Morgunblaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Freystein Jóhannsson
freysteinn@mbl.is
EIGNAMIÐLUN og Fasteignasala Mos-
fellsbæjar hafa sameinazt undir nafninu
Eignamiðlun. Starfsemin verður áfram á
sömu stöðum; Síðumúla 21 í Reykjavík og
Þverholti 2 í Mosfellsbæ þar sem fast-
eignasalan færir sig um set upp á efstu
hæðina í Kjarnanum. Stjórnarformaður
sameinaðs fyrirtækis er Einar Páll Kjærne-
sted og framkvæmdastjóri Sverrir Krist-
insson. Starfsmenn eru 20 talsins, þar af
eru 10 löggiltir fasteignasalar. Með kaupum
Einars Páls Kjærnested á hlut í Eignamiðl-
un eru eigendur fyrirtækisins sex og starfa
allir hjá því. Eignamiðlun hefur starfað í 50
ár og Fasteignasala Mosfellsbæjar í 10.
Fyrsta skrefið
Þeir Einar Páll og Sverrir sögðu að
markmiðið með sameiningunni væri styrk-
ing á höfuðborgarsvæðinu. Einar Páll sagði
fasteignasöluna hafa gengið í gegnum já-
kvæðar vaxtabreytingar samfara miklum
uppgangi í Mosfellsbæ. „Það hentar okkur
vel að koma inn í svona stórt og öflugt fyr-
irtæki sem Eignamiðlun er.“
„Fasteignasala Mosfellsbæjar hefur náð
góðum árangri á þessu markaðssvæði og við
teljum að með því að hún verði hluti af
Eignamiðlun munum við styrkjast á þessu
svæði, ekki sízt í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi, í
Grafarholti og Grafarvogi,“ sagði Sverrir.
Þeir sögðust með sameiningunni horfa til
framtíðarþróunar í fasteignaviðskiptum, að
til þess að mæta auknum kröfum um sér-
þekkingu og þjónustu þurfi fasteignasölur
að stækka. Þeir spá því að sameining þeirra
sé bara fyrsta skrefið, þróunin í fast-
eignasölu verði svipuð og hjá lögmönnum og
endurskoðendum, fyrirtækin stækka um
leið og þeim fækkar. Þeir lögðu sérstaka
áherzlu á að helmingur starfsmanna væri
löggiltir fasteignasalar. „Við teljum gott að
stór hluti starfsmanna fasteignasölu sé lög-
giltur. Við höfum báðir reynt í stjórn Fé-
lags fasteignasala að þoka málum til þeirrar
áttar að starfsmenn séu löggiltir fast-
eignasalar, en það hefur reynzt mjög erf-
itt.“
– Eruð þið að bregðast við samdrætti á
fasteignamarkaðnum?
„Þetta er sameining til sóknar,“ svaraði
Einar Páll Kjærnested að bragði. „Það eru
engin skammtímasjónarmið sem ráða ferð-
inni hjá okkur. Nú gefst okkur tími til þess
að endurskipuleggja okkur og undirbúa fyr-
ir næstu uppsveiflu í fasteignaviðskiptum.
Við horfum ekki bara til þessa árs heldur
höfum 50 ára framtíð undir.
– Hvernig er ástandið á fasteignamark-
aðinum í raun?
„Út af fyrir sig höfum við engar sér-
stakar áhyggjur af stöðunni nú, enda tvö
mestu veltuár í fasteignasölu á Íslandi ný-
liðin,“ sagði Sverrir.
„En við höfum séð skarpan samdrátt síð-
ustu tvo, þrjá mánuði og það er lítil sala á
markaðnum um þessar mundir. En þegar
við lítum til lengri tíma hefur fasteignasala
alltaf verið sveiflukennd hér á landi og
menn verða að gera sér grein fyrir þeirri
staðreynd nú sem endranær.“
Fasteignasalar sameinast til sóknar
Eignamiðlun og Fasteignasala Mosfellsbæjar hafa sameinazt undir nafni Eignamiðlunar
Sextíu ára samanlögð reynsla: Eignamiðlun starfað í 50 ár og Fasteignasala Mosfellsbæjar í tíu
Morgunblaðið/Valdís Thor
Sameinast Einar Páll Kjærnested, stjórnar-
formaður Eignamiðlunar, og Sverrir Krist-
insson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Í HNOTSKURN
»Í sameinuðu fyrirtæki Eignamiðl-unar og Fasteignasölu Mosfells-
bæjar eru starfsmenn 20 talsins, þar af
eru 10 löggiltir fasteignasalar.
»Markmiðið með sameiningunni erstyrking fasteignaviðskipta á höfuð-
borgarsvæðinu.
»Eignamiðlun hefur starfað í 50 ár ogFasteignasala Mosfellsbæjar í 10.
SALLARÓLEG álft setti sig í hlutverk samgöngutækis við
bæjarmörk Ólafsvíkur í gær og sá sem fékk að njóta fríðind-
anna var annar fiðurfénaður; kría.
