Morgunblaðið - 02.06.2008, Síða 24

Morgunblaðið - 02.06.2008, Síða 24
24 MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GuðmundurÁrnason fæddist að Austurbakka í Reykjavík 17. ágúst 1921. Hann lést um hádegisbil 23. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Árni Jóhann Ingi- mundur Árnason, skrifstofustjóri Gas- stöðvarinnar í Reykjavík, f. 1893, og kona hans Helga Guðmundsdóttir, f. 1898. Bróðir Guð- mundar er Árni, f. 1927, kona hans er Guðrún Pálsdóttir, f. 1929. Árið 1948 kvæntist Guðmundur Höllu Aðalsteinsdóttur, f. 24. jan- úar 1923, d. 23. ágúst 2000. For- eldrar hennar voru Aðalsteinn Kristinsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra samvinnu- félaga, f. 1885, og kona hans Lára Pálmadóttir, f. 1892. Börn Guð- mundar og Höllu eru: 1) Árni, f. 1949, kvæntur Jóhönnu Gunn- laugsdóttur, f. 1949. Börn þeirra eru a) Gunnlaugur, f. 1974, kvænt- ur Svövu Kristjánsdóttur, f. 1974, og b) Halla, f. 1977, gift Sveini Kristni Ögmundssyni, f. 1976, þau eiga tvo drengi. 2) Aðalsteinn, f. 1950, kvæntur Þórnýju Heiði Ei- ríksdóttur, f. 1949. Börn þeirra eru a) Eiríkur, f. 1971, kvæntur Heiðu Björgu Bjarnadóttur, f. 1975, þau eiga þrjá drengi, b) Guð- mundur, f. 1974, sambýliskona Jóna Sólbjört Ágústsdóttir, f. 1975, þau eiga tvo drengi, c) Halla, f. 1976, gift Gunnari Einarssyni, f. 1976, þau eiga tvo drengi, og d) Guðlaugur, f. 1980, sambýliskona Erna Niluka Njálsdóttir, f. 1986. 3) varaformaður 1959-1967. Guð- mundur var í stjórn Félags frí- merkjasafnara frá stofnun félags- ins 1957-1964 og formaður þess í fjögur ár. Hann var einn af stofn- endum Stangveiðifélagsins Ár- manna og í stjórn þess félags 1973-1976. Þá var Guðmundur einn stofnenda Stangveiðifélags- ins Stakkavíkur og formaður þess félags um skeið. Guðmundur var hvatamaður að byggingu Grens- áskirkju og formaður bygging- arnefndar safnaðarheimilis Grensássóknar. Guðmundur var mikill áhugamaður um stangveiði sem hann stundaði frá 12 ára aldri. Unun var að fylgjast með veiðiskap hans við ár og vötn landsins. Guðmundur stundaði eingöngu fluguveiði, bæði hér og erlendis, og á seinni árum hnýtti hann allar flugur sínar. Birna er þekktasta flugan sem hann hann- aði sjálfur. Þeir eru margir veiði- mennirnir sem notið hafa leið- sagnar hans við veiðiskap í gegnum árin. Guðmundur safnaði frímerkjum og kom sér upp viða- miklu safni sem hann hlaut við- urkenningar fyrir bæði heima og erlendis. Guðmundur var einnig dómari fyrir hönd Íslands á slíkum sýningum. Guðmundur gaf út ritið Að safna frímerkjum árið 1959 til leiðbeiningar fyrir frímerkjasafn- ara. Guðmundur og Halla bjuggu nær öll hjúskaparár sín í Reykja- vík. Fyrstu 13 árin bjuggu þau að Fjölnisvegi 11 en lengst af í Brekkugerði 34. Eftir lát Höllu, árið 2000, fluttist Guðmundur á Hjúkrunarheimilið Eir en hann hafði nokkrum árum áður greinst með Alzheimer-sjúkdóm. Þar naut hann einstakrar umönnunar starfsfólks. Útför Guðmundar fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Helga Lára, f. 1951, gift Birni Guðmunds- syni, f. 1951. Synir þeirra eru a) Guð- mundur, f. 1977, kvæntur Þórunni Sif Garðarsdóttur, f. 1977, þau eiga tvo syni og b) Hall- grímur, f. 1980, kvæntur Helgu Guð- rúnu Vilmund- ardóttur, f. 1979, þau eiga eina dóttur. 