Morgunblaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 13 FRÉTTIR Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÞAU SKREF sem stigin hafa verið í átt til markaðsvæðingar breska heil- brigðiskerfisins á síðasta aldarfjórð- ungi eða svo hafa ekki skilað þeim ár- angri sem vænst var til, hvort sem litið er til gæða þjónustunnar, skil- virkni hennar eða hagkvæmni ellegar til nýsköpunar innan kerfisins. Reynsla Breta ætti því að vera víti til varnaðar nú þegar stjórnvöld hér íhuga að innleiða í frekari mæli verk- takaþjónustu á þessu sviði. Þetta er mat Allyson Pollock, pró- fessors í heilbrigðisfræðum við Edin- borgarháskóla og höfundar bóka um breska heilbrigðiskerfið, en hún kynnti fyrir helgi niðurstöður grein- ingar sinnar á opnum fundi hjá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) og fyrir sérfræðingum innan íslenska heilbrigðiskerfisins. Pollock segir að einkavæðing bresku heilbrigðisþjónustunnar (NHS) hafi gerst í fimm skrefum og að það fimmta standi nú yfir. Fyrsta skrefið hafi verið stigið árið 1979 í tíð Margaretar Thatcher sem forsætis- ráðherra, þegar leitað hafi verið til einkaaðila um leiðir til að auka skil- virkni þjónustunnar, sem ráðgjafar Thatcher hafi þá talið líða fyrir yfir- byggingu. Þessari stefnubreytingu hafi fylgt mannabreytingar og sér- fræðingar vikið fyrir aðilum með sér- menntun í stjórnunarfræðum eða með aðra viðskiptamenntun að baki. Næsta skref hafi verið þegar Thatcher hafi þegið ráð um myndun markaðar um heilbrigðisþjónustuna í Bretlandi, hugmyndir sem hafi verið teknar til framkvæmda árið 1991. Stenst ekki skoðun tímans Hún andmælir því að ofangreindar breytingar hafi verið réttar í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi voru. „Nei, það skorti upp á greininguna hjá Thatcher,“ segir Pollock. „Hún brást við einkennum fjárskorts. Hún taldi þörf á að leita til markaðs- aflanna fremur en hreinlega beita sér fyrir nauðsynlegri fjárfestingu. Mörg sjúkrahúsanna voru frá nítjándu öld og þar hafði skort á fjárfestingu í þrjá til fjóra áratugi.“ Pollock telur einnig að ekki hafi verið sterkar vísbendingar um mikla skriffinnskuyfirbyggingu í heilbrigð- iskerfinu og vísar til þess að 6% út- gjalda til málaflokksins hafi runnið til rekstrar og stjórnsýslu, þegar Thatc- her leitaði leiða til hagræðingar. Flest bendi til að eftir að komið hefði verið á innri markaði hefði þessi kostnaður tvöfaldast í 12% og stefni nú á að fara nærri 25-30%. Bresk stjórnvöld hafi ekki birt gögn um þann umframkostnað sem markaðsvæðingin hafi haft í för með sér. Einnig fari mikið af fjármunum sem nú renni til heilbrigðiskerfisins ekki í þjónustu heldur í ytri kostnað, svo sem markaðssetningu. Þriðja skrefið (1992) hafi að hluta verið stigið samhliða öðru skrefinu í átt til markaðsvæðingar, þegar stjórnvöld hafi stofnað fyrirtæki um rekstur sjúkrahúsa, skref sem einnig fól í sér innleiðingu endurskoðunar- aðferða úr atvinnulífinu. Hún segir fjórða skrefið hafa verið stigið árið 2000 og að það fimmta sé nú í und- irbúningi, í framhaldi af hinum. Pollock segir markaðsvæðingu heilbrigðisþjónustunnar fela í sér að einkaaðilar meti hversu mikla áhættu þeir séu tilbúnir að taka í rekstrinum. Með því að stofna fyrirtæki um heil- brigðisþjónustu