Morgunblaðið - 02.06.2008, Qupperneq 34
34 MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Sími 551 9000 Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Þú færð 5 %
endurgreitt
í SmárabíóSími 564 0000Sími 462 3500
* Gildir á allar
sýningar merktar
með rauðu
TILBOÐ
Í
BÍÓ
SÝND Í REGNBOGANUM
BREIKIÐ ER
EKKI DAUTT...
ÞAÐ HEFUR
BARA LEGIÐ
Í DVALA!
CAMERON DIAZ OG ASHTON KUTCHER
Í FRÁBÆRRI GAMANMYND!
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG SMÁRABÍÓI
eee
„Þrælskemmtileg mynd
um baráttu kynjanna.
Húmorinn missir sjaldan marks.”
T.V. - Kvikmyndir.is
eee
“Bragðgóður skyndibiti sem
hæfir árstíðinni fullkomlega”
- S.V., MBL
eee
„...Stendur fyllilega undir
væntingum...”
- K.H. G., DV
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI, SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í REGNBOGANUM
HAROLD OG KUMAR ERU MÆTTIR AFTUR
Í SPRENGHLÆGILEGRI GAMANMAYND
SÝND Í REGNBOGANUM
Forbidden Kingdom er einhver skemmtilegasta
og óvæntasta ævintýramynd sumarsins og
ættiað gleðja alla endahúmorinn skammt
undan þar sem Jackie Chan er.
Sex & the City kl. 5:15 - 8 - 10:45 B.i. 12 ára
Indiana Jones 4 kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára
Sex and the City kl. 5 - 8 - 10:50 B.i. 12 ára
Sex and the City LÚXUS kl. 8 - 10:50 B.i. 12 ára
Indiana Jones 4 kl. 5:20D - 8D - 10:40D Digital
Indiana Jones 4 LÚXUS kl. 5:20D Digital
What happens in Vegas kl. 5:45 - 8 - 10:15
Prom Night kl. 6 - 8 - 10 B.i. 14 ára
Superhero Movie kl. 4 B.i. 7 ára
Bubbi Byggir m/ísl. tali kl. 3:50
Horton m/ísl. tali kl. 3:50
Forbidden Kingdom kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Kickin it old school kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 7 ára
Harold og Kumar kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 12 ára
Made of Honour kl. 8 - 10:10
Brúðguminn enskur texti kl. 6 B.i. 7 ára
Jackie Chan og Jet Li
eru loksins mættir
í sömu mynd þar sem
snilli þeirra
í bardagaatriðum
sést glöggt.
Nú er spurning
hvor er betri!?
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
STELPURNAR ERU
MÆTTAR Á HVÍTA TJALDIÐ
VON er á góðum gestum á Jazzhátíð
Egilsstaða á Austurlandi sem fram
fer dagana 25. til 28. júní næstkom-
andi. Meðal tónlistarmanna og hljóm-
sveita sem koma fram eru Larry
Carlton, Beady Belle, Laurie Whee-
ler og Bláir skuggar.
Fyrstan ber frægan að telja banda-
ríska gítarleikarann Larry Carlton
og hljómsveit hans. Carlton hefur
leikið með ýmsum kunnum tónlist-
armönnum, svo sem Sammy Davis
Jr., Quincy Jones, Herb Alpert, Paul
Anka, Donald Fagen, Michael Jack-
son, John Lennon, Dolly Parton …
listinn er langur. Þá hefur hann gert
garðinn frægan með hljómsveitunum
The Crusaders, Fourplay og síðast
en ekki síst Steely Dan, en hann hef-
ur verið sagður lykilmaður á nokkr-
um helstu skífum þeirrar kunnu
sveitar. Sóló Carltons í laginu Kid
Charlemagne var til að mynda valið
af Rolling Stone-tímaritinu þriðja
besta gítarsóló allra tíma.
Í för með Larry Carlton verður
söngkonan Laurie Wheeler sem sögð
er framúrskarandi djasssöngkona.
Hún mun stíga á svið á undan Carl-
ton.
Opnunarhátíðin verður haldin í að-
komugöngum stöðvarhúss Fljóts-
dalsstöðvar, en þau eru þrjá km inni í
fjalli við Kárahnjúka. Þar verður sýnt
nýtt dansverk, Draumar, eftir heima-
manninn Einar Braga Bragason og
Yrmu Gunnarsdóttur. Meðal tónlist-
armanna sem leika við flutninginn
eru Gunnlaugur Briem og Jóhann
Ásmundsson.
Bláir skuggar og Bloodgroup
Bláir skuggar er skipuð þeim Sig-
urði Flosasyni, Pétur Östlund, Jóni
Páli Bjarnasyni og Þóri Baldurssyni
og hefur tónlist þeirra, sem samin er
af Sigurði, hlotið mikið lof.
Beade Belle er norsk hljómsveit
sem skipuleggjendur Jazzhátíðar
segjast hafa reynt að fá til sín síðustu
þrjú árin. Sveitin hefur verið á far-
aldsfæti síðustu árin og meðal annars
leikið með Jamie Cullum.
Loks hefur hljómsveitin Blood-
group, sem er af Austurlandi, stað-
fest að hún leiki á hátíðinni. Þótt tón-
list hennar falli ekki undir djass segja
forsvarsmenn hátíðarinnar tónlist
þeirra svo skemmtilega að hún sé vel
við hæfi.
Gítarhetja Djass- og sessjóngítarleikarinn Larry Carlton.
Larry Carlton leikur á
Jazzhátíð Egilsstaða
TENGLAR
..............................................
www.jea.is
www.myspace/jeajazzfest
ÞAÐ var orðið smekkfullt á Nasa
þegar vesturafríska stórsveitin
Super Mama Djombo frá Gíneu-
Bissá hóf leik síðastliðið laugardags-
kvöld. Fyrsta lagið af 22 lögum sem
sveitin taldi í gaf góð fyrirheit um
framhaldið, taktfast og fjölbreytt
Afríkupopp undir seiðandi Kúbu-
áhrifum með örlitlum skammti af
reggí.
Sumarleg tónlistin var fljót að ná
til viðstaddra enda góður hljómur í
húsinu og hrynjandin slík að engin
leið var að standa kyrr – hvort sem
hún var hæg eða hröð var alltaf
sama gleðin viðloðandi flutninginn.
Áheyrendur, sem voru augljóslega
mættir til að skemmta sér, voru fólk
á öllum aldri og strax í þriðja lagi
voru flestir farnir að dansa eða dilla
sér við unaðslega hljóma Super
Mama Djombo.
Hljómsveitin taldi 12 manns og
þar af fjóra söngvara, tvær frábærar
söngkonur og tvo, alls ekki síðri,
karla, tvo gítarleikara sem léku af
stakri snilld, bassaleikara, hljóm-
borðsleikara, slagverksleikara og
einn gríðarlega flinkan trommuleik-
ara. Samspil sveitarinnar var svo
samstillt og listafólkinu eðlilegt að
svo virtist sem einn hugur væri að
verki. Gleðin var þó það sem helst
einkenndi allt það sem fór fram á
sviðinu. Þetta mikilvæga fjörefni var
nánast snertanlegt á Nasa þetta
kvöld og greinilegt að enginn var
ósnortinn, þvílík var stemningin og
stuðið. Þegar líða fór á tónleikana
var hitinn orðinn slíkur að svitinn
var farinn að leka en það var bara til
að bæta á heimilislegan blæ þessara
skemmtilegu tónleika.
Um miðbik tónleikanna steig sér-
stakur gestur og vinur sveitarinnar
Egill Ólafsson á svið og söng tvö lög.
Egill er í fantaformi þessa dagana
og afsannaði alveg þau orð sín að
hann væri ísvera, enda sjóðheitur og
töff. Hann, líkt og Super Mama
Djombo, stendur fyrir góða tónlist.
Egill söng af miklum eldmóði og
trúarhita hins sannfærða við mikinn
fögnuð tónleikagesta. Seinna lag
Egils þótti mér þó skjóta aðeins
skökku við og draga úr fjörinu en þá
flutti hann ásamt annarri söngkon-
unni gospelsönginn „Swing Low,
Sweet Chariot“ í hægri reggíútgáfu.
Lagið var vel flutt og það féll í góðan
jarðveg en varð þó til þess að sveitin
missti dampinn augnablik. En þetta
frábæra tónlistarfólk var þó ekki
lengi að hrinda fjörinu aftur af stað
og unaðslegt kæruleysi og gleði í
hröðum hrynhita var það sem gladdi
mest.
Söngvararnir höfðu lært nokkur
orð í íslensku og kölluðu til fólks:
„Allir að dansa!“ og „Eru ekki allir í
stuði!!“ Og ekki vantaði viðbrögðin –
fólk dansaði og var í rosalegu stuði,
svo miklu í raun að sumir þurftu að
dansa uppi á sviði, við og með Super
Mama Djombo sem tóku þessum
gestum með bros á vör. Afar heim-
ilislegt. Það er ólíklegt að meiri gleði
hafi fundist í einu húsi í Reykjavík
þegar líða fór á tónleikana. Eftir að
hafa spilað í tvo klukkutíma kom að
því að SMD tilkynnti að lokalagið
væri að hefjast, það tuttugasta í röð-
inni, og það væri sérstaklega flutt
fyrir fallega fólkið á Íslandi og nú
ættu allir að hreyfa sig. Þessu
hlýddu allir í húsinu að ég held og
orkan var gríðarleg, bæði meðal
hljómsveitarinnar og áhorfenda.
Ekki var þó allt búið enn og sveitin
var klöppuð upp. Tvö aukalög og
ekkert nema stuð, stuð, stuð – í 140
mínútur í það heila. Það er ekki
hægt að biðja um meira þegar farið
er á tónleika. Í einu orði sagt var
þetta meiriháttar og ég gekk kátur
út í svala en bjarta sumarnóttina,
kófsveittur og með bros á vör.
Eru ekki allir í stuði!
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stuðsveit Tvö aukalög og ekkert nema stuð, stuð, stuð – í 140 mínútur.
Jóhann Ágúst Jóhannsson
TÓNLIST
Listahátíð í Reykjavík:
Tónleikar á Nasa
Super Mama Djombobbbbm