Morgunblaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud- laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is UPPRÖÐUN og framsetning efnis í Morgunblaðinu tekur nokkrum breytingum í dag. Mestar breyt- ingar sjá lesendur væntanlega í fleiri fréttaskýringum og mark- vissari notkun ljósmynda og skýr- ingarmynda. Meðal breytinga er að fréttir af landsbyggðinni birtast ekki í af- mörkuðu plássi, heldur dreifast um fréttahluta blaðsins, merktar sínum stað eða svæði. Þá færast tilvitnanir í blogg á mbl.is af bls. 10 inn á leiðaraopnu. Þar geta lesendur einnig gengið að föstum pistlum um þjóðmál, fréttaskýr- ingum og umræðugreinum. Víkverji fer á sinn gamla stað í dagbókinni aftarlega í blaðinu. Dagbókin tekur ennfremur breyt- ingum; þar er nú meiri umfjöllun um afmæli og aðra merkis- viðburði dagsins og birtar myndir af nýjum borgurum landsins. Foreldrar eru hvattir til að senda inn myndir af augasteinunum sín- um. Blaðið hættir að mestu að birta fréttatilkynningar, ályktanir og tilkynningar um fundi, ráðstefnur og viðburði á síðunum aftan við dagbókina. Síðastnefnda efninu verða gerð betri skil á mbl.is, þar sem skráðir notendur vefjarins geta sjálfir skráð viðburði inn í yfirlitið á vefnum, sem er mun að- gengilegra fyrir lesendur. Upp- lýsingar um félagsstarf aldraðra og kirkjustarf verða þó áfram á sínum stað í dagbókinni. | Ritstj. Breytt upp- röðun efnis ÞÓTT fíflarnir standi keikir á umferðareyjunni á Snorrabraut mega þeir sín lítils gegn 1.200 manna her sumarstarfsmanna borgarinnar, sem nú er byrjaður að láta sjá sig á götunum. Þá er skráningu um fjögur þúsund nemenda í Vinnu- skóla Reykjavíkur lokið og undirbúningur leið- beinenda hafinn. Á morgun, 4. júní, geta krakk- ar í vinnuskólanum skoðað vinnukortin sín á vef skólans. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Fíflarnir á Snorrabraut bíða örlaga sinna Óslegið gras á umferðareyjum heyrir brátt sögunni til FRÉTTASKÝRING Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is UMSÓKNUM 17-18 ára unglinga um sumarvinnu hjá sveitarfélögunum hefur fjölgað töluvert í ár. Biðlistar eru lengri en áður og hafa Hafnar- fjarðarbær og Reykjavíkurborg t.d. brugðið á það ráð að veita aukið fé til ráðninga og aðrir hafa fjölgað stöðu- gildum til að tryggja sem flestum vinnu. „Við höfum verið með svipaðan fjölda umsókna og fyrri ár en um- sækjendurnir eru yngri. Ég dreg þá ályktun að þeir eigi erfiðara með að fá vinnu annars staðar,“ segir Gerður Dýrfjörð, deildarstjóri Vinnumiðl- unar ungs fólks hjá Reykjavíkurborg. Í fyrra voru 17-18 ára unglingar tæp- ur þriðjungur af þeim sem sóttu um sumarstörf hjá borginni en í ár voru þeir 48%. Reykjavíkurborg ræður um 1.200 sumarstarfsmenn en miðað við sama tíma í fyrra hefur fólki á biðlista fjölg- að gríðarlega. Þá voru 20-30 manns á biðlista fyrstu vikuna í júní en núna eru þeir 400 og er helmingur þeirra 17 ára. Í mars voru 100 millj. veittar til atvinnumála ungs fólks í Reykjavík en fyrir skömmu var 50 millj. bætt við framlagið þegar í ljós kom hve mörg ungmenni voru á biðlista. Aldur sem lendir á milli Í Hafnarfirði voru fyrir um tveim- ur vikum um 150 manns, 17 ára og eldri, á biðlista, þar af voru langflestir 17 ára. Ellert Baldur Magnússon, deildarstjóri æskulýðsmála hjá íþrótta- og tómstundaráði Hafnar- fjarðar, segir fyrirtæki heldur ráða þá sem komnir eru með bílpróf og orðnir sjálfráða. Þannig sitji þeir sem eru 17 ára eftir. Bæjarfélagið hafi hins vegar ákveðið að taka á þessu og er áætlað að stöðugildum fyrir þenn- an aldurshóp verði fjölgað um um það bil fimmtíu. Orri Stefánsson, forstöðumaður Vinnuskólans á Akureyri, telur at- vinnurekendur halda að sér höndum á hinum almenna markaði hvað ráðn- ingar sumarfólks varðar. Hann segir eldri ungmenni frekar fá vinnu, þau yngri verði „svolítið útundan.