Morgunblaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is HEILDARFJÖLDI húsa sem talin eru óíbúð- arhæf eða ónothæf vegna jarðskjálftanna á Suð- urlandi er nú komin í 24. Þau hús sem mest skemmdust eru mörg komin nokkuð til ára sinna. Flest þeirra eru í Ölfusi, 16 talsins á 11 bæjum, bæði íbúðarhús og útihús, að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslumanns á Selfossi. Þá er eitt hús í Hveragerði óíbúðarhæft, fimm á Selfossi og tvö á Eyrarbakka. Starfsmenn Viðlagatryggingar Íslands munu á næstu dögum meta skemmdir á fasteignum en Viðlagatrygging bætir einnig skemmdir á brunatryggðu lausafé. Ólafur Helgi segir starf almannavarna í föstum farvegi. Verið sé að safna upplýsingum um ástand fólks og eigna þess, en enn heyri hann af fólki sem ekki hefur fengið viðunandi aðstoð eða úrlausn vandamála eftir skjálftana. Verið sé að reyna að ná utan um þau tilfelli eins fljótt og auðið er. Um 30 björgunarsveitarmenn voru við störf á skjálftasvæðinu í gær, skv. tilkynningu frá Slysa- varnafélaginu Landsbjörg, við að girða af hin skemmdu hús, dreifa vatni og aðstoða íbúa. Mikið var um að aðstoða þyrfti eldra fólk við að koma þungum húsmunum aftur á sinn stað. Íbúafundur ráðgerður í Hveragerði Enn er í gildi aðvörun almannavarna til fólks um að vera ekki við eða í hlíðum Ingólfsfjalls eða annarra fjalla á skjálftasvæðinu, enda getur lítið þurft til svo að grjóthrun verði. Að sögn Helgu Kristjánsdóttur, staðgengils bæjarstjóra í Hvera- gerði, hefur grjóthrun verið nokkuð ofan Hvera- gerðis undanfarna daga. Enn sé þar hætta á ferð- um. Þá mælast bæjaryfirvöld í Hveragerði til þess að íbúar sjóði allt drykkjarvatn sitt enn um sinn, á meðan rannsóknir á því fara fram, en hægt er að nálgast drykkjarhæft vatn í flöskum við þjónustumiðstöðvar Rauða krossins. Íbúafundur verður í Hveragerði næsta fimmtudag á Hótel Örk kl. 20. Þótt viðmælendur séu sammála um að fólk sé enn í hálfgerðu losti eftir skjálftana eru hjól at- vinnulífsins farin að snúast á svo til venjulegum hraða á Selfossi og í Hveragerði. Þó er bókasafn Hveragerðis enn lokað vegna skemmda og sund- laugin sömuleiðis vegna viðhaldsvinnu. Á Selfossi eru allar stofnanir starfandi nema Sundhöllin þar sem verið er að huga að búnaði. Að sögn var mikið að gera hjá bæjarstarfsmönnum í Árborg í gær við margs konar viðgerðir á eigum sveitarfé- lagsins. 24 ónothæf hús girt af  Enn dæmi um fólk sem ekki hefur fengið viðunandi aðstoð eftir jarðskjálftana  Þó að margir séu enn í hálfgerðu losti eru hjól atvinnulífsins farin að snúast BÆJARLÍFIÐ í öllum sínum margbreytileika getur birst eina örskotsstund í gluggum verslana sem endurspegla ólík svipbrigði og manngerðir á degi hverjum. Gína í búðarglugga sinnir þögul hlutverki sínu og vegfarendur hugsa sitt um leið og þeir ganga framhjá. Morgunblaðið/Golli Hugsa sitt í erli dagsins FRÉTTASKÝRING Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is 21 ÍSLENSKUR íþróttamaður hef- ur tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Peking í Kína í sumar. Þar munar mestu um 14 liðsmenn íslenska karlaliðsins í handbolta, sem vann sér rétt til þátttöku eftir sigur á Svíum í fyrradag. Hinir sem taka þátt í leikunum keppa í badminton, sundi og frjálsum íþróttum. Ekki er öll von úti enn fyrir íþróttamenn sem vilja til Peking því í greinum á borð við sund og frjálsar íþróttir hafa íþróttamenn enn möguleika á að reyna að ná til- settum lágmörkum. Lokaskráning á leikana er 23. júlí í sumar, hálfum mánuði fyrir setningu leikanna. Því er ljóst að mikil spenna ríkir hjá sumum vongóðum íþróttamönnum allt fram á síðustu stundu. „Það kæmi ekki á óvart þótt íslensku þátttakendurnir verði um 25 tals- ins. Ég er viss um að fleiri eiga eft- ir að ná lágmörkunum,“ segir Andri Stefánsson hjá Íþrótta- sambandi Íslands en hann er að- alfararstjóri íslenska liðsins. Íslensku keppendurnir fara ekki einir utan. Þeim fylgir fjöldi fylgd- armanna en í þeim hópi eru þjálf- arar, nuddarar, liðsstjórar, sál- fræðingur, læknir og sjúkraþjálf- ari. Alls verða Íslendingarnir sem halda til Peking í sumar því um 40 talsins. Andri segir að takmörk séu fyrir því hversu margir fylgdar- menn fylgi íslensku keppendunum. Alþjóðaólympíunefndin setji reglur um fjöldann. Það er ekki ókeypis að senda íþróttafólk