Morgunblaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.06.2008, Blaðsíða 6
Þjóðveldisbærinn undir Sámsstaðamúla í Þjórsárdal er tilgátuhús byggt á niður- stöðum fornleifarannsókna á Stöng. Talið er að Gaukur Trandilsson hafi búið á Stöng á tíundu öld og vísan bendir til að hús- freyjan á Steinastöðum, sem stóðu ofar, hafi verið ástkona hans. Veitingastaðurinn sem var við Tryggvagötu í Reykjavík var nefndur eft- ir Gauki þessum. Fornleifarannsóknirnar í Þjórsárdal 1939 mörkuðu tímamót í sögu fornleifa- rannsókna hér á landi. Byrjað var að nota gjóskulög til aldursgreiningar. Þá voru rústirnar nákvæmar rannsakaðar en áður þekktist. Danski fornleifafræðingurinn Aage Roussel stjórnaði rannsóknunum á Stöng. Kristján Eldjárn, sem þá var enn við nám í fornleifafræði, var að- stoðarmaður hans. Uppgröfturinn á Stöng var fyrsta rannsóknin sem Kristján tók þátt í hér á landi. Er Gaukur bjó á Stöng Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is Hveragerði | Margt getur farið úrskeiðis í nátt- úruhamförum. Því fengu Unnar Jón Krist- jánsson, Guðný Einarsdóttir og börn þeirra í Hveragerði að kynnast síðastliðinn fimmtudag þegar um 500 lítrar af vatni úr fiskabúrum flæddi um íbúð þeirra. Fjölskyldan heldur tvo hunda og var með tvö fiskabúr í notkun, annað 200 lítra með ferskvatni og hitt 700 lítra sjáv- arfiskabúr. Ekki nóg með að hundarnir, sem voru einir heima þegar skjálftinn varð, hafi tekið æði og rifið og tætt rúm þeirra hjóna heldur kastaðist minna búrið í gólfið og mölbrotnaði. „Litla búrið var inni hjá stráknum og skutl- aðist út á gólf. Stóra búrið er hins vegar inni í stofu. Þar slökknaði á vatnsdælu þegar ljósabún- aðurinn hrundi ofan í vatnið, svo að í staðinn fyr- ir að dæla vatni í búrið fór að leka úr því. Það fóru líklega um 300 lítrar úr því búri á gólfið. Ég hef þurft að rífa allt gólfefni út úr íbúðinni,“ seg- ir Unnar. Hann segir það mikinn skaða að missa sjálft vatnið úr sjávarbúrinu. „Það tekur mjög langan tíma að rækta upp lífríkið í svona búrum. Þarna fór í raun tveggja til þriggja ára vinna í gólfið á nokkrum mínútum.“ Unnar segir óvíst hvort búrin verði standsett á ný. „Ég er nú ekki spenntur fyrir því að fá þetta aftur út á gólf ef það verður annar skjálfti.“ Um 500 lítrar flæddu yfir gólfin Í HNOTSKURN »Hundar fjölskyldunnar,boxer og Boston- terrier, tóku æði og tættu rúm hjónanna. Þeir jöfn- uðu sig þó fljótt. »Langan tíma getur tek-ið að koma sjávar- fiskabúrum í það ástand að hægt sé að setja í þau fiska. »Flóknara ferli er aðblanda saltvatnið rétt svo viðeigandi lífverur þrífist í því og vistkerfi búrsins sé lífvænlegt fyrir sjávarfiska heldur en gildir um ferskvatnsfiska. Ljósmyndir/Unnar Jón Kristjánsson Tjón Ekki var félegt um að litast við heimkomuna. Vatn, möl og fiskar höfðu flætt yfir gólfin.  Suðurlandsskjálftarnir léku tvö fiskabúr í heimahúsi í Hveragerði grátt og mikið tjón hlaust af  700 lítra sjávarfiskabúr hálftæmdist og áralöng vinna eigandans tapaðist á nokkrum mínútum 6 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Þjórsárdalur | Gólf skálarústanna á Stöng í Þjórsárdal koma óvenjuilla undan vetri. Fremri skálinn er eins og svað yfir að líta og steinarnir í eld- stæðunum eru flestir komnir á hlið- ina. Gestir sem koma til að skoða þessar merku minjar ganga óhindr- að um fornleifarnar. Bæjarrústirnar á Stöng voru grafnar upp á árinu 1939. Þær eru fyrstu rústirnar sem gerðar eru að- gengilegar fyrir ferðafólk hér á landi. Að loknum rannsóknunum var byggt bráðabirgðaþak yfir þær. Byggt var að nýju yfir rústirnar 1957 en þá var gamla þakið orðið ónýtt. Nýja þakið var járnklætt og nær lengra út á brúnirnar en hið gamla. Voru reknir niður gildir, tjörusoðnir símastaurabútar og grind fest á þá en sperrur reistar á