Morgunblaðið - 02.06.2008, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 02.06.2008, Qupperneq 28
28 MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Brautarinnar Aðalfundur Brautarinnar - bindindisfélags ökumanna verður haldinn miðvikudaginn 4. júní nk. kl. 17.30 í Forvarnahúsinu, Kringlunni 1-3, Reykjavík. Dagskrá fundarins verður skv. ákvæðum 4. greinar laga félagsins. Félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöld hafa atkvæðisrétt á fundinum. Stjórn Brautarinnar - bindindisfélags ökumanna. Húsnæði óskast Seltirningar á heimleið Óska eftir húsnæði til kaups eða leigu á Seltjarnarnesi. Einbýli, raðhúð/parhús eða sérhæð. Fjögur svefnherbergi. Upplýsingar sendist í tölvupósti til: fridrik.kr@simnet.is Tilkynningar Af hverju að bíða og bíða eftir stóra vinningnum þegar þú getur unnið fyrir öllu sem þig langar að eignast? Það eina sem þú þarft að gera er að bera út blöð í 1-3 tíma á dag. Besta aukavinna sem þú getur fundið og góð hreyfing í þokkabót! Hringdu núna og sæktu um í síma 569 1440 eða á mbl.is! Sæktu um blaðberastarf – alvörupeningar í boði! Atvinnuauglýsingar sími 569 1100 ÞÓRUNN Sigurðardóttir, fyrrver- andi listrænn stjórnandi Listahá- tíðar í Reykjavík, hefur tekið við stjórnarformennsku í UNICEF á Íslandi. Hún tekur við starfinu af Einari Benediktssyni, fyrrverandi sendiherra sem því hefur gegnt frá stofnun UNICEF hér á landi árið 2004. Fóru stjórnarformannsskiptin fram á aðalfundi íslenskrar lands- nefndar UNICEF miðvikudaginn 21. maí sl. Hlutverk landsnefndarinnar er að afla fjár meðal almennings og fyrirtækja á Íslandi til styrktar þróunarverkefnum UNICEF fyrir börn. Í máli Stef- áns Inga Stefánssonar, fram- kvæmda- stjóra UNI- CEF á Íslandi, kom fram að á síð- asta ári hefði 231 milljón króna verið send til verk- efna UNI- CEF í þróunarlöndunum og þar af hefði 92 milljónum verið ráðstafað til uppbyggingar menntunar og heilsugæslu barna í Vestur- Afríkuríkinu Gíneu-Bissá. Eins og undanfarin ár eru heimsforeldrar stærsti styrktaraðili UNICEF á Íslandi. Í lok árs 2007 voru heims- foreldrar orðnir 13.700 talsins og námu framlög þeirra samtals 158 milljónum. Einari Benediktssyni voru á fundinum þökkuð góð störf. Sagði Stefán Ingi Einar „hornsteininn að árangri og vexti UNICEF á Ís- landi.“ Þær breytingar urðu einnig inn- an stjórnarinnar að Júlíus Vífill Ingvarsson hættir en inn koma Eiður Guðnason sendiherra og Kristín Jóhannesdóttir fram- kvæmdastjóri. Nýr formaður UNICEF á Íslandi Þórunn Sigurðardóttir SÍMINN hefur lokið við uppsetn- ingu á 3G-sendum í stærstu þétt- býliskjörnum Suðurlands. Þeir staðir sem nú ná 3G-þjónustu Sím- ans á þessu landsvæði eru Vest- mannaeyjar, Hveragerði, Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri, Hvols- völlur og Þorlákshöfn. Auk þess næst 3G-samband víðs vegar á sumarbústaðasvæðinu í Grímsnesi, Landsveit og Bisk- upstungum. Þetta þýðir meðal ann- ars að viðskiptavinir með Netlykil Símans ná nú háhraðanetsambandi á þessum stöðum. Aukin þjónusta Símans á Suðurlandi  BENEDIKT Helgason verkfræð- ingur varði doktorsritgerð sína frá verkfræðideild Háskóla Íslands 9. apríl sl. Ritgerðin ber heitið „Ein- staklingsbundin greining á beinum með eininga- aðferðinni með sérstaka áherslu á tengingu gervi- fótar við lær- legg“, en hún fjallar m.a. um