Morgunblaðið - 02.06.2008, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ 2008 23
MINNINGAR
✝ Ágúst HeiðarSigurðsson
(Gútti) frá Bræðra-
borg fæddist á Fá-
skrúðsfirði 23.
október 1938. Hann
lést á krabbameins-
deild Landspítalans
24. maí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Sigurður
Karlsson, f. á Efri-
Garðsá í Fáskrúðs-
fjarðarhreppi í S-
Múl. 29. mars 1904,
d. 12. ágúst 1972,
og Marta Sveinbjörnsdóttir, f. á
Eyjólfsstöðum í Fossárdal 11. júlí
1908, d. 20. jan. 1999.
Systkini Ágústar sammæðra
eru: 1) Selma Ágústsdóttir, f. 15.
ágúst 1928, maki Uni Guðmundur
Hjálmarsson Diego, f. 22. júlí
1926, d. 1. janúar 2004, 2) Halla
Ágústsdóttir, f. 23. nóv. 1929, 3)
Haraldur Ágústsson, f. 8. maí
1932, d. 19. mars 1972, 4) Birgir
Ágústsson, f. 2. okt. 1933, d. 2.
júní 2003, 5) Unnar Ágústsson, f.
9. nóv. 1934, og 6) Sigríður Emils-
dóttir, f. 23. júní 1948, maki Pálmi
10. feb. 1973. Dagný var gift
Valtý. T. Harðarsyni, f. 12. okt.
1969, börn þeirra eru Atli Már, f.
17. jan. 1992, og Elma Rut, f. 16.
ágúst 1996. Dóttir Dagnýjar og
Sævars er Brynja Marín, f. 26.
sept. 2006.
Ágúst kvæntist Sigrúnu Júl-
íusdóttur, f. 2. des. 1959, og eign-
uðust þau eina dóttur, Þóru Kar-
ólínu, f. 1. jan. 1992. Sigrún átti
fyrir soninn Ágúst Emanúel
Rafnsson, f. 6. ágúst 1981, dóttir
hans er Harpa Lind Emanúels-
dóttir, f. 13. mars 2006.
Ágúst byrjaði ungur að vinna í
Odda á Fáskrúðsfirði, eða um 14
ára gamall og vann þar til rúm-
lega tvítugs eða þar til hann flutti
suður. Þá fór hann að vinna hjá
Birgi bróður sínum í BÁ-
húsgögnum og vann þar við tré-
smíðar þar til starfseminni var
hætt. Hann sneri þá aftur austur
til heimabyggðar sinnar og fór til
sjós í einhvern tíma á Sólborgina.
Eftir það fór hann suður til
Reykjavíkur og fór þaðan í
nokkrar siglingar. Árið 1974 réð
Ágúst sig í Hampiðjuna sem verk-
stjóri og starfaði þar til ársins
2005.
Útför Ágústar fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.
Stefánsson, f. 27. júlí
1948.
Systkini samfeðra
eru: 1) María, f. 14.
sept. 1922, d. 4.5.
2005, 2) Emil, f. 8.
jan. 1924, 3) Jórunn
Þórunn, f. 27. okt.
1925, d. 3. ágúst
1967, 4) Óskar, f. 19.
maí 1927, 5) Rafn, f.
29. mars 1929, d. 27.
ágúst 1988, 6) Erna
Guðmundína, f. 16.
maí 1932, 7) Ásta, f.
1. ágúst 1933, 8)
Oddný Fjóla, f. 13. okt. 1936, og 9)
Valgerður Jóna, f. 15. des. 1942.
Ágúst var til nokkurra ára í
sambúð með Erlu Sigurðardóttur,
f. 23. febrúar 1943. Erla átti fyrir
soninn Sævar Guðmundsson, f.
11. febrúar 1962, dóttir hans er
Rakel Erla, f. 3. apríl 1988. Börn
Ágústar og Erlu eru: 1) Sigurður,
f. 25. okt. 1965, maki Anna Björk
Njálsdóttir, f. 1. apríl 1958. 2)
Guðni, f. 30. des. 1967, búsettur í
Svíþjóð, maki Nizel Ágústsson, f.
3. mars 1982. 3) Dagný, f. 4. ágúst
1971, maki Sævar Davíðsson, f.
Elsku pabbi minn.