grindinni. Þetta þak stendur enn en er illa farið þótt reynt hafi verið að gera við það nauðsynlegasta á síðustu árum. Nokkrar rúður eru brotnar og húsið er opið allt árið. Talið er að Stöng hafi farið í eyði í Heklugosinu 1104 ásamt fleiri bæj- um í Þjórsárdal. Grunnmynd bæjar- ins hafði varðveist mjög vel í vikr- inum, hleðslur og langeldur eru dæmi um það. Rústirnar hafa að einhverju leyti spillst á þessum árum, sérstaklega vegna óheftrar umferðar ferðafólks um skálann. Þannig eru hleðslur fallnar, meðal annars eldstæðin. Þá er farið að hrynja úr vegghleðslum. Agnes Stefánsdóttir, fornleifafræð- ingur og deildarstjóri hjá Fornleifa- vernd ríkisins, segir að rústirnar komi verr undan vetri en oft áður og telur að það stafi af því að gengið hafi verið um skálann á viðkvæmum tíma í vetur, þegar gólfin voru blaut. Vantar fé til lagfæringa Agnes telur ekki að tjónið sé óbætanlegt. Til séu teikningar af hleðslunum frá uppgreftinum 1939 og hægt að hlaða að nýju. „Við höf- um áhuga á að fá fé til að laga yf- irbygginguna og finna lausn á um- ferð gesta. Það þarf að beina fólki frá rústunum sjálfum, upp á útsýnis- palla,“ segir Agnes. Hún bætir því við að undirstöður þaksins séu að hluta til á fornleifunum og æskilegt sé að færa þær út fyrir þegar nýtt þak verður byggt. Hún segir að við- gerðirnar muni kosta nokkrar millj- ónir en Fornleifavernd hafi ekki tek- ist að fá styrki eða fjárveitingar til þeirra. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Skálinn Langeldur var fyrir miðjum skála Stangarbæjarins. Eldstæðið var heillegt þegar bærinn var grafinn upp úr vikrinum en nú hafa steinarnir fallið. Svað í skálarústunum  Friðlýstar fornminjar á Stöng í Þjórsárdal hafa spillst af umgengni ferðafólks  Nauðsynlegt er að byggja nýtt þak yfir rústirnar og brautir eða palla fyrir gesti HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur dæmt 18 ára pilt í 5 mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir hættu- lega líkamsárás en hann sló mann í hnakkann með steini og stakk hann í bakið með brotnum flöskustúti. Atburðurinn átti sér stað í Vest- mannaeyjum í október 2007. Pilt- urinn sagði að verknaðurinn hefði verið framinn í reiði í kjölfar þess að honum var hent úr út teiti. Sagðist hann hafa rætt við fórn- arlambið strax á eftir og greitt skaðabætur. Þessar skýringar piltsins nægðu ekki til refsilækkunar fyrir dómi en þar sem hann játaði skýlaust og var ungur að árum, auk þess sem honum hafði ekki verið refsað áð- ur, þótti rétt að skilorðsbinda refs- inguna. Ástríður Grímsdóttir héraðsdóm- ari dæmdi málið. | orsi@mbl.is Sló með steini og stakk í bakið FIMM ára gömul stúlka sem flutt var á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi í síð- ustu viku, eftir að hafa hlotið al- varlega höfuðáverka við veltu sexhjóls, er á góðri bataleið, samkvæmt upplýsingum frá lækni á Landspítalanum. Stúlk- an var útskrifuð um helgina yf- ir á Barnaspítalann. Slysið varð í Reynishverfi skammt frá Vík í Mýrdal. Stúlkan var ásamt móður sinni á leið niður vegslóða þegar hjól- ið fór út af slóðanum og valt niður bratta brekku. Móðirin var með bakáverka en gat látið vita um slysið og var brugðist skjótt við. | sia@mbl.is Á batavegi Þá var öldin önnur, er Gaukur bjó á Stöng. Þá var ei til Steinastaða leiðin löng. Sofandi í öndunarvél DRENGURINN sem brennd- ist í sprengingu í húsbíl í Grindavík á föstudagskvöldið er enn þungt haldinn. Honum er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild. Drengurinn, sem er tveggja og hálfs árs gamall, var með afa sínum í húsbílnum þegar slysið varð og slasaðist maðurinn, sem er á sjötugsaldri, einnig en þó ekki alvarlega. Drengurinn brenndist einkum á höfði og höndum. | sia@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.