Morgunblaðið - 02.06.2008, Side 16

Morgunblaðið - 02.06.2008, Side 16
16 MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ AUSTURLAND meistari ME fer nú í árslangt námsleyfi og verður Þorbjörn Rúnarsson áfangastjóri skóla- meistari þann tíma. Helgi Ómar sagði m.a. í ræðu sinni við brautskráninguna að sýnt MENNTASKÓLINN á Egils- stöðum brautskráði nýstúdenta 24. maí sl. og var skólanum jafnframt slitið í 29. sinn. Alls útskrifuðust 42 nýstúd- entar, 24 nemendur af félags- fræðibraut, 4 nemendur af mála- braut, 12 nemendur af náttúru- fræðibraut og tveir nemendur með viðbótarnám til stúdentsprófs af starfsnámsbrautum. Að auki út- skrifaðist einn nemandi af starfs- braut. Fimm nýstúdentar luku námi af íþróttabraut og tveir nem- endur af listnámsbraut við skól- ann. Undirbúningur nýnema verri Sara Björk Sigurðardóttir lauk stúdentsprófi með bestan náms- árangur. Meðaleinkunn hennar var 9,2. Sara lauk prófi af náttúru- fræðibraut á þremur árum en hún er fyrsti nemandi sem lýkur námi af hraðbraut. Egill Gunnarsson, fráfarandi formaður NME, fékk viðurkenningar fyrir framúrskar- andi námsárangur og virka þátt- töku í félagslífi skólans. Helgi Ómar Bragason skóla- væri að nemendur kæmu æ ver undirbúnir úr grunnskólum upp í menntaskóla. Væri það áhyggju- efni sem samfélagið allt yrði að gefa gaum. ME hefur síðustu árin komið á fót sérstökum úrræðum fyrir þá nýnema sem verst eru staddir. Sett var upp almenn braut fyrir nokkru og sl. vetur fjöl- greinabraut fyrir þá nemendur sem fótuðu sig illa á almennu brautinni. Helgi Ómar benti og á að renna yrði traustari stoðum undir geðhjálparúrræði innan framhaldsskólanna. Þar væri skól- unum og samfélaginu mikill vandi á höndum. ME útskrifar 42 nýstúdenta Skólameistari sagði áhyggjuefni hvað undirbún- ingur nýnema hefði versnað hin síðari ár Ljósmynd/ME Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Fáskrúðsfjörður | Félag ljóðaunn- enda á Austurlandi er sjálfsagt eitthvert minnsta útgáfufélag landsins, en ötult og þekkt að vandvirkni og metnaði í útgáfu ljóðabóka sinna. Félagið var stofnað 20. júlí 1996 og kosin stjórn sem hefur verið endurkosin á öllum aðalfundum síðan. Í henni sitja auk Magnúsar Stefánssonar formanns Guðjón Sveinsson og Aðalsteinn Aðal- steinsson. Í Félagi ljóðaunnenda á Austurlandi eru nú 110 félagar. „Á stofnfundinum voru samþykktar starfsreglur og er til- gangur félagsins þar skilgreindur þannig að það skuli skapa ljóða- unnendum, skáldum og hagyrð- ingum á Austurlandi sameigin- legan vettvang til að vinna að hugðarefnum sínum og efla kynni sín á milli,“ segir Magnús. „Einnig átti að kynna sem flestar gerðir ljóðlistar á Austurlandi og stuðla að útgáfu austfirskra ljóða.“ 1999 var útgáfuár fyrstu bókar félagsins, Radda að austan, þar sem 122 þálifandi höfundar birtu ljóð sín. Þá var hálf öld liðin frá því að ljóðasafnið Aldrei gleymist Austurland kom út, en það hafði að geyma ljóð eftir 73 austfirska höfunda. Fljótlega tók félagið að gangast fyrir ýmsum viðburðum og þá einkum ljóðakvöldum, sem ævinlega hafa verið fjölsótt. Þeim hefur fækkað í seinni tíð, e.t.v. vegna þess að orkan hefur farið í útgáfustarfsemi. Á móti kemur að útgáfuteiti vegna bókanna hafa jafnan verið vel sóttar menningar- hátíðir. Félagið hefur haldið nokk- ur hagyrðingamót, enda ýmsir áhugamenn um lausavísnagerð innan vébanda þess. Jafnframt var haldið helgarnámskeið í ljóðagerð í umsjá Þórðar Helgasonar. Aðal- starfi félagsins hefur þó hin síðari ár verið bókaútgáfa. Vandaðar bækur vekja athygli Raddir að austan fengu ákaflega góð viðbrögð og segir Magnús að þegar bókin kom út hafi verið búið að afla 450 áskrifenda. Árið 2001 hóf félagið útgáfu bókaflokksins Austfirsk ljóðskáld. Fyrsta ljóða- bókin í