhaldssamur í bestu merkingu þess orðs, það má þakka Guðmundi að miklu leyti, en hann hafði mjög ákveðnar skoðanir á veiði og umgengni við náttúru og umhverfi. Aðeins er veitt á flugu og fylgst vel með lífríki vatnsins, fiski- fræðingur hefur verið kallaður til og tilraunaveiðar stundaðar. Ekki er hægt að minnast Guð- mundar án þess að nefna hans góðu konu Höllu Aðalsteinsdóttur sem lést árið 2000, en þau hjón voru ákafir veiðimenn og veiddu mikið saman, fóru gjarnan til Skotlands í laxveiði og var mjög gaman og lær- dómsríkt að heyra Guðmund segja frá veiðiferðum þeirra hjóna. Heiðursmaðurinn Guðmundur Árnason er nú allur og er hans saknað úr hópnum. Við sendum börnum Guðmundar og Höllu og öðrum ættingjum inni- legar samúðarkveðjur að leiðarlok- um og þökkum þeim hjónum sam- fylgdina. F. h. félaga í Stakkavík Allan V. Magnússon. Guðmundur Árnason var eigin- maður Höllu móðursystur minnar, ég hef því þekkt hann alla ævi. For- eldrar mínir bjuggu ásamt Guð- mundi og Höllu í húsi Ömmu Láru að Fjölnisvegi 11 fram til ársins 1961. Þetta var fjölskylduhús og þar bjuggu saman, mamma, pabbi og ég, Guðmundur, Halla, og fjögur börn þeirra, þau Árni, Aðalsteinn, Helga Lára og Margrét. Amma Lára, Kristjana og stofustúlka; alls 12 manns. Mikill samgangur var á milli okkar barnanna og systranna Höllu og Heiðu. Árið 1958 dvöldu foreldrar mínir erlendis og var ég hjá Guðmundi og Höllu þann vetur. Guðmundur var heimsborgari. Hann starfaði mörg ár í Ameríku og bar það með sér bæði í háttum og venjum. Hann fékk send erlend tímarit og fylgdist iðulega með út- varpsfréttum á erlendum útvarps- stöðvum. Hjá þeim var líka allt annar matur en tíðkaðist almennt á heimilum í landinu á þessum tíma, til að mynda bjó Halla til hamborg- ara og með þeim voru bornir fram kornstönglar sem Guðmundur sér- flutti til Íslands. Morgunkorn var líka þegar á borðum á heimilinu og Guðmundur lét meira að segja flytja inn fyrir sig Cheerios og ber hann sennilega ábyrgð á því að það er þekkt hér í dag. Það er mér minnisstætt að alltaf var borðað í borðstofunni á heimilinu, jafnvel í hádeginu og alltaf tauþurrkur á borðum. Þau hjón héldu þessum sið jafnvel eftir að þau urðu tvö í Brekkugerðinu. Guðmundur hafði mikinn áhuga á veiði og frímerkjasöfnun. Hann var einn sá fyrsti til að hnýta sínar eig- in flugur hér á landi og frímerkja- safn hans var eitt vandaðasta og merkasta safn íslenskra frímerkja. Hann rak alla tíð sitt eigið fyr- irtæki og hafði gott auga fyrir vönduðum hlutum og bauð bestu merkin í þeim vörum sem hann seldi. Guðmundur og Halla reynd- ust mér og móður minni einstak- lega vel, sérstaklega eftir að móðir mín var orðin ein sýndu þau okkur mikla velvild, hlýju og hjálpsemi. Þau voru bóngóð, heilsteypt fólk og miklir höfðingjar sem höfðu mikil og góð áhrif á mig. Þegar þau bæði hafa nú kvatt þetta líf, þá vil ég þakka þeim kærlega fyrir allt sem þau gerðu fyrir okkur mömmu. Guðmundur og Halla voru einstak- lega góðar fyrirmyndir og á mínum uppvaxtarárum höfðu þau meiri áhrif á mig en ég gerði mér grein fyrir þá, blessuð sé minning þeirra. Ég sendi frændsystkinum mínum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Aðalsteinn Karlsson Mig langar að minnast Guð- mundar í Árvík, eins og ég kallaði hann alltaf, sem var einn besti fluguveiðimaður landsins og varð einn af mínum kærustu veiðifélög- um. Lífið er fullt af tilviljunum og til- viljun olli því að við Guðmundur skiptum með okkur veiðisvæði í Grímsá fyrir rúmlega 20 árum. Ég mætti til leiks eins og ég taldi best, með koppa og kirnur fullar af maðki en Guðmundur með flugurn- ar sínar enda „sjentilmaður“ fram í fingurgóma í sínum veiðiskap. Ég held að Guðmundur hafi þá strax ákveðið að kenna mér fluguveiðar en eins og honum var lagið þá gekk hann ekki fram af neinu offorsi heldur samdi við ákafan maðka- veiðimanninn um að nota ekki maðk nema á ákveðnum