Morgunblaðið - 02.06.2008, Side 14
14 MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
SKAKKI turninn í Písa er nú orðinn
stöðugur í fyrsta skipti í 800 ár, að
sögn verkfræðinga sem fjarlægðu
m.a. um 70 tonn af jarðvegi undan
norðurhluta turnsins til að rétta
hann við. Hann er því ekki lengur í
heimsmetabók Guinness sem
skakkasta hús heims. Hann hallast
nú um 3,97 gráður en kirkja í Sur-
husen í Þýskalandi um 5,19 gráður.
!"#$%&'(
)!'
* $+*
,#
&,
, ,
*'%$%%
-
-+,
+*.#'&,%
/&
),%%
0#'
$
-
)"**'
-
,1(1 1
22
34
,#
+.&%
0 !"#$%&+
+(
)!'
+*56%,#
,#&#'(
*$7
,#
*8+*,
'%9$+*.#'
*'%+$%+1
:;
:
!
"
(
2:
# $"
%"
$
(
:;
:
<,#)"#
'%%0,*%+=/#
'()*
, )
"
=1
>>>-
"
=1
222.
)*
,-
22. /0
"
" )1 23 (
?+1
>>;
:, $$
!"#"
$%! & ' ()*
!+!' &# (
(
(
!
!
** ( &
%%
' ,
!
-
. "
!
/0/!
-
0%%
. &1+!' &2) 3!
4!&!5)166! &!!)
;;
:44
5 6
3
77 8
>
:6
"
#*!
!
7-&
#" &
"8 "
( ((
. ( ((
>>
:0
"
$&
>>
:9**
$ :
" >>
:1** $ : $" 8
'#'
'
-+,
)**
9
#"
Ekki lengur skakkastur
MIKILL eldur kviknaði í kvik-
myndaveri Universal í Los Angeles
í gær með þeim afleiðingum að
sviðsmyndir í kvikmyndinni „Back
to the Future“, sýning um Hong
Kong og geymsluhús með um
40.000-50.000 myndböndum og
filmuspólum eyðilögðust.
Á meðal sviðsmynda sem eyði-
lögðust voru dómhústorg og
klukkuturninn í „Back to the Fut-
ure“, eftirlíkingar af götum í New
York og á Nýja-Englandi. Slökkvi-
lið Los Angeles sagði að eldsupptök
væru ókunn.
Um 25.000 manns koma í kvik-
myndaver Universal á dæmigerð-
um helgidegi til að skoða það.
Reuters
Mikið tjón í bruna
í kvikmyndaveri
SVISSLENDINGAR felldu í gær til-
lögu þjóðernissinna í Svissneska
þjóðarflokknum um breytingar sem
talið var að myndu torvelda útlend-
ingum að fá ríkisborgararétt í land-
inu. Flokkurinn vildi að það yrði
ákveðið í leynilegum atkvæða-
greiðslum í sveitarfélögunum
hvaða útlendingar fengju ríkis-
borgararétt. Samkvæmt tillögunni
yrði ekki hægt að áfrýja niður-
stöðum atkvæðagreiðslnanna.
Núna eru það sérstakar nefndir,
yfirleitt á vegum einstakra kant-
óna, sem ákveða hverjir fá ríkis-
borgararétt í Sviss. Tillagan var
felld með nær 64% atkvæða.
Um fimmtungur íbúa Sviss er af
erlendu bergi brotinn samkvæmt
manntali fyrir tveimur árum.
Vilja ekki tor-
velda þegnrétt
SKÝRT var frá því í gær að ísr-
aelskur ríkisborgari, sem var
dæmdur í fangelsi árið 2002 fyrir
njósnir í þágu Hizbollah-hreyfing-
arinnar, hefði verið fluttur til Líb-
anons. Hizbollah afhenti Rauða
krossinum lík tveggja ísraelskra
hermanna til að hægt yrði að flytja
þau til Ísraels. Talið var að þetta
væri liður í samningaviðræðum á
bak við tjöldin sem gætu leitt til
þess að Hizbollah sleppti tveimur
ísraelskum hermönnum í skiptum
fyrir líbanska ríkisborgara sem eru
í fangelsi í Ísrael. Hermennirnir
tveir voru teknir til fanga í árás
sem leiddi til 33 daga stríðs Ísraela
og Hizbollah árið 2006.
Njósnara Hiz-
bollah sleppt
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
HILLARY Rodham Clinton sigraði í
forkosningum demókrata í Púertó
Ríkó í gær en ólíklegt er að það nægi
henni í baráttunni við Barack Obama
um hvort þeirra verði forsetaefni
flokksins í kosningunum í nóvember.