flokknum er eftir Sigurð Óskar Pálsson fræðaþul og heitir Austan um land. Sú hefur notið gríðarlegra vinsælda og var upp- seld um mitt ár 2004. Frá því 2001 hefur komið út ein bók á ári í bókaflokknum. Höfundur þessa árs í ritröðinni er Þorsteinn Bergsson, bóndi á Unaósi. Mun ritið bera nafnið Vébönd og er fyrsta bók höfundar. Athygli hefur vakið hversu vönduð útgáfa Austfirskra ljóð- skálda er. Torfi Jónsson bókhönn- uður hefur hannað bækurnar að ytra útliti. „Mér finnst skemmti- legra ef bók er aðlaðandi. Bók sem er ódýr í útgáfu og aðeins í kilju- formi getur raunar litið vel út. Kannski er þetta sérviska að hafa bækur bundnar. Við höfum rætt upp á síðkastið að auka bókaútgáf- una og stendur til að gefa út við- bótarbók á þessu ári eða næsta. Hún verður óbundin en mun samt líta vel út. Verður þetta ljóðabók eftir Oddnýju Björgvinsdóttur.“ Auk Radda að austan og Aust- firskra ljóðskálda hefur félagið gefið út kvæðabókina Fljótsdals- grund eftir Jörgen Kjerulf, höfuð- skáld Fljótsdals. Magnús segir ljóðagerð lifa ágætu lífi á Austur- landi og nefnir t.d. skáldin Guðjón Sveinsson, Ingunni Snædal, Svein Snorra Sveinsson, Ásgrím Inga Arngrímsson og Sigurð Ingólfs- son. Fólkið sem tók þátt í námskeiði Þórðar hefur hist áfram á ljóða- stundum. Bindur Magnús vonir við að einn helsti vaxtarbroddurinn í starfi félagsins liggi þar. Þá segir hann líklegt að haldið verði fram- haldsnámskeið í ljóðagerð. Þá sé framtíð í bókaútgáfunni. Flug yfir hversdagsleikann „Á okkar tímum er einn og einn maður sem kaupir ljóðabækur, en hinn almenni lesandi er einatt á öðrum slóðum. Áður fyrr voru ljóð á hverju strái. Þegar grannt er skoðað hafa menn þó margir hverjir ánægju af ljóðum, jafnvel þó þeir kaupi ekki ljóðabækur. Staða ljóðsins á Íslandi er held ég ekkert verri en hún hefur verið. Menn í bókaútgáfu segja mér þó að algengt sé að ljóðabækur ungra höfunda seljist í á milli 100 og 200 eintökum, sem er ekki mikil sala þegar reyfararnir seljast í nokkr- um þúsundum eintaka. Ég lít þannig á að við ljóðagerð eigi menn virkilega að leggja sig fram. Við sjáum oft bækur, ekki síst frá ungu fólki, þar sem ljóðin eru nán- ast eins og uppkast. Eitthvað sem gæti oft á tíðum orðið mjög gott ef legið væri yfir því. Meitla þarf orðfæri og ekki kasta til höndum. Það skilur ljóðið frá t.d. örsögu að það verður að komast á eitthvert flug yfir hversdagsleikann. Við þurfum að búa ljóðinu einhvern þann búning sem hrífur menn. Ljóðið er knappt og fáort og þarf að hrífa okkur á allt annan hátt en sagan.“ Magnús hefur lengi ort sér til gamans og glímt við ljóð löngum stundum, jafnvel svo árum skiptir. Hann segist þó ekki hafa hug á að gefa þau út. Gefa úr öll verk Erlu Félag ljóðaunnenda á Austur- landi undirbýr nú útgáfu stórvirk- is; ritsafns skáldkonunnar Erlu, Guðfinnu Þorsteinsdóttur, sem lengst af bjó á Vopnafirði. Endur- útgefa á það sem prentað hefur verið eftir Erlu, þ.e. þrjár ljóða- bækur og tvær bækur með frá- sagnarþáttum; Völuskjóðu og Vog- rek. Þá mun félagið jafnframt gefa út töluvert magn af óprentuðum ljóðum Erlu, lausavísum og frá- söguþáttum. Alls verða þetta fjög- ur til fimm bindi, um 1200 bls. í öskju. Íslenskufræðingurinn Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir er ritstjóri verksins og vinnur nú yfirgrips- mikla ritgerð um höfundinn. Verk- efnið er kostað af Erlusjóði, sem afkomendur Erlu stofnuðu fyrir mörgum árum til minningar um hana. Ljóðelsk, austfirsk bókaútgáfa í blóma Einu minnsta út- gáfufélagi lands- ins vex ásmegin Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Ljóðsýn Magnús Stefánsson, formaður Félags ljóðaunnenda á Austurlandi, með Háöxlina við Fáskrúðsfjörð í baksýn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.