Morgunblaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Styrmi Gunnarsson Góðir vinir og samstarfsmenn N ú lýkur vegferð, sem hófst síðla vetrar árið 1965 ofarlega á Skólavörðustíg í bifreið Eyj- ólfs Konráðs Jónssonar, sem þá var einn af þremur ritstjórum Morgunblaðsins. Hann óskaði eftir því að ég kæmi til starfa á rit- stjórn Morgunblaðsins að loknu lagaprófi, sem ég var þá að taka um vorið. Hugmyndir Eykons voru þær að ég kæmi til starfa á Morgunblaðinu við að skrifa Staksteina og leiðara, sem og varð. Ég tók til starfa á Morgunblaðinu hinn 2. júní það ár fyrir nákvæmlega 43 árum. Hins vegar eru í haust liðin 50 ár frá því að ég kom fyrst inn á ritstjórnarskrifstofur Morgunblaðsins í Aðalstræti með æskuvini mínum, Herði Einarsson hrl., sem síðar varð um langt skeið ann- ar aðaleigandi DV ásamt öðrum æskuvini mínum, Sveini R. Eyj- ólfssyni. Við Hörður höfðum tekið að okkur að verða ritstjórar síðu Sambands ungra Sjálfstæðismanna og höfðum það starf með höndum í u.þ.b. ár ef ég man rétt. Það voru fyrstu kynni mín af innviðum ritstjórnar Morgunblaðsins. Ég ætla að leyfa mér þá framhleypni að staðhæfa að hér ljúki líka annarri vegferð, því tímabili í sögu Morgunblaðsins, sem hófst árið 1924 með ráðningu þeirra Valtýs Stefánssonar og Jóns Kjartanssonar sem ritstjóra Morgunblaðsins. Ég finn til tengsla við þá báða, við Valtý af því að ég sá hann á göngum ritstjórn- arinnar í Aðalstræti þótt ég talaði aldrei við hann, og við Jón vegna þess að amma mín, sem var fátæk stúlka úr Vestur- Skaftafellssýslu, dáði hann meira en aðra menn. Hún hafði kynnzt honum á heimili kaupmannshjónanna í Suður-Vík í Mýr- dal um aldamótin fyrir hundrað árum. Þrír einstaklingar tengja saman 84 ár af bráðum 95 árum í sögu Morgunblaðsins, Valtýr, Matthías Johannessen og sá, sem hér stendur. Matthías flutti með sér andrúm og viðhorf Valtýs og ég vona að mér hafi að einhverju leyti tekizt að varðveita þær hefðir, sem Matthías mótaði á þeim rúmlega 40 árum, sem hann rit- stýrði Morgunblaðinu, lengst allra manna, en ritstjóratími Valtýs var tæplega 40 ár. Allir þrír vorum við mótaðir af þjóðmálabaráttu 20. aldarinnar. Valtýr og Matthías höfðu bein persónuleg tengsl við síðasta kafl- ann í sjálfstæðisbaráttu okkar Íslendinga á fyrri hluta 20. ald- arinnar. Ég kom úr annarri átt en allir þrír vorum við mótaðir af átökum kalda stríðsins. Þegar Valtýr dó árið 1963 hafði hann staðið í fremstu víglínu í fyrstu átökum kalda stríðsins. Matthías stóð í því alla tíð og þjóðmálaskoðanir mínar mótuðust með afgerandi hætti á þeim árum. Við getum því sagt, að hér á eftir hverfi sjón- armið þeirra, sem mótuðust í hörðum átökum þeirra tíma, end- anlega úr ritstjórn Morgunblaðsins og friðsamlegri tímar taki við. Ný kynslóð tekur við, nýir tímar, ungt fólk, sem ber með sér lít- ið af böggum fortíðarinnar og flytur með sér í útgáfu Morgun- blaðsins nýjan kraft og nýja þekkingu og það sem mest er um vert: sjónarmið samtímans og framtíðarinnar, sem verður að vera til staðar hverju sinni við útgáfu dagblaðs. Á fyrstu árum mínum hér á Morgunblaðinu voru tengslin við Sjálfstæðisflokkinn sterk. Þau voru aldrei formleg. Mín kenning er sú, að þau hafi orðið til vegna þess að ritstjórar Morgunblaðs- ins og forystumenn Sjálfstæðisflokksins, sem allir lágu undir heiftarlegum árásum frá andstæðingum í stjórnmálum, hafi ein- faldlega snúið bökum saman í þeirri baráttu. Sú samstaða hafi að lokum gengið lengra en hollt var fyrir blaðið. Undir lok sjötta áratugarins var það viðhorf orðið ríkjandi innan ritstjórnarinnar, sem þá laut forystu Valtýs og Bjarna Benediktssonar og síðar þeirra Matthíasar, Eykons og Sigurðar Bjarnasonar, að flytja ritstjórnarvaldið aftur inn á ritstjórnina. Eftir að ég hóf