Morgunblaðið - 02.06.2008, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
BEINT LÝÐRÆÐI
Mestu þjóðfélagsumbætur,sem hægt er að koma ánæstu árin á Íslandi, er að
taka upp beint lýðræði og fela fólkinu
sjálfu það vald að taka lykilákvarð-
anir um málefni lands og þjóðar. Það
er nú komið á annan áratug frá því að
Morgunblaðið hóf baráttu fyrir því,
að beint lýðræði yrði tekið upp hér, og
smátt og smátt hefur fylgi við þá hug-
mynd aukizt.
Reynslan af því að efna til atkvæða-
greiðslu í einstökum sveitarfélögum
um stór mál er góð. Má í því sambandi
nefna atkvæðagreiðsluna í Hafnar-
firði um stækkun álversins í Straums-
vík og atkvæðagreiðslu í Seltjarnar-
neskaupstað um skipulagsmál.
Rökin fyrir því að taka smátt og
smátt upp beint lýðræði, sem tæki við
ákveðnum verkefnum af fulltrúalýð-
ræðinu, eru augljós. Þegar fulltrúa-
lýðræðið var að ná fótfestu var
menntun hins almenna borgara mjög
takmörkuð og þekking hans á ein-
stökum málum og yfirsýn sömuleiðis.
Nú er svo komið að kjörnir fulltrúar
fólksins á Alþingi og í sveitarstjórn-
um hafa hvorki meiri menntun en
þeir, sem kjósa þá til starfa, né að-
gang að betri upplýsingum um ein-
stök mál. Samfélag okkar er orðið svo
galopið að það er varla hægt að tala
um að einhver leyndarmál séu á ferð-
inni í málefnum lands og þjóðar, sem
er mikil breyting til bóta.
En því til viðbótar hafa orðið ann-
ars konar breytingar á samfélaginu,
sem valda því, að það er orðið mjög
brýnt að beina vissum ákvörðunum,
sem þarf að taka, til almennings.
Ástæðan er sú, að hagsmunatengslin
eru orðin mikil og flókin. Kjörinn
fulltrúi í sveitarstjórn hefur að öllum
líkindum þurft að ganga í gegnum
prófkjör í eigin flokki til þess að ná
sæti á framboðslista til sveitarstjórn-
ar. Sá sami fulltrúi kann að hafa tekið
við stuðningi í ýmsu formi frá aðilum,
sem eiga hagsmuna að gæta vegna
ákvarðana sveitarstjórna. Og hafi
hann ekki þurft þess getur sá hinn
sami átt eftir að þurfa á slíkum stuðn-
ingi að halda.
Það getur verið erfitt, hvort sem er
fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum eða á
Alþingi, að taka ákvarðanir, sem
ganga þvert á hagsmuni einstaklinga
eða þjóðfélagshópa.
Um þetta eru svo mörg og augljós
dæmi að varla þarf að rekja þau sér-
staklega. Hvers vegna voru alþingis-
menn svona tilbúnir til að fella auð-
lindagjald tímabundið niður á þorski?
Vegna þess, að þeir vita hversu
áhrifamiklir útgerðarmennirnir eru í
sjávarþorpunum, þar sem fólk á mikið
undir að fá vinnu við útgerð eða fisk-
vinnslu.
Hið beina lýðræði losar kjörna full-
trúa úr hagsmunafjötrum. Þess vegna
eigum við að taka það upp með skipu-
legum hætti.
Alþingi þarf og á að ganga til þess
verks án þess að miða þær ákvarðanir
við einstök mál, sem kunna að koma
til þjóðaratkvæðis. Þetta er stærsta
verkefni næstu ára.
VANDLÆTING CONDOLEEZZU RICE
Condoleezza Rice var full vandlæt-ingar yfir ályktun Alþingis um
fangabúðir Bandaríkjamanna í Gu-
antanamo. „Alþingi fordæmir ómann-
úðlega meðferð á föngum í búðum
Bandaríkjamanna í Guantanamo-flóa
á Kúbu og felur ríkisstjórninni að
koma þeirri afstöðu á framfæri við
bandarísk stjórnvöld,“ segir í álykt-
uninni, sem þingið samþykkti ein-
róma, og er hvatt til þess að búðunum
verði lokað.
„Ég andmæli því kröftuglega að
verið sé að brjóta mannréttindi í Gu-
antanamo, eins og gefið er í skyn í
ályktuninni,“ svaraði Rice í stuttri
heimsókn sinni til Íslands á föstudag.
