Morgunblaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Atvinnuauglýsingar
Stýrimann/vélavörð
Stýrimann, vélavörð og tvo háseta vana
netaveiðum vantar á MB Mörtu Ágústsdóttur,
til netaveiða frá Grindavík. Stopp frá 20. júlí -
15. september.
Upplýsingar í síma 426-8286 og 894-2013.
Málmiðnaðarmenn
Við leitum að starfskröftum
í málmsmíði.
Teknís ehf er framsækið málmiðnaðarfyrirtæki
sem starfar við nýsmíði og viðhald mannvirkja
og vélbúnaðar. Ef þú ert tilbúinn að ganga til
liðs við samhentan hóp og takast á við spen-
nandi verkefni, kíktu þá á heimasíðu okkar
www.tekn.is og sendu inn starfsumsókn.
Raðauglýsingar 569 1100
Fundir/Mannfagnaðir
Knattspyrnufélagið
Víkingur
Aðalfundur
knattspyrnufélagsins Víkings verður haldinn í
Víkinni mánudaginn 9. júní kl. 20.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Tillögur til lagabreytinga.
3. Önnur mál.
Stjórnin.
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum -
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um mats-
skyldu framkvæmda
Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að
eftirtaldar framkvæmdir skuli ekki háðar mati á
umhverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á
umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b.
Dettifossvegur 2. og 3. áfangi, breyting á
veglínu og efnistöku, Norðurþing
Snjóflóðavarnagarður við Hornbrekku,
Ólafsfirði, Fjallabyggð
Rannsóknaborun ÞG-06 á Þeistareykjum,
Aðaldælahreppi
Ákvarðanirnar liggja frammi hjá Skipulags-
stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þær eru
einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnun-
ar: www.skipulag.is
Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um-
hverfisráðherra og er kærufrestur til 2. júlí
2008.
Skipulagsstofnun.
Félagslíf
Sálarrannsóknarfélag
Reykjavíkur
Síðumúla 31,
s. 588 6060
Miðlarnir, spámiðlarnir og
huglæknarnir Þórhallur Guð-
mundsson, Ólafur Hraundal
Thorarensen talnaspekingur
og spámiðill, Anna Carla
Ingvadóttir, Símon Bacon
Ragnhildur Filippusdóttir, og
Guðríður Hannesdóttir kris-
talsheilari auk annarra, starfa
talsheilari auk annarra, starfa
hjá félaginu og bjóða
félagsmönnum og öðrum upp á
einkatíma. Upplýsingar um
félagið, starfsemi þess, rann-
sóknir og útgáfur, einkatíma og
tímapantanir eru alla virka daga
ársins frá kl. 13-18. auk þess
oft á kvöldin og um helgar.
SRFR
Uppboð
Endurbirt vegna villu í fyrri auglýsingu:
Uppboð munu byrja í skrifstofu embættisins Aðalstræti
12, Bolungarvík, á eftirfarandi fasteignum í Bolungarvík
miðvikudaginn 4. júní nk. kl. 15:00:
Hafnargata 56-58, fastanr. 225-0737, þingl. eig. Djúpmar ehf.,
gerðarbeiðandi Byggðastofnun.
Hafnargata 7, fastanr. 212-1202, þingl. eig. Alin Jean Garrbé,
gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og sýslumaðurinn í
Bolungarvík.
Holtastígur 11, fastanr, 212-1446, þingl. eig. Kristín Ketilsdóttir,
gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og sýslumaðurinn í Bolungarvík.
Stigahlíð 2, fastanr. 212-1612, þingl. eig Sveinn Fannar Jónsson og
JFE-verslun ehf., samkv. kaupsamningi, gerðarbeiðandi
Íbúðalánasjóður.
Stigahlíð 4, fastanr. 212-1619, þingl. eig. Elías Hallsteinn Ketilsson,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður.
Vitastígur 19, fastanr. 212-1704, þingl. eig. Pálína Vagnsdóttir,
gerðarbeiðendur Glitnir banki hf., Sparisjóður Rvíkur og nágr., útibú
og Sparisjóður Vestfirðinga.
Þjóðólfsvegur 14, fastanr. 212-1760, þingl. eig. Útrétt hönd ehf.,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður.
Þjóðólfsvegur 14, fastanr. 212-1761, þingl. eig. Útrétt hönd ehf.,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður.