hér störf sumarið 1965 gerðist það nokkrum sinnum, þegar ég óskaði eftir ákvörðun ritstjóranna um meðferð ákveðinna mála, að þeir sögðu: hringdu í Bjarna og spurðu hann. Ég hringdi í Bjarna, sem þá var forsætisráðherra, og fékk alltaf sama svarið: Þeir verða að ákveða þetta sjálfir. N æstu áratugi gekk á ýmsu í samskiptum Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins, sem ekki verður rakið hér. Það eru 25 ár lið- in frá því að tengslin voru formlega rofin með bréfi, sem við Matthías skrifuðum til þáverandi formanns þingflokks Sjálfstæð- isflokksins, þar sem við þökkuðum gott boð um að þingfréttaritari Morgunblaðsins sæti þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins, sem löng hefð var fyrir, en töldum að nú væri kominn tími til að skera á þau tengsl. Samt hlífðum við Sjálfstæðisflokknum umfram aðra flokka. Fyrir tæpu ári hringdi ég í Matthías og sagði við hann: Nú ætla ég að ljúka þessu áður en ég hætti. Geir Haarde er kominn klakk- laust í gegnum kosningarnar, hann er búinn að mynda ríkisstjórn á eigin forsendum – sem okkur var báðum annt um að honum tækist – og héðan í frá verður fjallað um Sjálfstæðisflokkinn með sama hætti og aðra flokka. Matthías var mér hjartanlega sam- mála. Ef þið lesið vel Morgunblaðið frá síðasta hausti og til dags- ins í dag sjáið þið, að við þetta hefur verið staðið. Breytt samskipti við Sjálfstæðisflokkinn eru þó ekki mesta breytingin, sem var gerð á Morgunblaðinu í ritstjóratíð okkar Matthíasar. Ég tala hér aftur og aftur um okkur báða vegna þess, að þótt ég hafi einn borið ábyrgð á ritstjórn Morgunblaðsins frá síðustu aldamótum, er það tímabil fyrst og fremst framlenging á því tímabili í sögu blaðsins, sem hófst 1924 eins og ég hef áður fært rök að. Byltingin mikla, sem hefur kannski farið fram hjá mörgum og aðrir hafa ekki viljað viðurkenna, hvorki í hjarta sínu né gagnvart öðrum, vegna þess að Morgunblaðið nýtur yfirleitt ekki sann- mælis vegna sögu sinnar og stöðu í samfélagi okkar, byltingin mikla er sú, að við breyttum Morgunblaðinu úr málgagni hinna ráðandi afla á Íslandi í að verða málsvari almannahagsmuna. Þetta er sú breyting á Morgunblaðinu, sem máli skiptir. Hún stóð í áratugi og á meðan á henni stóð sveif andi Eykons yfir vötnum. Hvernig gat þetta gerzt? Við Eykon vorum og erum utangarðs- menn í þessu þjóðfélagi í þeim skilningi, að rætur okkar er að finna við sjóinn og í sveitinni en rætur Matthíasar í höfðingjaveldi fyrstu áratuga 20. aldarinnar. Hann var og er hins vegar svo mik- ill listamaður, að hann var tilbúinn til að fara ótroðnar slóðir, hvort sem var í skáldskap eða á ritstjórn Morgunblaðsins. Við sögðum hinum ráðandi öflum, „establishmentinu“, stríð á hendur. Eykon byrjaði á því strax í sjötta áratugnum. Við nutum framan af verndar við þessa iðju. Geir Hallgrímsson veitti okkur skjól, bæði á meðan hann starfaði á vettvangi stjórnmálanna og eins eftir að hann var kominn í Seðlabankann. Það var fyrst við lát Geirs Hallgrímssonar langt um aldur fram, sem ég alla vega fann hvað það þýddi að standa einn á berangri þar sem kuldinn næddi um og hefði ekki lifað það af nema fyrir eindreginn stuðn- ing forystumanna Árvakurs hf., á þeim tíma, þeirra Haraldar Sveinssonar og Hallgríms B. Geirssonar. Úrslitaorustan í þessu stríði stóð fram eftir tíunda áratugnum, þegar okkur hafði tekizt að opna margar vígstöðvar í einu – sem aldrei hefur verið talið skynsamlegt – við stórfyrirtækin í land- inu, við LÍÚ og við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta voru erfiðir tímar á Morgunblaðinu. Ég talaði töluvert um þessi mál við Huldu Val- týsdóttur, helzta eiganda blaðsins á þeim tíma. Hún gaf mér leið- beiningar. Mér fannst á þeim tíma að í þeim fælust miklar kröfur