sé verið að koma á nýju umhverfi þar sem megin- áherslan sé á arðsemi. Meðaltími for- stjóra í slíkum stöðum sé 3-4 ár. Hluthafar geti þrýst á um að að- eins hagkvæm þjónusta sé veitt, þjón- usta á borð við mjaðmaaðgerðir. Einkaaðilar vilji hins vegar ekki sjúk- linga með flóknari þarfir, með þeim afleiðingum að eldri borgarar með langvinna sjúkdóma séu ekki álitnir fýsilegir viðskiptavinir, því sérþarfir þeirra og líkur á að fá sjúkdóma séu oft ófyrirsjáanlegar. Sama eigi al- mennt við um geðsjúkdóma. Reynsla Breta víti til varnaðar Morgunblaðið/Valdís Thor Sérfræðingur Allyson Pollock flytur erindi á fundi hjá BSRB. Hún hefur ritað bækur um bresk heilbrigðismál.  Misjafn árangur af markaðsvæðingu heilbrigðisþjónustu  Prófessor segir einkaaðila forðast geðsjúka og aldraða Í HNOTSKURN »Pollock segir dæmi umað gögn um biðlista hafi verið fölsuð í því skyni að aðlaga þau rekstrarmark- miðum. »Bresk stjórnvöld haldiekki til haga gögnum um sjúkrarúm og geti því ekki notað rúmin í greiningu á skilvirkri þjónustu við sjúk- linga, né fari nógu vel yfir meðferð þeirra. »Heilbrigðisstarfsmennþori nú síður að leggja fram gagnrýni á þjónustuna. »Að samanlögðu muniBretar í æ ríkari mæli upplifa vandamálin sem Bandaríkjamenn hafa staðið frammi fyrir í heilbrigðis- þjónustu. »Hún segir gögn benda tilað heilbrigðisþjónustu efnaminni sjúklinga í Bret- landi hafi hrakað hin síðari ár. SIMON STEVENS var einn helsti arki- tektinn að stefnu ríkisstjórnar Tonys Blair í heilbrigðismálum en er nú í for- svari fyrir UnitedHealth, risafyrirtæki á sviði heilbrigðisþjónustu í Bandaríkj- unum. Við fyrstu sýn virðast heilbrigð- iskerfi ríkjanna tveggja býsna ólík en ef fram heldur sem horfir mun breska kerfinu svipa æ meira til þess banda- ríska í ýmsum atriðum, að mati Allyson Pollock. Hún telur tengsl ráðherra breska Verkamannaflokksins í tíð Tonys Blair forsætisráðherra (1997- 2007) hafa verið óvenjunáin miðað við sögu flokksins og að margir þessara sömu stjórnmálamanna hafi gengið í stöður hjá einkafyrirtækjum. Um geysi- lega fjármuni sé að tefla. Velferðarþjónusta sé hin „mikla óopnaða ostra fjár- festa“, enda renni allt að sem svarar fimmtungi vergrar þjóðarframleiðslu til menntunar og heilsugæslu á Vesturlöndum. Til marks um hverju sé eftir að slægjast fyrir einkaaðila bendir Pollock á að William McGuire, forstjóri UnitedHealth, hafi á árinu 2004 fengið sem svarar 9.231 milljón krónur á núverandi gengi. Almennt hafi bandarísk stór- fyrirtæki á þessu sviði stefnt að sókn inn á nýja heilbrigðismarkaði. Velferðarkerfið hin mikla „óopnaða ostra“ fjárfesta Simon StevensTony Blair Nánir samstarfsmenn Stevens var einn af arkitektum þeirra breytinga sem stjórn Blairs gerði á breska heilbrigðiskerfinu. -hágæðaheimilistæki Magimix kaffivél nú með flóunarkönnu Verð kr.: 37.900 Njótið þess að fá rjúkandi kaffi, cappuccino eða caffe latte á innan við mínútu heima í eldhúsi. Magimix kaffivélarnar nota einungis Nespressó kaffi af bestu gerð. Verið velkomin í verslanir Eirvíkur á Akureyri og í Reykjavík og kynnið ykkur Magimix kaffivélarnar. vi lb or ga @ ce nt ru m .is Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200 Kaffihúsið heim í eldhús www.eirvik.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.