Forkosningunum lýkur á morgun,
þegar kosið verður í tveimur ríkjum,
og stuðningsmenn Obama vona að á
næstu dögum verði endanlega ljóst
að hann verði fyrsti blökkumaðurinn
til að verða fyrir valinu sem forseta-
efni annars af stóru flokkunum í
Bandaríkjunum.
Líkurnar á að Obama næði því
markmiði stórjukust um helgina
þegar laganefnd demókrataflokksins
náði málamiðlunarsamkomulagi í
deilu frambjóðendanna tveggja um
hvort Flórída og Michigan ættu að fá
fulltrúa á flokksþingi demókrata í
ágúst þegar forsetaefnið verður val-
ið formlega.
Forysta flokksins hafði ákveðið að
ríkin tvö fengju ekki að senda full-
trúa á flokksþingið vegna þess að
þau brutu reglur flokksins með því
að kjósa of snemma. Laganefndin
komst að þeirri niðurstöðu að Flór-
ída og Michigan gætu sent fulltrúa á
flokksþingið en þeir fengju aðeins
hálft atkvæði hver.
Þessi niðurstaða er mikið áfall fyr-
ir Hillary Clinton sem er nú talin
eiga mjög litla möguleika á að verða
næsta forsetaefni demókrata.
Niðurstaða nefndarinnar felur í
sér að Clinton fær 105 fulltrúa frá
Flórída og 69 frá Michigan, með
samtals 87 atkvæði. Obama fær hins
vegar 67 fulltrúa frá Flórída og 59
frá Michigan, með alls 63 atkvæði.
Obama vantar nú aðeins alls 66
fulltrúa til að tryggja sér meirihluta
atkvæða á flokksþinginu, eða 2.118.
Búist er við að Obama fái um helm-
ing þeirra 86 fulltrúa sem kosnir
verða í Púertó Ríkó og síðustu
tveimur ríkjunum, Suður-Dakóta og
Montana.
Nær 200 af um 800 svonefndum
„ofurfulltrúum“, sem fá sjálfkrafa
atkvæðisrétt á flokksþinginu, hafa
ekki enn lýst yfir stuðningi við annan
frambjóðandann. Stuðningsmenn
Obama vona að fljótlega eftir að for-
kosningunum lýkur á morgun lýsi
nógu margir ofurfulltrúar yfir stuðn-
ingi við hann til að hann verði örugg-
ur um að verða tilnefndur forseta-
efni.
Hóta áfrýjun
Howard Dean, formaður lands-
nefndar demókrataflokksins, sagði
að niðurstaða laganefndarinnar væri
„sanngjörn“ og nyti jafnvel stuðn-
ings bandamanna Hillary Clinton í
Flórída og Michigan. Stuðnings-
menn Clinton létu þó í ljós mikla
óánægju með málamiðlunina og nán-
ustu samstarfsmenn hennar áskildu
sér rétt til að áfrýja niðurstöðunni til
kjörbréfanefndar, sem á að ganga úr
skugga um hvort fulltrúar á flokks-
þinginu séu réttkjörnir.
Lokasigur Obama
nánast gulltryggður
Bandamenn hans vona að ljóst verði í vikunni að hann verði
fyrsti blökkumaðurinn í forsetaframboði í Bandaríkjunum
AP
Alveg að koma Það vantar ekki nema herslumuninn að Barack Obama
verði öruggur um að verða fyrir valinu sem næsta forsetaefni demókrata.
Í HNOTSKURN
» Obama hefur gengið úr söfn-uði sínum vegna umdeildra
yfirlýsinga tveggja presta um
kynþáttamál.
» Tengslin við prestana þóttudraga úr sigurlíkum hans.
TÍSKUFRÖMUÐURINN Yves
Saint Laurent lést á heimili sínu í
París í gær, 71 árs að aldri. Laur-
ent, sem var
einn fremsti
tískuhönnuður
20. aldar, hafði
átt við veikindi
að stríða síðustu
árin. Hann sett-
ist í helgan stein
árið 2002.
Saint Laurent
fæddist í Alsír 1.
ágúst 1936.
Laurent var feiminn og einmana
sem barn en varð hugfanginn af
fötum. Hann hafði þegar komið sér
upp miklu fatateikningasafni þeg-
ar hann kom til Parísar 17 ára.
Michel de Brunoff, ritstjóri Vogue,
sá teikningarnar og birti þær.
Hann ráðlagði Christian Dior að
ráða Saint Laurent til tískuhúss
síns. Þegar Dior lést þremur árum
síðar tók Saint Laurent við stjórn-
inni.
Yves Saint
Laurent látinn
Yves Saint
Laurent