Morgunblaðið - 02.06.2008, Síða 4
4 MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Barcelona
20. og 27. júní aðra leiðina. Barcelona er einstök perla sem
Íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Borgin býður frábært mannlíf
og óendanlega fjölbreytni í menningu og afþreyingu að ógleymdu
öllu því úrvali fjölbreyttra verslana sem eru í borginni. Gríptu þetta
frábæra tækifæri.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Barcelona
20. eða 27. júní
frá kr. 19.990
Aðeins örfá sæti í boði!
Verð kr. 19.990
Netverð á mann. Flugsæti aðra leið með sköttum (KEF-BCN), 20. eða 27. júní.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Eftir Örlyg Sigurjónsson
orsi@mbl.is
„ALLIR eru boðnir og búnir til að að-
stoða og vinna með þegar svona
stendur á. Það er eitt af því stórkost-
lega við Íslendinga, hvað þeir standa
vel saman þegar á reynir,“ sagði
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjar-
stjóri Árborgar, í gær á fjölmennum
íbúafundi vegna Suðurlandsskjálft-
anna. Á fundinum voru fulltrúar frá
sveitarfélaginu, almannavörnum, lög-
reglu, björgunarsveitum, Rauða
krossinum, Heilbrigðisstofnun og
Viðlagatryggingu Íslands.
Bæjarstjórnin hefur ákveðið opn-
unartíma þjónustumiðstöðvar fyrir
þolendur skjálftanna fram á miðviku-
dag. Verður þjónustan veitt í sam-
ræmi við eftirspurn og miðstöðin höfð
opin frá kl. 13-20 daglega til og með
miðvikudegi og síðan næstu skref
ákveðin. Þar verða alltaf að minnsta
kosti þrír fulltrúar til að taka á móti
fólki, einn frá sveitarfélaginu, annar
frá Rauða krossi Íslands og sá þriðji
frá björgunarsveitum. Á ákveðnum
tímum verða síðan fleiri fulltrúar frá
Rauða krossinum til að veita áfalla-
hjálp. Ragnheiður útskýrði fyrir fólki
að í þjónustumiðstöðina gæti fólk
komið ef það óttaðist að hús þess
hefði eyðilagst því bæjarstjórnin hef-
ur milligöngu um að láta meta öryggi
húsa. Einnig útvegar sveitarfélagið
heimilislausu fólki húsnæði. Einnig er
hægt að leita í þjónustumiðstöðina
eftir aðstoð við að hreinsa til eftir
skjálftana ef fólk er heilsutæpt eða
hefur ekki burði til slíkra starfa.
Ragnheiður hvatti alla til að leita til
þjónustumiðstöðvarinnar með hvað-
eina sem varðar afleiðingar jarð-
skjálftanna.
Skiptir miklu máli að fá hjólin til
að snúast á ný
„Og við reynum að aðstoða ykkur,“
sagði hún. „Það skiptir miklu máli að
hjólin fari að snúast með eðlilegum
hætti.“
Frumathugun sérfræðinga hefur
leitt í ljós að sjö íbúðarhús eru óíbúð-
arhæf í Árborg einni og sagði Ragn-
heiður að ekki væri ósennilegt að
fleiri hús ættu eftir að falla í þann
flokk.
Starfshópur á vegum Árborgar,
sem hefur það verkefni að finna fólki
húsnæði, tók til starfa í gærkvöld.
„Við munum leggja allt kapp á það
hjá sveitarfélaginu að koma allri
starfsemi í fulla virkni sem allra
fyrst,“ sagði hún.
„Lífið hefur verið smám saman
verið að færast nær því sem venju-
legt er, þótt enn eigi margir erfitt.
Það er gríðarlegt verkefni framund-
an við að lagfæra hús og önnur mann-
virki og taka til í sálartetrinu. En við-
brögð fólks þessa síðustu daga hafa
verið alveg mögnuð. Mér finnst fólk
hafa verið svakalega öflugt og sterkt
og það sýnir okkur að hér býr fólk
sem lítur björtum augum til framtíð-
ar. Sveitarfélagið og bæjarstjórnin
munu standa vörð um hagsmuni íbú-
anna og að hér verði bætt það sem
bæta þarf og búið vel í haginn fyrir
okkur.“
Fundargestir spurðu einkum um
áhrif skjálftanna á hús og aðkomu
Viðlagatryggingar Íslands. Upplýst
var af Jónasi Snæbjörnssyni hjá
Rannsóknamiðstöð í jarðskjálfta-
fræði að stærð skjálftans hefði verið
þrisvar til fjórum sinnum minni en
árið 2000 en á hinn bóginn hefðu
kraftarnir sem verkuðu á mannvirki
verið jafnvel meiri en fyrir átta árum,
vegna grynnri skjálftaupptaka nú.