4) Margrét, f. 1954, kvænt Lúðvíg Lár- ussyni, f. 1947. Börn þeirra eru a) Edda Lára, f. 1984, sambýlis- maður Sverrir Ingi Ármannsson, f. 1981, og b) Lárus Guðjón, f. 1986. Guðmundur lauk prófi frá Verzlunarskóla Íslands 1939. Á ár- unum 1942-1946 rak Guðmundur umboðsskrifstofu í New York sem annaðist vöruútvegun og innkaup fyrir íslensk fyrirtæki. Hann var framkvæmdastjóri og annar aðal- eigandi G. Þorsteinsson & Johnson hf. í Reykjavík frá 1946-1983 er hann stofnaði Árvík sf. ásamt Árna syni sínum. Guðmundur stofnaði auk annarra Otislyftur sf. árið 1960. Hann lét af störfum 1991. Árni sonur hans keypti þá hlut föður síns í Árvík og tók við rekstri félagsins en Aðalsteinn sonur Guðmundar keypti Otislyft- ur sf. og tók við rekstri þess fé- lags. Guðmundur var virkur í fé- lagsmálum og gegndi margs konar trúnaðarstörfum. Hann sat í stjórn Félags íslenskra stórkaup- manna 1955-1959 og var í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna frá stofnun sjóðsins 1956-1967, sem Á kveðjustund vil ég þakka Guð- mundi tengdaföður mínum sam- fylgd í næstum fjóra áratugi. Ég hitti hann fyrst þegar Árni kynnti mig fyrir foreldrum sínum í árs- byrjun 1970. Fljótlega eftir að við Árni trúlofuðum okkur í ágúst sama ár hélt hann til náms til Bandaríkjanna. Ég var heima í eitt ár eða þar til við giftum okkur í ágúst 1971. Þá fór ég með honum til Minnesota. Þetta ár var ég í nær daglegu sambandi við tengdafor- eldra mína og heimsótti þá oft í Brekkugerðið. Ég vann á Morgun- blaðinu í Aðalstræti þetta árið og Guðmundur var þá með skrifstofu sína í Grjótaþorpinu. Það brást varla nokkru sinni að hann hringdi til mín á Morgunblaðið og byði mér með sér heim í hádegismat. Auðvit- að þáði ég boðið hvenær sem ég gat enda átti ég von á góðu, glaðværu borðhaldi og frábærum mat Höllu tengdamóður minnar sem bjó til besta mat í heimi. Guðmundur kom þá venjulega upp á ritstjórn og sótti mig, beið jafnvel eftir mér þyrfti ég að ljúka einhverju. Hon- um fannst ekki viðeigandi að láta dömuna bíða úti á götu eftir að hún yrði sótt. Tengdafaðir minn var mikill séntilmaður, hafði fágaða framkomu og var smekklegur í klæðaburði. Hann var greindur og vel að sér um þjóðmál og atvinnulíf. Guðmundur rak fyrirtæki sitt af dugnaði og var heiðarlegur í við- skiptum. Hann var þó ákveðinn og harður í horn að taka teldi hann sig beittan órétti eða væri honum mis- boðið. Guðmundur var sjálfum sér nóg- ur og sinnti áhugamálum sínum í tómstundum. Þegar við Árni og börnin okkar komum í heimsókn kom tengdamamma venjulega til dyra og fagnaði okkur. Hún kallaði svo á afa sem sat ekki auðum hönd- um á frídögum heldur var ýmist uppi á kontór að sýsla við frí- merkjasafnið sitt eða niðri í kjall- ara að hnýta flugur. Hann var þá ekki seinn á sér að koma til okkar til þess að spjalla og njóta góðgerð- anna sem tengdamamma færði okkur. Aðaláhugamál tengdaföður míns var fluguveiði – að renna fyrir lax var lengstum hans mesta tóm- stundagaman. Hann hafði þó einnig mikið yndi af silungsveiði, ekki síst í Hlíðarvatni í Selvogi en þann sil- ung kunni tengdamóðir mín best að meta vegna bragðgæða. Fyrir kom að við Árni og börnin færum með tengdaforeldrum mínum í veiði- ferðir svo sem í Veiðivötn og Svart- höfðann. Þá var nú gaman að horfa á Guðmund kasta og væri hann bú- inn að fá hann fylgdist maður upp- numinn með lönduninni. Sú athöfn var jafnan framkvæmd með virð- ingu og reisn. Nú þegar lífsgöngu Guðmundar tengdaföður míns lýkur finnst mér ljúft að hugsa til þess hversu mikill gæfumaður hann var. Hann lifði og starfaði í því umhverfi sem hann kaus sér og gat jafnan framkvæmt það sem hugur hans stóð til. Hann átti miklu barnaláni að fagna og þau Halla og Guðmundur