Ég vil þakka þér fyrir allar góðu
stundirnar sem þú hefur gefið okk-
ur, við eigum svo margar góðar
minningar um þig. Það var alltaf svo
hlýlegt að koma í heimsókn til ykk-
ar í Krummahólana. Og mikið hleg-
ið, og höfðum gaman af, þú hafðir
frá svo mörgu skemmtilegu að
segja. Þær voru ekki fáar sögurnar
að austan, sem voru þínar heima-
slóðir, sem þú varst svo stoltur af.
Þú tókst alltaf á móti öllum með
opnum örmum og allir voru alltaf
jafnir í þínum augum. Þú talaðir oft
um óréttlætið og allar hrikalegu
hamfarirnar í heiminum, þetta fólk
átti svo bágt. Þú hafðir mjög gaman
af börnum og barnabörnum þínum
og varst mjög stoltur af þeim.
Áhugamálin þín voru mörg. Það
voru ófáir bíltúrarnir sem voru farn-
ir niður á höfn til að skoða bátana.
Og oftast í þessum ferðum fengum
við okkur ís. Bílar og flugvélar voru
einnig eitt af þínum áhugamálum.
Það er af svo mörgu að taka að það
væri efni í heila bók.
Það voru ekki allir sem vissu eða
sáu að þú værir orðinn svona veik-
ur, því þú barst það ekki með þér.
Þegar ég og Nizel komum í heim-
sókn síðastliðið haust þá talaðir þú
mikið um að þig langaði svo að
koma að heimsækja okkur til Sví-
þjóðar, en heilsan þín leyfði það
ekki.
Því miður náði ég ekki að koma
nógu snemma til að kveðja þig, en
ég veit að þér líður betur á þeim
stað sem þú ert kominn á núna.
Ég bið þig guð að gefa Sigrúnu,
börnum og öðrum aðstandendum
styrk á þessum erfiða tíma, og vaka
yfir þeim.
Minningin um þig mun lifa í
hjarta og huga okkar um alla fram-
tíð, elsku pabbi hafðu þökk fyrir
allt.
Guðni og Nizel.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku pabbi, ég kveð þig með
söknuði, en ég trúi því að við eigum
eftir að hittast aftur seinna.
Dagný
Allur þessi tími er þú varst hjá
mér, allar þessar stundir er þú hélst
utan um mig, allar þessar löngu
andvökunætur er þú vaktir með
mér, allir bíltúrarnir niður á
bryggju og á bílasölurnar, allar
hringferðirnar bæði á Cryslernum
og hvíta jeppanum, rosalegt hvað
allt er fljótt að líða, mér finnst eins
og þetta hafi gerst í gær.
Pabbi minn, þú ert ein sterkasta
manneskja sem ég veit um. Búinn
að vera svo veikur en kvartaðir
aldrei, þú varst aldrei neitt veikur í
þínum augum. Þig skorti heldur
aldrei kímnina og gast alltaf breytt
leiðinlegustu hlutum í fyndnar og
hlýjar stundir. Þú lýstir upp til-
veruna og allt varð miklu bjartara
þegar þú varst hjá mér, þó svo að
við værum hvort í sínu herberginu
fannst mér ég öruggari og ekki eins
einmana. Þú stóðst með mér í gegn-
um erfiða tíma og þoldir allt vælið í
mér á meðan. Þegar við vorum í af-
mæli Hreyfils og ég týndi snudd-
unum mínum og kenndi þér um það
rétt orðin 1 árs, og tók mig til og
klóraði þig allan í framan, þegar ég
var 5 ára og var að missa tönn og
þér þótti það nú ekki mikið mál og
kipptir henni úr, snöggur að því.
Allar skemmtilegu sturtuferðirn-
ar okkar þegar ég var lítil, sungum
og sungum „Pabbi á bláa bílnum,
hann pabbi kvennagull.“
Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín
var.
Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar.
Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins og
þú.
Ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt.
Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn.
Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði.
Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu lund.
Leikandi kátt, þú lékst þér á þinn hátt.
Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín
var.
Æskunnar ómar ylja mér í dag.
(Þorsteinn Sveinsson.)
Elsku pabbi minn, ég þakka þér
fyrir alla tímana sem við áttum sam-
an, þeir voru æðislegir. Minning
þeirra mun lifa með mér um
ókomna framtíð. Þú munt lifa í
hjörtum okkar allra. Það er eitt sem
ég náði aldrei að segja þér, pabbi,
ég elska þig.
