Morgunblaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 37 Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ Fim 5. júní kl. 19.30 Lady and Bird - Barði Jóhannsson og Keren Ann Zeidel Hljómsveitarstjóri: Daniel Kawka Barði Jóhansson er ekki einhamur maður í tónsköpun sinni. Ein birtingarmyndin er Lady and Bird, samstarfsverkefni hans og frönsku tónlistarkonunnar Keren Ann Zeidel. Á tónleikunum flytja þau tónlist Lady and Bird auk tónlistar sem þau semja hvort um sig, í hljóm- sveitarbúningi Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík með stuðningi Franska sendiráðsins. ■ Fös. 20. júní kl. 19.30 20 horn - og einn sólisti Sinfóníuhljómsveitin lýkur starfsárinu með stæl og flytur hina risavöxnu Alpasinfóníu Richard Stauss, og fleiri verk þessa meistara litbrigðanna. TÓNLIST Geisladiskur Hlynur Ben - Telling Tales  EFTIR AÐ hafa gengið með þann draum í maganum í mörg ár að gefa út sólóplötu lét Hlynur Ben loksins verða af því en Telling Tal- es kom út á snemma á þessu ári. Það er greinilegt að Hlynur hef- ur lagt sig allan fram við gerð plötunnar en hún er hinn fínasti gripur, bæði út frá sjónarhorni laga og texta. Telling Tales ein- kennist af grípandi laglínum og með gítarinn að vopni fetar Hlynur áður troðnar slóðir – því ja, tón- listin er ekki beint sú frumlegasta. Engu að síður er gaman að heyra hversu næmt eyra hann hefur fyrir góðum melódíum. Kraftmikið rokk er meg- inuppistaða plötunnar en drama- tíkin er þó aldrei langt undan. Hljóðfæraleikur er til fyrirmyndar og Hlynur er með viðkunnanlega og flotta rödd en þó er stundum eins og vanti eitthvað meira upp á sönginn. Í flestum lögum plöt- unnar fær krafturinn að skína í gegn og rödd hans að njóta sín (lög á borð við „Monster“ og „Ad- dicted“), en í öðrum er eins og hann sé að halda pínulítið aftur af sér (t.d. „Strange little life“ og „Too late“). Einnig verður ekki komist hjá því að velta því fyrir sér af hverju enskan varð enn og aftur fyrir val- inu í textagerðinni, en allt of fáir listamenn nú til dags semja á hinu ástkæra, ylhýra. Engu að síður er Telling Tales prýðileg plata sem á eflaust eftir að falla í kramið hjá unnendum alls kyns rokktónlistar. Hildur Maral Hamíðsdóttir Rokk og dramatík í eina sæng BANDARÍSKI mezzósópraninn Denyce Graves er glæsileg kona. Ferill hennar mun vera glæsilegur líka og sagður samfelld sigurganga. Á vef Listahátíðar má lesa að söng- konan sé „ein skærasta stjarna söngheimsins um þessar mundir og heilli sífellt nýja aðdáendur, jafnt meðal almennings og gagnrýnenda um heim allan“. Óhætt er að segja að maður hafi verið fullur eftirvæntingar áður en söngstjarnan gekk fram á svið Há- skólabíós á sunnudagskvöldið. En fyrsta lagið á dagskránni, sem var eftir Handel, olli vonbrigðum. Rödd söngkonunnar var að vísu breið og kraftmikil, en það var bara engan veginn nóg. Söngstíllinn var grófur og yfirborðslegur, fínleg blæbrigði voru klaufalega útfærð og túlkunin almennt yfirborðsleg og ósannfær- andi. Þetta hlýtur að vera stress, hugs- aði ég. Fyrstu lög á tónleikum eru oft dálítið óörugg, flytjendur eru gjarnan nokkra stund að koma sér almennilega í gang. Graves hlaut að fara á flug á næstu mínútum. En það gerðist ekki. Næstu mín- útur urðu að korteri, og svo að hálf- tíma. Graves söng enn illa, og róm- antísk lög eftir Brahms, Saint–- Saens og fleiri voru aðeins svipur hjá sjón. Enga rómantík var þar að finna, sú rómantík sem söngkonan reyndi að gæða túlkun sína var fölsk, henni tókst aldrei að kafa undir yf- irborðið og komast að kjarnanum, hvað þá að miðla honum til áheyr- enda. Það var helst eftir hlé að Graves náði að nokkru valdi á því sem hún var að gera. Einn eða tveir negra- sálmar eftir Montsalvatge voru ágætlega fluttir og einnig fáeinir amerískir söngvar eftir Copland. En það var bara allt of seint. Auk þess virkuðu þessi fáu lög ekki. Ástæðan var píanóleikarinn, sem var sér kapítuli út af fyrir sig. David Triestram er fyrst og fremst æfingapíanóleikari, hann þjálfar söngvara á æfingum með því að spila píanóútgáfu hljómsveitarrullunnar í óperum. Það þýðir ekki að hann sé góður. Enda var hann ekkert góður, þvert á móti var hann lélegur. Hann náði aldrei að styðja sönginn með því að skapa viðeigandi umgjörð utan um hann. Góður meðleikari umvefur sönginn og lyftir honum upp í hæstu hæðir en Triestram sat bara við pí- anóið eins og loðfíll og bauð áheyr- endum upp á endalausa flatneskju. Hann sullaðist í gegnum hvert lagið á fætur öðru og spilaði ótal feilnótur; sólókaflann í Dauðadansinum eftir Saint–Sens réð hann t.d. ekkert við. Ekki er hægt að segja að þessir tónleikar hafi verið einn af hápunkt- um listahátíðarinnar. Ónei, ónei. Morgunblaðið/Árni Sæberg Denyce Graves „…henni tókst aldrei að kafa undir yfirborðið og komast að kjarnanum,“ að mati gagnrýnanda. Hneyksli á Listahátíð TÓNLIST Háskólabíó Denyce Graves mezzósópran og David Triestram píanóleikari fluttu tónlist eftir Handel, Saint–Saens, Brahms, Copland, Montsalvatge og fleiri. Sunnudagur 1. júní. Listahátíð í Reykjavík – Söngtónleikar bnnnn Jónas Sen GÍTARLEIKARI Pink Floyd, David Gilmour, var spenntur fyrir því að leika á Glastonbury-tónlistarhátíðinni í sumar en samkvæmt dagblaðinu The Sun sagðist framkvæmdastjóri hátíðarinnar ekki hafa áhuga á honum. Heimildamaður segir blaðinu að fram- kvæmdastjórinn hafi þakkað Gilmour fyrir gott boð, en hann vildi höfða til yngri tón- leikagesta og taldi Gilmour ekki gera það. Valið á tónlistarmönnum á Glastonbury hefur verið harðlega gagnrýnt að þessu sinni. Ólíkt því sem gerst hefur á síðustu árum er ekki uppselt. Er þátttöku rapp- arans Jay-Z sem aðalstjörnu hátíðarinnar meðal annars kennt um. „Þú afsakar, en Jay-Z? Ekki möguleiki,“ segir Oasis-stjarnan Noel Gallagher. „Á Glastonbury er hefð fyrir gítartónlist. Ég kæri mig ekki um hip-hop þar. Það er rangt.“ David Gilmour hafnað Slyngur Gítarhetjan David Gilmour tryllir ekki aðdá- endur sína á Glastonbury.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.