Morgunblaðið - 02.06.2008, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Af hverju vilduð þið ekki vera memm? Það er eitthvað svo tómlegt að hafa ykkur ekki í
skottinu með hinu draslinu, eins og venjulega.
VEÐUR
Sjálfstæðisflokkurinn er í lífs-hættu. Þetta kemur skýrt fram í
nýrri Gallupkönnun, sem sagt var
frá um helgina.
Á landsvísu mælist fylgi Sjálfstæð-isflokksins nú 33% en Samfylk-
ingar 31%.
Í borgarstjórn Reykjavíkur
mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins nú
26,9% en fylgi
Samfylkingar
45,4% og
fengi sá
flokkur
hreinan
meirihluta í borgarstjórn ef kosið
yrði nú.
Af þessum sökum er Sjálfstæð-isflokkurinn í lífshættu. Sam-
fylkingin sækir fast á að verða
stærsti stjórnmálaflokkur þjóð-
arinnar.
Það má ekki verða, að stjórn-
málaflokkur, sem stjórnað er af
menntaðri elítu sem lítur niður á
fólkið í landinu nái slíkri stöðu.
Helzta ástæðan fyrir þessari stöðuer klúður Sjálfstæðisflokksins í
borgarstjórn og að flokkurinn virð-
ist ekki vera þess megnugur að ná
tökum á sjálfum sér.
Til þess að svo megi verða þarf Vil-hjálmur Þ. Vilhjálmsson að
standa upp og hætta sem oddviti
borgarstjórnarflokksins og nýr for-
ystumaður að taka við.
Önnur ástæða fyrir þessari stöðuer sú tilfinning fólks, að Sjálf-
stæðisflokkurinn tali ekki einni
röddu í málefnum Evrópusambands-
ins.
Það hjálpar svo Samfylkingunnimikið að hún var leidd að rík-
isstjórnarborðinu.
Forysta Sjálfstæðisflokksins þarfað bretta upp ermarnar.
STAKSTEINAR
Í lífshættu
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!"#"$ "
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
%
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
*$BC
!"
#
$ %&
'"#$ *!
$$B *!
& $ ' # $ # ( "# )"
<2
<! <2
<! <2
& (#' * %+,-".
C2D
<
E87
(! '
%)
*
$
) %+
62
*
,
(! '
!
%-,
/0"11 "#2 "-"* %
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Birgitta Jónsdóttir | 1. júní 2008
Afar undarleg borg
Borgin sem hýsti hátíð-
ina, höfuðborg Venesú-
ela, er afar undarleg,
eins og súrrealískur
draumur. Þarna ægði
saman afar sýnilegri fá-
tækt – við jaðar mikils
ríkidæmis. Ég bjó á fyrrum Hilton-
hóteli ásamt öllum hinum sem komu
að hátíðinni og út um gluggann mátti
sjá stærstu fátækrahverfi í Latín-
Ameríku. Enginn veit hve margir búa
þar, en húsin eru byggð af litlum efn-
um og eiga það til að hrynja.
Meira: birgitta.blog.is
Baldur Kristjánsson | 1. júní 2008
Hugað að öðrum
Þegar jörðin skelfur
grípur um sig skelfing.
Hver og einn reynir að
bjarga og gæta að sér
og sínum. Hugar svo að
öðrum. Það þarf ekki að
fara í fræðibækur til
þess að átta sig á því hvers vegna við
hugum að öðrum. Við höfum kynnst
skelfingunni á okkar eigin skinni, við
upplifðum hana, urðum hrædd. Við
getum þess vegna ímyndað okkur líð-
an annarra. Við vorum í þeirra spor-
um.
Meira: baldurkr.blog.is
Guðrún Ágústa Ágústsdóttir | 1. júní
Mestu hetjurnar
Til hamingju með dag-
inn allar hetjur hafsins,
þið eruð íslensku þjóð-
inni til sóma. Ég held að
það sé ekkert starf eins
hetjulegt og að vera sjó-
maður, ekki nóg með að
það er lífshættulegra en að vera í
bandaríska hernum þá er þetta bara
svo kúl. Mig langar að minnast allra
sjómanna sem hafa týnt lífi í starfi og
senda fjölskyldum þeirra fallegar
bænir. Guð veri með þeim og vaki yfir
þeim í framtíðinni.
Meira: gud-runa.blog.is
Ómar Ragnarsson | 1. júní 2008
Menningarslys í
Menntaskólanum
í Reykjavík?
Í heimsókn í gamla
íþróttahús MR fyrir
tveimur árum heyrði ég
að til stæði að breyta
húsinu í bókasafn. Ég
hélt að þetta væri grín
og gerði ekkert með
það. Á útskriftarhátíð í fyrradag, þar
sem dótturdóttir mín var meðal þeirra
sem útskrifuðust, tilkynnti rektor
þetta hins vegar og það var staðfest í
frétt Morgunblaðsins.