Þóra Karólína Ágústsdóttir
Elsku Gústi, ég gleymi því ekki
þegar ég, þú, mamma og Gústaf
vorum í ferðalagi, þú gekkst aðeins
á undan okkur og lést peninga á
jörðina. Við komum rétt á eftir og
ég stóð alltaf á þeim, Ágúst afi benti
á annan stað og ég hljóp af stað og
þá tók hann peninginn upp. Ég fór
alltaf í fýlu því ég tók ekkert eftir
peningunum fyrr en of seint, það
endaði með því að þú fórst að hjálpa
mér.
Sumarið ’91 þá fórum við hring-
ferð um Ísland og stoppuðum á
Blönduósi og gistum þar eina nótt.
Ég fann mér krakka að leika við og
sagði þeim að bíllinn okkar gæti tal-
að. Síðan kom ég með hópinn með
mér og bað þig að láta hann tala.
Það var svo gaman að sjá svipinn á
krökkunum og þú glottir út í annað.
Það var yndislegt að koma með
Hörpu Lind í heimsókn til ykkar.
Hún hændist svo að þér og þú að
henni, þið urðuð góðir vinir. Þér
fannst svo gaman að búa til hljóð og
spila fyrir hana og sýna henni allt
mögulegt.
Það var skemmtilegt og fróðlegt
að tala við þig um lífið og tilveruna.
Þú talaðir mikið um bíla og sveita-
lífið, þú talaðir líka mikið um áhuga-
verða staði í sveitinni, t.d. Bræðra-
borg, Fáskrúðsfjörð og Sólheima í
Grímsnesi. Þér fannst Sólheimar
mjög áhugaverður staður.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem.)
Elsku Gústi, við þökkum þér fyrir
allar góðu stundirnar sem við áttum
með þér. Þær munu lifa með okkur
um ókomna framtíð.
Ágúst Emanúel Rafnsson,
Áslaug Halla Elvarsdóttir og
Harpa Lind Emanúelsdóttir.
Nú vil ég með þessum fáu orðum
láta í ljós söknuð minn vegna and-
láts bróður míns, Ágústs (Gútta)
sem hann var oftast kallaður.
Gútti lést á Landspítalanum eftir
stutta legu. Þessar óvæntu fréttir
sem mér voru færðar kl. 8, laug-
ardaginn 24. þ.m. komu mér mikið á
óvart, en deginum áður hafði ég
heimsótt hann á spítalann og vonað
eftir þá heimsókn að hann myndi
vera með okkur lengur, allavega
einhverja mánuði eða ár, en þegar
læknar fá ekki lengur ráðið við sjúk-
dóma sem hrjá fólk, þá fær enginn
lengri frest. Nú minnist ég Gútta
með söknuði, en við vorum alla tíð
góðir félagar og vinir.
Ég og Gútti ólumst upp ásamt
fimm öðrum systkinum í litlu þorpi
austur á fjörðum, nánar tiltekið í
Búðakauptúni við Fáskrúðsfjörð.
Þar áttum við saman mörg góð ár
hjá móður okkar og stjúpföður.
Leiðir okkar skildi er ég fór að
stunda sjómennsku en Gútti fór
ungur að vinna hjá Einari Sigurðs-
syni skipasmið í Odda, sem allir
þekktu, en hann rak mikið og gott
fyrirtæki þar sem margir höfðu
fasta vinnu á þeim árum. Síðar flutt-
ist Gútti til Reykjavíkur og hóf störf
hjá bróður okkar sem rak stórt hús-
gagnaverkstæði. Þegar verkstæðið
lagðist niður mörgum árum síðar
hóf Gútti störf sem verkstjóri hjá
Hampiðjunni og starfaði þar næstu
30 árin, eða þar til hann lét af störf-
um vegna aldurs.
Gútti var ljúfur og hægur maður
og laus við slæmt umtal um fólk, en
á því hafði hann óbeit enda ekki al-
inn upp við það.
Nú vil ég þakka Gútta samfylgd-
ina í gegnum árin og um leið votta
eiginkonu, börnum, ættingjum og
vinum mína dýpstu samúð. Megi
Guð varðveita þau öll.
Með söknuði.
Unnar Ágústsson.