„Forsetinn [George W. Bush] kysi
sjálfur að geta lokað þessum búðum
en vandinn er hvað gera skuli við
hættulega menn á staðnum.“
Virðing stjórnar Bush fyrir mann-
réttindum hefur ekki verið upp á
marga fiska. Búðirnar í Guantanamo
eru dæmi um þetta virðingarleysi.
Nú er aðbúnaður í fangelsinu reynd-
ar orðinn ágætur, en mannréttindi
snúast ekki bara um aðbúnað. Þar
hefur verið beitt afar hæpnum að-
ferðum við yfirheyrslur. Í Guant-
anamo eru menn settir í fangelsi án
dóms og laga og geta átt von á því að
dúsa þar svo árum skiptir.
Fangelsið í Guantanamo átti að
vera mikilvægur hlekkur í stefnu
Bandaríkjastjórnar um forvarnir
gegn hryðjuverkum. Þar átti að
geyma grunaða hryðjuverkamenn til
að koma í veg fyrir að þeir fremdu
hryðjuverk og ná úr þeim upplýsing-
um. Donald Rumsfeld, fyrrverandi
varnarmálaráðherra, sagði að fang-
arnir í Guantanamo væru „hættuleg-
ustu, best þjálfuðu og grimmustu
morðingjar á yfirborði jarðar“ og
lýsti yfir því að þeir hefðu verið hand-
samaðir á vígvellinum. Þessar yfir-
lýsingar stóðust ekki skoðun eins og
upplýsingar úr ráðuneyti ráðherrans
áttu eftir að sýna. Samkvæmt úttekt
bandaríska varnarmálaráðuneytisins
árið 2006 voru aðeins 8% fanganna í
Guantanamo á þeim tíma grunuð um
að vera hryðjuverkamenn á snærum
al-Qaeda eða talibana. Tæpur helm-
ingur var grunaður um að hafa átt
þátt í „óvinveittu athæfi“ gegn
Bandaríkjunum. Síðan er annað mál
hvort fótur hafi verið fyrir grun-
semdunum.
Fangabúðirnar í Guantanmo bera
vitni stefnu, sem fór gjörsamlega úr
böndum. Það er óverjandi að fjölda
manns sé stungið í fangelsi, jafnvel
svo árum skiptir, fyrir engar sakir og
geti ekki leitað réttar síns. Það er
réttarbrot. Það er mannréttindabrot.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna
getur afgreitt ályktun Alþingis með
vandlætingu, en eftir stendur að Gu-
antanamo er blettur á Bandaríkjun-
um og hefur dregið verulega úr trú-
verðugleika bandarískra yfirvalda í
mannréttindamálum.
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
GjaldmiðlaskiptasamningarSeðlabanka Íslands ogseðlabanka Danmerkur,Noregs og Svíþjóðar sem
tilkynnt var um fyrir fáeinum dögum
síðan, marka gagnleg skref í þá átt
að hjálpa Íslandi að ráða við afleið-
ingar hinnar alþjóðlegu fjár-
málakreppu sem hófst í ágústmánuði
2007. Þann gjaldeyri sem Seðlabank-
inn hefur nú aðgang að verður í
framtíðinni unnt að nota til þess að
mæta skyndilegri gengislækkun
krónunnar.
Alþjóðlega fjármálakreppan
fylgdi í kjölfar mikillar útlánaþenslu
banka í heiminum en hún hófst árið
2002 og orsakaði mikla hækkun fast-
eignaverðs í hinum enskumælandi
heimi og einnig á Írlandi, Spáni og á
Íslandi. Erlent fjármagn streymdi til
margra landa, þar á meðal Íslands,
og orsakaði gengishækkun gjald-
miðla þeirra. Síðasta árið hefur þetta
aðstreymi minnkað og gengi gjald-
miðlanna lækkað eins og gerst hefur
með íslensku krónuna.
Bankar og aðrar fjármálastofn-
anir í Bandaríkjunum, Bretlandi,
Þýskalandi og Sviss hafa orðið fyrir
gríðarlegu tjóni vegna lækkunar á
verði fasteigna og hlutabréfa. Co-
untrywide Financial, stærsti lánveit-
andi húsnæðislána í Bandaríkjunum,
varð fyrir áhlaupi og varð einungis
bjargað með því að Bank of America
kom honum til aðstoðar og keypti
hlutabréf í ágúst 2007. Northern
Rock, stærsti húsnæðislánveitand-
inn á Bretlandi, fékk mjög stórt lán
hjá Englandsbanka til þess að forð-
ast gjaldþrot. Bear Stearns, fjórði
stærsti fjárfestingabanki Bandaríkj-
anna varð hluti af JPMorgan Chase.