“ Um helmingur þeirra 550 sem sóttu um rúmlega 300 sumarstörf hjá Kópavogsbæ er 17-19 ára. Um 100 ungmenni eru á biðlista eftir vinnu. Af þeim eru langflest 17-18 ára. Ákveðið hefur verið að ráða í 60 stöður til viðbótar, 45 í almenna bæj- arvinnu sem felur m.a. í sér garð- hreinsun og viðgerðir og 15 á íþrótta- velli. Vonast er til þess að þessar 60 stöður dugi að mestu leyti, ef ekki öllu, til að tryggja ungmennunum vinnu. Biðlisti í bæjarvinnuna               !  "! #  # #         Erfiðara fyrir 17-18 ára að fá vinnu  Yfir þúsund sóttu um hjá borginni ÖFLUGASTI eftirskjálfti sem mælst hefur í kjölfar Suðurlands- skjálftanna varð í gærkvöldi kl. 18:31 í Hjallahverfi, skammt sunn- an undir Hellisheiðarbrún, en hann olli hvorki tjóni né meiðslum á fólki. Fólki var samt brugðið í Hvera- gerði enda mældist skjálftinn á bilinu 4,3-4,5 stig á Richter og í kjölfarið komu nokkrir eftirskjálft- ar, sá stærsti 3,3 stig á Richter. Að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur, jarðeðlisfræðings á Veðurstofunni, er ekki búist við stærri skjálftum á svæðinu. „Stóri skjálftinn [Suðurlands- skjálftinn] hefur valdið hreyfingum á norðlægari sprungum en það er ekki talið að skjálftarnir nú boði stærri skjálfta,“ bendir hún á. Þegar skjálftinn kom var Jóhann Thoroddsen, áfallahjálparmaður Rauða krossins, á miðjum fræðslu- fundi í Hveragerði með leikskóla- kennurum. „Skjálftinn virkaði sér- kennilega á mig og líktist drunum. Það má segja að við séum orðin dá- lítið jarðskjálftavön en þetta er allt- af ónotalegt og auðvitað hrekkur fólk við,“ segir hann. | orsi@mbl.is Öflugasti eftir- skjálftinn reið yfir Orðin „dálítið jarðskjálftavön en þetta er alltaf ónotalegt“ Í HNOTSKURN »Skjálftarnir í gær tengjastSuðurlandsskjálftunum á þann hátt að spenna er talin hafa breiðst út í aðrar sprung- ur á Suðurlandi. »Upptök skjálftanna í gærvoru í sprungu sem liggur frá austri til vesturs á Hengils- svæðinu. Þar urðu þrír stórir jarðskjálftar árið 1998. NÝLIÐINN maímánuður var sá hlýjasti í ár og áratugi, að því er fram kemur á bloggsíðu Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Í Reykjavík var maí sá hlýjasti í 48 ár og á Akureyri hefur ekki ver- ið hlýrra í maí í 17 ár. Mánuðurinn var þar að auki án norðanhreta sem er fremur óvenjulegt en þó ekki einsdæmi, að sögn Einars. „Í Reykjavík mældist meðalhit- inn 8,6°C. Svo hlýtt hefur ekki verið frá 1960, en þá var ívið hlýrra. Á Akureyri var hitinn 8,0° skv. bráða- birgðaútreikningum. Talsvert hlýrra var hins vegar 1991. Í sam- anburði við fyrri ár nær mánuður- inn þó engan veginn maí 1935 sem er klárlega sá hlýjasti frá upphafi mælinga. Þá fór meðalhitinn í Reykjavík eitthvað yfir 9 stig,“ seg- ir Einar Sveinbjörnsson á bloggsíðu sinni, esv.blog.is. Hlýjasti maí í áratugi „ÉG vissi ekki að það yrði svona ótrúlega erfitt að fá vinnu,“ segir Freydís Hall- dórsdóttir, sex- tán ára nemi í Menntaskólanum í Reykjavík. „Ég var frekar sein að byrja að leita mér að vinnu, því ég var í prófum, og var ekkert að pæla mikið í þessu.“ Betur fór en á horfðist því Frey- dís er nú komin í hlutastarf í Snæ- landsvídeói. Áður var hún búin að sækja um þrjátíu störf. Hún byrjaði að sækja um þau störf sem hún hafði mestan áhuga á, en dagarnir liðu og hún slakaði á kröfunum og sótti um víðar. „Ef pabbi hefði ekki hjálpað mér að finna vinnu væri ég pottþétt ennþá atvinnulaus,“ segir Freydís. | sunna@mbl.is „Ótrúlega erfitt“ Freydís Halldórsdóttir Ást er... í Velvakanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.