voru ákaflega samhent. Það sem ein- kenndi sambúð þeirra var virðing, væntumþykja og samstaða. Það er mikil gæfa að hafa átt Guðmund og Höllu að samferðamönnum. Ég kveð tengdaföður minn með virð- ingu og þakklæti og votta börnum hans og barnabörnum samúð mína. Jóhanna Gunnlaugsdóttir. Guðmundur tengdafaðir minn er allur. Þau eru orðin um 40 árin frá því ég fór að koma inn á heimili þeirra Höllu. Fyrst voru heimsókn- irnar kvíðablandnar því Guðmund- ur þótti strangur. Eftir því sem samskiptin urðu meiri og kynnin betri hvarf kvíðinn en við tók gagn- kvæm virðing. Guðmundur hafði verið á kafi í margvíslegu fé- lagsstarfi en dró sig út úr því smám saman. Hann var um skeið virkur í Oddfellowreglunni sem og Lions. Áhugamál að öðru leyti voru tvö og tóku sífellt meiri tíma. Hið fyrra var frímerkjasöfnun en þar náði Guðmundur langt. Hitt áhugamálið var lax- og silungsveiði og þá ein- göngu fluguveiði. Hann fór reglu- lega í Hlíðarvatn í Selvogi auk ann- arra vatna. Svarthöfði í Borgarfirði var heimsóttur árvisst meðan heils- an leyfði og þar sem og í Hlíð- arvatni átti ég með þeim hjónum hinar ánægjulegustu stundir og böndin styrktust. Í gegn um tíðina átti Guðmundur mjög tryggan veiðifélaga frá Bandaríkjunum, Erwin Brown, en þeir félagar veiddu reglulega í bestu veiðiám landsins auk þess að ferðast um heiminn og veiða, t.d í Alaska. Erw- in kom hér síðast til veiða 1998 en þá var sjúkdómur Guðmundar far- inn að segja til sín. Erwin minntist Guðmundar í nýlegu bréfi sem besta laxveiðimanns sem hann hefði kynnst og segir kynnin við Guðmund og Höllu hafa verið þau nánustu og kærustu sem þau hjón hafi átt við nokkurn utan fjölskyld- unnar. Þannig var Guðmundur, vin- ur vina sinna en alls ekki allra. Hann var að sumu leiti einfari og vildi hafa hlutina á sinn hátt. Árin í New York voru Guðmundi kær og sagði hann gjarnan sögur frá þeim tíma. Þar var hann með jafnöldrum sínum sem voru í svip- uðum erindagjörðum og þrátt fyrir að stríðið væri í fullum gangi var mikið um að vera í stórborginni. Þannig var reglulega farið á djass- klúbba þar sem menn eins og Fats Waller og Louis Armstrong voru fastagestir. Ameríkudvölin mótaði mjög framtíð þessara ungu manna og héldust vinaböndin ævilangt en Guðmundur er síðastur þeirra til að kveðja Hótel Jörð. Fyrir um 10 árum var Alzheim- ersjúkdómurinn farinn að segja tal- vert til sín og við fráfall Höllu árið 2000 versnaði ástandið mikið og sýnt að hann kláraði sig ekki einn. Hann flutti fljótlega á Hjúkrunar- heimilið Eir. Þar dvaldi hann síðan við frábært atlæti starfsmanna og hélt sinni reisn fram á síðasta dag. Starfsfólki á Eir eru færðar inni- legar þakkir fjölskyldunnar. Björn Guðmundsson. Við andlát Guðmundar Árnason- ar tengdaföður míns rifjast margt upp í samskiptum okkar en einnig af því sem hann sagði frá við mat- arborðið eða inni á kontor að máltíð lokinni. Guðmundur var verzlunarmaður í húð og hár enda Verzlunarskóla- genginn. Guðmundur var maður fjölbreytilegur, íhaldssamur en jafnframt framfarasinnaður, víðles- inn, náttúruunnandi og umhverfis- sinni löngu áður en það komst í tízku. Íþrótt Guðmundar var flugu- stangveiði og kenndi hann gjarna þeim sem læra vildu og var honum umhugað um siðfræði indíána að taka ekki meira frá náttúrunni en maður gæti gefið til baka. Guð- mundi var tíðrætt um hvernig allt í tilverunni leitaði jafnvægis og hef- ur væntanlega hugsað til Adams Smith. Guðmundur upplifði tímana tvenna er hann fór ungur í sveit að Þyrli og síðasta hlutann siglandi á trillu. Áratug seinna sigldi hann í skipalest frá Íslandi til Bandaríkj- anna undir herskipavernd þar sem hann „nam land“ í New York, stofnaði umboðsskrifstofu fyrir ís- lenzka verzlunarmenn, þar á meðal föður minn og félaga hans. Fann ég jafnan hlýhug hans til mín þegar hann minntist þessa. Hér var ljóst að Guðmundur var hugrakkur og drífandi og lét aldrei bilbug á sér finna. Frásagnir Guðmundar frá þessum tíma minna helzt á við- skiptasögu okkar Íslendinga nú þessi árin en honum var sérstak- lega umhugað um gildi frjálsrar verzlunar sem hann kynntist þar af eigin raun. Þegar Guðmundur stofnaði umboðsskrifstofu sína gekk hann skáhallt yfir götuna til fógeta og gjörningnum lokið á tíu mínútum, ekki fór fyrir skriffinnsk- unni þar. Eitt sinn þurfti Guð- mundur að ná tali af hafnarstjór- anum í New York sem var sennilega stærsta höfn í heimi, bar erindið upp við ritara og var síðan vísað rakleiðis inn á fundinn í her- bergið við hliðina. Þessi stuttu dæmi og mörg önnur skópu fram- fararhuga ungs manns fullum eld- móði sem kom til Íslands að loknu stríði fullur reynslu og með sýn á möguleikana en mátti berjast hat- ramlega við afturhald og þröngsýni samfélagsins megnið af starfsferli sínum. Því meir brann Guðmundur í trúnni á hindrunarlaus viðskipti hér því eins og hann sagði: „Allt leitar þetta jafnvægis, markaðurinn og samfélagið“. Ekki var hægt að komast ósnort- inn frá samtölum við Guðmund enda hafði hann skoðun á flestu en kjarninn var hin persónulega ábyrgð hvers og eins. Hér var Guð- mundur hvað einbeittastur við að greina vanda á því sem gengi ekki og lét það óspart í ljósi. Ekki var laust við að rökræður gætu orðið heitar en því harðar sem ég sótti sætti Guðmundur sig við afstöðuna. Þannig var Guðmundur afbragðs þjálfari í sjálfstæðri hugsun því eins og hann sagði: „Ekkert í heim- inum er frítt“ þrautþjálfaður sjálf- ur í lífsbaráttunni þar sem hún var hvað hörðust, við fátækt hugans og möguleikana. Með Guðmundi er fallinn frá einn af frumkvöðlum ís- lenzks viðskiptalífs í Vesturheimi sem stuðlaði að aukinni samkeppni í viðskiptum, Íslendingum til handa. Þakka ég Guðmundi sam- fylgdina og hugsa með hlýhug til þess hvernig hann jók þekkingu mína og skilning víða. Lúðvíg Lárusson. Í dag verður elsku Gummi afi lagður til hinstu hvílu í þessum heimi. Ég trúi því að hann sé kom- inn á góðan stað þar sem Halla amma tekur vel á móti honum. Hjónaband þeirra var farsælt, þau stóðu saman í blíðu og stríðu og þess vegna góð fyrirmynd okkar sem yngri erum. Ég man vel síð- ustu árin áður en amma lést, þegar hún var orðin líkamlega veik og afi gleyminn, hversu vel þau bættu hvort annað upp. Afi var enn léttur í spori og snöggur að stökkva á fæt- ur og stjana í kringum sína heitt- elskuðu og amma með stálminni og hjálpaði afa að rifja upp nöfn og at- burði. Afi hafði ætíð margt fyrir stafni og sinnti starfi sínu af elju og áhuga. Hann lagði grunn að þeim rekstri sem er nú í eigu föður míns en sameiginlega stofnuðu þeir fyr- irtækið Árvík sf. Ég starfaði hjá Árvík með skóla eftir að afi hætti störfum. Hann kom oft við til þess að sinna erindum og var mér þá ljúft að geta aðstoðað hann á ýmsan hátt. Yfirleitt beið afa bunki af um- slögum þar sem öll umslög voru lögð til hliðar vegna frímerkja- áhuga hans. Frímerkjasöfnun var nefnilega eitt af áhugamálum afa. Við systk- inin fengum oft að skoða safnið hans og gaukaði hann stundum að okkur einu og einu frímerki. Við smituðumst