UBS. Stærsta fjármálastofnun
Svisslands hefur nýlega tilkynnt um
36 milljarða dollara tap.
Útlánaaukning
bankakerfisins á Ís-
landi síðustu árin hef-
ur verið fjármögnuð
með erlendum lántök-
um sem urðu til þess
að gengi krónunnar
hækkaði um nærri
30% fram til 2007.
Hækkun krónunnar
lækkaði verð inn-
fluttrar vöru og inn-
flutningur jókst í hlut-
falli við útflutning;
viðskiptahalli mynd-
aðist sem nam um
25% af vergri lands-
framleiðslu árið 2006.
Lítill hluti aukningar
viðskiptahallans átti
rætur að rekja til fjár-
festingar í virkjun og
álveri á Austurlandi.
Aukning útlána hafði
einnig í för með sér
mikla hækkun fast-
eignaverðs og bygg-
ingaframkvæmdir
jukust gríðarlega í
kjölfarið.
Mikil verðhækkun
hlutabréfa á rætur að
rekja til þessarar út-
lánaaukningar. Hluta-
bréfavísitalan var um
mitt ár 2007 um sjö sinnum hærri en
í lok árs 2002. Í lok árs 2006 þá var
markaðsvirði 15 fyrirtækja vísitöl-
unnar meira en tvöföld landsfram-
leiðsla Íslands. Til samanburðar má
geta þess að markaðsvirði banda-
rískra hlutabréfa – átta þúsund fyr-
irtækja, þar á meðal IBM, Exxon-
Mobil, General Electric, Microsoft
og Intel – var 120% af landsfram-
leiðslu Bandaríkjanna á sama tíma.
Verð hlutabréfa á Íslandi á þessu
tímabili hækkaði hraðar en verð
hlutabréfa í Japan á árum verðból-
unnar miklu í
unda áratuga
aldar og einni
hraðar en ver
rískra hlutabr
ar dot.com bó
yfir í lok tíund
tugarins.
Innlendar e
lenskra banka
2007 voru um
um meiri en í
2002. Hraður
eigna bankan
ist sambærile
eiginfjár bank
sem í lok árs 2
einnig sexfald
lokum 2002. Í
öðru landi, fyr
ar, hefur eigið
vaxið svo hrat
vöxtur stafar a
af hagnaði af h
inni bankastar
stór hluti vaxt
skýrist einnig
aði af hlutabré
Að auki hafa b
keypt hlutabr
hafði þau áhrif
hlutabréfa hæ
enn meira og þ
eigið fé þeirra
bankarnir lánu
inga til einstaklinga og fyrir
sem einnig varð til þess að h
verð hlutabréfa.
Mikill vöxtur eiginfjár ísl
bankanna gerði þeim kleift
fjárfestingabankar; þeir ke
banka og fjármálastofnanir
landi og á Norðurlöndum. H
eignir bankanna eru nú um
meiri en innstæður, bundna
óbundnar, á Íslandi.
Mikil og ör hækkun hluta
vísitölu og fasteignaverðs o
fjár banka á Íslandi síðan ár
Ísland og hin alþjóðle
Eftir Robert Z. Aliber
Robert Z. Aliber
» Svo lengi
sem við-
skiptahallinn er
meiri en 2–3%
af vergri lands-
framleiðslu, þá
mun gengi
krónunnar
verða háð vilja
erlendra fjár-
festa til þess að
kaupa skulda-
bréf í krónum.
Undanfarin ár hefur öðruhvoru skotið upp koll-inum umræða um emb-ætti forseta Íslands.
Tilefnið hefur verið misjafnt s.s.
fréttir af stjórnarskrárnefnd Al-
þingis og þeim breytingum sem hún
er að velta fyrir sér, framganga for-
seta sjálfs og fréttir frá ríkisendur-
skoðun af fjárnotkun embættisins.
Þá hafa einnig heyrst raddir um að
leggja beri embættið niður.
Stjórnarskrárnefnd
Í stjórnarskrárnefnd sitja við
endurskoðun m.a. fulltrúar stjórn-
málaflokkanna og ber því miður
nokkuð á hugmyndum um að rýra
vald forseta; „setja skýrar reglur
um verksvið hans og völd“ og jafn-
framt að takmarka möguleika fólks
á að gefa kost á sér til embættisins,
jafnvel löngun til að stýra því hverj-
ir geta farið fram í kosningum.