Þjóðólfsvegur 14, fastanr. 212-1763, þingl. eig. Útrétt hönd ehf.,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður.
Þjóðólfsvegur 14, fastanr. 212-1764, þingl. eig. Útrétt hönd ehf.,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður.
Þjóðólfsvegur 16, fastanr. 212-1765, þingl. eig. Útrétt hönd ehf.,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður.
Þjóðólfsvegur 16, fastanr. 212-1766, þingl. eig. Útrétt hönd ehf.,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður.
Þjóðólfsvegur 16, fastanr. 212-1767, þingl. eig. Útrétt hönd ehf.,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður.
Þjóðólfsvegur 16, fastanr. 212-1768, þingl. eig. Útrétt hönd ehf.,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður.
Sýslumaðurinn í Bolungarvík,
30. maí 2008.
Nauðungarsala
Atvinnuauglýsingar
augl@mbl.is
æfingu var hann að æfa mig í vörn
og lyfti ég hendinni örlítið of hátt
frá síðunni, sá gamli var fljótur að
refsa mér og gaf hann mér létt högg
í síðuna. Við höggið missti ég and-
ann og hneig niður á hnén, afi Guð-
mundur brosti til mín og sagði:
„Kjarri, nú hefur þú lært að gera
þetta ekki aftur.“
Einn af okkar bestu dögum var
þegar ég bar upp tillögu á lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins 1999 um
að ólympískir hnefaleikar skyldu
leyfðir að nýju og var sú tillaga
samþykkt og á endanum samþykkti
Alþingi að aflétta banninu og iðkun
hnefaleika var leyfð á ný. Það var
lengi draumur hans að ólympískir
hnefaleikar skyldu leyfðir að nýju
og að fá að upplyfa það með honum
að Alþingi skyldi sjá að sér og heim-
ila íþróttina aftur er einn af þeim
dögum sem maður gleymir aldrei
enda skipti þetta hann miklu máli.
Fjölskyldan var númer eitt hjá
afa Guðmundi og ömmu Rannveigu
og stofnaði hann Guðmund Arason
ehf. til að geta veitt fjölskyldu sinni
atvinnu og höfum við mörg í fjöl-
skyldunni unnið þar frá upphafi.
Fyrir mig, sem er að stíga mín
fyrstu skref í fyrirtækjarekstri, er
gott að geta staldrað við og hugsað
„hvað hefði afi Guðmundur gert?“
enda var hann hagsýnn og góður
fyrirtækiseigandi og mun fyrirtæki
hans bera vott um hugsjón hans og
útsjónarsemi um ókomin ár.
Elsku afi Guðmundur, þér á ég
mikið að þakka og þakka ég Guði
fyrir öll þau ár sem ég hafði aðgang
að þér. Nú hefur þú tekið þína síð-
ustu lotu og ert kominn á stað þar
sem þér líður vel. Ótal minningar
um þig munu í framtíðinni koma
upp í hugann þegar ég hugsa til þín,
þú varst einstakur og einn sá besti
sem hægt var að kynnast og mun ég
varðveita minningar um þig um
ókomna tíð.
Guð geymi þig og takk fyrir allt.
Þinn
Kjartan Vídó.
Guðmundur Arason var athafna-
skáld sem eftir var tekið. Sjálf-
bjarga höfðingi sem vildi ekki
skulda neinum neitt eða að menn
ættu neitt inni hjá honum. Ungum
veittist mér sá heiður að vera boðið
starf á skrifstofu hans stönduga fyr-
irtækis sem var þá eins og æ síðan í
örum og öruggum vexti. Á skrifstof-
unni voru fyrir heiðursmennirnir og
öðlingarnir Ari sonur hans og Kári
tengdasonur hans, minn kæri mág-
ur. Hóf ég störf hjá þeim illa skól-
aður og óreyndur í mánuðinum sem
ég varð tvítugur og varð sannarlega
reynslunni ríkari.
