Morgunblaðið - 02.06.2008, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2008 15
MENNING
Á MORGUN kemur út hjá bóka-
forlaginu Bjarti, bókin Í þokunni
eftir Philippe Claudel, í þýðingu
Guðrúnar Vilmundardóttur.
Þetta er 51. bókin í neon-
bókaflokki Bjarts.
Höfundurinn, Philippe Clau-
del les upp úr bókinni á Borg-
arbókasafninu, Hafnarhúsi, á
morgun kl. 17. Í litlu þorpi rétt
við frönsku víglínuna árið 1917
er framinn glæpur. Á frostköld-
um morgni finnst tíu ára gömul stúlka myrt, í
skurði rétt fyrir utan bæinn. Philippe Claudel
hlaut virt frönsk bókmenntaverðlaun, Prix Re-
naudot, fyrir þessa bók.
Bókmenntir
Verðlaunabókin Í
þokunni kemur út
Í þokunni
ÍTALSKA Aurelio Peccei-
stofnunin hefur veitt Reykja-
víkurborg og listakonunni
Yoko Ono viðurkenningu fyrir
Friðarsúluna í Viðey, „Imagine
Peace Tower“.
Afhendingin var á ráðstefnu
í Rómaborg fyrir helgi. Ele-
nora Masini, prófessor við
Gregorianháskólann, veitti við-
urkenninguna. Guðni Braga-
son, forstöðumaður sendiráðs Íslands, veitti henni
viðtöku fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Við-
urkenningin er bronsskjöldur sem á er letrað að
hver kynslóð hafi skyldu til að skila af sér betri
heimi til þeirrar næstu.
Myndlist
Viðurkenning fyrir
Friðarsúluna
Friðarsúlan í Viðey
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„VIÐ vorum einfaldlega beðin að
koma, og mér fannst það strax mjög
spennandi, því ég hef aldrei til Ís-
lands komið. Við erum öll spennt, og
veltum því mikið fyrir okkur hvernig
þessi reynsla muni verða, – er ekki
bjart allan sólarhringinn núna,“
spyr Christoph Hartmann, óbóleik-
ari kammerhópsins Ensemble Berl-
in, sem heldur tónleika í Grafarvogs-
kirkju á miðvikudagskvöld kl. 20.
Ensemble Berlin er ekkert smá-
band, hljóðfæraleikarar hópsins eru
allir fastráðnir við hina virtu og
sögufrægu Fílharmóníusveit Berl-
ínar. Stuttu eftir stofnun hópsins
var hljóðritun af tónleikum hans út-
varpað í Þýskalandi og í kjölfarið
fylgdu tónleikabókanir víða um
heim. En hvað ætlar Ensemble
Berlin að bjóða Íslendingum að
heyra?
Tónlistarsaga Napólíborgar
„Við ætlum að spila ítalska tónlist,
og það sem meira er, hún tengist öll
borginni Napólí, og spannar tvær og
hálfa öld. Þetta er efni sem við höf-
um gefið út á plötu. Verkin eru eftir
tónskáld eins og Domenico Scarlatti,
Johann Adolf Hasse, Luigi Boccher-
ini, Domenico Cimarosa, Gioacchino
Rossini og allt til Antonios Pascullis,
sem lifði fram á 20. öld. Það má
kannski segja að þetta sé tónlist-
arsaga Napólí í tvær og hálfa öld.
Napólí var alltaf ein af mestu tón-
listarborgum Evrópu.“
Ensemble Berlin er skipað
strengjum fyrir utan óbóið, og hefur
hópurinn gert nokkuð af því að út-
setja verk fyrir óbó og strengi, og
nokkur verkanna sem hann spilar
fyrir okkur eiga uppruna í annarri
hljóðfæraskipan.
„Við erum með óbókonsert eftir
Hasse, en hann var nemandi Scar-
lattis. Óbókonsert eftir Cimarosa er
í raun það sem við höfum umritað og
útsett upp úr þremur píanósónötum
tónskáldsins. Það á sama á við um
verkið eftir Scarlatti. Þar urðu þrjár
píanósónötur að óbókonsert,“ segir
Hartmann og hlær. „Þessi tónlist er
svo indæl og elegant, og gengur
undir nafninu Napólískólinn. Þetta
er átjánda öldin, og þarna voru tón-
skáldin að uppgötva það hvernig
hægt væri að setja miklar tilfinn-
ingar í tónlistina með dramatík og
dýnamík.“
Christoph Hartmann kveðst ekki
geta gert sér í hugarlund hvers sé að
vænta af tónleikagestum á Íslandi.
