Morgunblaðið - 02.06.2008, Síða 22
22 MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
NOKKUR umræða hefur átt sér
stað um byggingu olíuefnastöðvar á
Vestfjörðum. Vilja sumir sem
minnstu breyta og telja að hægt sé að
hafna stórum fjárfestingum en samt
halda uppi öflugri byggð á Vest-
fjörðum. Aðrir hafa beðið og vonað að
sterkir fjárfestar sæju tækifæri á
Vestfjörðum til að hefja þar nýjan
arðbæran atvinnurekstur þar sem
landshlutinn sé þurfandi fyrir slíkt.
Það er orðið nokkuð ljóst að sjáv-
arútvegurinn gefur ekki meira af sér
en nú og kvótakerfið er komið til að
vera. Vestfirðingar vonuðu í lengstu
lög að eitthvað það gerðist sem kæmi
í veg fyrir að svo til allur fiskkvótinn
færi frá Kjálkanum. Þegar við tökum
afstöðu til þessa máls þá verður að
meta það frá nokkrum mismunandi
áherslum og væntingum okkar.
Í fyrsta lagi. Það verður að hafa í
huga byggðaþróun á Vestfjörðum og
hvað við sjáum fyrir okkur varðandi
þá þróun á næstu árum? Árið 1920
voru Íslendingar samtals 94.690, nú í
janúar 2008 vorum við 313.376 eða
fjölgun á 88 árum um 218.686 manns.
Hagstofan áætlar að okkur fjölgi í
440.000 á næstu 50 árum. Ég er
reyndar þeirrar skoðunar að það
muni gerast fyrr.
Árið 1920 voru Vestfirðingar
13.397 en í dag eru búandi á Vest-
fjörðum 7.299 manns. Þannig hefur
Vestfirðingum fækkað um 46% á
meðan þjóðin fjölgaði sér um 231%.
Er eitthvað í sjónmáli sem getur
breytt þessari þróun? Ef við sjáum
ekkert raunhæft framundan sem
breytir þessu, og okkur er annt um
Vestfirði og Vestfirðinga, þá hljótum
við að hugsa okkur rækilega um, áð-
ur en við köstum því út af borðinu að
styðja byggingu olíuefnastöðvar.
Með slíkri stöð væri stofnað til nýrr-
ar útflutningsatvinnugreinar sem
bæði fylgir atvinnusköpun og gjald-
eyrisöflun.
Ég vil benda fólki á að lesa ræðu
Smára Geirssonar sem hann hélt á
ráðstefnu um Stóriðju á Vestfjörðum
25. apríl 2008. www.fjordungs-
samband.is.
Í öðru lagi. Samkvæmt tillögu iðn-
aðarráðherra (18.12. 2007) er stefnt
að útboði sérleyfa til olíuleitar við Ís-
land í ársbyrjun 2009. Meiningin er
að gefa út sérleyfi til leitar, rann-
sókna og vinnslu á olíu
og gasi á norðanverðu
Drekasvæðinu. Svæðið
er um 42.700 fekíló-
metrar að flatarmáli,
svipað og öll Danmörk.
Ekki er eftirsókn-
arvert fyrir okkur Ís-
lendinga að þurfa að
senda þá jarðolíu sem
þarna kann að finnast
frá okkur sem hráefni
til vinnslu í olíu-
efnastöðvum annarra
landa, til þess svo að
þurfa að kaupa hana
þaðan aftur með ærn-
um flutningskostnaði.
Svo má geta þess að
12. mars 2008 gerðu
Danir og Grænlend-
ingar samning um
hvernig skipta ætti ol-
íutekjunum sem kæmu
frá Grænlandi. Þannig
að á þeim bæ horfa
menn fram á að Grænland verði olíu-
ríki á komandi árum.
Það er því ljóst að mikið er að ger-
ast í olíuleit og miklar væntingar í
gangi í íslenskri efnahagslögsögu og
í næsta nágrenni hennar, fyrir utan
þá möguleika fyrir okkur sem felast í
olíu annars staðar af norðurslóðum.