Svarthvít gömul ljósmynd í gamla
myndaalbúminu hennar mömmu er
mér alltaf svo minnisstæð. Á henni
eru allir fínir og vel til hafðir, en lít-
ill, ljóshærður og grallaralegur
drengur, á að giska sex ára gamall, í
stuttbuxum, hefur skreytt buxna-
klaufina sína með túnfífli. Mér
fannst þessi mynd alltaf svo dæmi-
gerð fyrir hinn skemmtilega Gútta
móðurbróður minn og eðlilegt að
hann hefði verið svona uppátækja-
samur þegar hann var barn vegna
þess að kímnigáfa, glettni og góðlát-
leg stríðni voru honum einfaldlega í
blóð borin. Þess vegna var líka alltaf
svo gaman að hitta hann. Þegar ég
heimsótti Gútta á Landspítalann
fyrir svo örskömmu, þá var hann
gamansamur að vanda og gantaðist
til dæmis með að hafa ekki svefnfrið
fyrir þramminu í gestunum hennar
Selmu systur sinnar sem lá á næstu
hæð beint fyrir ofan stofuna hans.
Ekki grunaði mig þá að þetta yrði í
síðasta sinn sem ég hitti hann, enda
þótt ég vissi að ekki fengist lækning
við meinum hans. Aðeins viku síðar
var hann burtkallaður. Sú tilhugsun
er nánast óbærileg að eiga aldrei
framar eftir að hitta minn kæra
frænda og spjalla við hann. Því
Gútti hafði lifandi áhuga á öllum
mögulegum hlutum, lét skoðanir
sínar hiklaust í ljós og spunnust oft í
kringum hann líflegar umræður
sem hann kryddaði með sínum kald-
hæðnu, sniðugu athugasemdum.
Ég hef þekkt Gútta frænda frá
því ég man eftir mér, en á unglings-
árum mínum kynntist ég honum
betur. Hann og mamma höfðu þá
bæði staðið í skilnaði og varð sam-
band þeirra systkina afar náið á
þessu tímabili. Á laugardagskvöld-
um fóru þau saman út á lífið, en á
sunnudögum kom Gútti oft í heim-
sókn í Álftamýrina með syni sína
tvo, þá Sigga og Guðna, og seinna
var Dagný litla dóttir hans oft með í
för. Gútta var augljóslega afar annt
um börnin sín þrjú og sýndi meiri
umhyggju fyrir þeim en margir aðr-
ir feður við svipaðar aðstæður.
Seinna varð hann svo heppinn að
kynnast Sigrúnu og hófu þau sam-
búð í Krummahólum ásamt Emma
syni hennar. Fjölskyldan stækkaði
nokkrum árum síðar þegar þau
urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að
eignast dóttur, hana Karólínu, sem
nú er orðin sextán ára gömul. Hún
er jafnaldra Höllu Rósar dóttur
minnar og hafa þær frænkurnar
ósjaldan hist og leikið sér saman í
Blikahólunum hjá mömmu. Sam-
gangurinn hefur alltaf verið mikill,
enda göngufæri á milli þeirra Gútta
og mömmu. Ég veit að mamma á
eftir að sakna þess sárt að eiga ekki
lengur von á að Gútti kíki í heim-
sókn og við, öll fjölskyldan, eigum
eftir að sakna okkar gamansama
Gútta frænda. Stórt skarð hefur
verið höggvið í tilveru okkar allra
sem þekktum hann en eftir standa
ljúfar og skemmtilegar minningar
um góðan mann.
Elsku Sigrún, þú hefur staðið við
hlið mannsins þíns eins og klettur
og hjálpað honum í langri og
strangri baráttu við illvígan sjúk-
dóm og mér finnst þú hafa staðið
þig eins og hetja. Ég bið þess að guð
gefi þér, Karólínu, Emma, Dagnýju,
Guðna og Sigga styrk á þessum erf-
iða tíma í lífi ykkar allra og ég votta
ykkur öllum mína dýpstu samúð.
Unnur.
Ágúst H. Sigurðsson
✝
Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR ÞÓRÐARSON
tannlæknir,
lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn
31. maí.
Útförin verður auglýst síðar.
Kristín S. Karlsdóttir,
Guðrún Hrund Sigurðardóttir, Hörður Harðarson,
Arnar Þór Sigurðsson, Guðrún, Dögg Jóhannsdóttir,
Andri Vilhjálmur Sigurðsson, Auður Ýrr Þorláksdóttir,
Gunnar Már Sigurðsson,
GuðrúnAnnaPálsdóttir, Gunnar Halldór Sigurjónsson,
og barnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELÍSABET RAGNARSDÓTTIR
sjúkraliði,
lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn
30. maí.
Fyrir hönd aðstandenda,
Erling Sigurðsson,
Margrét Rós Erlingsdóttir,
Jóhanna Gerða Erlingsdóttir,
María Elsa Erlingsdóttir,
Sigurður Egill Erlingsson,
Katrín Birna Erlingsdóttir,
Erlingur Tryggvi Erlingsson,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.