stöðum í ánni. Í þessari fyrstu veiði okkar sam- an veiddi fluguveiðimaðurinn Guð- mundur, mér til mikillar furðu, miklu meira en ég með minn maðk. Þar með hafði ég eignast læriföður enda vildi ég veiða sem mest og stærst. Virðing hans við árnar og veiðarnar olli því að ég fór að hugsa minn gang og samtöl okkar á bökk- um Grímsár urðu lengri og lengri í þessum fyrsta veiðitúr okkar sam- an og þegar honum lauk höfðum við ákveðið að næst þegar við veiddum saman yrði ég bara með flugu. Hann hjálpaði mér að finna flugu- stöng og hjól við hæfi sem hann svo pantaði fyrir mig frá Bandaríkjun- um. Sumarið eftir veiddum við aft- ur saman í Grímsá og eftir þá daga sagði ég skilið við allt annað en flugu við veiðarnar. Guðmundur kenndi mér svo af sínum óþrjótandi viskubrunni. Hann veiddi alltaf mun meira en ég og það komu stundir þar sem ég var alveg að gefast upp en þá stappaði hann í mig stálinu og hvatti og leiðbeindi. Guðmundur hnýtti sínar flugur sjálfur og ég naut góðs af því en smátt og smátt fór ég að kaupa mínar eigin og ná betri tökum á þessum galdri að setja í fisk með flugu. Eins og sann- ur meistari gat Guðmundur aldrei kennt mér allt og ég var alltaf skrefi á eftir honum. Við veiddum svo saman á svæði í nokkur ár og því betur sem við kynntumst áttaði ég mig á hvað hann var léttur í lund. Það var því oft hlegið á bökk- um Grímsár og skellihlátur í veiði- húsinu og Guðmundur sneri sög- unum sem þar voru sagðar snarlega yfir á ensku svo að veiði- menn sem ekki skildu íslensku misstu ekki af neinu. Með þessum orðum vil ég þakka Guðmundi allar gleðistundirnar og góða samfylgd. Hann olli hugar- farsbreytingu hjá mér varðandi veiði og með ljúfmennsku og þraut- seigju tókst honum að gera úr mér góðan fluguveiðimann og áreiðan- lega betri mann líka. Ég vil í lokin senda samúðar- kveðjur til allra aðstandenda og vina Guðmundar Árnasonar. Viðar Daníelsson. Þær eru ófáar minningarnar sem streyma um hugann þegar ég hugsa um Sölva og Bryndísi. Enn þann dag í dag, þegar ég keyri fram hjá Vesturbrún 28, finnst mér eins og Bryndísi bregði fyrir í eldhúsglugganum og að bláa Mazdan hans Sölva sé í hlaðinu. Við mamma áttum heima í næsta nágrenni á Dyngjuvegi 8 sem í dag er hús Rithöfundasam- bandsins. Ég kynntist Valdimari, syni þeirra hjóna strax á æskuár- um þegar við vorum að leik í holt- inu, en fyrir utan að vera jafn- aldrar hafði Sölvi fundið út að við værum jafnframt frændur langt aftur í ættir. Nú er svo komið að heil kynslóð ✝ Þorsteinn SölviValdimarsson fæddist á Lind- arbrekku á Vopna- firði 13. desember 1923. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 20. jan- úar síðastliðinn. Útför Þorsteins fór fram frá Ás- kirkju 29. janúar sl. Bryndís Ingi- björg Einarsdóttir fæddist á Ísafirði 27. febrúar 1934. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 25. apríl sl. Jarðarför Bryndísar fór fram frá Áskirkju 2. maí sl. nágranna sem við Valdimar ólumst upp með á Vesturbrúninni og Dyngjuveginum er gengin á vit forfeðra sinna. Oftar en ekki, þegar ég heim- sótti Valdimar og hann var ekki heima, þá settumst við Sölvi niður og ræddum heimsmálin. Þetta eru ógleymanlegar stundir þar sem við sátum sem oftast í eldhúsinu og röbbuðum um heima og geima og drukkum kaffi. Í minningunni var Bryndís í eldhúsi og færði okkur veitingar á færibandi. Mér er sérstaklega kær sú minning um Sölva þegar komið var að heimferðartíma. Þrátt fyrir að vera nýbúinn að kveðja inni í húsi, þá fylgdu þeir feðgar mér einatt út á eldhúströppur og svo röbbuðum við enn meira saman fyrir utan. Föðmuðumst við alltaf innilega áð- ur en endanlega var kvatt og oftar en ekki hafði tíminn þarna úti liðið svo um munaði. Það eru ótal minn- ingar sem ég á af fallegum sum- arkvöldum þar sem við stóðum þarna á góðri stundu. Það var ávallt mikill vinskapur á milli fjölskyldu minnar og þeirra hjóna. Féll það Sölva