Morgunblaðið - 02.06.2008, Síða 18

Morgunblaðið - 02.06.2008, Síða 18
|mánudagur|2. 6. 2008| mbl.is Eftir Guðrúnu Huldu Pálsdóttur gudrunhulda@mbl.is „Ég var að leita mér að góðu nagdýri enda hef ég alltaf átt naggrísi. Núna hef ég hins vegar ekki pláss fyrir einn slíkan. Valið stóð því á milli hamsturs og stökkmúsar,“ segir Ingibjörg Sölvadóttir, starfsmaður í gæludýraversluninni Dýragarðinum. Forvitni stökkmúsa varð til þess að hún valdi sér Gunnsaling til eignar. „Gunnsalingur er voðalega virkur og er alltaf á ferðinni en þegar hann leyfir mér að halda á sér er hann afar blíður.“ Að sögn Ingibjargar hefur Gunnsalingur mikla nærveru þótt lítill sé. „Hann er forvitinn, ég get talað til hans og gefið honum að borða gegnum rimla búrsins. Þá kemur hann til mín og tekur við matnum. Honum finnst ofsa gott að fá smá grænmeti. Eftir langan vinnudag í kringum saltfiskabúr í gæludýraversluninni á hann það til að sleikja mig. Mér finnst það voða sætt.“ Ingibjörg segir lítið þurfa að hafa fyrir stökkmúsum ef að- búnaður sé í lagi en nauðsynlegt sé að eiga velútbúið hamst- rabúr. Maður eltir mús Stökkmýs eru augljóslega snarar í snúningum og eiga auð- velt með að snúa klunnalega mannrisa af sér eins og Ingibjörg og þrír vinir hennar fengu að reyna. „Einu sinni hljóp Gunnsalingur burt frá mér. Mýs eru auðvit- að gífurlega snöggar og þótt við værum fjögur að eltast við þennan litla kjána áttum við í stökustu vandræðum með að ná honum. Eftir dágóðan tíma náðum við að króa hann af og grípa í skottið á honum, en sú aðferð er sú eina til að ná músunum aft- ur ef þær sleppa.“ Ingibjörg mælir hiklaust með stökkmúsum sem gæludýrum og segir þær stórskemmtileg dýr. Hún hefur þó áhuga á að stækka við sig í framtíðinni og bæta rottum í nagdýragarðinn. „Rottur eru svo sætar,“ segir hún sannfærandi. Við látum það liggja milli hluta. Morgunblaðið/G.Rúnar Vinir Ingibjörg og Gunnsalingur eru mestu mátar og mýsli á það til að sleikja vinkonu sína eftir erfiðan vinnudag. Músarnebbi Stökkmýs eru að sögn ákaflega forvitnar verur. ...þótt við værum fjögur að eltast við þennan litla kjána áttum við í stökustu vandræðum með að ná honum. Sætur Gunnsalingur er mjög snar í snúningum. Óþekktarmúsin Gunnsalingur Eftir að samræmdu prófunum sleppti hjá tíundubekkingum í Waldorf-skóla í Lækjarbotnum við Suðurlandsveg hafa krakk- arnir unnið hörðum höndum við að æfa leiksýninguna Aurasálina eftir franska leikskáldið Molière. Vinnutörnin hefur verið allt önn- ur en hin bóklega sem að baki er og hafa nemendurnir notið þess að undirbúa þennan klassíska gamanleik frá 17. öld. Leikritið var frumsýnt sl. föstu- dag fyrir nemendur skólans en kemur svo í þrígang fyrir sjónir allra áhugasamra 3. júní kl. 18 og 5. júní kl. 13 og 18. Að sögn umsjónarkennara bekkjarins, Kerstin E. Andersson, hefur leiklistin áður tekið öll völd eftir prófatörn í skólanum, í 3-4 vikur eins og nú. Þessi sami bekk- ur hafi t.a.m. sett upp Draum á Jónsmessunótt. „Við stundum mikið af listum og handverki í Waldorf-skóla en þessir skólar vinna almennt að því að efla allar hliðar manneskjunnar. Mín reynsla er sú að leiklist og krefj- andi ferðalög gera ótrúlega mikið fyrir þroska krakkanna,“ segir Kerstin og tekur undir að hér séu á ferð efnilegir leikarar. „Það er ótrúlegt að sjá hve það er frels- andi fyrir þau að æfa sig í að vera ástfangin, sýna reiði og aðr- ar tilfinningar á sviðinu og setja sig inn í aðrar persónur. Þetta er rosalega flott og fyndið! Textinn er svolítið flókinn en eftir mikla vinnu með hann uppgötva þau hvað þetta er flott mál. Þau tala ofsalega fallega og gaman að þau fái að upplifa málið á þennan hátt enda fá þau ást á tungumálinu sínu.“ Æfa sig í að vera ástfangin Ástin æfð Nemendur 10. bekkjar Waldorf-skólans í leikriti Molière. Morgunblaðið/Eggert Gamanleikur Yngstu tveir bekkirnir ásamt fleirum nutu sýningarinnar. Algjör aurasál Krakkarnir stunduðu eingöngu leiklist í 3-4 vikur og komu m.a. að því að sauma búningana. Leikstjórinn (t.h.) er Sofie Wränghede. daglegtlíf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.