Morgunblaðið - 02.06.2008, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2008 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
Dragtir og dress
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
ÞÚSUNDIR Hafnfirðinga gerðu sér
ferð niður í Strandgötu um eft-
irmiðdaginn í gær, en þar fór fram
kökuveisla í tilefni af hundrað ára
afmæli kaupstaðarréttinda Hafn-
arfjarðar. Bærinn fékk réttindin
árið 1908 þegar íbúar þar voru tæp-
lega 1.500 talsins. Íbúafjöldinn hef-
ur síðan þá margfaldast og bærinn
vaxið og dafnað.
Veislan var lokahnykkur á hátíð-
ardagskrá sem staðið hefur yfir síð-
an á fimmtudag, með tónleikum og
margvíslegum viðburðum. Gerðu
veislugestir margir sérstaklega
góðan róm að tónleikum sem fram
fóru á Víðistaðatúni á laugardag.
Kakan var tæp 1,4 tonn
Kakan góða var engin smásmíði,
en Jón Rúnar Arilíusson bakari var
í óðaönn við að koma henni saman
þegar blaðamann bar að garði.
Kakan, sem var 100 metra löng
og 60 cm breið, vó 1.380 kílógrömm
og var á við myndarlegan sum-
arbústað að flatarmáli. Þetta var
því engin smábakstur hjá Jóni
Rúnari og skyldi engan undra að
marga sendibíla þurfti til að ferja
hana úr bakaríinu til veislunnar.
380 kg af hindberjum fóru í millilag
hennar, 27 kg af jarðarberjum voru
notuð til að skreyta kökuna. 700 kg
af súkkulaðibotnum mynduðu uppi-
stöðuna og 29 lítrar af eggjahvítu
voru notaðir í kremið. Það gefur
því augaleið að margir Hafnfirð-
ingar fóru mettari úr veislunni en
þeir komu til hennar.
Frábært að vera Hafnfirðingur
„Ég get mælt með kökunni sem
bakari,“ sagði Lúðvík Geirsson bæj-
arstjóri, sem naut liðsinnis forseta-
hjónanna Ólafs Ragnars Gríms-
sonar og Dorritar Moussaieff við
smökkunina. „Sérstaklega fannst
mér sultufyllingin hjá Jóni Rúnari
setja punktinn yfir i-ið. En það er
eins og alltaf alveg frábært að vera
Hafnfirðingur í dag og ég held að
bæjarbúar hafi tekið undir það með
skýrum hætti þessa afmælishelgi,“
sagði Lúðvík. Framundan hjá af-
mælisbænum Hafnarfirði sér bæj-
arstjórinn bjarta framtíð vaxtar og
viðgangs.
Hafnarfjörður er aldarspegill
Forsetahjónin tóku undir með
bæjarstjóranum og hrósuðu kök-
unni í hástert. Ólafur Ragnar sagði
skemmtilegt að samgleðjast Hafn-
firðingum á afmælinu. „Hafn-
arfjörður endurspeglar nokkurn
veginn framfarasögu Íslendinga á
20. öld, frá því að vera fábrotinn
fiskimannabær yfir í það nútíma-
lega stórborgarsamfélag, sem hann
er í dag. Hann er skemmtilegur ald-
arspegill og hefur verið vettvangur
margvíslegra atburða, umbrota og
skemmtilegheita eins og við þekkj-
um víst öll,“ sagði Ólafur Ragnar í
samtali við Morgunblaðið.
Ágætlega viðraði til veisluhald-
anna í gær, þótt hlý gola hafi blásið
nokkuð á gestina, sem létu hana
ekki aftra sér frá góðri veislu.
Verslunareigandi einn við Strand-
götu taldi þó að jafnvel fleiri hefðu
verið í bænum á laugardag yfir
heildina litið en í gær. Mannlífið
hefur því greinilega verið líflegt og
skemmtileg í Firðinum um helgina.
Einn metri af köku fyrir hvert ár
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Veisla Fjöldi fólks lagði leið sína niður í miðbæ Hafnarfjarðar í gær. Í Strandgötu fór fram mikil kökuveisla, ef ekki sú mesta í sögu bæjarins, þá örugglega sú lengsta. Kakan var 100 metra löng.
Bragð er að! Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff fengu sér afmælisköku ásamt Lúðvík
Geirssyni bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Að sögn smakkaðist kakan vel, enda súkkulaðikaka með hindberjafyllingu.
Bæjarbragur Viðar Einarsson, Arndís Viðarsdóttir og Guðbjörg Þórð-
ardóttir fengu sér köku. Þeim leist vel á brag hins nýja heimabæjar síns.
Nóg handa öllum Gissur V. Kristjánsson frá Lionsklúbbi Hafnarfjarðar
deildi út kökusneiðum ásamt félögum í þremur Lionsklúbbum bæjarins.
Hafnfirðingar fögnuðu aldarafmæli kaupstaðarréttinda bæjarins
Afmæli Margt var að sjá í bænum,
fyrir unga jafnt sem aldna.