Hvorttveggja á sjálfsagt að hluta
rætur sínar að rekja til þess að nú-
verandi forseti hefur storkað
stjórnmálamönnum með pólitískri
framgöngu sinni, „sjálfstæðri utan-
ríkisstefnu“ og reglulegum áminn-
ingum um að hann sé kosinn beint
af þjóðinni allri. Þá fyrirgefa sumir
honum seint að hafa árið 2004 synj-
að fjölmiðlafrumvarpinu samþykkis
og í kjölfar þess átt hvöss orðaskipti
við ákveðna stjórnmálamenn, móðg-
að dönsku konungsfjölskylduna og
látið sig vanta á fund sem haldinn
var í tilefni 100 ára afmælis heima-
stjórnar Íslendinga.
Hér er stjórnarskrárnefnd vandi
á höndum. Hún má ekki láta fram-
göngu núverandi forseta stýra
starfi sínu inn á neikvæðar brautir
byggðar á reiði, hefnigirni eða
valdagræðgi. Vissulega hefur margt
í starfi sitjandi forseta verið umdeilt
og valdið úlfúð, en hann hefur ekki
brotið almenn lög. Alþingi og emb-
ætti forseta Íslands er hvorttveggja
miklu stærra en þeir einstaklingar
sem þar sitja. Þjóðin vill hvorki að
embætti forseta sé lítillækkað né
njörvað niður. Alþing-
ismönnum – þ.m.t.
stjórnarskrárnefndar-
mönnum – væri hollt
að líta til þess að skoð-
anakannanir sýna ár
eftir ár að traust al-
mennings á „hinu háa
Alþingi“ er lítið og yf-
irleitt minna en á öðr-
um stofnunum þjóð-
félagsins s.s. lögreglu,
heilbrigðiskerfinu,
umboðsmanni Alþing-
is og þjóðkirkjunni
svo eitthvað sé nefnt.
Íslendingar munu ekki taka því
vel ef þrengt verður að forseta lýð-
veldisins. Þeir munu örugglega ekki
láta það átölulaust ef stjórnarskrár-
nefnd Alþingis stendur að slíku.
Vilji þjóðarinnar
Hugmyndir stjórnarskrár-
nefndar um hóflega fjölgun með-
mælenda frambjóðenda á e.t.v. rétt
á sér eftir því sem þjóðin stækkar,
en ekki að hver frambjóðandi þurfi
að hafa tvo þingmenn í þeim hópi,
eins og einhvern tíma var uppi hjá
stjórnarskrárnefnd og er e.t.v. enn.
Heldur ekki að synjunarvald for-
seta sé afnumið enda er það aðeins
tæki til að vísa lagafrumvörpum til
þjóðaratkvæðagreiðslu. Undirrit-
aður fullyrðir að þjóðin vill hafa það
öryggi sem í þessu ákvæði felst.
Þjóðin vill eiga raunverulegan
„trúnaðarmann“ í forseta sínum,
trúnaðarmann sem hafinn er yfir
dægurþras og hlutdrægni í stjórn-
málum, trúnaðarmann sem getur
gripið inn í ef þingmenn seilast of
langt eða alvarlegir atburði
Auk þessa mætti gjarna
stjórnarskrá lýðveldisins, á
um að tiltekinn fjöldi kjósen
krafist þjóðaratkvæðagreið
einstök mál – án afskipta fo
Það er lýðræð
orðs bestu me
Af framans
þeim uppákom
orðið hafa í for
Ólafs Ragnars
sonar, án þess
um verði einu
kennt, er jafn
dagljóst að í e
forseta skyldi
kjósa stjórnm
hvorki starfan
fyrrverandi. Þ
ekki óskoraðs
allrar þjóðarin
verða ekki hlutlausir trúna
hennar, heldur hallir undir
gamla flokk og pólitíska fél
Handhafar forsetavalds
Eitt stjórnarskráratriði
ástæða er til að endurskoða
ákvæðið um handhafa forse
Nú er það svo að sé forseti
fjarverandi, hvort sem er í
iserindum, orlofi eða vegna
inda, fara forsætisráðherra
Alþingis og forseti Hæstar
sameiginlega með vald han
samþykki nýrra laga. Eigi f
vera sannur trúnaðarmaðu
arinnar allrar og þar með a
óháður stjórnmálaflokkum
hér skökku við.
Þegar ný lög koma frá A
eða meirihluta þess, þarfna
staðfestingar forseta Ísland
þjóðaratkvæðagreiðslu ef h
kýs. Að láta þetta vald fors
veldisins í hendur forsætisr
og forseta Alþingis er að af
það fulltrúum þeirra flokka
Forseti Íslands – Stjórna
embættið, einstaklinguri
Eftir Baldur Ágústsson
Baldur Ágústsson