á hendur mér en fylgdi þeim engu að síður. Það reyndist mér vel og ég er Huldu afar þakklátur fyrir þær. Á þessum árum rétti Davíð Oddsson mér stærstu sáttarhönd, sem nokkur maður hef- ur rétt mér. Það er erfitt að takast á við vini sína og samherja en gömul og rótgróin vinátta stóðst þessi átök. Allt, sem síðan hefur gerzt, er eins og gárur á yfirborðinu, hvort sem um var að ræða átökin um fjölmiðlalögin eða deilur við ein- stök viðskiptaveldi og fjármálakerfið, sem þoldi ekki umfjöllun okkar um álitsgerðir erlendra greiningadeilda veturinn 2006 og heldur ekki fréttaflutning okkar af vandamálum bankanna í vet- ur og vor. Þegar upp er staðið voru þetta smámunir. Þ rátt fyrir þær breytingar, sem orðið hafa á blaðamarkaðnum hefur Morgunblaðið haldið þeirri stöðu að vera helzti vettvangur fyrir skoð- anaskipti landsmanna, málþing þjóðarinnar eins og einn af velunnurum blaðsins hefur orðað það. Og það hefur líka haldið þeim tilfinn- ingalegu tengslum við þjóðina, eins og Matthías lýsti því, að vera helzti vettvangurinn, þar sem hinir látnu eru kvaddir. Í þessu hvoru tveggja er gífurlegur styrkur fólginn fyrir þetta blað. En jafnframt hefur Morgunblaðið verið virkur þátttakandi í þjóðfélagsumræðum. Til eru þeir, sem hafa gert lítið úr því hlut- verki blaðsins og sagt að Morgunblaðið liti á sjálft sig sem stjórn- málaflokk og lýst vanþóknun á að forystugreinar blaðsins eru ekki skrifaðar undir nafni. Þetta er rugl. Sú venja að merkja rit- stjórnargreinar var tekin upp á öðrum dagblöðum hér, þegar tveir ritstjórar gátu ekki komið sér saman og vildu ekki bera ábyrgð á sjónarmiðum hvor annars. Í öllum blöðum á Vestur- löndum, sem vilja láta taka sig alvarlega, eru ritstjórnargreinar „Breyttum blaðinu úr málgagni hinna ráðandi afla Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Breytt forysta Nokkrir af helstu stjórnendum á ritstjórn Morgunblaðsins. Frá vinstri: Valgerður Þ. Jónsdóttir, Sunna Ósk Logadóttir, Guðlaug Sigurð- ardóttir, Ólafur Þ. Stephensen, Karl Blöndal, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Björgvin Guðmundsson, Egill Ólafsson, Anna Sigríður Einarsdóttir, Árni Jörgensen, Sigurður Elvar Þórólfsson, Ragnhildur Sverrisdóttir og Fríða Björk Ingvarsdóttir. Nýtt fólk með nýjum ritstjóra Ólafur Þ. Stephensen tók í gær við rit- stjórn Morgunblaðsins af Styrmi Gunnarssyni, sem gegnt hefur starfi ritstjóra frá árinu 1972. Nýjum ritstjóra fylgja mannabreyt- ingar í ýmsum stjórnunarstörfum á ritstjórninni. Karl Blöndal, sem verið hefur að- stoðarritstjóri blaðsins, heldur því starfi áfram. Hann hættir umsjón sunnudagsblaðs og einbeitir sér að störfum aðstoðarritstjóra. Árni Jörgensen, sem áður var fulltrúi ritstjóra, verður útlitsritstjóri blaðsins. Egill Ólafsson og Sunna Ósk Loga- dóttir verða fréttastjórar á fréttadeild Morgunblaðsins. Undir fréttadeildina heyra einnig íþróttafréttir. Þar eru nýir umsjónarmenn Sigurður Elvar Þórólfsson og Víðir Sigurðsson. Sam- starf fréttadeildar og innblaðsdeild- arinnar Daglegs lífs verður aukið, en þar eru umsjónarmenn þær Anna Sig- ríður Einarsdóttir og Bergþóra Njála Guðmundsdóttir. Nýr ritstjórnarfulltrúi helgar- útgáfu er Ragnhildur Sverrisdóttir, sem áður var blaðamaður á Morg- unblaðinu um langt skeið. Hennar staðgengill og hægri hönd er Val- gerður Þ. Jónsdóttir, sem séð hefur um sunnudagsblað ásamt Karli Blön- dal. Fríða Björk Ingvarsdóttir rit- stjórnarfulltrúi stýrir áfram menning- arumfjöllun blaðsins og Þröstur Helgason er áfram ritstjórnarfulltrúi Lesbókar. Guðlaug Sigurðardóttir er áfram ritstjórnarfulltrúi aðsends efnis í blaðinu. Þá stýrir Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri fréttaskrif- um á mbl.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.