sérstaklega þungt í geð þegar fyrirséð var að við mamma myndum flytja af Dyngjuveginum. Þótti mér ávallt vænt um viðleitni Sölva að halda okkur í hverfinu. Ég sé enn í huga mér mubl- urnar og andrúmsloftið á Vestur- brúninni. Rauða teppið inni í holi, hollenskollen inni á stigagangi, við að renna okkur niður handriðið við lítinn fögnuð Bryndísar, skák inni í sjónvarpsherbergi, útvarpsfréttir, afmælisveisla við borðstofuborðið, kyrrðin í stofunni, svefnherbergin uppi á annarri hæð, Bryndís í pilsi, kaffitími, Sölvi að taka í nefið, köflóttar skyrtur, útsýnið yfir Laugardalinn, nýslegið grasið og sunnudagsbíltúrar niður á Haga- mel. Mér er kært til þess að hugsa að ég náði að kveðja þau hjónin á Skjóli fyrir um það bil hálfu ári. Ekki grunaði mig að það yrði í síð- asta skiptið sem ég myndi hitta þau en þó var mér ljóst að enda- lokin væru ekki svo fjarri. Eins og ávallt voru þetta hlýir vinafundir og harðfiskur var snæddur. Þegar ég hugsa til þeirra hjóna koma mér í huga sannkristin gildi, hjartahlýja, vinátta, staðfesta, dugnaður og látleysi. Sölvi sem reisti blokkirnar á Norðurbrúninni og Bryndís sem vann í mötuneyt- inu á Arnarhvoli. Í huganum kveð ég Bryndísi inni í forstofu og Sölvi fylgir mér út á eldhúströppur. Finn ég sum- arvindinn leika um mig og dagur er senn að kvöldi kominn. Föðm- umst við sem ávallt og kveðjumst að sinni. Ykkar vinur og nágranni, Meira: meira á www.mbl.is/minningar Gunnar Björn Gunnarsson. Þorsteinn Sölvi Valdi- marsson og Bryndís Ingibjörg Einarsdóttir Í nokkrum fátæk- legum orðum langar okkur bræðurna í Kjötborg að minnast Gissurar Gissurarsonar nágranna okkar af Brávallagötunni í Vest- urbæ Reykjavíkur. Gissur var einn af þeim mönnum sem færðu léttleika og hlýju í búð- ina þar sem hann var svo að segja daglegur gestur. Hann spjallaði við alla, flesta þekkti hann en allir vissu deili á honum. Það skipti ekki máli hvort heldur var rætt um fót- boltann á Íslandi eða Englandi, maður kom ekki að tómum kof- unum hjá Gissuri. Ég held líka að laugardagarnir hafi verið honum hálfheilagir þegar enski boltinn var annars vegar. Oftast horfði hann á leikina með sonum sínum og barna- börnum og var þá oft sett auka- nammi í pokann til að hafa með Gissur Jóel Gissurarson ✝ Gissur Jóel Giss-urarson, fv. rak- ari og skrif- stofumaður, fæddist í Reykjavík 7. júní 1931. Hann andaðist í Reykjavík 23. apríl síðastliðinn. Gissur var jarðsunginn frá Dómkirkjunni 2. maí sl. sjónvarpinu. Gissur hafði einnig mikinn áhuga á handbolta og skýrist það eflaust af því að hann var gam- all meistaraflokks- maður úr Víkingi, reyndar bæði í hand- bolta og fótbolta. Þegar ég ræddi um andlát Gissurar við Eggert Jóhannesson, einn heiðursfélaga Víkings, þá sagðist hann hafa átt því láni að fagna að hafa leik- ið með honum í handboltanum. Það sem honum var mjög minnisstætt frá þeim tíma var hvað Gissur, sem stóð í markinu, var ofur rólegur þegar hann fór gegn andstæðing- unum, lét þá um að gera mistökin og varði oftar en ekki með prýði. Eggert bað mig um að færa Mar- gréti og fjölskyldu samúðarkveðjur en hann hafði því miður ekki tök á að vera við jarðarförina þar sem hann var erlendis. Eitt er það sem mig langar sér- staklega að minnast á en Gissur starfaði síðustu árin sem húsvörður í Réttarholtsskóla þar sem börnin mín voru á sínum tíma. Aldrei leið sá dagur að hann spyrði ekki um Jónas og Sesselju til að fylgjast með því hvað þau væru að gera og sendi þeim ávallt góðar kveðjur. Ég veit að hann var vinsæll meðal allra nemenda skólans og spjallaði við þá á sama hátt og þá sem eldri eru. Ég vil fyrir hönd fjölskyldu minnar, Kristjáns bróður míns og allra vinanna í Kjötborg þakka fyr- ir góð kynni og skemmtileg. Við sendum Margréti og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Minningin um elskulegan vin lif- ir. Gunnar Jónasson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.