Morgunblaðið - 02.06.2008, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 02.06.2008, Qupperneq 29
Félagsstarf Aflagrandi 40 | Kaffi og dag- blaðalestur í Króknum 9 - 10.30, vinnustofa kl. 9 - 16.30, , fé- lagsvist kl. 13.30 - 16. Árskógar 4 | Bað kl. 9-16.30 handavinna kl. 9-12, smíði/ útskurður kl. 9-16.30, söngstund kl. 10.30, félagsvist kl. 13.30. Púttvöllur kl. 10-16. Bólstaðarhlíð 43 | Söguklúbbur kl. 13.30 - upplestur Þóra Ágústsd. þátttakandi í fé- lagsstarfinu. Almenn handa- vinna, morgunkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, hádegisverður, kaffi, slökunarnudd. Félag eldri borgara í Garðabæ | Öll skipulögð vetrardagskrá þ.m.t. leikfimi er komin í sum- arfrí, að undanskildum göngu- hópi kl. 11 og Kanaríeyjahópi kvenna sem æfir í Kirkjuhvoli. Hádegismatur í Jónshúsi, pönt- unarsími 512-1502. Opið kl. 10-16 í dag. Félag eldri borgara í Kópavogi | Félagsvist fellur niður í Gjábakka til 6. júní vegna breytinga en verður haldin í Gullsmára eft- irfarandi daga: í dag kl. 20.30, 4. júní kl. 13 og 6. júní kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13, kaffitár kl. 13.30. Félagsheimilið Gjábakki | Starf- semin fellur niður þessa viku vegna endurbóta á húsnæði. Heimsendingar á mat verða áfram sem fyrr og svarað í síma 554-6611 milli kl. 9-10 virka daga. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Gönguhópur kl. 13, boccía kl. 10.30, hádegismatur í Jónshúsi, pöntunarsími: 512- 1502, opið til kl.16. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnu- stofur opnar kl. 9-16.30, m.a. tréútskurður og fjölbreytt handavinna. Sund og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug kl. 9.50. Frá hádegi er spilasalur opinn. Gerðubergskórinn fer í heimsókn að Ási í Hveragerði kl. 14.30. Skráning í Kvennahlaup ÍSÍ 4. júní á staðnum og í síma 575- 7720. Hraunbær 105 | Kaffi, spjall, dagblöðin kl. 9-16.30, bænastund kl. 10, hárgreiðslustofan opin kl. 10 og fótaaðgerðarstofan kl. 12, hádegisverður, opin handa- vinnustofa kl. 13-15, kaffi. Hæðargarður 31 | Opið frá kl. 9- 16 virka daga. Fastir liðir eins og venjulega. Mogginn og morg- unkaffið, hádegisverður og síð- degiskaffi. Félagsvist alla mánu- daga í sumar kl. kl. 13.30. Uppl. í síma 568-3132, asdis.skuladott- ir@reykjavik.is Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgunkaffi og spjall kl. 9.30, sögustund og spjall/Sigurrós kl. 10.30, handverks- og bókastofa kl. 11.30, kaffiveitingar kl. 14.30, söng- og samverustund kl. 15. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla, fóta- aðgerðir og handavinna kl. 9-16, boccia kl. 9, leikfimi kl. 11, hádeg- isverður kóræfing kl. 13-15, kaffi- veitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja fyrir hádegi, morg- unstund kl. 9.30, handa- vinnustofan opin, stóladans kl. 13.15. Hárgreiðslu- og fótaað- gerðarstofur oppnar. Spilað eftir hádegi. Landnámssetrið í Borga- nesi verður skoðað fimmtudag- inn 5. júní kl. 13. Ekið um Hval- fjörð í Borgarnes. Kaffiveitingar. Ekið til baka um göngin. Uppl. og skráning í síma 411-9450. Kirkjustarf Kristniboðsfélag karla | Fundur í kvöld kl. 20. Ragnar Gunnarsson sér um Biblíulestur. Allir karl- menn velkomnir. Laugarneskirkja | Morgunbæn í kirkjunni kl. 8.10. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2008 29 80ára afmæli. SigurðurMagnússon, fv. fram- kvæmastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, er áttræður í dag, 2. júní. Hann verður að heiman á afmælis- daginn en biður fyrir kveðjur til allra velvildarmanna og kunningja. dagbók Í dag er mánudagur 2. júní, 154. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.) Íslenska ljósmyndaþjónustan,ljósmyndari.is, stendur fyrirnámskeiðum um ljósmyndunvíða á landsbyggðinni. Haldin verða þrjú námskeið á Akureyri, eitt á Egilsstöðum, og á Höfn í Hornafirði, og sömuleiðis á Borgarnesi. Hvert námskeið spannar tvö kvöld, og er kennt fjóra tíma í senn. Að ná sem mestu úr vélinni Pálmi Guðmundsson er leiðbeinandi á námskeiðunum: „Þessi námskeið eru ætluð byrjendum og er einkum ætlað að kenna fólki að nota þá möguleika sem myndavélin býður upp á,“ segir Pálmi. „Í dag er á flestum heimilum til góð stafræn myndavél, en í mörgum til- vikum þekkir fólk ekki hvernig á að nota helstu stillingar á vélinni og þann- ig ná sem mestu út úr henni. Má segja að á námskeiðinu sé kennt hvernig nota á alla takkana.