Nú þegar við Íslendingar stefnum
ákveðið að olíuleit og hugsanlega
vinnslu á olíu úr eigin hafsbotni og
horfum til vinnslu olíu við Austur-
Grænland, þá getur ekki verið annað
en skynsamlegt að reisa olíuefnastöð
á Íslandi.
Líka má benda á öryggisþáttinn
varðandi olíubirgðastöðu okkar Ís-
lendinga og hinar miklu hækkanir á
olíu sem munu örugglega halda
áfram. Olíuefnastöð styrkir stöðu
okkar varðandi þessa þætti. Aukin
samkeppni um olíu hvetur til nánara
samstarfs við grannríki sem búa yfir
þessari mikilvægu auðlind, t.d. Rúss-
land sem við keyptum alla okkar olíu
frá í fjóra áratugi og höfum því langa
og góða reynslu af viðskiptum við.
Mikið af olíu og gasi sem Vestur-
Evrópulönd nota kemur nú þaðan.
Í þriðja lagi. Mengun og losun
efna. Þetta er sá þáttur sem flestir
staldra við og finna allt
því til foráttu að fara í
þessa starfsemi. Nú er
það svo að sumir horfa
á allt fyrir framan sig
sem vandamál en aðrir
eins og verkefni sem
þarf að leysa. Olíu-
efnastöð geta fylgt
óhöpp sem menga, það
fer ekki á milli mála, en
nánari skoðun sýnir að
tilhneiging er til að
ýkja hættuna. Skil-
greina má nokkra
þætti, t.d. hnattræn
losun gróðurhúsa-
lofttegunda, hugsanleg
staðbundin mengun og
mengun vegna ski-
paumferðar o.fl. Mjög
mikilvægt er að þær
stofnanir sem til þess
eru settar fari vel yfir
alla þessa þætti og
tryggi lausnir sem
hægt er að sætta sig við. Reynslan af
starfandi olíuefnastöðvum m.a. í
Hollandi og Þýskalandi sýnir að
tækniframfarir hafa gert mögulegt
að bregðast við þessum vanda-
málum.
Í fjórða lagi. Ekkert gerist af
sjálfu sér. Við vitum það, að um leið
og á að fjárfesta svo um munar fyrir
utan Stór-Reykjavíkur svæðið verð-
ur alltaf þungt undir fæti. Þessi fjár-
festing er gífurlega stór og gæti haft
veruleg áhrif á íslenskan efnahag.
Því er mjög mikilvægt að vinna þetta
verk í góðri samvinnu við heima-
menn og íslensk stjórnvöld.
Vestfirðinga hvet ég til að fara vel
yfir þetta mál og vinna heimavinn-
una vel svo bygging olíuefnastöðvar
sigli ekki framhjá Vestfjörðum eins
og fiskkvótinn gerði.
Olíuefnastöð á Vestfjörðum
Jens H. Valdimarsson
skrifar um áform um að reisa
olíuefnastöð á Vestfjörðum
og búsetuþróun þar
» ...mikið er að
gerast í olíu-
leit og miklar
væntingar í ís-
lenskri efna-
hagslögsögu...
Jens H. Valdimarsson
Höfundur er framkvæmdastjóri hjá
Ísbúi alþjóðaviðskiptum ehf.
Á UNDANFÖRNUM þremur ára-
tugum hefur skilningur á stöðu
heyrnarlausra aukist mikið á Íslandi.
Þjónusta eins og túlkaþjónusta, tákn-
málskennsla og ráðgjöf hefur batnað
til muna og samhliða möguleikar okk-
ar til menntunar. Þekkingin og
reynslan, sem hefur safnast á þessum
árum, er raunar orðin svo mikil að við
erum orðin aflögufær og getum stutt
þróun annars staðar í heiminum. Ég
hef tekið þátt í uppbyggingu þjónustu
og þekkingar á Íslandi í Samskipta-
miðstöð heyrnarlausra og heyrnar-
skertra (SHH) og nú er ég þátttak-
andi í þróunarverkefni í Namibíu á
vegum SHH og Þróunarsamvinnu-
stofnunar þar sem við reynum að
miðla þessari reynslu og þekkingu.