Húsið er elsta íþróttahús landsins,
þar starfaði einn af fyrstu sérmennt-
uðu íþróttakennurum landsins og þar
var vagga handboltans.
Flestir helstu íþróttagarpar lands-
ins stæltu þar líkamann langt fram
eftir síðustu öld sem og helstu ráða-
menn þjóðarinnar. Nú stendur hið
sama til þarna og á Seyðisfirði í fyrra,
þar sem litlu munaði að innréttingar
áfengisútsölunnar þar yrðu eyðilagðar
þótt ytra byrði hússins fengi að
standa.
Það er ævintýri að koma inn í
íþróttasalinn, sem er aðeins um sex-
tán metra langur og níu metra breiður,
eða 144 fermetrar og ímynda sér
hvernig hægt var að spila þar hand-
bolta. Um salinn leikur sami ilmur
merkilegrar fortíðar og í skólanum öll-
um.
Alls er húsið um 25 metra langt og
því rúmlega 200 fermetrar eða líkast
til um 2% af flatarmáli skólalóð-
arinnar. Það hlýtur að vera hægt að
finna bókasafni stað á skólalóðinni
án þess að ráðast á íþróttahúsið.
Án innréttinganna er húsið ekki
meira virði en elsta kirkja landsins
myndi vera ef henni yrði breytt í pakk-
hús.
Á skólalóðinni má sjá möguleika til
að koma bókasafni fyrir neðanjarðar,
til dæmis á milli Íþöku og íþróttahúss-
ins eða jafnvel undir bílastæðinu eða
túninu fyrir framan skólann.
Á Seyðisfirði var komið í veg fyrir
menningarslys. Frá upphafi hefur það
verið sérstaða MR að standa vörð um
góð gildi, venjur og hefðir og þess
vegna er það enn sárara en ella ef þar
verður nú staðið að menningarslysi
fyrir fljótræði.
Þess vegna get ég ekki annað en
endað þennan pistil á því að spyrja:
Et tu, MR?
Meira: omarragnarsson.blog.is
BLOG.IS
FRÉTTIR
NOKKRIR barrfinkuungar hafa
sést í Reykjavík og víðar undanfarna
daga. Brynjúlfur Brynjólfsson hjá
Fuglaathugunarstöð Suðaustur-
lands á Höfn í Hornafirði segir þetta
vísbendingu um að mörg barrfinku-
pör komi til með að verpa hér á landi
í sumar.
Þangað til í fyrra var barrfinka í
flokki sjaldgæfra fugla á Íslandi. Frá
upphafi fuglatalninga hér á landi
höfðu aðeins fundist 209 barrfinkur,
svo staðfest væri. Í fyrrahaust kom
hins vegar stór ganga til landsins.
Brynjúlfur telur að í henni hafi verið
nokkur hundruð barrfinkur. Önnur
ganga hafi komið í vor og nú sé ljóst
að mörg pör komi til með að verpa
hér á landi í sumar. Fram að þessu
hafa fáar barrfinkur komið upp ung-
um á Íslandi. Þó er vitað um a.m.k.
tvö eða þrjú pör sem hafi verpt á
Tumastöðum í Fljótshlíð og einnig er
staðfest að barrfinkur hafi verpt á
Reynivöllum í Suðursveit.
Barrfinkuungar í Reykjavík
Barrfinkungi sást í Reykjavík 21.
maí sl., líklega sá fyrsti á þessu vori,
en Brynjúlfur segir að búið sé að
finna nokkur hreiður síðan.
Brynjúlfur segir að það sé greini-
legur vöxtur í barrfinkustofninum í
Evrópu því að vart hafi orðið við
mikið af slíkum fugli á bresku eyj-
unum í vor og sl. haust. Stækkun
skóga á Íslandi geri það að verkum
að hér séu að verða til ágætar að-
stæður fyrir skógarfugla eins og
barrfinkur en þær lifa aðallega á
könglum og fræjum.
Hægt er að fylgjast með fréttum
af barrfinkum og öðrum sjaldgæfum
fuglum á vefnum www.fuglar.is.
Barrfinkur gleðja
fuglaáhugamenn
Í HNOTSKURN
»Barrfinka er smávaxin finkasem lifir norðarlega í Evrópu
og í austurhluta Asíu. Nú er hún
farin að verpa á Íslandi.
»Barrfinka er heldur styttri erauðnutittlingur, frændi
hennar. Þetta er gulleitur fugl
sem bæði tístir og syngur.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson