Morgunblaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 17
ERLENT
! "#
"
"
#
# $
%&
"'
( ! * !&
& !
!+
KILJA
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
„Í OKKAR augum var þetta árás á
danska sendiráðið og þar af leiðandi
árás á Danmörku,“ sagði forsætis-
ráðherra Danmerkur, Anders Fogh
Rasmussen, á blaðamannafundi eftir
að bílsprengja sprakk fyrir utan
danska sendiráðið í Íslamabad, höf-
uðborg Pakistans, í gær.
Hermt var að átta manns hefðu
beðið bana í sprengingunni og tugir
særst. Fjórir Danir starfa í sendi-
ráðinu en enginn þeirra lét lífið eða
særðist, en tveir pakistanskir starfs-
menn sendiráðsins og danskur rík-
isborgari voru á meðal þeirra sem
týndu lífi.
Metradjúpur gígur
Fogh Rasmussen sagði ljóst að
dönsk yfirvöld myndu ekki breyta
stjórnmálastefnu sinni í kjölfar
hryðjuverksins en 700 danskir her-
menn berjast nú gegn talibönum í
nágrannalandinu Afganistan. „Við
gefumst ekki upp fyrir hryðjuverka-
mönnum og munum halda okkur við
núverandi utanríkis- og öryggis-
málastefnu,“ sagði forsætisráð-
herrann.
Sprengingin var mjög öflug og
skildi eftir sig eins metra gíg í göt-
una fyrir utan aðalhlið sendiráðsins
auk glerbrota, múrsteinsbrota og
tuga bílflaka. „Að sjálfsögðu for-
dæmi ég slíkt voðaverk,“ sagði Per
Stig Møller utanríkisráðherra. Hann
sagði jafnframt nærtækt að áætla að
umdeildar Múhameðs-teikningar,
sem blaðið Jyllandsposten birti á
sínum tíma, hefðu verið hvati að
árásinni á sendiráðið. Mat sitt
byggði utanríkisráðherrann á því að
Osama bin Laden hefði áður hvatt til
árása á Danmörku. Møller sagði
jafnframt að árásin væri aðför að
samskiptum Pakistans við Dan-
mörku. Enn hefur enginn lýst yfir
ábyrgð á sprengingunni.
Dönsk sendiráð hafa orðið fyrir
hótunum frá því að ein skopteikn-
ingin af Múhameð, með sprengju í
vefjarhettinum, var endurbirt í febr-
úar síðastliðnum í 17 dönskum blöð-
um.
Vilja tryggja öryggi
Íslamabad hefur verið talin ein af
öruggustu borgum Pakistans en lík-
legt þykir að sendiráð og erlendar
hjálparstofnanir íhugi nú að skera
niður starfsemi sína til muna í kjöl-
far sprengingarinnar.
Forsætisráðherra Pakistans,
Salman Bashir, sagði í gær að yf-
irvöld fordæmdu árásina og að gripið
yrði til ráðstafana til að auka öryggi
erlendra sendisveita í landinu. „Pak-
istanska þjóðin er miður sín vegna
atviksins,“ sagði Bashir.
Norsku og sænsku sendiráðunum
í Íslamabad hefur nú verið lokað og
hafa dönsk yfirvöld ráðlagt Dönum
frá því að ferðast til Pakistans.
Hryðjuverk við sendi-
ráð Dana í Íslamabad
Utanríkisráðherra Dana segir Múhameðs-teikningar kveikjuna
AP
Eyðilegging Fjöldi bygginga í nágrenni sendiráðsins skemmdist í sprengingunni sem var gríðarlega öflug.
Í HNOTSKURN
»Utanríkisráðherra Dan-merkur telur líklegt að
Múhameðs-teikningarnar hafi
verið hvati að sprengjuárás-
inni.
»Friðsamleg mótmæli hafaverið í Pakistan á þessu ári
vegna teikninganna.
»Dönsk yfirvöld fluttusendiráðsstarfsmenn sína í
Alsír og Afganistan tímabund-
ið á brott í apríl vegna hótana
um hryðjuverk.
Washington. AFP. | Yfir 400 börn, sem
tekin voru úr höndum foreldra í sér-
trúarhópi í Texas fyrir tveimur mán-
uðum, verða send aftur heim til sín.
Verið er að kanna ásakanir um að
börnum hafi verið sýnt kerfisbundið,
kynferðislegt ofbeldi af hálfu leið-
toga hópsins. En hæstiréttur í sam-
bandsríkinu taldi að yfirvöld hefðu
farið út fyrir valdsvið sitt.
Söfnuðurinn aðhyllist fjölkvæni og
klauf sig út úr hreyfingu mormóna
fyrir rúmri öld. Hæstiréttur sagði að
yfirvöld velferðarmála barna hefðu
ekki sýnt fram á að börnin væru í
yfirvofandi hættu þegar þau voru
tekin frá söfnuðinum sem hefur að-
setur á stórum búgarði.
Rétturinn ákvað að börnin yrðu að
vera áfram í Texas meðan rannsókn
málsins stæði yfir. Einnig sagði hann
að foreldarnir yrðu að sækja for-
eldranámskeið í umönnun barna og
aðstoða yfirvöld við rannsóknina.
Lögreglumenn og fulltrúar barna-
verndarmála réðust inn í búgarðinn í
byrjun apríl. Embættismenn segja
að barnungum stúlkum hafi verið
innrætt að þær ættu að eiga mök við
miðaldra karla sem væru „andlegir
eiginmenn“ þeirra. | kjon@mbl.is
AP
Trú í Texas Móðir úr sértrúarsöfn-
uðinum á gangi við dómshús.
Börnin
aftur heim
Hæstiréttur Texas
telur yfirvöld
hafa farið offari
EDWARD Kennedy öldungadeil-
arþingmaður gekkst undir heila-
skurðaðgerð í gær vegna illkynja
æxlis og læknar hans sögðu að hún
hefði tekist vel.
Einn virtasti
taugaskurðlækn-
ir Bandaríkjanna,
Allan Friedman,
annaðist skurð-
aðgerðina sem
stóð í þrjár og
hálfa klukku-
stund. Aðgerðin
var mjög vanda-
söm og mark-
miðið var að fjarlægja eins mikið af
æxlinu og hægt var án þess að valda
vefjaskemmdum sem hefðu dregið
úr getu sjúklingsins til að tala og
ganga.
Kennedy, sem er 76 ára, greindist
með illkynja tróðæxli í vinstra hvirf-
ilblaði, svæði sem stjórnar tauga-
boðum og skynjun, ásamt því að
tengja talmál og ritmál við minnið
svo hægt sé að skilja það sem er
heyrt eða lesið.
Kennedy var vakandi við aðgerð-
ina og „ætti því ekki að verða fyrir
varanlegum taugafræðilegum áhrif-
um af henni“, að sögn Friedmans.
Gert er ráð fyrir því að Kennedy
verði á sjúkrahúsinu í Norður-
Karólínu í viku og aðgerðinni verði
fylgt eftir með lyfja- og geisla-
meðferð. | bogi@mbl.is
Aðgerðin
tókst vel á
Kennedy
Edward Kennedy
Beijing. AP. | Skipulagsnefnd Ólymp-
íuleikanna í Beijing í ágúst birti í
gær á heimasíðu sinni níu blaðsíðna
skjal með upplýsingum um kín-
versk lög fyrir erlenda þátttakend-
ur og áhorfendur. Þar er tekið fram
að trúarleg eða pólitísk skilaboð á
mótsstað séu bönnuð og að lögregla
þurfi að samþykkja hvers konar
göngur eða samkomur. Þetta stang-
ast á við ummæli forseta alþjóða-
ólympíunefndarinnar, Jacques
Rogge, um að keppendur hefðu
fullt tjáningarfrelsi og að þeir
skyldu aðeins á ákveðnum keppn-
isstöðum forðast pólitískar yfirlýs-
ingar.
Kínverska skipulagsnefndin
áréttar einnig í skjalinu að hlutar
landsins verði lokaðir erlendum
gestum, þar á meðal í Tíbet. Þá seg-
ir að þeir sem eigi miða á leikana fái
ekki sjálfkrafa vegabréfsáritun, en
stjórnvöld í Kína hertu nýlega regl-
ur um dvalarleyfi og vegabréfsárit-
anir. Búist er við um hálfri milljón
gesta á leikana. | sigrunhlin@mbl.is
Enga pólitík
á ÓL í Kína
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
BANDARÍSK herskip hafa verið notuð sem fljótandi
fangelsi fyrir menn sem teknir hafa verið í stríðinu gegn
hryðjuverkum, að sögn mannréttindasamtakanna
Reprieve. Fram kemur í frásögn á vefsíðu blaðsins The
Guardian í gær að ef til vill hafi Bandaríkjamenn notað
allt að 17 skip í þessu skyni frá 2001.
Gögn um fangaskipin eru sögð hafa komið m.a. úr yf-
irlýsingum bandarískra varnarmálayfirvalda, frá Evr-
ópuráðinu og tengdum stofnunum, einnig úr vitnisburði
fanga. Talsmaður Bandaríkjaflota, Jeffrey Gordon sjó-
liðsforingi, vísaði þessum ásökunum á bug í samtali við
Guardian en viðurkenndi að stundum hefðu fangar verið
vistaðir í „fáeina daga“.
George W. Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir árið
2006 að ekki yrði framar notuð sú aðferð að flytja meinta
hryðjuverkamenn með leynd flugleiðis milli landa en oft
er talið að áfangastaðurinn hafi verið leynilegar fanga-
búðir í öðrum löndum þar sem beitt er pyntingum. En
Reprieve-menn segja að vitað sé um yfir 200 dæmi um
slíka fangaflutninga eftir yfirlýsingu Bush.
Liðsmenn FBI og CIA við yfirheyrslur
Fullyrt er að meðal umræddra 17 skipa séu USS Bata-
an og USS Peleliu. Fangarnir séu yfirheyrðir um borð en
síðan sendir til vistunar á öðrum stöðum, oft leynilegum.
Reprieve-samtökin vilja að rannsakað verði sér-
staklega hvert hafi verið hlutverk herskipsins USS Ash-
land. Það var við gæslu út af strönd Sómalíu í fyrra en
um það leyti var lögð áhersla á að handsama liðsmenn al-
Qaeda hryðjuverkasamtakanna á svæðinu. Um sama
leyti er vitað að eþíópískir, sómalskir og kenýskir her-
menn tóku þátt í aðgerðum gegn hryðjuverkum og var
beitt yfirheyrslum. Þeir sem önnuðust þær voru taldir
vera úr FBI og CIA, bandarísku alríkislögreglunni og
bandarísku leyniþjónustunni. Svo fór að yfir 100 fangar
enduðu í fangabúðum í Kenýa, Sómalíu, Eþíópíu, Djíbútí
og Guantanamo.
Fljótandi fangelsi?
Mannréttindasamtök segja Bandaríkjamenn nota herskip
sem leynilegar fangabúðir í hryðjuverkastríðinu