„Við mældum til dæmis fjórum sinn-
um hærri grunnhröðun í ráðhúsinu [á
Selfossi] síðastliðinn fimmtudag en
árið 2000,“ sagði hann. „Hröðunin
samsvaraði því að sportbíll væri fimm
og hálfa sekúndu í 100 km hraða.“ Í
Hveragerði var mæld heldur meiri
hröðun vegna nálægðar við upptök
skjálftanna.
Ásgeir Ásgeirsson, forstöðumaður
Viðlagatryggingar, sagði að mats-
starf hæfist af fullum þunga í upphafi
vikunnar. „Við munum kappkosta að
niðurstaða okkar verði réttlátt og
sanngjörn og tjónþolum í hag,“ sagði
hann. „Ég vonast til að þetta tjóna-
mat gangi greiðlega fyrir sig en þetta
tekur vikur og mánuði – og eitthvað
tekur jafnvel ár að komast í höfn. En
það mun komast í höfn.“
Gríðarlegt verkefni framundan
við að lagfæra hús og mannvirki
Í HNOTSKURN
» Mikið og alvarlegt tjón varðá húsum á Suðurlandi vegna
skjálftanna. Mörg hús eru illa
farin þótt þau séu ekki óíbúð-
arhæf og tíma tekur að laga þau.
» Lagnir fóru víða í sundur enbæjarstjórn telur að öll hús í
sveitarfélaginu eigi að vera kom-
in með heitt vatn.
» Of snemmt er að segja til umáhrif skjálftans á borholur en
drykkjarvatn hefur verið metið
öruggt af sérfræðingum.
Matsstarf Við-
lagatryggingar
að byrja á fullu
Morgunblaðið/Golli
Áhyggjur Fjölmennt var á íbúafundinum í Sunnulækjarskóla á Selfossi vegna Suðurlandsskjálftanna. Mest var spurt um áhrif skjálftanna á hús.
Viðlagatrygging mun forgangs-
raða og meta verst förnu húsin
fyrst. Fram kom vegna fyr-
irspurnar að sjálfsábyrgð húseig-
enda er 85.000 kr. að lágmarki.
Fjörutíu hús hafa verið for-
skoðuð af Viðlagatryggingamönn-
um og er aðallega um að ræða
sprungur í innveggjum.
Má tilkynna tjón til ársins 2012
VIÐLAGATRYGGING tekur á móti
tilkynningum um tjón vegna
skjálfta til ársloka 2012. Tekið get-
ur tíma fyrir skemmdir að koma í
ljós og segir Ásgeir Ásgeirsson hjá
Viðlagatryggingu að fólk eigi ekki
að hika við að kalla til matsmenn
löngu eftir atburðina ef skemmdir
fara að sýna sig.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Skemmdir Það getur tekið nokkur ár fyrir skemmdir að koma í ljós og því
verður opið hjá Viðlagatryggingu næstu fjögur árin og rúmlega það.
VARNARMÁLASTOFNUN tók til
starfa í gær. Hlutverk hennar er að
sinna varnartengdum verkefnum.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan-
ríkisráðherra flutti ávarp í tilefni
þess að stofnunin hóf starfsemi. Hún
sagði að hafinn væri nýr kafli þar
sem Íslendingar bæru í fyrsta skipti
sjálfstæða ábyrgð á eigin öryggi og
vörnum. Ingibjörg sagði að stefnan í
öryggis- og varnarmálum væri skýr.
„Ísland er og verður herlaust land og
sú grundvallarafstaða stendur
óhögguð. Ísland vopnbýst ekki, herj-
ar á engan en gætir landhelgi sinnar
og lofthelgi.“ Ingibjörg sagði að ör-
yggi landsins væri best tryggt með
virku samstarfi við önnur ríki og til
þess samstarfs gengjum við nú á
jafnréttisgrundvelli.
Varnarmálastofnun mun m.a.
sinna ratsjáreftirliti með lofthelginni
og hefur eftirlitskerfið verið tengt
ratsjárkerfi NATO.
Varnarmálastofnun er á öryggis-
svæðinu á Keflavíkurflugvelli. Áætl-
aður kostnaður við varnarmál í ár er
1.350 milljónir kr.
„Ísland er og verður
herlaust land“
Víkurfréttir/Þorgils
Ávarp Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra í Varnarmálastofnun.