á Ólympíuleika. Uppihald og gisting í ólympíu- þorpinu er greitt af Alþjóðaólymp- íunefndinni. ÍSÍ stendur hins vegar straum af því að koma keppendum til Kína. Þá hefur ÍSÍ stutt marga íþróttamenn við að reyna að ná lág- mörkunum fyrir leikana. „Ég tel að þátttaka eins og þessi kosti um 25- 30 milljónir,“ segir Andri. Vissulega hafi það áhrif á kostn- aðinn þegar heilt handboltalandslið bætist við þátttakendalistann. „En það hefur líka áhrif á stærð Íslands í alþjóðlegum íþróttasamanburði til framtíðar. Miðað við höfðatölu er mjög gott hjá okkur að vera komin með yfir 20 íþróttamenn á eina leika,“ segir hann. Þjóðir sem við berum okkur saman við, á borð við Lúxemborg, sendi um 4-5 kepp- endur á Ólympíuleika. Þau tímamót eru í þátttöku Ís- lendinga á Ólympíuleikum í ár að öld er liðin frá því fyrstu Íslending- arnir kepptu á þeim. Það var í London 1908. Á árunum fyrir seinni heims- styrjöld sendu Íslendingar ekki alltaf þátttakendur á leikana, en frá stríðslokum hefur Ísland ávallt átt fulltrúa á þeim, mismarga í hvert sinn þó. Undanfarna leika hafa Íslendingar yfirleitt sent í kringum 20 keppendur til leiks. 25 gætu keppt í Peking  Þegar hefur 21 Íslendingur tryggt sér þátttökurétt á ÓL í Kína  Keppt í hand- bolta, sundi, frjálsum og badminton  100 ár frá því Ísland tók fyrst þátt í ÓL Vilhjálmur Einarsson Fyrsti Íslendingurinn sem vann til verð- launa á Ólympíu- leikunum. Í Mel- bourne í Ástralíu árið 1956 vann hann silf- urverðlaun í þrí- stökki. Komust á verðlaunapall á Ólympíuleikum PÓLVERJI sem grunaður er um mannrán, morð og aðild að skipu- lögðum glæpasamtökum í Póllandi var í gær framseldur til Póllands. Dómsmálaráðherra ákvað að verða við framsalsbeiðni pólskra yfir- valda í apríl og staðfesti Hæstirétt- ur þá ákvörðun. Maðurinn, sem heitir Przemysl- aw Plank var handtekinn 14. apríl og hefur setið í gæsluvarðhaldi síð- an. Í gær fluttu lögreglufulltrúar ríkislögreglustjóra Plank til Kefla- víkurflugvallar og létu hann í hendur þriggja pólskra lögreglu- manna sem fluttu hann áleiðis til Póllands. | orsi@mbl.is Framseldur til Póllands ÁRLEG ljósmyndasamkeppni mbl.is hefst í dag í samstarfi við Nýherja. Keppnin fer þannig fram að þátttakendur senda myndir inn í gegnum vefsíðu. Myndirnar birtast jafnharðan á vefsíðu keppninnar en síðan velur sérstök dómnefnd sig- urmyndir í lok hennar, og höfundar þeirra hljóta stafrænar myndavélar í verðlaun eða ljósmyndaprentara. Hægt er að taka þátt í keppninni með því að smella á viðeigandi hnapp á forsíðu mbl.is og mega þátttakendur senda inn eins marg- ar myndir og þeim sýnist. Í hverri viku verður valin mynd vikunnar og höfundur hennar fær gjafabréf á framköllun á stafrænum mynd- um. Ljósmyndasamkeppnin stendur til 31. ágúst. | ingvar@mbl.is Myndavél- arnar á loft! Vann Sigurmyndin frá því í fyrra. TVEIR menn komust undan á flótta eftir að hafa brotið tvær rúður í verslun á Laugaveginum í gær. Maður nokkur sá til skemmdar- varganna og truflaði þá við iðju sína. Kom styggð að þeim og létu þeir sig hverfa. Lögreglan tók skýrslu af vitninu og hefur tekið málið til nánari rannsóknar. | orsi@mbl.is Flúðu eftir rúðubrot Bjarni Friðriksson Júdómaðurinn kom þjóðinni skemmtilega á óvart þegar hann komst á verðlauna- pall á Ólympíu- leikunum í Los Angel- es árið 1984. Þar hlaut hann brons. Vala Flosadóttir Vann hug og hjörtu landsmanna á leik- unum í Sydney í Ástr- alíu árið 2000. Þar stóð hún sig með prýði og vann til bronsverðlauna í stangarstökki. „ÉG vissi það ekki fyrr en í dag [gær] að ég ætti að sjóða allt vatn- ið eða sækja mér vatn til Rauða krossins,“ segir íbúi í Hveragerði sem gagnrýnir að bæjarbúar hafi ekki verið varaðir nægjanlega við því að vatn þeirra væri ekki drykkjarhæft. Dreifimiði með þessum upplýsingum hafi komið í hús í Hveragerði fyrst í gær- kvöldi. Hann segist hafa heyrt ávæning af því á laugardaginn að hann hefði þurft að varast vatnið en ekki fundið neitt um það í fjöl- miðlum, fólk hafi líka haft nóg fyrir stafni við að laga til á heim- ilum sínum. „Ef vatn er mengað af gerlum, og það liggur fyrir hjá al- mannavörnum, á það ekki að fara framhjá neinum í 2.000 manna bæjarfélagi.“ | thuridur@mbl.is Vissi fyrst í gær að vatnið væri mengað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.