Guðbjörn Magnússon var að keyra inn í Ólafsvík þegar
hann sá undarlega álft á tjörn og taldi hana jafnvel vera með
dúsk á hausnum. „Krían var hvorki að fara né koma,“ segir
Guðbjörn sem náði að festa augnablikið á filmu. Hann segir
álftina ekkert hafa kippt sér upp við það þótt krían blakaði
vængjunum. „Hún fékk bara að laga sig til á hausnum en
flaug að lokum burt. Ég hef aldrei og kem trúlega ekki til með
að sjá þetta aftur.“ Guðbjörn segist telja að álftin sé geldfugl
og því „opnari“ fyrir uppákomum. | thuridur@mbl.is
Ljósmynd/Guðbjörn Magnússon
Kría sníkti sér far með álft
Friðsæl sjón blasti við vegfaranda í Ólafsvík og jafnframt óvenjuleg
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
ERLENDIR fjölmiðlar sýndu nýtil-
komnum útflutningi Íslendinga á
hvalkjöti nokkurn áhuga í gær, en
kjöt af sjö langreyðum sem veiddust
árið 2006 hefur verið selt til Japans.
Fréttaveitan Reuters hafði eftir
Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals
hf., að sala hvalkjöts frá Íslandi og
Noregi til Japans sé hagkvæm fyrir
þjóðirnar þrjár. „Það eru margir
hungraðir hvalkjötsunnendur í Jap-
an,“ sagði Kristján. Hann hafi sent
80 tonn af kjöti og Norðmenn fimm
tonn af hrefnukjöti í sömu sendingu.
Í samtali við fréttavef Morgunblaðs-
ins sagði Kristján að ágætisverð
hefði fengist fyrir kjötið, en litið væri
til lengri tíma hvað hagnað af sölunni
varðar. „Við sjáum ágæt viðskipta-
tækifæri í þessu,“ sagði hann. „Nú
hafa útflytjendur fundið kaupendur í
Japan,“ sagði Halvard Johansen, að-
stoðarráðuneytisstjóri norska sjáv-
arútvegsráðuneytisins, við Reuters.
Þá hafði vefur breska ríkisútvarps-
ins, BBC, eftir Árna Finnssyni, for-
manni Náttúruverndarsamtaka Ís-
lands, að sú ákvörðun að flytja út
hvalkjöt þýði að Íslendingar, eða
a.m.k. Kristján Loftsson, sé að reyna
að gera út af við allar sáttaumleit-
anir innan Alþjóðahvalveiðiráðsins.
Engin milliganga stjórnvalda
Að sögn embættismanna í sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðuneyti og
utanríkisráðuneyti Íslands hafa ís-
lensk stjórnvöld ekki beitt sér fyrir
útflutningnum með beinni milli-
göngu eða fyrirgreiðslu af neinu
tagi. Að sögn Stefáns Ásmundsson-
ar, skrifstofustjóra í sjávarútvegs-
ráðuneyti, hafa einungis átt sér stað
óformlegar viðræður við japönsk
stjórnvöld um samræmi í DNA-
skráningum og fleiri hagnýtum at-
riðum í kringum hvalkjötsverslunina
þar sem langt er um liðið síðan við-
skipti af þessu tagi áttu sér stað síð-
ast.
Ísland, Noregur og Japan viður-
kenna ekki skilgreiningu CITES-
sáttmálans um að langreyður og
hrefna séu í útrýmingarhættu, en
sáttmálinn bannar viðskipti með af-
urðir dýra og plantna í útrýming-
arhættu. Slíkir fyrirvarar við skil-
greiningar sáttmálans eru ekki
einsdæmi.
„Hungraðir“ í
íslenska hvalkjötið
Kjöt af sjö langreyðum selt úr landi
Akureyri | Fyrsti sláttur sumarsins fór fram við Hvamm
í Eyjafirði gær og litu Ólafur Vagnsson landbúnaðar-
ráðunautur og Bjarni E. Guðleifsson, prófessor við Land-
búnaðarháskóla Íslands, á túnið og sprettuna áður en
sláttur hófst. Mildur vetur og gott vor hafa skapað kjör-
aðstæður fyrir slátt, a.m.k. á túninu við Hvamm.
„Þetta hefur verið afskaplega gott vor,“ segir Bjarni.
„Eftir að snjóa leysti hafa komið margir heitir dagar og
spretta er mikil yfirleitt. Túnin líta vel út eftir mildan og
góðan vetur og kornið er komið í fulla sprettu.“
Að sögn Bjarna snýst slátturinn ekki endilega um að
fá sem mest af heyi heldur fóður sem býr yfir mikilli
orku. Hefði grasið verið slegið seinna hefði það verið
orðið trénað og því gefið af sér minni orku: „Þetta til-
tekna tún er gamalt tún sem er gróið háliðagrasi. Það er
það gras sem fer fyrst af stað á vorin ef ekki er slegið
snemma og það trénar fljótt. Grasið var slegið á réttu
stigi því það var tiltölulega nýlega skriðið og farið að
leggjast og því var ekki eftir neinu að bíða. Úr þessu
grasi mun fást ágætis fóður.“
Bjarni telur að ágætis uppskera fáist eftir sláttinn eða
um 2 til 3 tonn af þokkalegu fóðri. Þar sem slátturinn fór
fram svona snemma gæti komið annað eins í seinni
slætti. | hsb@mbl.is
Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson
Veðurblíðan Það vantaði ekki glampasólskinið í Eyjafjarðarsveitina þegar Máni Jóhannesson verktaki sló túnið við
bæinn Hvamm, en þar búa bændurnir og hjónin Hörður Snorrason og Helga Hallgrímsdóttir.
„Margir heitir dagar
og spretta er mikil“
Mildur vetur og gott vor skapað kjöraðstæður fyrir slátt