Samfélag heyrnarlausra hér í
Namibíu er mjög einangrað, heyrn-
arlausir eru hundsaðir og annars
flokks. Þeir búa við menntunarskort
og atvinnuleysi og standa að mestu
utan við þá þjónustu sem samfélagið
veitir. Það kom mér samt á óvart hve
lík staða þeirra er stöðu heyrnarlausa
á Íslandi hér áður fyrr og hve lík
menningin er hér og annars staðar í
heiminum. Á ég þar t.d. við húmor,
samskiptareglur, baráttu fyrir rétt-
indum og fleira. Heyrnarlausir hér
vita nánast ekkert um málfræði tákn-
máls, menningu heyrnarlausra eða
hvernig á að kenna táknmálið. Þeir
tala fullkomlega táknmál með flók-
inni málfræði en hvorki þeir né al-
menningur gera sér grein fyrir að
namibíska táknmálið er mál eins og
hvert annað tungumál.
Ég kom hingað til Namibíu til þess
að miðla þekkingu um táknmáls-
kennslu, málfræði og menningu og
sögu heyrnarlausa. Stefnt er að því
að hér verði stofnuð samskiptamið-
stöð heyrnarlausa, þar sem kennt
verður táknmál og veitt túlkaþjón-
usta. Mitt hlutverk er að mennta
táknmálskennarana. Hér á að þróast
táknmálstúlkanám við háskólann og
stefnt er að því að fjölga heyrnar-
lausum nemendum sem fara í fram-
haldsnám eftir grunnskólanám með
því að bjóða upp á túlkaþjónustu.
Einnig vinnum við að því að upplýsa
stjórnvöld um málefni heyrnarlausra.
Ég hef sjálf upplifað þessa stöðu,
sem heyrnarlaust fólk í Namibíu er í,
þ.e. að tilheyra annars flokks hópi
sem er hundsaður af samfélaginu og
tel mig því hafa skilning á stöðu
þeirra. Þannig var staðan á Íslandi
fyrir þremur til fjórum áratugum
þótt að sjálfsögðu sé fátæktin miklu
meiri hér í Namibíu en á Íslandi á
þeim tíma. Á þessum tíma hófust á
Íslandi útsendingar á táknmálsfrétt-
um í ríkissjónvarpinu en fyrsta
fréttaágripið var flutt hinn 1. nóv-
ember 1981.
Þá kem ég að því sem hefur vakið
athygli mína hér í fátæka Afríkuland-
inu. Það er hve miklu öflugri frétta-
þjónusta er hér fyrir heyrnarlausa en
á Íslandi.
Ég hef, eins og fleiri heyrnarlausir,
horft á fréttir á táknmáli í ríkissjón-
varpinu á Íslandi. Fréttirnar þar eru
átta mínútur. Útsending hefst yfir-
leitt klukkan tuttugu mínútur yfir sex
en færist oft til um helgar vegna ann-
arra dagskrárliða. Lítið hefur breyst í
36 ár nema bakgrunnurinn fyrir aftan
þulinn. Engar fréttamyndir eru eins
og tíðkast til dæmis á Norður-
löndunum. Við sem náum táknmáls-
fréttunum bíðum svo eftir aðalkvöld-
fréttunum og horfum á fréttamynd-
irnar og reynum að tengja við það
sem við sáum í táknmálsfréttunum.
Þá skiljum við e.t.v. betur um hvað
var verið að tala í fréttaágripinu.
Flestir heyrnarlausir eru reyndar í
vinnu, t.d. sem verkafólk og eru búnir
að vinna um fimm- eða sexleytið og ná
ekki táknmálsfréttunum.