„Ég veit ekkert, – horfi bara á kortið
og sé að ég er næstum kominn til
Grænlands þegar ég kem til Íslands.
Þetta verður merkileg reynsla.“
Ensemble Berlin á í sérstöku
sambandi við tískuhúsið Jill Sander,
sem Christoph Hartmann segir að
hafi reynst mjög jákvætt. „Það var
þannig að einhverjir úr stjórn-
endaliði tískuhússins heyrðu í okkur
og buðu okkur til samstarfs. Við
göngum í fatnaði frá þeim, og þeir
eru með okkur í kynningarstarfinu á
nýju plötunni okkar. Við munum í
staðinn spila á stöðum sem tengjast
þeirra starfsemi. Þetta hefur verið
mjög góð reynsla og mikill heiður
fyrir okkur, því þetta eru fagmenn
fram í fingurgóma.“
Ensemble Berlin leikur á Íslandi Allir meðlimir hópsins leika í Fílharmóníusveit Berlínar
Tilfinningarnar uppgötvaðar
Í HNOTSKURN
» Kammerhópurinn EnsembleBerlin var stofnaður árið
1999.
» Hljóðfæraleikararnir leikaallir með Fílharmóníusveit-
inni í Berlín.
» Hópurinn er þekktur fyrirglæsilega og samhæfða spila-
mennsku og frjótt og spennandi
verkefnaval.
» Hér leikur hann tónlist fráNapólí.
SAGT er að í
Rússlandi sé nú
að myndast nýr
hópur sterkefn-
aðra safnara.
Augu þeirra sem
skapa list og
selja beinast því
austur á bóginn.
Í síðasta mán-
uði sló Roman
Abramovch, eig-
andi Chelsea FC, í tvígang met á
uppboðum. Í september keypti ann-
ar Rússi allt safn sellóleikarans
Rostropovich, á 20 milljónir punda.
Hópur í kringum listamanninn Da-
mien Hirst kemur víða að í gall-
erírekstri og ráðgjöf til hinna nýju
safnara. Þá er sir Nicholas Serota,
forstöðumaður Tate, einn ráðgjafa
nýs gallerís, sem unnusta Abramo-
vich er að opna. „Rússland er orðið
hluti af heimsmenningunni,“ segir
einn galleristinn.
Myndlistin
selst til
Rússlands
Rússneskir safnarar
hrifnir af Bretum
Dýr Verk Bacons
fer til Moskvu.
EIN virtasta bókabúð Bandaríkj-
anna, The Harvard Book Store í
Boston er til sölu. Það sætir tíð-
indum vegna þess að búðin hefur
verið rekin af sömu fjölskyldu frá
stofnun árið 1932. Einlæg ástríða
eigendanna fyrir góðum bókum
þykir hafa einkennt reksturinn.
Frank Kramer, 66 ára sonur
stofnanda bókabúðarinnar segir í
viðtali við dagblaðið Boston Globe
um helgina að nú langi hann að
breyta til. „Ég veit ekki hvað ég tek
mér fyrir hendur, en það verður
eitthvað alveg nýtt.“
Fréttin um að bókabúðin væri nú
til sölu kemur á sama tíma og stór-
ar bókakeðjur á borð við Borders
og Barnes & Nolble hafa ýtt fjöl-
mörgum smærri bókabúðum í nág-
reni við stórverslanir sínar út af
markaðnum. Frank Kramer kvaðst
í viðtalinu vonast til þess að nýjir
eigendur héldu áfram þeirri hefð
að vera frábærir bóksalar, bjóða
upp á gæðabækur, fyrirlestra og
upplestra góðra skálda.
Harvard
bókabúðin
til sölu
FRÁSAGNIR af Listahátíð í
Reykjavík og viðburðum sem tengj-
ast henni hafa verið að birtast í er-
lendum dagblöðum og listtímaritum.
Í Wall Street Journal birtist á föstu-
dag samtal við sýningarstjóra Til-
raunamaraþonsins í Hafnarhúsinu,
þá Hans-Ulrich Obrist og Ólaf Elías-
son. Í The Boston Globe birtist grein
blaðamanns um opnunarhelgina auk
myndaraðar í netútgáfu blaðsins,
eftir Hörð Sveinsson ljósmyndara,
og frásagna á bloggsíðu blaðsins. Á
Artnet.com, sem er listtímarit á net-
inu, er ítarleg grein er nefnist Eldur
og ís, þar sem blaðamaður rekur
dagskrá opnunarhátíðarinnar,
greinir atburði og setur í samhengi.
Í Artforum birtist einnig frásögn af
þessum fyrstu dögum Listahátíðar í
ár, sem og í hinu þýska Art – Das
Kunstmagazin.
Í viðtalinu við Obrist og Ólaf í
Wall Street Journal segir sá fyrr-
nefndi þegar hann er spurður um
Tilraunamaraþonið, að ef menn vilji
skilja kraftana að verki í sjónlistum,
þá sé mikilvægt að fylgjast einnig
með hræringum í vísindum, bygg-
ingarlist og bókmenntum. Á Íslandi
virðist samræðan milli þessara sviða
vera meira áberandi en á flestum
öðrum stöðum.
Blaðamenn tala mikið um hátíð-
arstemningu opnunardaganna, veisl-
ur og móttökur. Tækifærið var nýtt
til landkynningar og í The Boston
Globe er vitnað í Ólaf Ragnar
Grímsson, sem segir: „Kannski get-
ur enginn útskýrt hvernig við höfum
skapað nútímalegt 21. aldar sam-
félag. En í því liggja mikilvæg skila-
boð til heimsins: Ef við getum gert
það geta allir hinir gert það líka.“
Blaðamaður Artnet, Ben Davis,
lýsir viðburðum. Hann kallar
Listahátíð „litla gersemi í alþjóðlegu
listahringekjunni“. Í umfjöllun um
verkin í Hafnarhúsinu hælir hann
sérstaklega gifsmódelum Katrínar
Sigurðardóttur af óbyggðum húsum;
segir þau hljóðlátan hápunkt. Um
Tilraunamaraþonið, sem honum
fannst forvitnilegt, kemst Davis að
þeirri niðurstöðu að ákveðin vanda-
mál hafi falist í formleysi þeirrar
hugmyndar að steypa saman listum
og vísindum. Að láta þátttakendur
koma fram í 20 mínútur hvern hafi
verið svolítið eins og að breyta því
sem Obrist geri best, að tengja fólk
saman í fagurfræðilega upplifun.
Erlendir fjölmiðlar hafa verið að fjalla um opnunardaga Listahátíðar í Reykjavík
Gersemi í lista-
hringekjunni
Morgunblaðið/G.Rúnar
Opnunin Amiina í Hafnarhúsinu.
JÚ, þær heita einmitt Smá
sögur, sögurnar sem Útvarps-
leikhúsið segir nú á hverjum
virkum degi kl. 13. Sögurnar
eru eftir Kristínu Ómarsdóttur
og í frétt frá Útvarpsleikhús-
inu segir að þær séu eru óvænt
og skemmtileg sjónarhorn á líf
okkar í dag frá skáldkonunni
sem kunni að afhjúpa ólíkindin
í hversdeginum. Smá sögur
eru tilnefndar til Grímunnar í
ár sem Útvarpsverk ársins.
Smá sögur eru 10 sögur, ein á dag, og leiknar af
mörgum ástsælustu leikurum þjóðarinnar í leik-
stjórn Guðmundar Inga Þorvaldssonar.
Leiklist
Engar Smá sögur í
Útvarpsleikhúsinu
Kristín
Ómarsdóttir
Bílasteik Ensemble Berlin, með óbóleikarann Christoph Hartmann fyrir miðri mynd. Ofninn rauði sem þau eru í,
er notaður til að bræða kolefnistrefjar, sem svo eru nýttar til smíða á kappakstursbílum.
Tískusveit í Kappakstursbílasmíðum