“ Pálmi segir fjóra þætti liggja að baki góðri ljósmyndun: að ljósmyndarinn hafi gott auga fyrir myndefninu, sé þol- inmóður, hafi ágæta vél til að ljós- mynda, og kunni að nota vélina rétt: „Að stilla vélina rétt getur virkað nokk- uð flókið fyrir óvana, og bæklingarnir sem fylgja með myndavélunum segja hvaða takki gerir hvað, en gefa yfirleitt ekki betri innsýn í hvernig á að nota fítusana á vélinni og hvað hentar í hverja töku,“ útskýrir Pálmi. „Á nám- skeiðinu förum við yfir þessi atriði bæði með fyrirlestrum og skýringarmynd- um, og nemendur fá tækifæri milli tíma til að beita því sem þeir læra og fá svör við hverskonar spurningum sem upp koma.“ Tækni og tekjumöguleikar Auk þess að fara yfir notkunarmögu- leika myndavéla fjallar Pálmi einnig um hvernig megi ná betri myndum, og vinna myndir í tölvu. Þá ræðir hann um hvernig hafa má tekjur af ljósmyndun: „Í dag er hægt á nokkuð einfaldan hátt að selja myndir í myndabanka, og geta þeir sem læra að taka góðar myndir með því móti jafnvel unnið fyrir kostn- aðinum við kaup á myndavélinni, og gott betur,“ segir Pálmi. Nánari upplýsingar um námskeiðin og skráningu má finna á www.ljos- myndari.is. Námskeiðsgjöld eru kr. 14.900 og hefjast fyrstu námskeiðin í kvöld á Akureyri, í Einingarsalnum, Skipagötu 14, 2. hæð. Tómstund | Ljósmyndari.is með námskeið um möguleika myndavéla Kanntu á myndavélina?  Pálmi Guð- mundsson fæddist á Akureyri 1955. Hann lauk gagn- fræðaprófi og er sjálfmenntaður ljósmyndari. Pálmi hefur ljósmyndað í um 40 ár, og síð- ustu 15 árin eink- um starfað við ljósmyndun. Hann hefur kennt ljósmyndun frá árinu 2002. Sam- býliskona Pálma er Sigurborg Hall- steinsdóttir og á Pálmi eina dóttur. FRÉTTIR Fyrirlestrar og fundir Háskólatorg 101 | Meistaranemar í mannfræði við Háskóla Íslands verða með opna málstofu í dag, á HT 101, kl. 15-18, þar sem sjö meist- araverkefni verða kynnt. Meist- aranemarnir hafa m.a. leitað fanga á Hellissandi, Malaví og Reykjavík og hafa því aflað þekkingar víða við gerð verkefnanna.                                                           !  "        #$ % &  '       ($    ) % &        *    +  ($    ( &   )$,   ($          -   ! " "#$ %& '() * + , * -" .$ / 012 334 4 Í ÚTJAÐRI borgarinnar N’Djamena, sem er höfuðborg Tsjad í Afríku, ber drengur hleðslusteina á höfði sínu. Steinarnir eru brenndir í ofnum á ár- bakkanum og börn iðulega notuð til að bera steinana og hlaða þeim upp, þar sem kaupendur nálgast þá. Börn eru ódýrasta vinnuafl sem völ er á í mörgum löndum þriðja heimsins og gengur illa að uppræta þann sið, þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins. Drengur við erfiðisvinnu í Tsjad Reuters árnað heilla ritstjorn@mbl.is Skráning í Stað og stund ÞEGAR viðburður er skráður í Stað og stund birtist tilkynningin á netinu um leið og ýtt hefur verið á hnappinn staðfesta". Skrásetjari getur nýtt sér þann möguleika að nota leiðréttinga-forritið Púkann til að lesa textann yfir og gera nauðsynlegar breytingar sé þess þörf. Hver tilkynning er aðeins birt einu sinni í Morgun- blaðinu. Bent er á að hægt er að skrá atburði í liðina félagsstarf og kirkjustarf tvo mánuði fram í tímann. Allur texti sem birtist í Morgunblaðinu er prófarkar- lesinn. SAMBAND íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir ráðstefnu um áætlanir Evrópusam- bandsins á morgun, þriðjudaginn 3. júní nk. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við lands- skrifstofur áætlananna hér á landi og verð- ur hún sérsniðin að þörfum sveitarfélaga, landshlutasamtaka sveitarfélaga og at- vinnuþróunarfélaga. Þannig verða aðeins kynntar þær áætlanir ESB sem henta þessum aðilum og einungis sá hluti hverrar áætlunar þar sem sóknarfæri þeirra liggja. Áætlanirnar spanna mörg svið og má þar nefna mennta- og menningarmál, æsku- lýðsmál, félagsþjónustu, upplýsingatækni, umhverfismál, almannavarnir og at- vinnuþróun. Ráðstefnan hefst kl. 8.30 og lýkur vænt- anlega um kl. 16.00. Hún fer fram á Grand hóteli í Reykjavík. Skráning á ráðstefnuna er á vefsvæði Sambands íslenskra sveitar- félaga: www.samband.is. Sóknarfæri innan ESB

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.