Guðmundur tók mér alla tíð mjög
vel og urðum við strax hinir mestu
mátar. Hann var umhyggjusamur,
uppörvandi og hvetjandi og hafði
áhuga á mér og mínum viðfangs-
efnum utan vinnu og spurði reglu-
lega út í þau. Hann treysti mér fljót-
lega fyrir ábyrgðarfullum
verkefnum m.a. að vera prókúruhafi
og sjá um daglegan rekstur fyrir-
tækisins í tvær, þrjár vikur á sumri
á meðan fjölskyldan brá sér í sum-
arleyfi til útlanda. Guðmundur var
sannur höfðingi og það var ungum
manni góður skóli að fá að starfa hjá
honum í fullu starfi 1984 – 1988 og í
hálfu starfi meðfram öðrum verk-
efnum til ársins 1991. Þegar ég til-
kynnti honum að ég hyggðist hætta
störfum hjá honum alfarið til að
geta einbeitt mér að öðrum verk-
efnum þá sýndi hann mér dýrmæt-
an stuðning, sagðist skilja mig vel
og hvatti mig til dáða og góðra
verka.
Guðmundur var góður vinnuveit-
andi, sanngjarn og sveigjanlegur
þótt hann væri vissulega áræðinn og
einbeittur keppnismaður. Rausnar-
legur var hann og kom umhyggja
hans og Rannveigar hans góðu konu
fram við mína ungu fjölskyldu með
margvíslegum hætti, sem við kunn-
um sannarlega að meta og hér skal
þakkað. Hann sýndi mér áhuga og
stuðning löngu eftir að ég lét af
störfum hjá honum, tók mér ætíð
fagnandi, nánast eins og syni og
spurði mig út í viðfangsefni mín á
hverjum tíma með uppörvun og
hvetjandi hætti. Tíu árum eftir að
ég lét af störfum hjá fyrirtæki hans
1991 hóf Laufey konan mín störf í
fyrirtæki hans, þ.e. árið 2001, með
mágkonu sinni, Önnu Jóhönnu, dótt-
ur Guðmundar og hefur hún starfað
þar allt fram á þennan dag.
Við hjónin erum þeim Rannveigu
og Guðmundi Arasyni þakklát fyrir
umhyggju alla fyrr og síðar. Biðjum
við þér, Rannveig mín, sem og Önnu
og Kára, Ara og Elínu Önnu og fjöl-
skyldum þeirra blessunar Guðs um
ókomna tíma. Minningin um góðan
eiginmann, umhyggjusaman föður,
tengdaföður og afa sem elskaði og
lifði fyrir fjölskyldu sína umfram
allt annað mun lifa.
Ég bið þig góði Jesús
að vera hjá mér í nótt,
gef ég heyri orð þín:
Vinur, sofðu rótt.
Til þín er gott að flýja,
þú gefur mér krafta nýja,
svo hjarta mitt fái tifað
og orð þitt í mér lifað.
(Sigurbjörn Þorkelsson.)
Laufey Geirlaugsdóttir,
og Sigurbjörn Þorkelsson.
Okkur félögum Guðmundar Ara-
sonar í Rótarýklúbbi Kópavogs er
efst í huga þakklæti og virðing við
fráfall þessa mæta manns. Það fór
ekki hjá því að þessi vörpulegi mað-
ur vakti athygli hvar sem hann kom
fyrir glæsilega framkomu og hátt-
semi. Hann æfði íþróttir af kappi og
talaði gjarnan fyrir mikilvægi
íþróttaiðkunar. Áhugi hans á jafn
ólíkum íþróttum og hnefaleikum og
skák var okkur vel kunnur og
fræddi hann okkur um þessi áhuga-
mál sín á fundum, svo og um önnur
þau fjölmörgu svið sem hann lét sig
varða. Guðmundur var forseti
klúbbsins okkar starfsárið 1974 til
1975 og Poul Harris-félagi sem er
æðsta viðurkenning Rótarýfélaga.
Ræktarsemi hans við klúbbinn var
mikil og mætingar hans á fundi öðr-
um til eftirbreytni meðan heilsan
leyfði. Þannig minnumst við þessa
mæta félaga með þakklæti og virð-
ingu. Við sendum eiginkonu hans,
börnum og öðrum aðstendendum
innilegar samúðarkveðjur.
F.h. Rótarýklúbbs Kópavogs,
Sveinn Hjörtur Hjartarson.
Guðmundur Arason
Fleiri minningargreinar um Guð-
mundArason bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virðingu
sína án þess að það sé gert með
langri grein. Ekki er unnt að tengja
viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá, sem
fjallað er um, fæddist, hvar og hve-
nær hann lést, um foreldra hans,
systkini, maka og börn og loks hvað-
an útförin fer fram og klukkan hvað
athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar