Morgunblaðið - 02.06.2008, Síða 13

Morgunblaðið - 02.06.2008, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2008 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● VELTA í viðskiptum með hlutabréf í kauphöll NasdaqOMX á Íslandi nam 126 milljörðum króna í maímánuði. Fyrir vikið er mánuðurinn sá veltu- minnsti á árinu og hefur velta á ís- lenskum hlutabréfamarkaði ekki ver- ið minni síðan í nóvember árið 2006. Þá nam hún 117 milljörðum króna. Samkvæmt Vegvísi Landsbankans dróst velta í hlutabréfaviðskiptum saman um 51% á milli ára í maí- mánuði. Samanlögð velta fyrstu fimm mán- aða ársins nemur því um 770 millj- örðum króna sem er 38% sam- dráttur frá sama tímabili á síðasta ári. Velta ekki minni síðan í nóvember 2006 ● BRESKI bank- inn Bradford & Bingley, sem rekur um 200 útibú, er sam- kvæmt fregnum þarlendra fjöl- miðla í miklum vandræðum og er von á afkomu- viðvörun í vik- unni. Á sama tíma hefur verið til- kynnt að forstjórinn, Steven Craw- shaw, láti af störfum vegna veikinda og stjórnarformaðurinn, Rod Kent, mun setjast í forstjórastólinn tíma- bundið. Í frétt Sunday Times segir m.a. að afkomuviðvörunin muni ýta undir auknar áhyggjur af heilsufari bresku bankanna og slæmri skulda- stöðu þeirra. Fréttirnar komi á slæm- um tíma þar sem stórir bankar eins og HBOS og RBS eru að kynna áform um aukið hlutafé. Bradford & Bingley skilaði 336 milljón punda hagnaði fyrir skatta á síðasta ári. Greinendur á markaði hafa spáð 160-200 millj- ón punda hagnaði á þessu ári, en talið er að afkomuviðvörunin muni gefa vísbendingar um mun minni hagnað en þær spár gera ráð fyrir. Afkomuviðvörun frá Bradford & Bingley Frá London ● BANDARÍSKA vinnumálaráðu- neytið mun í lok vikunnar opinbera tölur um fjölda starfa í landinu í maí. Sérfræðingar sem fréttaþjónustan Bloomberg News hefur rætt við telja líklegt að stöfum hafi fækkað í þessu stærsta hagkerfi heims í maí, fimmta mánuðinn í röð. Er það talið enn ein vísbendingin um að banda- ríska hagkerfið sé að staðna. Meðalspá þeirra hagfræðinga sem Bloomberg hefur rætt við er sú að störfum hafi fækkað um 60 þús- und í mánuðinum og að atvinnuleysi aukist um 0,1 prósentustig, í 5,1%. Verði sú raunin mun það að mati hagfræðinga verða til þess að einka- neysla muni dragast saman enn frekar. Fari svo mun það valda því að vöxtur hagkerfisins minnkar. Störfum fækkaði um 20 þúsund í apríl og hefur þeim fækkað um 260 þúsund það sem af er ári. Spá því að störfum hafi fækkað í maí nokkurn veginn eins mikil og vatnsbirgðir duga til og um 2⁄3 hlut- ar þess vatns sem mannskepnan neytir eru notaðir í landbúnað. Vitnar E24 m.a. í vísindamanninn John Anthony Allan sem hefur fært rök fyrir því að leiðin til þess að leysa vatnsvanda margra ríkja sé að auka alþjóðlegt samstarf og um leið viðskipti með vatn. Eftirspurn eftir vatni hefur auk- ist verulega í heiminum og ætla má að áhugi fjármálaheimsins, meðal annars þeirra er fjárfesta í hrá- vöru, á vatni muni aukast til muna á næstu mánuðum. Vatn gæti auð- veldlega orðið ein þeirra vara sem mest viðskipti verða með þegar fram líða stundir. Verða vatnsviðskipti næsta hrávörubóla? Aukin verslun með vatn hefur verið nefnd lausn á vatnsvanda Reuters Vatnsskortur Flutningaskipið Sichem Defender sigldi inn í höfnina í Barcelona með drykkjarvatn um miðjan maímánuð. Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is MATVÆLAVERÐ á heimsmark- aði hefur náð hæstu hæðum á und- anförnum mánuðum og þótt verð á einni og einni tegund sé að gefa eftir, svo sem hveiti, eru flestir þeirrar skoðunar að matvælaverð muni á næstu árum haldast tölu- vert hærra en það var fyrir aðeins nokkrum misserum. Talað hefur verið um matar- kreppu enda er ljóst að án matar lifir mannskepnan ekki en nú eru margir farnir að vara við því að aðra lífsnauðsynlega vöru, vatnið, sé farið að skorta. Við höfum þegar heyrt fréttir af því að skip hafi flutt vatn til Barcelona fyrr á þessu ári vegna vatnsskorts en þar í borg ríkir nú versti ferskvatns- skortur í mannaminnum. Svo slæmt er ástandið að yfirvöld í Barcelona hafa varað við því að ef ekki verði brugðist við nú muni borgin verða orðin vatnslaus í október nk. Vatnið sem flutt hefur verið til borgarinnar dugir aðeins til þess að fullnægja 6% af þeirri þörf sem ríkir og áforma yfirvöld nú að leggja leiðslur til árinnar Ebro. 1,1 milljarð skortir vatn Norðausturhluti Spánar er fjarri því eina svæði heims sem skortir vatn um þessar mundir. Í úttekt sænska viðskiptavefjarins E24 er sagt að vandamál Börsunga sé enn sem komið er munaðarvandamál, þ.e. að þeir geti ekki farið í sturtu eða sund en 1,1 milljarð manna skorti hreint drykkjarvatn. Vatnsneysla heimsins er í dag Í HNOTSKURN » Árlega þjást um 4,4 millj-arðar manna af niðurgangi vegna mengaðs vatns, að mati Sameinuðu þjóðanna. 250 millj- ónir manna fá alvarlegri sjúk- dóma. » Níu lönd ráða yfir um 60%af ferskvatnsbirgðum heims- ins. Þau eru Brasilía, Rússland, Kína, Kanada, Indónesía, Bandaríkin, Indland, Kólombía og Kongó. » John Anthony Allan færVatnsverðlaunin afhent í Stokkhólmi í ágúst. ÍSLENSKA félagið Avion Aircraft Trading hefur eignast 70% í flug- rekstrarfélaginu Nordic Solutions Air Services og breytti í upphafi ársins nafni félagsins í Avion Express. Avion Express, sem hefur höfuðstöðvar sín- ar í Litháen er flugrekstraraðili Air Åland, frá Álandseyjum. Greint er frá því í Ålandstidningen að samningar Air Åland og Avion Express séu laus- ir í lok ágúst og haft eftir stjórnarfor- manni álenska flugfélagsins, Peter Grönlund, að fyrirtækið muni fara vandlega yfir stöðu mála áður en samningar verða endurnýjaðir. „Þar sem samningurinn er að renna út er eðlilegt að við munum fara yfir hann. Við þurfum að semja upp á nýtt. Er- um við ánægð eða eru önnur fyrirtæki áhugaverðari,“ segir Grönlund og bætir við að Air Åland eigi nú þegar í samningaviðræðum við aðra aðila þótt ekki kom fram hverjir þeir eru. Nóg af fyrirtækjum Avion Aircraft Trading eignaðist meirihluta í Nordic Solutions Air Services þegar ljóst var að sænska móðurfélagið Nordic Solutions yrði gjaldþrota. Auk íslenska félagsins á Per Weithz, stofnandi NSAS, 30% hlut í Avion Express. Ålandstidningen hefur eftir Peter Grönlund að hann hafi ekkert upp á íslenska félagið að kvarta og í raun ekki heldur Avion Express. „Eftirlit með svona fyrirtækjum er í höndum flugmálayfirvalda hvers lands. Við verðum að eiga viðskipti við fyrirtæki sem hafa flugrekstrarleyfi en getum ekki lagt stund á flugfélagagrein- ingu,“ segir hann. „Þegar samningar renna út endurskoðar maður þá og greinir. Það er nóg af fyrirtækjum sem starfa víða um Evrópu. Þess vegna verðum við að sjá til þess að skipta við fyrirtæki sem eru góð og arðsöm,“ segir Grönlund. Samningur í endurskoðun  Flugrekstrarsamningur dótturfélags Avion Aircraft Trading við Air Åland rennur út í lok ágúst  Air Åland hefur þegar hafið viðræður við aðra aðila Flugrekstur Saab 340 vél af þeirri gerð sem Air Åland notar. MIKIL viðskipti með markflokka skuldabréfa náðu hámarki í maí og fór heildarveltan á einum degi yfir í 107,9 milljarða króna þegar hún var mest, sem eru töluvert meiri viðskipti en í öllum apr- ílmánuði í fyrra.“ Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans en velta í viðskiptum með skuldabréf í kauphöllinni nam 739 millj- örðum króna í maí og hefur hún aldrei verið meiri. Samkvæmt Vegvísi skiptist veltan í mánuðinum nokkuð jafnt á milli ríkis- og íbúðabréfa þótt hún hafi verið örlítið meiri í íbúðabréfum eða um 53% af heild- arveltu. „Skuldabréfavelta í maí- mánuði í fyrra nam 132 mö. kr. og hefur veltan nærri sexfaldast á milli ára. Velta það sem af er ári nemur nú 2.727 mö. kr. og hefur hún fjórfaldast frá sama tíma í fyrra,“ segir í Vegvísi. Þar segir jafnframt að „eft- irspurn eftir ríkisbréfum jókst verulega í lok mars þegar vaxta- munur á gjaldeyrisskiptamarkaði hafði lækkað og nánast horfið á stystu tímalengdunum. Þar virð- ist því fyrst og fremst um aukna eftirspurn frá erlendum aðilum að ræða og er hún nánast ein- skorðuð við stystu fáanleg rík- isbréf“. Metvelta með skulda- bréf í maí Morgunblaðið/G.Rúnar Kauphöll Metvelta var í viðskiptum með skuldabréf í maímánuði. ● ATVINNULEYSI hefur ekki breyst á evrusvæðinu, EMU, í þrjá mánuði samkvæmt nýjum tölum frá Euro- stat, hagstofu ESB. Í apríl var at- vinnuleysi á evrusvæðinu 7,1% en á sama tíma í fyrra var það 7,5%. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans. Þar segir jafnframt að atvinnuleysi í aðildarríkjum Evrópusambandsins var 6,7% í apríl og var það einnig óbreytt á milli mánaða. „Meðal að- ildaríkjanna var atvinnuleysi lægst í Danmörku (2,7%) og Hollandi (2,8%) en hæst í Slóvakíu (10%) og á Spáni (9,6%). Til samanburðar var atvinnu- leysi í Bandaríkjunum í apríl 5%,“ segir í Vegvísi. Undanfarið ár hefur atvinnuleysi minnkað mest í Póllandi, úr 10,1% í 7,7%, en á aukist mest á Spáni, úr 8,1% í 9,6%. Óbreytt atvinnuleysi í evrulandi TRYGGINGARÁLAG á skuldabréf íslensku bankanna hefur tekið að hækka lítillega á ný. Við lok viðskipta á föstudag var miðgengi tilboða í bréf Kaupþings 460 punktar en hinn 19. maí sl. var álagið á bréf bankans 435 punktar og nemur hækkunin því 25 punktum. Að sama skapi var álagið á bréf Glitnis 387,5 punktar 19. maí en á föstudag var það 430 punktar sem er 42,5 punkta hækkun. Þar með hefur tryggingarálagið á skuldabréf Glitnis hækkað mest á því tímabili sem hér um ræðir því álagið á bréf Landsbankans hækkaði um 32,5 punkta á tímabilinu. Úr 195 punktum í 227,5 punkta. Skuldaálag hækkar á nýERLENDIR bankar og markaðs- sérfræðingar eru farnir að velta upp þeirri spurningu hvort olíu- verðhækkanir að undanförnu séu ein risastór verðbóla sem eigi eftir að springa með látum. Fjallað er um þetta í Berlingske Tidende í gær og m.a. vitnað til skýrslu frá Lehman Brothers og ummæla George Soros í Daily Telegraph. Telja þeir margt benda til þess að verðhækkanir séu drifnar áfram af spákaupmennsku og tilfærslu á fjármagni, miklu frekar en raun- verulegum skorti á olíu. Fimmföld- un á verðinu síðustu fimm ár og miklar hækkanir á allra síðustu mánuðum sýni öll einkenni verð- bólu. Þannig telur Soros að verðið sé orðið óeðlilega hátt en bólan muni þó ekki springa á meðan niður- sveifla sé í bandarísku og bresku efnahagslífi. Breytist það geti olíu- verðlækkanir orðið miklar. Í skýrslu Lehman Brothers er því spáð að hráolíutunnan verði komin niður í 83 dollara á næsta ári og 70-80 dollara árið 2010, en verðið nú er 125 dollara, fór hæst í 133 dollara í síðustu viku. Um þetta eru sérfræðingar bankanna ekki sammála. Goldman Sachs hef- ur spáð því að olíuverðið geti farið í allt að 200 dollara, en telja þó að verðið fari niður í 108 dollara í lok ársins. Fari síðan í 120 dollara tunnan árið 2010. Olíuverðhækkanir verðbóla? Reuters Dýrt Í Tælandi hafa yfirvöld reynt að draga úr notkun bensíns og dísils með skattaívilnunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.