Aðalkvöldfréttir í ríkissjónvarpinu
NBC í Namibíu eru kl. 20. Þær eru
yfirleitt í um 40 mínútur og með tákn-
málstúlk í beinni útsendingu allan
tímann. Túlkurinn túlkar innlendar
fréttir, erlendar fréttir, íþróttir og
viðskiptafréttir frá ensku yfir á nami-
bískt táknmál. Hann er staðsettur í
ramma í horninu, neðst til hægri.
Fréttamaður og fréttamyndir skipt-
ast á og almenningi finnst engin trufl-
un af túlki í horninu í aðalfréttum.
Innan samfélags heyrnarlausa í
Namibíu eru umræður um fréttir frá
Namibíu og það sem er að gerast í
heiminum. Til dæmis í frímínútunum
eða matartímanum á táknmálskenn-
aranámskeiðinu fylgist ég með þeim
ræða um fréttirnar. Mér finnst alveg
stórkostlegt að sjá þetta þrátt fyrir
mikinn menntunarskort þeirra og hve
fáfróð þau eru um málefni heyrnar-
lausra. Þetta heyrnarlausa fólk er
eðlilegt, jákvætt og gáfað fólk.
Við Íslendingar lítum gjarnan svo á
að við séum fremst og mest á öllum
sviðum og að við búum í fullkomnu
tækni- og upplýsingasamfélagi en það
er ráðlegast að skoða málin af hæfi-
legri auðmýkt. Hér í Namibíu er mikil
fátækt og gömul tækni en þeir eru
góðir! Á þessu sviði standa Namibíu-
menn okkur miklu framar. Við heyrn-
arlaust fólk erum eðlilegur hluti af
þeim sem ríkissjónvarpið NBC þjón-
ar.
Íslendingar hafa náð árangri á sviði
menntunar og þjónustu en heyrnar-
laust fólk heima á Íslandi er ekki þátt-
takendur í umræðunni og menning-
unni á sama hátt og heyrnarlaust fólk
hér í Namibíu. Mér finnst þetta
skammarlegt! Það er engin afsökun
fyrir því að hafa ekki táknmálstúlk í
einu horninu á skjánum með aðal-
kvöldfréttunum. Þetta er alveg eins
hægt á Íslandi og í Namibíu!
Með kærri kveðju frá Oshakati í
Norður-Namibíu.
Afrísk fréttaþjón-
usta á táknmáli
Júlía G. Hreinsdóttir segir frá
starfi sínu í Namibíu við að
mennta heyrnarlaust fólk
» Þá kem ég að því sem
hefur vakið athygli
mína hér í fátæka Afr-
íkulandinu. Það er hve
miklu öflugri fréttaþjón-
usta er hér fyrir heyrn-
arlausa en á Íslandi.
Höfundur er heyrnarlaus og fagstjóri
í táknmáli á Samskiptamiðstöð
heyrnarlausra og heyrnarskertra.
Samskipti Fyrsti útskriftarhópur táknmálskennara ásamt kennara sínum
Júlíu G. Hreinsdóttur. Þeir munu stuðla að meiri menntun heyrnarlausra.
PRESTAR Fríkirkjunnar í Hafn-
arfirði skrifa grein í Morgunblaðið 23.
maí þar sem fjallað er um sókn-
argjöld og greiðslur ríkisins til safn-
aða og í Jöfnunarsjóð og bent er á að
stuðningur ríkisins við fríkirkjurnar
er talsvert minni en við
sambærilega söfnuði
þjóðkirkjunnar. Hér er
bent á réttlætismál sem
á sér þó dýpri rætur en
kemur fram í greininni.