einstaklings- bundna hermun á tengingu gervifót- ar við bein. Einingalíkön sem nota má til þess að herma streitu- og spennuástand í beinum gætu nýst vel í lækn- isfræðilegum tilgangi. Þau myndu t.d. henta við að hanna tengingu gervifótar í bein og við mat á brot- hættu hjá einstaklingum með bein- þynningu. Rúmfræði og efniseig- inleikar eru lykilatriði þegar gera á einstaklingsbundin líkön af beinum. Nákvæmar upplýsingar um útlínur beina má lesa úr sneiðmyndum og þannig útbúa rúmfræðilega nákvæm líkön. Þá hefur verið sýnt fram á að það sé því sem næst línulegt sam- band á milli röntgensneiðmyndagilda og eðlismassa. Ennfremur hefur vís- indamönnum tekist að tengja eðl- ismassa við efniseiginleika beina. Af þeim sökum er líkanagerð sem byggð er á röntgensneiðmyndum (CT) sú aðferð sem mest er notuð þegar búa á til einstaklingsbundin einingalíkön. Þrátt fyrir að einstaklingsbundinni greiningu sé beitt í auknum mæli, bæði í læknisfræðilegum tilgangi og í rannsóknum, heldur leitin að betri aðferðum til að búa til þessi líkön áfram. Ástæðan er sú að enn vantar nokkuð upp á að nákvæmni þessara líkana hafi verið sannreynd með til- raunum. Þar fyrir utan eru þær að- ferðir sem hafa verið þróaðar tíma- frekar, sem rýrir möguleikana á útbreiddri notkun þeirra. Í þeirri vinnu sem þessi ritgerð greinir frá voru þróaðar og sann- reyndar mismunandi aðferðir til þess að tengja efniseiginleika beina við einingalíkön. Sérstök áhersla var lögð á að rannsaka áhrif mismunandi sambanda á milli eðlismassa og stífni á niðurstöðurnar. Þá voru einnig þróaðar aðferðir til þess að herma mekaníska svörun á milli beina og ígræðlinga og að lokum voru þær aðferðir sem þróaðar voru í verkefninu notaðar við einstaklings- bundna hermun á tengingu gervifót- ar við bein. Meiri nákvæmni náðist í hermun á mældum yfirborðsstreitum með þeim aðferðum sem þróaðar voru í þessu verkefni en áður hefur náðst í svipuðum rannsóknum. Niðurstöð- urnar sýndu hins vegar líka að að- ferðirnar má enn bæta. Hermun á mekanískri svörun á milli beins og íg- ræðlings sýndi að fyrir gefna til- raunaniðurstöðu þá væri líkan byggt á vexti beins inn í holrými yfirborðs ígræðlings líklegra til þess að lýsa til- raunaniðurstöðunni en líkan sem byggist á forspennu og núningi. Megin niðurstaðan úr ein- staklingsbundnu greiningunni á tengingu gervifótar við bein er sú að sennilegast megi nota ígræðlinga með holum yfirborðum í þessa teng- ingu. Það yrði þó gert með svipuðum takmörkunum á álagi og eru til stað- ar fyrir þessar tengingar í dag, en fram að þessu hafa ígræðlingar með skrúfgangi verið notaðir til þess að tryggja kraftyfirfærslu á milli beina- grindar og gerviútlims. Benedikt Helgason er fæddur árið 1969. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1989. Árið 1993 útskrifaðist hann með lokapróf í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og með Civil Ingeni- ør gráðu frá Danmarks Tekniske Universitet árið 1996. Á árunum 1996-2001 starfaði Benedikt sem ráð- gjafi, lengstum hjá Rambøll í Virum í Danmörku. Frá árinu 2001 hefur Benedikt synt rannsóknum og kennslu við Véla- og iðnaðarverk- fræðiskor Háskóla Íslands. Maki Benedikts er Ragnheiður Ásta Einarsdóttir sjúkraþjálfari. Doktor í véla- verkfræði Benedikt Helgason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.