um tíma af áhuga hans en frímerkjasöfnun okkar systkin- anna varð þó skammvinn. Flugu- hnýtingar voru annað áhugamál afa. Það var skemmtilegt að fylgj- ast með honum töfra fram hinar glæsilegustu flugur og gaman var fyrir litla stelpu að skoða allt glitr- andi og litskrúðuga efnið sem hann notaði til fluguhnýtinganna. Aðaláhugamál Gumma afa var þó fluguveiði. Hann átti marga veiði- félaga víðs vegar um heiminn. Ég tel þó að besti veiðifélagi hans hafi verið Halla amma enda deildu þau þessu áhugamáli eins og svo mörgu öðru í lífinu. Eftirminnileg er veiði- ferðin sem við fórum, pabbi, mamma og við systkinin, með afa og ömmu í Veiðivötn. Þá var ég nokkurra ára og þetta var fyrsta veiðiferðin mín. Vitið var ekki mik- ið á þessum tíma og þegar afi gróf fiskinn í snjóinn hélt ég að það væri svona sem hann útbyggi góða graf- laxinn sem amma bauð oft upp á. Síðustu árin, þegar sjúkdómur- inn var farinn að segja meira til sín, var afi ekki eins skrafhreifinn og áður. Þegar við hittumst var þó un- un að því að horfa á hversu gaman hann hafði af börnum. Hann sat oft fámáll en brosandi og fylgdist áhugasamur með drengjunum okk- ar Svenna. Afi var kraftmikill og klár maður sem ég er stolt af að hafa þekkt. Mér þótti afar vænt um þau ömmu bæði og kveð afa nú með söknuði á sama hátt og ömmu fyrir tæpum átta árum. Halla Árnadóttir. Þegar faðir minn hringdi og sagði mér að líklega ætti afi skammt eftir ólifað, fylgdi hann mér daglega í huganum – ekki sú skel sem sjúkdómurinn rændi ráði og rænu, heldur hann afi minn sem leiðbeindi mér við fluguveiðar. Þeg- ar faðir minn sagði mér svo stuttu síðar að afi hefði dáið um hádegi, varð mér ljóst að ég hef saknað hans lengi. Ég kynntist afa á ár- bakkanum og mér verður ævinlega hugsað til hans við veiðar. Hann var fyrirtaksfluguveiðimaður af gamla skólanum og veiddi víða um heim. Við veiðiskap var hann heið- ursmaður líkt og í viðskiptum. Vanafastur en sanngjarn, fastur fyrir, þó harður viðureignar þegar að samningaborðinu var sest. Og oftar en ekki varð stórlaxinn að gefa eftir og játa sig sigraðan. Hann smitaði föður minn af fluguveiðibakterínunni, og í gegn- um hann varð ástríðan einnig mín. Það líður ekki sá dagur við árbakk- ann – hvort heldur sem er í Argent- ínu eða Andakílsá – að ég hugsi ekki til hans og rifji upp gamlar og góðar minningar, sem ekki allar tengjast veiðiskap. En við veiðivötn náðum við þó best saman og þar eru þær ljúfastar. Grímsáin er okk- ar og Svarthöfðinn. Alltaf er að minnsta kosti ein Logie í boxinu, þó svo að æ sjaldnar fari hún undir. Enn held ég þó í gömlu lykkjurnar og hnútana. Líkt og faðir minn reyni ég eftir bestu getu að nálgast vatn með sömu nærgætninni og virðingu. Af sama heiðarleikanum. Ef ég einhvern tíma varð að manni, þá var það við straumvatn með afa og föður mínum. Þann lærdóm mun ég alltaf geyma og hann afi mun áfram og ávallt fylgja mér á veiði- ferðum. „Tight lines,“ eins og að- mírállinn í Grímsá sagði. Nú er afi loksins laus úr fjötrunum og frjáls til að væta færi á ný. „Tight lines“ og ég bið fyrir kveðju til ömmu Gunnlaugur Árnason. Guðmundur Árnason, var einn stofnenda veiðfélagsins Stakkavík- ur sem stofnað var 1978. Markmið félagsins er að vernda náttúru um- hverfis Hlíðarvatn í Selvogi og líf- ríki vatnsins. Guðmundur var for- maður félagsins um árabil og setti sitt sterka svipmót á alla starfsemi þess enda var honum mjög annt um Guðmundur Árnason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.