Þegar samningar ríkis
og kirkju um kirkju-
jarðir voru gerðir og
þjóðkirkjulög sett árið
1997 gleymdist að taka
evangelísk-lúthersku
fríkirkjusöfnuðina með
í reikninginn. Þeir
starfa á nákvæmlega
sama játningagrund-
velli og söfnuðir þjóðkirkjunnar, nota
sömu handbækur og sálmabækur og
prestar þeirra hafa stundað nám við
guðfræðideild Háskóla Íslands og eru
vígðir af biskupi Íslands. Tengsl þjóð-
kirkjunnar við ríkið voru fríkirkju-
mönnum upphaflega þyrnir í augum,
en með áðurnefndum lögum, sem
kveða á um sjálfstæði þjóðkirkjunnar
sem sérstaks evangelísks-lúthersks
trúfélags, er þeim þröskuldi úr vegi
rutt sem olli því að fríkirkjufólk sagði
sig úr þjóðkirkjunni. Það ástand sem
þá ríkti er nú ekki lengur fyrir hendi
og segja má að með umræddum þjóð-
kirkjulögum hafi markmiðum frí-
kirkjuhreyfingarinnar sem til varð
fyrir rúmri öld verið náð.
Þó svo talað sé um þjóðkirkju í stað
ríkiskirkju í stjórnarskránni frá 1874
verður eiginleg þjóðkirkja ekki til
fyrr en eftir tilkomu heimastjórn-
arinnar árið 1904 og þeirra skipulags-
breytinga sem hún kom til leiðar. Frí-
kirkjufólk á
Austurlandi og í
Reykjavík mótaði þjóð-
kirkjuguðfræðina í upp-
hafi og skaut hún síðan
rótum í þjóðkirkjunni
sem stofnun á fyrstu
tveimur áratugum síð-
ustu aldar. Það má því
með sanni segja að ev-
angelísk-lúthersku frí-
kirkjusöfnuðirnir eigi
fulla aðild að þeim ítök-
um sem kirkjan á í þjóð-
arbúinu og helgast af
sambúð þjóðar og þeirr-
ar kirkju sem varð til með siðbreyt-
ingunni á 16. öld. Þau ítök umreytt-
ustu í fjárframlög á grundvelli þeirra
hagstæðu samninga sem gerðir voru
um kirkjueignirnar árið 1997.
Sambúð kirkju og þjóðar hefur
verið náin í gegnum aldirnar og þátt-
ur kirkjunnar í fræðslumálum, menn-
ingarmálum og félagsmálum er við-
urkenndur af öllum sem hafa kynnt
sér þjóðarsöguna undanfarnar tvær
aldir eða svo – hver svo sem trúaraf-
staða þeirra er. Við upphaf 21. aldar
nýtur þjóðkirkjan góðs af þeim trú-
verðugleika sem þjónusta kirkjunnar
við samfélagið hefur skapað henni og
eðlilegt er og réttlætismál að frí-
kirkjusöfnuðirnir njóti hans einnig.
Þeir ættu að eiga aðild að Kirkju-
málasjóði og Jöfnunarsjóði sókna;
prestar þeirra ættu að fá dagpeninga
til setu á prestastefnu og þar ættu
þeir að hafa atkvæðisrétt. Prestar og
leikmenn þessara safnaða ættu að
taka þátt í biskupskjöri, eiga fulltrúa
á kirkjuþingi og í öðrum stofnunum
þjóðkirkjunnar þannig að hlutdeild
þeirra í starfi lúthersku kirkjunnar
innan lands og á alþjóðlegum vett-
vangi væri tryggð.
Nú er verið að samræma lög og
reglugerðir um innri málefni þjóð-
kirkjunnar og þá þarf að laga ramma
hennar þannig að lúthersku fríkirkju-
söfnuðirnir finni sig heima þar. Þar
mega þröng skráningartæknileg
sjónarmið og sérhagsmunir ekki ráða
ferðinni ef hin evanglelísk-lútherska
þjóðkirkja ætlar að starfa í landinu
sem eitt trúfélag og ein kirkjudeild
sem skírskotar til þjóðararfs og
menningar.
Staða lútherskra fríkirkjusafn-
aða gagnvart þjóðkirkjunni
Pétur Pétursson fjallar um
stöðu fríkirkjunnar »Evangelísk-lúth-
erskir fríkirkjusöfn-
uðir ættu að vera hluti
þjóðkirkjunnar sem
sjálfstæðir söfnuðir inn-
an hennar.
Pétur Pétursson
Höfundur er prófessor í praktískri
guðfræði við Háskóla Íslands.